Tíminn - 20.11.1959, Qupperneq 3

Tíminn - 20.11.1959, Qupperneq 3
X í M I N N, föstudaginn 20. nóvember 1959. 3 Tilkynnti trúlofun sína í blöðunum án þess þó að biðja stúlkunnar — Diana Napier, ekkja hins þekkta söngvara Richard Tauber hefur nýlega gefið út endurminningar sínar. Fjalla þaer um kyni hennar af söngv- aranum, en þau stóðu í fimmtán ár og lauk með dauða hans árið 1948. Leikkona Diana Napier, ekkja Richard Tauber, gefur út endurminningar sínar Hún hét réttu nafni Molly Ellis Og var þriðja flokks leikkona, en Sir Alexander Korda réði hana til að leika aukahlutverk í einni af kvikmyndum sinum og tók hún sér þá nafnið Ðiana Napier. 1 Hún stundaði ekki sitt starf, mætti óstundvíslega og dvaldi langdvölum á næturklúbbum. Sir Alexander rifti samningnum en vinkoni hennar útvegaði henni fljótt hlutverk í kvikmyndinni Mimi, þar sem þau léku aðaíhlut- verkið Douglas Fairbanks og Ger- trude Lawrence, en Paul Stein var leikstjóri. i Richard Tauber kom frá Wien til London til að horfa á myndina og leizt honum vel á ungu stúlk- una og gerði ítrekaðar tilraunir til að ná ástum hennar. | Richard Tauber var svo öruggur með sjálfan sig og vanur að fá vilja sínum framgengt að hann til- kynnti dagblöðunum trúlofun þeirra án þess að spyrja stúlkuna um leyfi. í Hann var 41 árs er þetta skeði og hafði að baki sér misheppnað hjónaband. í Þýzkalandi og Aust- urríki var hann tilbeðinn sem guð. Hann var hetjutenór allra tíma. Allur heimurinn hlustaði í hrifn- ingu er hann söng Dein Ist Mein Ganzes Herz. Æska Bók Diana Napier Tauber fjall- ar hins vegar ékki um sigra Rich- ard Tauber í heimi sönglistarinn- sr, því að hún kemur fyrst inn í líf Richars, þegar sú tíð er liðin og hann talar ekki mikið um fortíð sína við konu sína. | Tauber fæddist í Linz árið 1891, Sónur lítt þekkts söngvara og leik- ara af Gyðingaættum., Þau giftust aldrei og drengurinn <61st upp hjá móður sinni, til átta ára aldurs. Þá hafði hún ekki leng- ur efni á að ala son sinn upp, en sendi hann til föðurins, sem ári jseinna Iét drenginn fá sitt fyrsta sönghlutverk á hljómleikum í smá- bæ í Tvrol. Á sumrin eyddu faðir og sonur sumarleyfinu í St. Wolf- gang þar sem veitingahúsið „Hvíti hesturinn“ er. Er drengurinn óx, kom í ljós að hann hafði mikla söngrödd og, fað- rrinn studdi hann til náms. TilbetSinn Á tuttugasta og fyrsta afmælis'- degi sínum stjórnaði hann flutn- ingi á óperu eftir Schubert. Nokkrum mánuðum síðar söng hann Tamino í Töfraflautunni. Tauber var maður sem var svo tilbeðinn, og svo vanur að fá viUa sínum framgengt, að hann tók lítið tillit til meðbræðra sinna. Hann var der Kammersanger, sem fólk skreið i duftinu fyrir. Diana Napier giftist honum árið 1936. Hann lítur svo á að hún eigi að vera þægt verkfæri í hendi hans. í staðinn stillir hann henni upp í bláan Mercedes Benz með einkabílstjóra og hún lifir á dýr- nstu hótelum í vellystingum prakt- uglega, en eignast hvorki heimili né börn. Dag nokkurn fær hann löngun til að aka til Miinchen og anda að sér þýzku lofti á nýjan leik. En íimarnir hafa breytzt. Þjóðverjar kyrrsetja bau hjón og þau sleppa naumlega yfir landamærin með Gestapo á hælunum. Lord Alanbrook ræðir við brezkan hermann. Ofurmenni lifa enn á þessari öld.... A síðustu tveimur árum seirtni heimsstyr jaldarinnar var Churchiil oft að niðurlot- um kominn, hann var útslitinn og þjáðist af lungnabólgu. Hann var orðinn svo uppstökk- ur og geðvondur, að þrír aeðstu menn bresku herstjórn- arinar voru að hugsa um að segja af sér ári áður en inn- rásin var gerð. Þetta segir Lord Aianbrook í dagbók sinni, sem hinn frægi sagn- fræðingur, Sir Arthur Bryant, hefur gefið út. í marz 1943 ler.tu þeir í hár s'am- an Churchill og hershöfðingjarnir út af stríðinu í Austurlöndum fjær. Churchill vildi taka norðurhluta eyjarinnar Sumötru og koma þar upp mikilli herbækistöð. Hann lét æðstu herstjórn í té skipun ,um þetta. Hann fór á bak við hers- höfðingjana og fékk samþykki Roosevelts Bandaríkjaforseta, en hershöfðingjarnir börðust hatram- lega gegn þessari ákvörðun. Dag rokkurn kom Churchill þrammandi og tilkynnti að hann hefði upp- götvað nýja eyju norðvestur af Sumötru, sem héti Simalur. Hann hafði komizt að þeirri nið- i'.rstöðu að þessi eyja hefði mjög tnikla hernaðarþýðingu. Lofther og floti snerust hat- rammlega gegn þessari ákvörðun. „Ég fór að spyrja sjálfan mig hvort ég væri Alice í Undralandi, eða hvort, ég ætti að leggja <mig inn á geðveikraspítala þegar í stað,“ skrifar Allenbrook í dagbók sína. Hershöfðingjarnir hótuðu að segja af sér og ekkert varð úr inn- rásinni á Simalur. Viku áður en innrásin var gerð á meginlandið var Allenbrook í heimsókn á Chequers, sveitasetri fnrsætisráðherrans. „Hann var ellilegur og mæcjdur á svip.“ segir Alanbrooke. „Hann sagði, að Roosevelt væri ekki við góða heilf'u og þeir væru hvorugir þeir menn, sem þeir hefðu verið. En þegar innrásin var gerð rankaði gamli maðurinn við sér. Aðeins blátt bann frá Georg kon- ungi hindraði hann í að fara sjálf- ur um borð í fyrsta skip innrásar- flotans. Það komu dagar þegar Alan- brooke fannst að hann gæti ekki haldið út samstarfið með Church- ill. En endanlegur dómur hans er þessi: „Ég þakka guði fyrir að hafa fengið leyfi til að vinna með svona manni, og fyrir að hafa kom- l ið auga á þá staðreynd að ofur- menni Iifa enn á þessari jörð. Nemendatónl. Söng- og ópeniskólans Ný vara Vestur-þýzk NÁTTFÖT á 1—14 ára. Kosta aðeins 30—80 kr. Póstsendum. Diana Napier og Richard Tauber eru að koma frá hjónavigslunni. — Kjölturakkinn varð að vera með á myndinni. Rét fyrir stríðslok fór Richard Tauber að tapa röddinni og honum mistókst á hverjum hl.iómleikun- um á fætur öðrum. Hann hætti að syngja en tók til við að se.nja tónverk og stjórna IJjómsveitum. Hann saknaði Diönu sem gerðist S'jálfboðaliði í pólska hernum í Englandi, sem staðsetlur var í Skotlandi. Hann ferðaðist til Ameríku, en sneri brátt heim til Englands og i var lagður þar inn í spítala. i Tauber dó úr lungnakrabba. | Hann var alla ævi sína bindindis- maður á tóbak og þoldi hvergi reyk í krmgum sig. Hann var ! skuldunutu vafinn, þegar hann dó i og Diana Napier var í fjögur ár að borga skuldir. Diana Napier Tauber bjó nokk- ur ór í örgustu fátækt og giftist síðan pólskunt ltðsforingja, sem hún hafði kynnzt í stríðinu. Rich- ard Tauber varð ekki nema 56 ára, en nafn hans mun ekki gleymast meðan Dein ist mein ganzes Herz er sungið og spilað. Fyrir skömmu síðan efndu nem- endur ítalska söngvarans og söng kennarans V. M. Demetz til tón- leika í Gamla bíói. Sumir söngvar anna eru þegar orðnir alþjóð kunn ir, en nöfn annarra eru lítið þekkt eða óþekkt, og er ég ekki grun- laus um, að einhver þeirra hafi e. t. v. komið í fyrsta sinn í þá eldraun að koma fram á sviðið og horfast í augu við óvinina, en ef svo hefur verið, þá hefur söngvar- inni farið með sigur af hólmi. Hér verður ekki unnt að ræða söng hvers o.g einstaks, enda er það hættufegt að hætta sér út í slíka sleggjudóma, því að margt af þessu söngfólki hefur áreiðanlega ek'ki sýnt nema að nokkru leyti, hversu það er í raun:nni megnugt, það á sjálfsagt margt ólært enn, þó að hitt leyni sér ekki, að það hefur fengið ágætar raddir í vöggu gjöf og góða hæfileika til að nota hana á réttan hátt. Á efnisskránni voru lög, aríur og dúettar, sextettinn úr Lucia de Lammenmoor og auk þess kórsöng ur undir stjórn Ragnars Björns- sonar. Efnisskráin var í bezta lagi fjölþætt og vel til hennar vandað á allan hátt en það, sem bezt af öllu var, er þó fyrirheitið, semi þetta unga fólk gaf um margar ánægjustundir á komandi árum. Fyrir þetta á það beztu þakkir skilið, en þó ber fyr:t og siðast að þakka kennaranum, sem hefur þjálfað það og leitt það frarn til sigurs. — A. Demetz sem Herodes i óperunnj Salome, eftir R. Strauss.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.