Tíminn - 22.11.1959, Síða 12

Tíminn - 22.11.1959, Síða 12
Allhvass norðaustan, skýjað, en úrkomulaust að mestu. Nautið og banamaður þess á vígvellinum Mynd þessí var tekin á nautaatsvelli á Spáni í þann mund. sem nautið var að hníga til jarð- ar undan sverðsstungu nautabanans. En áður en allur þróttur var horfinn nautinu gat það komið höggi á banamann sinn og lagt hann á jörðina við hlið sér. Vantar herzluna til að fullgera félagsheimilið Með vaxandi íbúafjöldajþurft úrbóta með. Eitt þessara Reykjavíkur hafa ýmiss vanda- mála er kirkjuvandamálið; mál, áður óþekkt risið upp oglhinar „göm.)u“ kirkjur Reykja- víkur urðu of fáar og gátu ekki veitt nægilegum fjölda móttöku. Þróunin í þessum málum hefur orði'ð 'SÚ, að söfnuðurnir hafa sjálfir staðið í því að byggja sér kirkjur og önnur þau hús, sem þarf til starfsemi safnaðanna. Einn þessara safnaða er Lang- holtssöfnuðnr. sem er að reisa sér myndarlega kirkju og féalgsheim i'li við Sólheima. Stofnað 1952 Langholtsprestakall er stofnað árið 1952 og var prestur kjörinn sama ár. Það hefur ekkert hús- næði fyrir messur eða annað safn áðarstarf, en hefur haldið guðs- þjónustur í Laugarneskirkju. — Barnastarf liggur niðri af hús- (Framhaid á 2. síðu) Reykjavik 5 st., Akureyri 3 st., Annars staðar á landinu 2—8 stig. Sunnudagur 22. nóvember 1959. Fimmtíu samtalsþættir í nýrri blaðamannsbok Menn og minningar eftir Valtý Stefánsson í útgáfu Bókfellsútgáfunnar Komin er út á vegum Bók- fellsútgáfunnar ný bók eftir Valtý Stefánsson ritstjóra. Heitir hún Menn og minning- ar og hefur að geyma fimmtíu þætti af biaðasamtölum, sem Valtýr hefur ritað. Er þetta fjórða bók Valtýs með viðtals- þáttum. Er þar samankomið í skemmtilegu formi mikið og fjölbreytt efni frá merkilegum og viðburðaríkum blaða- mennskuferli. Valtýr segir sjálfur í formála fyrir þessari nýju bók að liann hafi fyrir fortölur forstjóra Bók fellsútgáfunnar, Birgis Kjarans, lagt hönd aó útgáfu þessara við- ialsþátta. Valtýr Stefánsson í formála segir höfundur m.a.: Menn og minningar er frábrugð in hinum fyrri bókum mínum í þessu safni að því leyti, að auk samtalanna eru hér nokkrar grein ar um samtímaviðburði', sem ég hef upplifas sjálfur, eins og greinar um fráfall Ólafs Davíðs- sónar og hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar og eru þetta eins konar samtöl við sjálfan mig, ef menn vi'lja hafa það svo. Auk þess tekur Valtýr í bókina tvær minningargreinar, og segist gera það til þess að hafa eins kon ar sýnishorn um þá grei'n blaða- mennskunnar, sem kölluð er „minningarorð". Sagðist hann ekki hafa verið búinn að vera lengi við blaðaménnsku, þegar hann ’tók efti'r því að minningar orðin voru eitt vinsælasta lestrar efni blaðsins. Fyrirlestur um vísindi og iðn- aðarþróun Nú um helgina er væntanlegur hingað dr. Alexander King, vara- íramkvæmdastjóri Framleiðni- stofnunar Evrópu (E.P.A.) og for- stöðumaður vísinda- og tí&kni- deildar Efnahagssamvinnustofnun- ar Evrópu, og mun hann ræða hér við íslenzka aðila. Dr. King, sem er efnafræðingur að merintun.'mun halda fyrirlestur á vegum Verkfrreðideildar háskól- ans mánudaginn 23. nóvember kl. 17.30 í I kennsiustofu háskólans, cg fjallar fyrirlesturinn um vís- indi, framletðni og iðnaðarþróun. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill að- gangur. Myndin er af líkani a3 Langholtskirkju, eins og hún á að verða fullgerð. Byggingin, sem turninn rís upp úr, er sjálft kirkjuhúsið, sem á að rúma 440 manns í föst sæti, en hinar byggingarnar eru safnaðarheimili. Álmuna, sem tengir saman kirkjuna og minna húsið, sem eins snýr, verður hægt eð opna inn í kirkjuna og nota sem viðbót við hana, þegar þurfa þykir, t. d. við fermingar. Safnaðarhelmilið er nú fokhelt, og þar verður haldin hlutavelta i dag til ágóða fyrir byggingastarfið. Flokksstarfið i bænum Aðalfundur í Framherja Aðalfundur Málfundafélagsins Framherji (félags Fram- sóknarmanna í Dagsbrún) verður haldinn í Framsóknarhús- inu uppi í dag, 22. nóvember, og hefst ki. 3. e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Erindreki Framsóknar- félaganna, Jóhannes Jörundsson, mætir á fundinum. Félagar ®ru hvattir til að mæta stundvíslega. Aðalfundur Framsókn- arféiags Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknarfélags Reykiavíkur verður hald Iinn í Framsóknarhúsinu þriðjudaginn 24. nóvember n k. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Nánar aug lýst síðar. V, Stjórnin. Varnarlíðið malbikar 800 m. á dag, en Reykvíkingar 80 m. sumarlangt Á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld flutti Alfreð Gísla- son tillögu um að skipa 5 manna nefnd til að rannsaka og gera tiUögur um betrum- bætur í gatnagerð. Þórður Björnsson kvaðst fagna þess- ari tillögu, þar sem bæjarfull- trúar Alþýðubandalagsins hefðu nú í fyrsta skipti í 10 ár séð ástæður til að hréyfa þess- um málum. En á undanförnum árum hefur það fallið emkum í hlut Þórðar Björnssonar að herða á þessum málum þótt bæjarstjórn hafi dauf- heyrzt við tiilögum hans. Þórður minnti á, að árið 1954 setti Sjálfstæðisflokkurinn nefml á laggirnar í þessu skyni, og næstu ár voru þessi mál stöð- ugt í athugun bjá nefndinni, og nýjum spursmálum vísað þangað. Állt um það )ét nefndin aðeins frá sér heyra í eitt eða tvö skipti. Sleifarlag Þórður kvaðst hafa reynt að mynda sér skoðanir um, hví á- standið í gatnagérð væri svo hörmulegt sem raun ber vitni, en það auðkenndist af sleifarlagi, ó- fullnægjandi undirbúningi og ,ó- skiljanlegu verklagi og vinnutil- högun. Rannsóknir, raunhæfar og vísindalegar, á efni til gatnagerðar skorti, og jarðvegsrannsóknir væru látnar undir höfuð leggjast. Væri Krossamýraroraut nýjasta dæmi þess. Afle'ðingi'i væri handahófs- l.enndar aðgerðir hverju sinni og árangurinn eins og vitað er. Einnig benti Þórður á, að megn- ið af þeim bifreiðum, sem notaðar eru við gatnagerð, eru litlar leigu- bifreiðar í einstaklingaeign, og yrði bæjarfélagið að greiða um 15 milljónir króna til Þróttar í leigu fyrir þessar bifreiðar árlega í stað þess að eignast sjálft stóvirkar bif- reiðar til gatnagerðar. Annar véla- kostur væri mjög bágborinn. 800 metrar á dag Þórður gat þess, að Banda- ríkjamenn hefðu malbikað 800 metra vegarkafla í Keflavík á einum degi, að sjálfsögðu eftir (Framhald á 11 siðu) Slasaðist Á föstudaginn féll maður ofan af 3—4 metra háum vinnupalli í toppstöðinni við Elliðaár. Hann meidd.st á báðum höndum og, skarst á höfði. Hann var fluttur á Slysavarðsstofuna. Nafn manr.s ins er Óskar Þórðarson. Stöðugt fjölgar þeim umboðsmönnum happdrættisins, sem senda skiiagrein og selt hafa alla miðana. í s. 1. viku barst úpp- gjör fri eftirtöldum mönnum, sem allir skiluðu 100% sölu: Brynjólfur Haraldsson, HvoJgröfum, Skarðsströnd, Dalasýslu,’ Friðgeir Þorsteinsson, Stöðvarfirði, Suður-Múlasýslu. Gísii Pálsson, Hofi, Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu. Gunnar Grímsson,' Bifröst, Norðurárdal, Mýrasýsiu. Hans Sigurðsson, Hólmavík, Strandasýslu. Sigurður Pétursson, Staðarfelli, Fellsströnd, Dalasýslu. Þórður Hjaltason, Bolungarvík, Norður-ísafjarðarsýslii.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.