Tíminn - 21.01.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, fimmtudaginn 21. janúar 1960.
«
15
— Ekki eins langt og þér
kannske haldið, svaraði' Rósa
munda, — þó að ég sé hvorki
gráhærð né gigtveik. En ég
ætlaði að fara að segja, þegar
gripið var fram í fyrir mér,
að mig langar þá alltaf til að
velta mér ofan brekkuna,
eins og þegar ég var krakki.
— Og hvað er því til fyrir-
stöðu? spurði Tom skelli-
hlæjandi, þegar hann hugs-
aði sér Rósamundu velta sér
ofan brekkuna. — Hvað
skyldi vera því til fyrirstöðu,
ungfrú Rósamunda?
— Velsæmið, venjurnar!
svaraði hún.
— Mikil ósköp! sagði María
Gregson brosandi. — Hvað
þurfum við að vera að kæra
okkur um venjur á slíkum
dýrðardegi?
— f>að sýnist nú raunar
varla vera mikil ástæða til
þess, sagði' Rósamunda.
— Það er miklu skemmti-
legra að fara í feluleik, sagði
Tom af lævísi sinni'.
— Æ-nei, hann er svo leið
inlegur, sagði Rósamunda.
Tom vildi þá veðja um þaö,
að Rósamundu myndi ganga
illa að finna, ef hún ætti að
leita.
— Um hvað viltu veðja?
spurði' Maria.
— Eg skal gefa yður nýja
hanzka, sagði Tom við Rósa-
mundu, — en ég ætla ekki
að segja hvað ég áskil mér,
ef ég vinn veðmálið, fyrr en
ég sé hvort ég vi'nn.
— Þú hefur rangt við, Tom,
sagði systir hans hlæjandi.
— Mér er alveg sama, sagði
Rósamunda. — Eg er viss um
að vfnna. Það er bara klaufa
skapur að geta ekki fundið i
feluleik; þaö er ekki stór
vandi.
En það fóru nú samt leikar
svo, að Rósamundu gekk full-
erfiðlega að finna, og á end-
anum neyddist hún tii að
spyrja Tom í vandræðum sín
um, hvað hann ætlaði að
setja upp.
— Það skal ég segja yður
í blómagarðinum, svaraði
hann. — Við skulum koma og
skoða Paradísiha hennar
Maríu, sem við köllum svo.
Það var búið að sýna Char
iottu þessa Paradís, svo að
þau Tom og Rósamunda gátu
veríð þar i einrúmi, og það
hefur hann ef til vi'li verið
búinn að hugsa sér fyrirfram.
Ailt fyrir það var Tom orðinn
svo þegjandalegur þegar
þangað kom, að Rósamunda
fór að stríða honum á þvi.
— Ef satt skal segja, þá
liður mér hálf illa, sagði' Tom
undirieitur, og vildi ekki'
undir eins láta uppskátt,
hvað honum bjó í huga.
— Það er ilia farið, sagði
Rósamunda.
— Eg bjóst við að þér
munduð segja það, stundi
hann upp svo aumkvunar-
lega sem honum var mögu-
legt.
— Já, svaraði hann, enn
eymdarlegri. — Að eiga mi'g,
Rósamunda! — Hann hélt
svo áfram í miklum ákafa:
— Eg elska yður svo heitt,
hj artað mitt — ungfrú Fi'eld-
I ing ætlaði ég að segja — að
| ég tek út hreinar og beinar
' þjáningar. ,
I Rósamunda rak upp skelli'
hlátur, en varð svo allt í einu
j alvarleg, því að henni skildist
að þetta myndi vera alvöru- <
mál.
| — Eg veit ekki' aimennilega
við hvað þér eigið, herra
Gregson, sagði hún.
— Ó-jú, þér vitið það vei,
svaraði Tom, og var nú hinn
kannske flasa að þessu, og
áfjáðasti. — Yður finnst ég
ekki hafa hugsað það nógu
vel, en undir eins og ég leit
yður í fyrsta sinn, datt mér
í hug að þarna væri einmitt
stúlka handa mér. Haldið þér
að þér gætuð ekki láti'ð yður
þykja ofurlitið vænt um mig? (
Hann var nú orðinn mjög
alvarlegur og greip um báðar
hendur hennar og titraði' all-
ur af geöshræringu.
— Eg veit að yður kemur
þetta á óvart, hélt hann á-
fram, — en ég hef verið svo
dauðhræddiur um, að þiessi
Martei'nn Dungal kynni þá
og þegar að koma í Ieitirnar, i
og að þér mynduð þá ekki
líta við mér. Eg veit að það
er heimskulegt að tala svona,
en ég mátti til að segja yður,
góða Rósamunda, hvað mér
lá á hjarta, og að ég hef elsk
að yður frá því fyrsta að ég
sá yður, þó að þér hafið ekki
orðið þess vör. Þér verðið að
muna það, að mér þykir svo
innilega vænt um yður, og
þaö er ekkert það til, sem ég
ekki vildi gera yður til geðs,
ef þér vilduð leggja út í það
að játast mér.
— Þér gerið mig alveg ör-
vi'ta, sagði Rósamunda, þegar
ofurlitið hlé varð loksins á
fyrir honum. — Eg hélt að
fólk þyrfti að kynnast árum
saman, áður en það tæki í
mál að fara að gifta si'g.
— Ja — nei — nei, svaraði
Tom undir eins. — Faðir
minn bað móður minnar þeg
ar hann sá hana í þriðja sinn,
og svo giftust þau rétt þar á
eftir. En ég veit það, að sam-
farir þeirra urðu hinar ástúð
legustu, og faðir mi'nn harm-
aði hana ákaflega þegar
hún dó. Og segið þér mér nú,
góða bezta — þykir yður ekki
svolítið vænt um mig?
— Jú, svaraði hún hikandi.
— Það getur verið.
— Þá er allt í bezta gengi,
sagði' Tom, — og yður fer
að þykja vænna um mig, þeg
ar þér kynnist mér betur. Eg
er eihri af þeim mönnum sem
segja má um, að hjartað sé
gull, þó að hamurinn sé óálit
legur.
— Mér sýni'st þér vera full-
laglegur, sagði hún hrein-
skilnislega.
— Það er fyrirtak! sagði
Tom og varð glaður við. —
Segið þér þá já fyrir alla
muni, og ég skal lofa yður
því að yður skal aldrei iðra
þess.
— Viljið þér ekki gefa mér
dálítinn frest til umhugsun-
ar? spurði hún; — svo sem
einn eða tvo daga.
— Einn eða tvo daga, sagði'
hann og sá, að hún var að
ganga úr greipum sér. — Ef
ég gef yður frest til umhugs-
unar, þá sjáið þér strax hvað
dæmalaust flón ég er — eða
að eitthvað verður þá til
hindrunar — og þá hef ég
ekki önnur úrræði en að
stytta mér aldur.
— Bara þangað til á morg-
un, sagði hún i bænarrómi,
og vissi' ekki vel, hvernig hún
átti að taka þessu.
— En þér ætlið að segja já,
hvað sem ööru líður. Er ekki
svo?
— Ekki er ég nú viss um
það, sagði hún, — en ég skal
gera það sem ég get fyrir
yður.
— Segið þér mér aðeins
eitt, sagði hann. — Hafið þér
augastað á nokkrum öðrum?
— Nei, svaraði' hún hrein-
skilnislega. — Nei — hér er
ekki um neinn annan að
ræða.
Þetta varð hann að gera sér
að góðu, en hann lei't ekki af
henni augunum það sem
efti'r var dagsins, og Rósa-
munda fann, að sér myndi
veitast erfitt að neita hon-
um, ef hún kæmist að þeirri'
niðurstöðu.
Þegar þær Rósamunda og
Charlotta komu heim á bú-
garðinn, sá Rósamunda að
Guy og fáðir hennar voru
venju fremur sviþþungir og
gat hún sér þess til, að ein-
hver ný vandræði hefði borið
að höndum viðvíkjandi' veð-
inu og að einhver ógæfa vofði
yfir.
— Guy, sagði hún jafn-
skjótt og hún gat náð tali' af
bróður sínum svo að aðrir
heyrðu ekki. — Hefur nokkuð
nýtt komið fyrir? Þið feðg-
arnir eruð svo dapurlegir, að
ég óttast að þetta hafi farið
enn á ver en á horfðist.
— Við höfum nýlega frétt,
sagði Guy, — að Hassel þessi'
hafi skrifað Norton mjög bit-
uryrt bréf og sagt í því, að
frestur sá, sem hann hafi gef-
ið okkur, sé nú þegar á enda
og að hann ætli' að láta okk-
ur fá þrjá mánuði til þess
að undirbúa burtför okkar
héðan. Faðir okkar er alveg
ráðþrota eins og geta má
nærri og þetta tekur mjög
mikið á hann.
.... fspanft yður hlaup
r írílþ murgra. verzkua.!
OÓRIMM.
<1 ÖUUM
«!
^ - Ausburecaraeti
Nýnppbvottavél
til sölu. Vaskar upp og
þurrkar fyrir 4. manna fiöl-
skyldu. vJppl. í síma 14663.
— Æ, getum við þá ekkert
gert, Guy? spurði hún ótta-
slegin.
— Ekki held ég það, svaraði'
hann og leit undan, svo að
hún sæi' ekki hve þungt hon-
um féll þetta. — Við getum
ekki borið frarn neina trygg-
ingu, sem gæti komið i veg
fyrir þetta þó að ekki væri
nema um stundarsakir. Eg
held ég gæti' gifzt hvaða keii.
ingarnorni sem væri, ef húa
aðeins væri nógu rík, til þese
að firra föður mnn þessuia
vandræðum.
Allt í einu var sem ljóo£
væri brugðiö upp fyrir Rósæ-
mundu, og sá hún nú leið tf:.
þess að bægja sjálf þessu böííi
frá ástvinum sinum.
s.
)
úlpan
Vinsælasta kuláaflíkin á bcrn og unglings
Fæst hjá:
VALBORG, Austurstræti 12
SÓLEY, Laugavegi 33
MARTEINI, Laugavegi 31
LÓTUSBÚÐINNI, Hafnarfirði
og víðast út um land.
Heildsölubirgðir:
SOLIDO
umboðs- og heildverzlun
Vesturgötu 25 — Simar 18860 — 18S50
Mórverk
Menn vanir múrverki vilja
taka að sér verk í nágrenni
Reykjavikur eða austur í |
sveitum. Upplýsingar í síma '
34971 frá kl. 4—6 fimmtu-
dag og xostudag.
>>:>:*:>:>:*:>:>:>:*:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:3»:»:4:'*:'*''>->:4“','-'4''‘4-’*-’'*--*‘'*~*'^
Flugfreyjustörf
Frestur til að skila umsóknareyðublöðum um flug-
freyjustörf hjá felaginu, hefur verið framlengdiír
til 27. janúar. Umsóknareyðublöð eru afhent s
skrifstofu félagsins Lækjargötu 4, Reykjavík e*
hjáafgreiðslum þess á eftirtöldum stöðum:
Akureyri — Eigiisstöðum — ísafirði og Vestmanr\3°
eyjum.
-------------- /C£/A A/UA //?
(*:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>;>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>.>:>:>:>:>:>:>:>;>:>:»:>:>:>:>:»:»:>»st
Góð fjárjörð
Jörðin Innri-Lambadalur í Dýrafirði er til kaups cg
ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við eiganöa.
og ábúanda jarðarinnar, Guðmund Bjarnasoa,
sími um Gemlufell.
ýsing
Kaupfélagsstjórastarfið við Kaupfélag Dýrfirðinga
er laust til umsóknar nú þegar. — Þeir sem á-
huga hafa fyrir starfinu, snúi sér til formanas
kaupfélagsstjórnarinnar, Jóhannesar Davíðssonar,
bónda Neðri-Hjarðardal, eða Kristleifs Jónssonsr,
fulltrúa í Sambandi ísl. samvinnufélaga, sem ge:a
allar nánari upplvsingar.
Umsóknarfrestur til 1. marz. ■
Stjórn Kaupfélags Dýrfirðtnga !
Fóstra rnín,
Guðríður Jakobsdóttir,
Hávallagötu 3,
lézt í Landakotsspitala 19. þ. m.
Erna Óskarsdóttlr.
r;
l:>'
I *