Tíminn - 28.02.1960, Page 5
TlMINN,
28. tebrúar 1960.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjón og ábm.: Þórarlnn Þórarinsson.
Skrifstofur i Edduhúslnu við Llndargötu
Simar: 18 300. 18 301, 18 302,18 303, 18305 og
18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenn).
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12 323
Prentsm. Edda hf.
Hækkunin til bænda
Með samkomulaginu um búvðruverðið er endanlega
hrundið ihnni óþokkalegu tilraun, sem garð var af fyrrv.
ríkisstjóm til þess að koma í veg fyrir, að bændur fengju
þá verðhækkun, sem þeim réttilega bar, ef fullnægja átti
þeim lagafyrirmælum, að þeir fengju svipuð laun fyrir
vinnu sína og sambærilegar launastéttir. Með samkomu-
laginu, sem hefur náðst í sexmannanefndinni, fá bændur
2.85% verðhækkun, sem þeir hefðu alveg misst, ef fylgt
hefði verið fram þeirri stefnu, er fólst í bráðabirgðalögun-
um, er sett voru í september síðastl.
Eins og kunnugt er, var það efni bráðabirgðalaganna,
að verðið til bænda skyldi ekki hækka. í kosningabarátt-
unni 1 haust, hrósaði Alþýðuflokkurinn sér mjög af þess-
ari lagasetningu, og taldi verðbindinguna verða að hald-
ast áfram. Dýrtíðarskriðan myndi fara af stað að nýju, ef
bændur fengju þessa verðhækkun, og því yrði að afstýra
henni hvað, sem það kostaði.
___________ÞÁTTUR KIRKJUNNAR _______
< <
( Enn einu sinni heilsar fastan.
( Passíusálmar Haligríms óma í
( eyrum á kvöldin, og vekja minn
/ ingar löngu liðinna síðvetrar-
/ kvölda. Ekkert tengir betur
( kynslóð við kynslóð, öld við öld
( á íslandi en þetta sígilda við-
( fangsefni mannkyns um tilgang
/ þjáningar og baráttu.
/ Þótt allt annað breytist, þá
/ býst sorgin heiman að og sorg-
/ in gleymir engum. „Við förum
/ upp til Jerúsalems“, eins og
/ Kristur sagði við vini sína forð
/ um, hvert sína götu, hvert á
/ sinn hátt.
/ Og margra bíður krossinn í
/ einhverri mynd og kannske
/ hefur engin öld flutt hann nær
) hjörtum hinna viðkvæmustu
J og beztu en þessi tækniöld
/ styrjalda og bróðurvíga. Jafn-
/ vel hinar beztu þjóðir, sem
/ gengið hafa á undan á vegi
/ frelsis, mannréttinda og bræðra
) lags, krefjast nú réttar grimmd-
) ar og hroka og sprengja sínar
) sprengjur og strá helryki yfir
} börn jarðar.
) Ennþá erum við því veslings
) viti gæddar verur að krossfesta
} Krist, ímynd sakleysis og kær-
) leiíka, grýta hið góða og húð-
\ strýkja sannleikann. Á þessa
■, ógæfu mannkyns minnir fastan
■, og hið sígilda listaverk, Passíu-
\ sálmarnir flestu öðru fremur.
• Og hvað mundi betur geta vak-
• ið til vitundar um samúð og
• skilning með öllu, sem þjáist
• og líður undir oki grimmdar
( og tiHitsleysis en einmitt þessi
helgu ljóð um þjáningar Drott-
ins Jesú?
Undir lestri þeiirra mótast
óskin, ósk þessarar litlu þjóðar
úti á hjara heims, um að ganga
á undan til að skapa frið og
bræðralag allra þjóða og allra
manna undir merki krossins.
Passíu-
sálmar
Þessir gömlu sálmar boða í ein-
lægni sinni og látleysi bróður-
hug, mannréttindi, sem bægi
brott öllum dauðageislum hat-
urs og hefnda, sem nú er dreift
út frá sprengjugígum hræðslu-
brjálaðra þjóðhöfðingja þessa
heims, sem þrá að láta kenna á
valdi sínu.
Himinn grætur blóði og jörð-
in hlustar þolinmóð á dyn eld-
sprengna og tunglflauga, en
inn í óttasleginn og angistarfull
an hug mannsbarns, sem er að
tryllast af hraða og glaumi ald-
arinnar, berast friðarmál frá
blíðri röddu, sem segir: „Faðir,
fyrirgef þeim, því að þeir vita
ekki, hvað þeir gjöra“.
Og einhvern veginn finnum
við, að þessi rödd muni sigra.
Þetta er sú rödd, sem ein er
eilíflega stillt, þótt aUar heims- (
ins raddir syngi villt“. (
Og þess vegna vekja ómar (
og orð Passíusálmanna bjarma (
hinnar eilífu vonar, veita gleði (
og kraft hækkandi sólar. /
Það vissi það fólkið í gamla (
daga, fólkið, sem á góunni barð (
iet við vofur hungurs og rauna, (
heyskorts og harðinda, að þrátt f
fyrir þetta allt færðist vorið f
nær með hverjum degi, blíða, f
blíða vorið, sem mundi leysa f
vandann og veita aftur ljós og /
líf. f
Boðskapur föstunnar með öll- f
um sínum þunga, allri sinni f
angurværð og harmi, þar sem f
Drottni kærleikans er fylgt f
hægt og hægt fet fyrir fet upp f
á Golgatahæð, upp á krossinn, /
ber þó í sér sigurvon upprisu f
og dýrðar. f
Mundu það særða sál, sem (
nú ert á þinni krossgöngu, und (
ir þinni byrði, hvort sem hún f
er sorg eða vonbrigði, sjúkdóm- f
ur eða einstæðingskennd. Hann f
— sjálf ímynd kærleikans Óg (
fullkomnunarinnar gekk á f
undan, ,stóð í þínum sporum. f
Og hann sigraði alla skugga og f
brosandi mun hann rétta þér f
hönd til hjálpar. f
Og þú hrjáða- mannkyn, lít (
til hans í auðmýkt, ást og trú (
og „alls böls mun batna, mun f
Baldur koma“. Hinn blíði, hvíti f
Guð friðar og fegurðar mun þá f
leiða þig og blessa þig. f
Árelíus Níelsson. f
/
Afstaöa Sjálfstæðisflokksins var sú, að hann var bæði
með og móti. Hann studdi AlþýðufJokksstjórnina til að
gefa út bráðabirgðalögin, en lézt þó vera á móti þeim. •
Margir leiðtogar hans voru bersýnilega reiðubúnir til að
styðja stefnu Alþýðuflokksins í málinu.
Ástæðan til þess, að nú hefur verið hrundið þessari til-
raun Alþýðuflokksins til þess að skerða rétt og hag
bænda, er fyrst og fremst sú, að Framsóknarflokkurinn
hóf strax einbeitta baráttu gegn henni og stéttarsamtök
bænda fylktu sér einhuga um þá stefnu. Sjálfstæðisflokk-
urinn treysti sér því ekki til þess að snúast hér á sveif
með Alþýðuflokknum og jafnframt tóku ýmsir fulltrúar
launþegasamtakanna að sýna aukna sannsýni. Niðurstað-
an hefur því orðið sú, að hin rangiáta bindingarstefna
bráðabirgðalaganna hefur verið brotin niður með sam-
komulaginu í sexmannanefndinni og bændur fengið tals-
verða leiðréttingu á verðlagsgrundvellinum.
Þessi ávinningur má þó ekki draga úr árvekni bænda-
stéttarinnar. Andstæðingar hennar eru vafalaust ekki af
baki dottnir, þótt þeir hafi beðið ósigur að sinni. Bændur
verða að standa áfram á verði með pví að treysta stéttar-
samtök sín og fylkja sér enn betur en áður um Fram-
sóknarflokkinn, sem enn einu sinni hefur sýnt að hann
er eini flokkurinn, er ann þeim fullkomlega jafnréttis við
aðrar stéttir og berst hiklaust fyrir þeirri stefnu.
Bótakerfið aukið
Þrátt fyrir verðhækkun þá, sem bændur fá, mun út-
söluverð afurðanna ekk: hækka Miólkurverðið verður
óbreytt vegna aukinna niðurgreiðslna og verð á kinda-
kjöti hækkar vegna aukínna útflutmngsbóta
Þá hefur ríkisstjórnm tilkynnt að hafin verði niður-
greiðsla á áburði og fóðurbæti, er engm var áður
Hér skal ekki rætt um réttmæti þessara aðgerða. Þær
sýna hins vegar glöggt, að ríkisstjórmn hefur síður en svo
liorfið frá bótakerfinu heldur eykur hún það þvert á
móti á ýmsum sviðum. Samt halda biöð hennar því fram,
að hún hafi lagt það niður1 Það er allt á sömu bókina lært
í áróðrinum hjá stjórnarflokkunum.
Áthugasemd frá formannsefni vinstri
manna í Trésmiðafélagi Reykjavíkur
Kæri herra mælingafulltrúi.
Á nýhöldnum félagsfundi í
félaginu okkar viðhafðir þú um
mæli um mig, sem vakið hafa
undrun og reiði margra félags
manna, það mikia, að ólíklegustu
menn hafa hringt ti‘l mín og
spurt hvort ég ætlaði að mesfu
að láta slíka ósvífni af þinni
hálfu sem vind um eyrun þjóta.
Þess vegna sezf ég nú niður og
hripa þér þessar línur, svo að fé
lagar mínir geti þá jafnframt eéð
hver ástæðan var fyrir því að
ég ekki svaraði þér eins og
hægt hefði verið, þegar þú flutt
ir boðaðan seinni hluta ræðu
þinnar og kvarfaðir um að þú
hefðir reynslulítill tekið við
starf mælingafulltrúa í félaginu
og impraðir á því sem oftar
(því þetta er ekki í fyrsta skipti
eins og þú eflaust manst sem þú
vorkennir þér í ræðusfól yfir
getuleysi) að þér hafi verið gert
eins erfitt fyrir og hægt var af
andstæðingum þínum í félaginu
Þú varst beðinn að nefna dæmi
til staðfestingar og sagðir meða)
annars, að þegar ég hefði hætt
störfum hjá félaginu hafi ég horf
ið af skrifstounni eins og spor-
laus hundur og ekkert skilið eft
ir þér til leiðbeiningar, einnig
að ég haf tekið að mér að leið-
rétta fyrir Benedikt og hans fé
laga uppmælingu, sem þú gerðir
fyrir þá, en ekki fundig nerna
smáskekkju.
Eg ska! segja þér. að mér
krossbrá alls ekki við þessi um
mæli, þótf þú líktir mér við spor
lausan hund, því ég er orðinn svo
vanur þínum ópólitíska málflutn
ingi og háttvísu framkomu. Þótt
þú hættir þér út á hálli ís en
áður, var ekki við öðru að búast
af þér. Má vera að þór hafi svið
ig upprifjun mín fyrr á fundin
um á verkum ykkar í félaginu
o,g þvi mælt í reiði, en ekki gætt
þess að þar hafðirðu við sjálfan
þig að sakast, því verkin eru
ykkar; ég aðeins minnti á þau,
því til þess eru vítin að varast
þau.
Annars hefði mátt ætla af þér,
sæmilega greindum manni, því
ekki dettur mér í hug að frýja
þér vits, að þú gerðir þér grein
fyrir því glerhúsi, sem þú ert í,
þegar þú ræðir eigin störf og
annarra við ákvæðisvinnuútreikn
inga; einnig mun þér kunnugt
um þær grjóthrúgur sem safn-
azt hafa í góðu kastfæri við það
sama gler'hús, og þyrfti ekki að
hreyfa nema emn stein svo að
heil 6'kriða félli. Allt þetta veiztu
vel., en telur þig samt þess um
komin að ögra mér meg fyrr-
greindum ummælum.
Ef þú hefur gleymt, af hverju
ég haetti að starfa hjá félaginu,
þá væri þér hollt að rifja upp
í huganum þær staðreyndir. að
það var einmitt þú, ásamt þér
mjög nákomnum manni sem
komst því í krfng að mér var
ekki sagt upp á venjulegan hátt
heldur rekinn, þótt þú af eðli-
legum ástæðum værir þess ekki I
umkominn að setja nafn þitt
undir blaðið. Svo undrast þú
að ég skil.di fara án þess að skilja
eftir greinargerð til þín á skrif
boröinu eða heOakennslubók í
verðskrárútreikningum. því hvað
annað hefði ég getað eftirlátið
þér? Það er mér hulið, en má-
ske upplýsir þú þag á næsta
fundi.
Hvað hinu atr'iðinu viðvíkur
hef ég ekki enn leiðrétt mæl-
ingar fyilr Benedikt og félaga
hans, enda munu þeir sjálfir
vel færir til þess, auk þess sem
annar maður en ég hefur verið
settur til slíkra verka af meist-
arafélagi húsasmiða, eins oe bú
kannski manst að ég minnti þig
á á fundinum. Annars finnst mér
engin ástæða fyrir þig að amast
við því að fá leiðrétta útreikn-
inga, því eins og þú eflaust
manst frá þinni skólagöngu, var
aldrei litið á leiðréttan stiT sem
ákúru, því það var alltaf fróð
legt ag vita um villurnar til að
geta forðazt þær í næsta stíl,
og á því lærði maður mest.
Astæðan fyrir því að ég svar
aði þér ekki ýtarlega á fundin-
um var sú, aö fundurinn var
orðinn það langur, og eins hitt
að ég tel engum greiði gerður
og sízt félaginu okkar með því
að taka undir það upphaf að
illdeilum sem þú af veikum
mætti reyndir að koma af stað
um starf mælingafulltrúa, sem
að mínu viti á að ræða um af
hógværð, þó um ágreining sé
að ræða, en ekki með fúkyrðum
og ofsa.
Jón Snorri Þorleifsson.
Chop^s minnzt
í Hásholannm
Tónlistarkynning í minningu
150 ára afmælis Chopins verður
haldin í hátíðasal Háskólans í
dag, sunnudagir.n 28 febr.
kl. 5 stundvíslega. Þar verða flutt
af hljómplötutækjum skólans
þessi verk eftir Chopin: píanö-
konsert nr. 2 í f-moll. leikinn af
Arthur Rubinstein, og sónata í
b-moll. leikin af Emil Gilels, cnn
fremur nokkur söpglög, surigin
af pólskri söngkonu.
Dr. Aleksander Szulc frá Pól-
landi flytur inngangsorð um tón
skáldið (á íslenzku).
Aðgangur er ókeypis og ölium
heimill.