Tíminn - 28.02.1960, Síða 7
TÍtHlNN, simnudaglnn 28. febrdar 1960.
7
-»» ///*♦» Á
m
OliuhrelnsunarstöS, byggð i sambandl v 18 úrvinnslu oliunnar frá Sahara.
Frakkar breyta sól-
raforkn
Sagt frá frönskum viðhorfum við upp-
haf hins nýja fimmta lýðveldis
Svissneska blaðið Gazette de
Lausanne gerði fyrir nokkru
ýtarlega tilraun til að lýsa
þjóðlífi Frakka og þjóðarhög-
um, eins og nú háttar undir
stjórn Charles de Gaulle. Fékk
blaðið ýmsa hina helztu af
leiðandi mönnum Frakklands
til að lýsa viðhorfum sínum
og virðist svo, sem viðhorf
manna til framtíðannar sé
mikið breytt frá því sem áður
var, er ringulreið einkenndi
franskt fjármálalíf og at-
hafnir.
Vegna þess að Frakkar eru frá
farnu fari þjóð, sem íslendingar
hafa átt mikil samskipti við, og
þau einvörðungu góð og friðsam-
ieg, má aítla að mör.gum þyki frétt-
naemt að sjá eitthvað af þeim fróð
leik, sem nokkrir leiðandi menn
í stjóramálum, atvinnulifi og vís-
indum Frakka hafa fram að
færa varðandi þau viðfangsefni,
sem franska þjóðin glímir nú við.
VerSg'Icli stöðugt
Farið skal fljótt yfir eögu varð-
andi ertjórnmál og fjármál, enda
eru þau mál oft gerð að umræðu
efni í daglegum fréttum og yfir-
litsgreimim. Hagfræðingar frönsku
stjóraarinna. leggja áherzlu á, að
verðgildi hins franska gjaldmiðils
sé nú stöðugra en nokkru sinni
síðain fyrir stríð, og það hafi þeg-
ar unikil áhrif f þá átt að skapa
festu og öruggari þróun í öllum
fjármálttm innanlands og atvinnu
lífL X>eir segja að „þungi“ frank-
inn nýi eigi að verða tákn þessa
breytinga, sem séu að verða í
þjóðlífi Frakka. Þær eigi að leiða
tií öruggra framfara á sviði iðn-
aðar og landbúnaðar og styrkja
á ný stöðu Frakka sem stórveldis.
Umfangsmíklar
rannsóknir
í grein sem J. Coukxmb forstöðu
maður rannsóknarráðs franska
ríkisins, segir frá umfangsmiklum
rannsóknum á sviði vísinda og
tækniframfara. Frakkar haga vís-
indarannsóknum sínum á hag-
kvæman hátt, enda eru þeir hug
kvæmir í bezta lagi og afreks-
menn að fornu og nýju á mörgum
sviðum vísinda. Rannsóknarstörf-
in eru flest í beinum tengslum
við háskólana og ýmsar rannsókn
ir beinlínis unnar á vegum þeirra
menntastofnana. Önnur verkefni
erni til meðferðar í sérstökum
stofnunum. Þannig annast ein
slík rannsóknir í þágu tæknifram
fara ,sem bundnar eru við hjálend
ur Frakka.
En umfangsmestu og kostnaðar
sömustu rannsóknarefni Frakka
á sviði vísinda er kjarnorkan. —
Frakkar vænta sér mikils af frið-
samlegri notkun kjarnorku, enda
mikil verkefni og svo x tíl ótæm-
andi orkuþörf í hinu þéttsetna
heimalandi og hjálendum Frakk-
lands í öðrum heimsálfum.
Sólarorku breytt í
rafmagn
Þá hafa Frakkar nokkur undan
farin ár unnið að mjög merkileg-
um og sérsíæðum rannsóknum á
hagnýtingu sólaror'kunnar í stór-
um stíl, sem aflgjafa. Þarna eru
Frakkar einmitt í essinu sínu, því
fáar þjóðir hafa átt jafn marga |
afburða menn á sviði rtærðfræði
og stjörnufræði. Hefur rnnsóknar
ráðið nú bygg't mjög fullkomna j
stjörnuathugunar.stöð í frönsku
Ölpunum. Eru þar stærstu raf- i
eindasjónaukar í Evrópu tíl at-
hugunar á himinhvolfinu.
Á sviði efnafræðinnar hafa
franskir visindamenn margt ný-
stárlegt á prjónunum, þó mikil
leynd sé yfir mörgum þeim tll-
raunum. Valda því hagsmunir á
viðs'kiptasviðinu. Þannig hefur
tekizt að framleiða nýjar gerðir
vefnaðarvöru úr algjörlega nýjum
efnum, sem enn eru ekki einu
sinni komin á markað, en talið
er að valda muni gjörbyltingu á
sviði gerfiefnaframleiðslu. Hafa
Frakkar starfandi stóra rannsókn
arstöð, sem einvörðungu helgar
sig þessum verkefnum og efna-
iðnaði, meðal annars varðandi hag
nýtingu olíunnar til framleiðslu
margvíslegra efna.
Til hagnýtingar sólarorkunnar
hefur verið byggð tilraunarafstöð
í Pyreniafjöllum og er orka stöðv
arinnar, sem fær allt sltt afl frá
sólu, 60 kw. í ráði er að byggja
nú aðra «töð, sem framleiðir 1000
kw. Þegar þessar tilraunir eru
komnar af bernskuskeiði, sem
senn er, verða byggðar stærri raf
stöðvar, sem fá orku sína frá
sólarljósinu. Eru slíkar ráðagerðir
einkum uppi varðandi rafvæðingu
í Alsír og öðrum heitum lðndum
Frakka.
Fratiskar flugvélagerðir
í sigurför
Franskir flugvélasmiðir hafa
lengi þótt hugvitssamir og snjall
ir, þó undan farin ár hafi þeir
átt tiltölulega fárra kosta völ í
heimalandi sínu, vegna hins mikla
óstöðugleika í fjármálum. Nú hef
ur ný gerð áf frönskum farþega-
þotum hafið sigurför um heim-
inn. Er það hin svokallaða Cara-
velle-flugvél, sem SAS og Air
France tóku i notkun fyrir tæpu
ári og mörg fleiri félög eru nú
farin að nota á stuttum leiðum
og miðlungslöngum flugleiðum.
Þykir flugvélagerð þessi bæði
sparneytin, örugg og að öðru leyti
hagkvæm í rekstri. Vélin tekur að
jafnaði um 60 farþega og flýgur
með 750 km. hraða á klst. Sem
dæmi um vinsældir þessarar vél-
ar má get þess, að Dougls-verk
smiðjurnar frægu í Ameiíku hafa
fengið leyfi tíl að framleiða þeesa
vél þar í álfu, þar sem Frakkar
komast ekki sjálfir yfir að fram-
leiða nógu mi'kið af þeim til að
fullnægja eftirspurninni.
Svipaða sögu er að segja úr bfla
iðnaði Frakka sem nú er í mikl-
um vexti. í fyrsta sinn á síðasta
ári komst bílaframleiðsla þeirra
yfir eina milljón farartækja,
Nýstárlegar bókmenntir
í yfirlitsgrein sem Jean Nicoll-
ier ritar um bókmenntír Frakka
bendir hann á þá staðreynd, að
skáldsagnagerð þar eé nú á fall-
anda fæti eftir nokkurra áratuga
blómlegt tímabil. Að minnsta kosti
komi fáar snjallar skáldsögur
fram í dagsljósið. Bendir hann á
það, að eftir fyrri heimsetyrjöld-
ina hafi komið skeið blómlegra
bókmennta á sviði skáldsagnagerð
ar. Eftir síðustu styrjöld hafi
þessu verið öðru vísi farið. Hins
vegar beri nú meira á góðum
frönskum rithöfundum í öðrum
.greinum, svo sem leikritagerð,
Ijóðagerð og ritun sagnfræðilegra
bókmennta.
Hann gerir sérstaklega að um-
ræðuefni hin nýjn fyrirbrigðl í
frönskum bókmenntum, svo sem
Francois Sagan. Gengur honum
illa að flokka þennan nýja gróður
bókmenntanna og kemst helzt að
þeirri niðurstöðu að þær verði
til vegna óbeinna og vaxandi á-
hrifa kvikmynda og sjónvarps.
Fimmta (ranska
Iý'ðveldi’S
André Siegfried meðliimur
I’Académie francaise, sem nú er
nýlátinn, hefur lýst einkennum
fimmta franska lýðveldisins betur
en flestír aðrir.
Hann segir að það hafi orðið
til vegna þeirra vandræða, sem
Alsír hefur skapað í frönskum
stjórnmálum. Þannig hafi ytri að-
stæður orðið þess valdandi að
Frakkland fékk breytingar á
6tjórnai'háttum, sem lengi hafi
þurft til að stöðva ólgu og upp-
lausn í þjóðfélagi, sem styrjöldin
hafi losað sundur. Hitt sé svo
annað mái, hvort fimmta franska
lýðveldið sé það sem koma skal.
Enginn veit hvort það verður
skammlíft, eða sú fnam-
tíðarlausn á málefnum Frakk-
lands, sem margir vona.
gþ.
Stærstl sýningarská' jraldar, nýlega byggður í París, 2200 fermetrar undlr einu þakl.