Tíminn - 28.02.1960, Síða 9

Tíminn - 28.02.1960, Síða 9
TtlINN, stuumdagbui 28. febrúar 1960. 9 Tilkynning Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á smjörlíki frá og með 27 febrúar 1960. Gegn miðum Án miða Heildsöluverð, hvert kg. . . kr. 9.92 kr. 18.25 Smásöluverð, hvert kg. . . — 10.80 — 19.50 Reykjavík, 26. febrúar 1960. VerSlagsstjórinn. •v»v«v»v»v»v»v»v»v«v Málverk frá íslandi eftir ameríska málarann PONSI Bogasal Þjóðminjasafnsins 27. febrúar—8. marz 1960 kl. 11—22 daglega. Innllega þakka ég öltum þelm, er sýndu mér vinsemd og samúð við andlát og útför elglnmanns mins, Hinriks Guðmundssonar, oddvlta á Flateyri. Guðrún Eiríksdóttir. 75 ára: Frú Guðlaug Sveinsdóttir fyrrv. húsfreyja á Hvilft í Önundafirði f dag er mér í hug vestfirzk sæmdarhúsfreyja og gömul vin- kona, sem nú fyllir sitt 75. aldurs- ár. Það er frú Guðlaug Sveinsdótt- ir fyrrum húsfreyja á Hvilft í Önundarfirði. Og vissulega á hún það margfaldlega skilið, að ég muni þennan dag og sendi henni kveðju. Frú Guðlaug Sveinsdóttir er fædd að Plateyri 28. febrúar 1885. Voru foreldrar hennar hjónin Sveinn skipstjóri Rósinkransson frá Tröð og Sigríður Sveinbjarnar- dóttir frá Skáleyjum á Breiðafirði, alsystir sr. Jóhanns Lúthers prests að Hólmum í Reyðarfirði. Voru þetta merkishjón af sterkum stofni, vel kynnt og metin, — Svcinn skipstjóri talinn mikill um svifa- og atorkumaður, eins og þeir frændur fleiri og frú Sigríður afbragðs kona, glæsileg ásýndum, gáfuð og hjartaprúð. Þau hjón áttu saman 9 böm er upp komust, 7 syni og 2 dætur, og voru þeir Ólafur vélfræðingur og skipaskoð- unarstjóri og Guðmundur skip- stjóri þeirra kunnastir, en öll voru þessi börn hið mesta myndar og atgerfisfólk. Eru nú 2 synirair á llfi, þeir Jón bóndi á Hvilft og Matthías kaupmaður á ísafirði, svo og dæturnar báðar, Guðlaug, sem hér verður einkum getið, og María húsfreyja í Osló. Frú Sigríður Sveinbjarnardóttir var ekkja orðin, er ég kynntist henni, og dvaldist á Hvilft hjá Guðlaugu dóttur sinni og tengda- syni, ástfólgin móðir og amma. En meirihluta þeirrar jarðar höfðu þau Sveinn keypt um 1890, flutt þangað og búið þar síðan. En Hvilft er skammt innan við Flat- eyrarkauptún og vel í sveit sett. Og á Hvilft ólst frú Guðlaug upp hjá foreldrum sinum í stórum systkinahóp og á mannmörgu og athafnasömu heimili og reglusömu. Enginn skóli jafnast á við 6l£kan gróðurreit. Og á Hvilft hefur hún átt heima alla ævi síðan og þar unnið sitt veglega ævistarf. Ung að áram fór frú Guðlaug til Noregs og dvaldist þar um 3ja ára skeið. Gekk hún þar í hús- stjórnarskóla, en kom svo heim og giftist 5. nóv. 1910 og tók þá þegar við húsfreyjustörfum á Hvilft. Maður hennar var Finnur Finnsson, sonarsonur Magnúsar Einarssonar bónda þar og skip- stjóra, sem var á sinni tíð einn ágætasti vinur og stuðningsmaður Jóns forseta og varaþingmaður ís- firðinga um eitt skeið. Var Magnús alhróðir þeirra Torfa á Kleifum og Ásgeirs í Kollafjarðarnesi o, á Þingeyrum, en þetta voru þjó> málagarpar á þeirri tíð, sem kunn ugt er, og íslenzkir inn í hjarta- rætur. Finnur Finnsson var afbragðs- maður og svo vel kynntur í heima- sveit sinni, að hún gerði hann sjötugan að heiðursborgara sinum.1 — Hann er nú látinn fyrir nokkr- um árum. Vel man ég enn septemberkvöld- ið fagra fyrir tæplega hálfri öld, er við hjónin með barn á 1. ári riðum út Hvilftarströndina á leið til Flateyrar, þar sem beið mín vandasamt starf meðal ókunnugs fólks. Þá er forvitinn hugur við- kvæmur og meyr. — Margs spurði ég fylgdarmanninn meðan hestarn ir lötruðu út veginn þetta kvöld. m. a. um nafn þeirrar jarðar, þar sem nýtt og mikið steinhús reis hátt á hægri hönd. Það var Hvil-ft og þar bjuggu ung og atorkusöm hjón, sagði hann, sem vafalaust myndu verða stórrík. Hefur mér oft komið þessi spá i hug því að hún hefur rætzt á hinn bezta veg, — ríkidæmi hamingju- sams hjúskapar og barnaláns. — Og víst átti ég eftir að finna frá Hvilft andblæ ríkidæmis þess hug arfars og hjartaþels, sem lyftir huga til hærra marks og er mikill styrkur í starfi og gleðigjafi. Fyrir það er ég í þakkarskuld. Fáum er meiri þörf skilnings og samúðar en kennaranum. Slíkt „innlegg" er vísast til að gefa háa vexti, sem jiemendur hans njóta. Á Flateyri var gott að vera innan um úrvals fólk og þar ber Hvilft hátt í huga. Hvilft er ekki .stór jörð, eða var ekki þá, þótt nú sé búið að bæta hana stórum og stækka. Og ekki var bú þeirra Guðlaugar og Finns stórt, enda bjuggu þau ekki á allri jörðinni. En svo vel og far- sællega var búið, svo vel unnið og slík ráðdeild sýnd, að þau hjón voru alla tíð fremur veitandi en þurfandi, og komu þó upp stórum barnahóp, 6 s~..um og 5 dætrum, er öll voru kostuð til menntunar, synimir allir stúdentar, og fjórir þeirra luku háskólaprófi og dæt- urnar 4 gagnfræðaprófi og ein kennaraprófi. Og þessi börn komu eitt af öðru inn í .skólann minn á Flateyri með hið ágætasta veganesti að hei-ian — fljúgandi læs, háttprúð og kapp- söm að hverju sem þau gengu og öll prýðilega gefin. Og þannig hafa þau reynzt á námsbraut og í slarfi, — arfurinn að heiman hefur reynzt þeirn dýrmætur. Ætla má að nóg hefði verkefr.ið verið heima við bú og böra, svo vel sem slíkt var rækt, og mundi svo flestum hafa reynzt. En atorka þeirra Hvilftarhjóna var svo frá- bær og áhugaefnin svo brennandi, að þau eyddu utan heimilis margri dýrmætri stund í störf að hug- sjóna- og félag.smálum. Þar bar Góðtemplarareglan og binc . .dis- starfið hæst. Það var þeim sam- eiginlegt áhugaefni og hjartans mál, er þau fórnuðu miklum tíma. Og samvinnuhugsjónin átti þ..u að hollvinum, auk þess sem frú Guð- laug tók virkan þátt í félagsstörf- um kynsystra sinna. — Var undra- vert hve miklu þessi .samhentu heiðurshjón og ágætu þegnar fengu áorkað. Frú Guðlaug Sveinsdóttir er fríðleikskona, hreinlynd og ör til geðs og gerðar, prýðisvel ge. . jg frábær að dug og kjarki. Hún er kona trúrækin af hug og hjar-ta, og að öllu hin ágætasta kona og móðir. Hún má í dag líta á liðna tíð með glöðum og þakklátu hug. Hún hefur verið hinn trausti og trúi þjónn í lífsins ríki og skilað miklu dagsverki. Og glöð og von- góð mun hún líta fram á veginn, — þessa heims og annars, örugg og sterk í trú sinni á lifsins guð og eilífa tilveru. Slíkt lífsviðhorf er hamingja og guðsgjöf. Svo sem áður er getið varð þeim Hvilftarhjónum, Guðlaugu og Finni, 11 barna auðið og lifa 10 þeirra: Sveinbjörn, hagfræðingur, kv. Thyru Olsen. Ragnheiður, kennari, g. Guðst. Sigurgeirssyni. Hjálmar, viðskiptafræðingur, kv. Doris Walker. Sigríður, hjúkrunarkona, gift David Tate, verkfr. Sveinn, lögfræðingur, kv. Her- dísi Sigurðardóttur. Jóhann, tannlæknir, kv. Kristve:gu Björnsdóttur. María, hjúkrunarkona, ógift. Málfriður, hjúkrunarkona, gift Marías Guðmundssyni. Kristín, nuddkona, gift Garðari Fenger. Gunnlaugur, stúdent, bóndi á Hvilft, kv. Sigríði Bjarnadóttur. Jakob, .stúdent, var við lyfja- fræðinám, en er látinn, ókv. Auk sinna eigin barna ólu þau hjón upp einn fósturson, Leif Guð- jónsson að nafni. Að svo mæltu sendi ég nú frú Guðlaugu Sveinsdóttur innilegar hamingjuóskir með áfangann og unna sigra, þakka henni af alhug ágæta viðkynningu og samstarf og b'ð henni og ástvinum hennar blessunar um alla framtíð. Snorri Sigfússon.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.