Tíminn - 03.03.1960, Síða 4

Tíminn - 03.03.1960, Síða 4
4 TÍMINN, fimmtndaginn S. man 1360. Minningarorð: Svafar Guðmundsson fyrrv. bankastjóri á Akureyri TIL SÖLU tvö einbýlishús í Kópavogi. Félagsmenn, sem óska að nota forkaupsrétt sinn að húsunum, snúi sér til skrifstofunnar, Hafnarstræti, fyrir 8. marz. Nýlega lézt á ferSaiagi úti 1 Danmörku Svafar Guömundsson fyrrverandi bankastjóri á Akur- eyri. Foreldrar Svafars voru þau hjón in Karólína ísleifsdóttix og Guð- mundur Hannesson prófessor. — Svafar var fæddur á Akureyri 17. febrúar 1898, og var hann því að verða 62 ára þegar hann lézt Hann var elstur af fjórum efni- legum sonum Karólínu og Guð- mundar, en þeir eru nú allir látn- ir á góðum aldri. Ein systir lifir enn. Það er Anna, myndar og ágætis kona, sem var gift Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi. Kona Svafars var Siignín Þor- móðs, kjördóttir Guðrúnar Björns dóttur og Þormóðs Eyólfssonar á Siglufirð'i. Hún lifir mann sinn eftir ástrikt hjónaband, ásamt fjórum börnum þeirra, sem enn eru í æsku, eða á unga aldri. Eftir að Svafar hafði lokið stúdenteprófi við Menntaskólann í Reykjavík stundaði hann urn skeis nám í viðskiptafræðum við Hafnarháskóla og vann síðan um stund í banka í Þýzkalandi. Gekk hann síðan í þjónustu Sambands ífflenzkra mvinnufélaga og starf aði fyrir það m.a. suður um Mið- Evrópu. Gg vann hann sér brátt mikið traust í störfum sínum hjá Sambandinu. Þegar Kaupfélag Borgfirðinga vantaði kaupfélagsstjóra upp úr 1920, eftir að hafa liðið efnalegt skipbrot, var litast um eftir lík- legum framtíðar forustumanni fyrir félagið og jafnframt fyrir héi’aðið. Þá var leitað til Svafare, og hann tók boði Borgfiiðinga og kom til Borgarness. Gerðist hann þá forstjóri fyrir félagið um tveggja ára skeið. En betur að það hefði orðið lengur. Aðkoman var fremur kaldrana- leg, þar sem efnahagurinn var slæmur hjá félaginu og braskhug- sjónin í hávegum hjá mörgum þeim, sem mest voru þar ráðandi. En Svafar tók strax til starfa með miklum dugnaði og festu. f>g vonim við margir félagsmenn, sem hrifnastir voru af samvinnu hugsjóninni, mjög glaðir að vera búnir að fá ötulan og staifs’glað- an forustumann fyrir félagið og við vonuðum forustumann fyrir fjölda héraðsmála. Aftur á móti voru margir skammsýnii' bændur í héraðinu með ýmsa efnuðustu og afturhalds sömiwrtu þeirra í fararbroddi, er risu upp á móti hinum djarfa og ákveðna umbótamanni, sem kom- inn var til trúnaðarstarfa í félags málum héraðsbúa. í félaginu hafði ráðið mjög braskhyggja einstaklingsgróða- byggjumanna og slíkir menn stóðu sem veggur á móti því að félagið gerðist samvinnufélag og hefði samstöðu með öðrum samvinnufé- lógum, sem voru byrjuð að mynda sterka heild samvinnumanna um allt land. Kváðu þessir einstaklingshyggju inenn mjög ákveðið a?j orði (út af samábyrgð o.fl.) að þeir Borg firðingar væru svo vel stæðir efna lega, að það kæmi ekki ttl mála að fara að standa saman með mönn- um t.d. norður á Homströndum eða Laniganesi. Svafar barðist sem hetja á móti þe.s<S!um einangrunar hugsunar- hætti, og fyrir samvinnuhugsjón inni. Og í þeim bardaga gerði hann Borgfirðingum þá úrslita- kosti, að annað hvoit gerðu þeir kaupfélagið að samvinnufélagi eða að hann færi í burtu. Og við þau orð sín stóð hann og fór. En þótt svona færi sigraði hugsjón Svafars í héraðinu nokkru síðar. En þá var hann farinn. En eftir Svafari sáu sárf allir mestu og | beztu félagshyggjumenn héraðs-; in.s. Þeim var ljóst að vandfundinn var slíkur festu-, framfara- og. drengskaparmaður sem hinn ungi' kaupfélagsstjóri, er var um tveggja ára skeið í fylkingar- brjósti félagishyggjumanna Borg- arfjarðarhéraðs. í hinni stuttu, en göfugu sögu Svafars í Borgarfirði, verður hans jafnan minnzt þar sem eins hins bezta vormanns á miklum breyt- ingatímum I héraðinu Lengst af starfsævi sinni varði Svafar í þjónustu Útvegsbankans á Akureyri. Bankastjóm hans ein- kenndist þar af festu traustleika og reglusemi eins og öll hans störf hvar og hver sem þau voru. Sá, sem þessar línur skrifar, átti þess kost að kynnast Svafari vél í nánu samstarfi og samvinnu, þau tvö ár, sem hann starfaði í Borgarfirði. Hef ég aldrei þekkt traustari né tryggari mann en Svafar af öUum þeim ágætu mönn- um, sem ég hef kynnzt um dagana. Við Svafar vorum báðir nokkuð stífir. En þótt við værum oft sinn á hvorri skoðun í einstökum mál,- um, þá sló aldrei skugga á hans órofa tryggð og hlýleika í minn garð. Þeir, sem þekktu Svafar bezt, þekktu líka hve traust og hlýtt hans skap var á bak við það sem almenningur skildi oft ekki. Ég ber innilegan samhuga með konu Svafars, systur og börnum, sem nú verða um skeið að horfa á eftir honum, sem sjáanlegs ná- komins félaga. En minningin um göfugan dreng í nánu samstarfi er ein hugljúfasta eign hvers manns og þá því dýr- mætari, sem kynnin hafa verið nánari. Þess nýtur nú frú Sigrún, börnin hennar og éinkasystir hins látna- Vigfús Guðmundsson. * Áttræður: Halldór Sigfússon, smiður á Dalvík Hann er fæddur að Brekku í Svarfaðardal 3. marz 1880, sonur búandi hjóna þar. Önnu S. Björns- dóttur og Sigfúsar Jónssonar, er bæði létust á unglingsái-um Hall- dórs. Dvaldi hann víða á yngri ár- um og var mjög eftirsóttur starfs- maður, enda þótti hann þegar á unga aldri frábær að dugnaði og trúmennsku við hvert það verk er hann skyldi af höndum inna. Árið 190ð kvæntist Halldór Guð- rúnu Júlíusdóttur frá S.-Garðs- horni, hinni beztu konu og dug- mikilli húsfreyju, og hafa þau bú- ið á Dalvík lengst af hjúskapar- árum sínum, þar sem Halldór hef- ur stundað smíðar og smáútgerð á eigin spýtur, ræktað land og haft búfjárnytjar. Þeim hjónum hefur orðið 5 barna auðið og eru öll á lífi. Július, vélstj., kvæntur Kristínu Sigmarsdóttur. Maríanna, gift Ögmundi Frið- finnssyni, útgm., Dalvík. Jófríður, hjúkrunarkona Rvík. Sigfús umsjónarm., Rvík, kvænt ur Sigurborgu Helgadóttur. Björn hárskeri í Rvík, kvæntur Eiínu Guðbjörnsdóttur. Halldór Sigfússon er maður vin- sæll og vel látinn. Hann var orð- lagður ákafa og dugnaðarmaður og hefur mörgum rétt hjálpar- hönd um dagana, og mundi enn gera ef heilsan leyfi. Hann er enn glaður og reifur, en kraftar á þrot- um, enda ekki vonum fyrr, svo mjög sem hann hefur á þá reynt um langa ævi — sá mikli dugnaðar forkur og drengskaparmaður. í dag munu margir hugsa hlýtt til þessa heiðursmanns og þeirra hjóna og þeim óska báðum heilla og blessunar. Gamall vinur. G. M. C. mótor til sölu. VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR Brautarhoiti 20. Símar 10161 og 19620 B. S.S.R. Sími 23873. Þakka innilega mikla vinsemd og góðar gjafir á fimmtugsafmæli mínu 17. febrúar s.l. — Bið ykkur öllum mikillar blessunar um ókomin ár. Ámi Kjartansson, Seli. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim er heiðruðu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum á 75 ára afmæli mínu, 23. febr. s. 1. Bjðrn Guðmundsson, Reynihólum, MiðfirðL ElglnmaBur mlnn og taClr okksr, Svafar GuSmundsson, fyrrv. bankastjórl, andaSlst I Esbjerg 16. fv-brúar 1960. Útf6rln hefur farlS fram I kyrrþey. Þökkum samúS. Slgrón ÞormóSt, GuSrún, GuBmundvr, ÞormóSur, Margrót. MóSlr mln og amma frú Anna E. Friðriksson lézt þann 27. febrúar. Útförin fer fram fró Fossvogskirkju laugardaglnn 5. marz kt 10^0 fyrlr hádegL Attl óhrfsson Dfs AfladMHr. Þökkum Innllega vlnum og vandamönnum fyrlr auSsýnda samúS viS fráfall og jarSarför Guðbjargar Hreinsdótfur, Lltlu Tungu. Slgurbjörn GuSmundsson. Hildur J. Thorarensen lézt að Hrafnistu 2. marz. Fésturbörn. Hughellar þakkir færum við öllum þeim mörgu, nær og fjaer, sem auðsýndu okkur ógleymanlega hjálp I veikindum og vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns og bróður Guðmundar Jónssonar Ytrl-HÓI. Guð blessl ykkur öll. Margrét Ketllsdótttr, Helga Jónsdóttlr. MóSir okkar Gróh Erlendsdóttir, lézt 8. þ. m. JarSarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju 7. þ. m. kl. 2 slSdegls. Blóm afbeðin. Börnln. Kvöldskemmtun í Austurbæjarbíói í kvöld Id. 23,15. - SíSasta siun. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói Karlakórinn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.