Tíminn - 03.03.1960, Síða 8
Ofært milli Reykja-
víkur og Akureyrar
M. Waí.
Ffimntadagnin 3. marz 1960.
Áskriftarverð kr. 35.00.
Akureyri, 2. marz. — Ófærð
er nú að verða mikil á vegum
í Eyjafirði. Hefur bætt þar á
Datt nið-
ur um ís
Akureyri, 2. marz.
Fyrir nokkrum dögum fundu
tveir drengir upp á því, að fara
könnunarferð út á ísinn á Akur
eyrarpolli. Lögðu þeir upp úr
Sandgerðisbót í Glerárhverfi og
komust allt út að Krossanesi.
Þar vildi það til nálægt bryggj-
unni, að ísinn brast undan öðrum
þeirra og féll liann í sjóinn. Hinn
var léttari og bjargaðist í land.
Þaut hann þegar til og náði í
mannhjálp. Reyndist ísinn ekki
manngengur og tókst að kasta
kaðli tn drengsins, sem hélt sér
í ísbrúnina, og draga hann þann-
ig til lands. Má segja að þarna
hafi hurð skollið nærri hælum
og auðvitað var það tilviljun ein,
að ekki skyldu báðir drengirnir
fara í sjóinn og liefði þá verið
óvíst um leikslokin. Er fullkom-
in ástæða til að taka börnum
vara fyrir því að hætta sér ekki
út á ísinn. E.D.
BINGÚ!
Vegna geysilegrar aðsóknar
að Bingói Félags ungra Fram-
sóknarmanna í Framsóknarhús-
inu n. k. sunnudagskvöld, og lík-
nr fyrir að tugir manna verði frá
að hverfa, verður ekki hægt að
geyma pantanir Iengur en til kl.
6 í kvöld og verða þær að sækj-
ast fyrir þann tíma í Framsókn
arhúsið eða á flokksskrifstofuna
í Edduhúsinu. Aðalvinningur er
eins og kunnugt er 7 daga páska-
ferð til Mallorca ásamt einum
degi í London.
Kaldi
í dag er spóð minnkandi
norðanátt, en lítið sem
ekkert dregur úr frostl.
Spáð er 5—10 stigum og
ský|uðu. Norðankald-
inn er þrálátur og ekkert
útllt fyrir að honum aetli
að tlnna.
í hverjum sólarhring undan-
farið.BíIar, sem komu að sunn-
an í gærkvöldi voru 12—14
klst. frá Bakkaseli til Akur-
evrar. Poilurinn er ísi lagður
og fjörðurinn út að Krossa-
nesi. Ófært er nú milli Reykja-
víkur og Akureyrar.
Mjög er nú að verða þungfært á
vegum í Eyjafirði. Mjólkurbílamir
hafa þó brotizt áfram til þessa. í
dag er norðaustan átt en ekki
hvöss. Mikii snjókoma öðru hverju
c-g 12 stiga frost.
Togandi frá Bakkaseli
í fyrrakvöld komu hingað til
bæjarins 5 vöruflutningabílar.
Höfðu þeir farið 6 úr Reykjavík en
cinn ók út af á Vatnsskarði, eins
og frá hefur verið skýrt í fréttum.
Mátti heita að algerlega væri ó-
fært í Öxnadalnum. Voru bílarnir
12—14 klst. frá Bakkaseli til Ak-
ureyrar. Fór jarðýta fyrir þeim en
trukkur dró þá þar sem á því
þufti að halda.
Pollurinn ísi lagður
Akueyrai'pollur er nú allur und-
ir ís og nær hellan út á fjörð, allt
til Krossaness. Tréskip komast vart
lengur leiðar sinnar en þau sem
eru úr harðari efnum gjörð, brjót-
ast enn í gegn. Fór Drangur t. d.
héðan í fyrrakvöld. Er farið eftir
rennu, sem tekizt hefur að halda
nokkurn veginn opinni til þessa
enda fellur snjór alltaf á ísinn,
svo seinna frýs. En ef frostharka
heldur áfram er viðbúið að leiðin
Iokist alveg
Stöðugar ógæftir
hafa
þriðju
verið
viku.
Látlausax ógæftir
fyrir Norðurlandi á
F.ru alltaf hamfarir úti fyrir og fer
því lítið fvrir fiskvinnu nú um
stund. E. D.
AGADIR: borgin á Atlantshafsströnd Marokko, liggur nú í rústum. Aðeins veggir standa hér
og þar á stangli og einstaka bygging — hitt eru rústír.
Borgin sem dó
3—6 þús, taldir hafa farizt í Agadir, 5—6 þús. meiddir. 95% borgarinnar
í rústum. Öflugt björgunar- og liknarstarf frá mörgum löndum. Allir íbúar
fluttir brott. MúhammeÖ V. segir borgarrústirnar vertSa jafna'ðar viÖ jörtSu,
en borgina eindurbyggía á einu ári.
NTB—Agadir, Marokko, 2. marz. — Jarðskjálftakippirnir tveir, sem á þriðjudag skullu
yfir borgina Agadir á vesturströnd Marokko, lögðu 95% allra bygginga í borginni í rústir,
í fyrstu var tala dáinna áætluð um eitt þúsund, en hún er nú talin vera á milli 3 þús. og 6
þús. Tala særðra og limlestra er áætluð 5—6 þús. Hörmungar þeirra, sem lifðu ósköpin af,
eru ólýsanlegar. Hjálp streymir nú að frá flestum löndum V-Evrópu, Bandaríkjunum og víðar.
Jarðskjálftakippirnir eru taldir
svipaðir að styrkleika og þeir, sem
urðu í Lissabon 1906, en þá fórust
þar 15 þús. manns.
Húsin hrundu
jarðsprungur
harðir, að
Kippirnir voru svo
víða rifnuðu sprungur og gjár í
jörðina, en húsin hrundu eins og
spilaborgir niður í þær víðast hvar.
Nýtízku hús í nýja borgarhlutan-
um stóðust hamfarirnar litlu betur
en kumbaldarnir í gömlu hverfun-
um. Agadir var mikill ferðamanna
bær og þar voru nokkur nýtízku
hótel. Sum þeirra hrundox að
mestu eða öllu leyti og mjög marg
ir erlendir ferðainenn munu hafa
farizt eða meiðzt. í Agadir bjuggu
um 50 þús. manna. Af þeim eru
nær 40 þús. heimilislausir.
Þreyft og harmþrungið fólk reikar nú um rústirnar í Agadir.
Fólk, sem lifði af hamfarirnar
og sem komið er til Casablanca
eða annarra borga í Marokkó hef
ur gefið hroðalegar lýsingar á aí-
burðunum. Jarðskjálftakippirnir
stóðu aðeins í 25 sekúndur. Hjón,
sem komust brott í bifreið sinni
og óku í gegnum borgina rétt þeg
ar jarðskjálftanum var að ljúka,
segjast hafa horft á húsin hrynja
að baki sér, séð fólk látið liggjandi
í rústunum — margir létust í
svefni. Ljósin slokknuðu og nær
samtímis gaus upp eldur hér og
hvar í rústunum út frá rafmagns-
þráðum. Og svo flóðbylgjan, sem
fyllti hverja smugu næst sjónum.
Þar hafa vafalaust margir drukkn
að af þeim, sem grófust lifandi
eða limlestir i rústunum.
Mohammeð V. konungur í
Marokkó fyrirskipaði þegar, að
allir eftirlifandi borgarbúar
skyldu fluttir brott lil annarra
borga. Er sá brottflutningur í
fullum gangi. Konungurinn lýsti
einnig yfir að Agadir yrði jöfnuð
við jörðu, það sem efíir er af
henni. En samstundis yrði byrjað
að reisa nýja Agadir og skyldi
sú nýja borg fullgerð að ári.
19 sluppu frá Saada-hóteli
Margir kunnir erlendir ferða-
menn voru í Agadir. Þess er getið
að Maugham lávarðog rithöf-
undur, systur.sonur Somerset
Maughams skálds, hafi verið einn
(Framhald á 2. síöu).