Tíminn - 05.03.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, laosardagtnn 5. marz 1960.
5
Útgefsndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstiór) og ábm.: Þórarlnn Þórartnsson.
Skrifstofur ) Edduhúsinu við Undargötu
Símar: 18 300: 18 301. 18 302. 18 303 18305 og
18 306 (skrifst.. ritstjórnin og blaðamenn).
Auglýsingasím) 19 523 Afgreiðslan 12 323
Prentsm. Edda hf
Rothöggið
Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru ekki gerð-
ar vegna þess, að þær séu nauðsymegar til að skapa
jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar Því marki mátti
ná með miklu léttbærari aðgerðum, eins og Ólafur Thors
sýndi fram á í nýársræðu sinni. Tilgangur þeirra ráðstaf-
ana, sem stjórnin gerir, er fyrst og fremst sá að skapa
hér nýja þjóðfélagshætti — að takmarka og skerða fram-
tak hinna mörgu einstaklinga til hags fyrir fáa útvalda.
Þetta er gert með því að lækka gengi krónunnar úr
hófi fram.
Þetta er gert með þvi að leggja á stórfelldar nýjar á-
lögur, t d. almennan söluskatt.
Þetta er gert með því að draga stórlega úr útlánum
bankanna og stytta lánstíma fjárfestingarsjóðanna.
Síðast, en ekki sízt. er þetta svo gert með hinni
gífurlegu hækkun útlánsvaxtanna Það er ekki held-
itr farið dult með það, að hún eigi að vera rothöggið á
framtak meginþorra einstaklinga.
öðrum þræði er sagt, að þessi ráðstöfun sé gerð fyrir
sparifjáreigendur. Slíkt er rangt. Vaxtahækkun, sem
leiðir af sér aukna dýrtíð og hækkandi verðlag og kaup-
gjald, mun líka fljótt eta upp hagnað sparifjáreigenda
og meira til.
íhaldssömustu fjármálamenn í öðrum löndum hafa
ekki heldur látið sér detta í hug slíka okurvexti og ríkis-
stjórnin og meirihluti Seðlabankastjórnarinnar hafa á-
kveðið hér. í nágrannalöndum okkar, þar sem skynsemi
ríkir í vaxtamálunum, eru vextirnír um það bil helm-
ingi lægri en hér.
Vel má vera, að ríkisstjórninni verði að þeirri ósk
sinni, að vaxtaokrið verði um sinn eins konar rothögg
á sjálfsbjargarhvöt og framfaraviðleitni almennings. En
afleiðingar vaxtaokursins, ef því verður haldið áfram,
munu verða enn meiri. Það mun valda aukinni dýrtíð,
kalla fram verðhækkanir og kauphækkanir, og gera út-
flutningsatvinnuvegina stórum ósamkeppnishæfari en
ella. Það mun kalla fram glundroða og ringulreið. Ef
stjórnarherrarnir vilja ekki láta vaxtaokrið verða rot-
högg á allt atvinnulíf, eiga þeir að aflétta því tafarlaust.
Siéttasamtökin
Morgunblaðið gerir nú talsvert veður út af því, að
í ýmsum verkalýðsfélögum hafa Framsóknarmenn ekki
getað átt samleið með frambjóðendum stjórnarflokkanna.
Afstaða Framsóknarflokksins til stéttasamtakanna
hefur jafnan verið sú, að gefa flokksmönnum sínum sjálf-
dæmi um það á hverjum stað með hverjum sé unnið.
Takmarkið eigi að vera það að lata stéttasjónarmiðin
ein ráða, en forðast sem mest flokkspólitísk sjónarmið
Helzt kjósa Framsóknarmenn þvi samstarf innan um-
ræddra samtaka á breiðum stéttarlegum grundvelli, án
pólitískra sjónarmiða, eins og tekizt hefur innan bænda-
samtakanna. í þeim verkalýðsfélögum, þar sem fylgis-
menn núv. stjórnarflokka láta flokksþægðina ráða meira
en stéttarsjónarmiðið getur slík samstaða eðlilega ekki
náðst. En það mun ekki standa á samstarfi Framsóknar-
manna við þá, fremur en aðra, strax og þeir láta stétt-
arsjónarmiðið mega sín meira en flokksþjónustuna.
AEgjör óþarfi að hækka
álagningu á fóbaki
Ríkisstjórnin hefur æri^ svigrúm til a'S auka tekjur af tóbakssölunni um tugi
milljóna, án þess aÖ nema brott úr lögum ákvætSi um hámarksálagningu
Karl Guðjónsson kvaddi sér
hljóðs utan dags'krár í neðri deild
í gær og bemdi þeim tilmælum til
forseta dei'darinnar að frumvarpi
því, sem hann hefði flutt um tak-
markaðar dragnótaveiðar og vísað
hefði verið til sjávarútvegsnefndar,
yrði flýtt. Sterkar líkur væru fyrir
því, að málið næði fram að ganga á
þessu þing; og brýn nauðsyn væri
á að það fengi afgreiðslu sem fyrst,
ef veiðar ættu að geta hafizt að
vori.
Forseti kvaðst mundu koma
þessum tilmælum á framfæri.
Guðlaugur Gislason hafði fram-
sögu fyrir frumvarpi um sölu lands
í eigu ríkisins í Vestmannaeyjum.
Álagningin á tóbak
Þá var stjórnarfrumvarpið um
breytingu á lögum um einkasölu
ríkisins á tóbaki tekið til 2. umr.
Fjárhagsnefnd deildarinnar hafði
kJofnað um málið og skilaði minni-
hlutinn sér nefndaráliti. Birgir
Kjaran hafð: framsögu fyrir meiri
hlutanum og lagði til að frumvarp-
ið yrði samþykkt óbreytt. Taldi
hann rétt að hámarksákvæði um
álagningu á tóbaki (350%Da-*félku
niður og ríkisstjórnimni I gefiii
heimild til bess að ákveða álagn-
inguna óbundið eftir því, sem
henni þætti hentugast fyrir hverja
tegund. Birgir taldi einnig að það
væri ekki heppilegt að bera hækk-
un álagningar undir Alþingi, vegna
þess að það mundi Ieiða til upp-
kaupa á tóbaki meðan málið væri
fyrir þinginu.
SKULI GUÐMUNDSSON hafði
framsögu fyrir minni hluta nefnd-
arinnar (Einar Olgeirsson og Skúli
Guðmundsson), en minni hlutinn
lagði til í nefndaráliti sínu, að
frumvarpið yrði fellt.
Skúli benti á að hámarksálagn-
ing hefði nú í 11 ár verið frá 10—
350%. Hér væri ekki um venjulega
vcrzlunarálagningu að ræða heldur
skattheimtu á vegum ríkisins. Það
hefur hvergi komið fram cnrþá að
tóbak ætti að hækka verulega, a.
m. k. bendir fjárlagafrumvarpið
ekki til þess að hækka eigi álagn-
ingu á tóbaki. Ríkisstjórnin hefur
mikið svigrúm til að auka tekjur
ríkissjóðs af tóbakssölu innan
þeirra takmarkana, sem eru í nú-
gjldandi lögum.
Hækkar um tugi milljóna
án breytinga á álagningu
Innkaupsverð á tóbaki hækkar
mjög mikið í íslenzkum krónum
vegna gengisfellingarinnar eða um
13 milljónir miðað við sama inn-
flutningsmagn á tóbaki og í fyrra.
þar að auki bætist við 10% verð-
tollur, sem talinn er með í álagn-
ingargrundvellinum. Álagningar-
grundvöllurinn hækkar því um 14
- 15 milljónir og ef óbreytt álagn-
ing gilti áfram þa mundu tekjur
ríkissjóðs af tóbakssölunm aukast
um tugi milljóna króna og því ætti
að vera óþarft að hækka álagning-
una á tóbak) og í rauninni ætti hún
að vera lægri eftir gengisfelling-
una.
Varðandi hættuna á uppkaupum
á tóbaksvörum, sem Birgir Kjaran
taldi ríka ef Alþingi þyrfti að
treyta lögunum í hvert sinn, svar-
aði Skúli Guðmundsson því til að
akvæðin um hámarksálagninguna
hefðu nú verið í gildi í ellefu ár
og lögunum hefði ekki verið breytt
þó að verð á tóbaksvörum hefði
verið hækkað.'
10% af tekjum ríkissjó'ðs
Tekjur rikissjóðs af Tóbaks-
einkasölunni næmu nú um 10% af
ríkistekjunum og væri einn gild-
asti tekjustofn ríkissjóðs. Breyting-
ar á þessan tekjuöflun ættu að á-
kvarðast á Alþingi eins og allir
skattar og tollar og stjórnarskráin
kveður á um. Ríkisstjórnin væri
því af eínhverjum annarlegum
ástæðum að seilast eftir valdi, sem
afdráttarlaust á að vera í höndum
Alþingis.
Haglendi og heilsa sauðf járins
Á s. I. hausti var meðalvigt!
dilka með lélegasta móti hér á
Suðurlandi, og mun verri en haust1
ið áður, sem þó var talið með
lakari meðalvigt, en haustið 1957.
1 Með öðrum orðum, meðalvigti
1 dilkanna á Suðurlandi hefur fariði
árlækkandi síðan um fjárskipti,
þó að fóðrun ánna hafi yfirleitt
verið mjög góð.
Menn eru að velta því fyrir sér
í hverju þetta muni liggja.
Varla leikur vafi á því, að hinn
mikli fjárfjöldi í sumarhögunum
eigi sinn þátt í rýrð dilkanna. Hin
mikla fjárfjölgun er ekki í neinu
hlutfalli við sumarhagana, hvorki
heimahaga né afrétti. Með stór-
felldri útfærslu túnanna og til-
búnum áburði hafa heyöflunar-
möguleikarnir margfaldazt víða,
og í þvi hlutfalli vetrarfóðrun
sauðfjárins, en sumarhagarnir eru
þeir sömu og þeir voru.
Það eru mörg dæmi þess, að
á jörð er talin var 100 kinda jörð
áður fyrr eru nú fóðruð 3—500
fjár. Þar hefur túnræktin, tilbú-
inn áburður og kjarnfóðurkaup
skapað möguleika til að fóðra
þennan fjárfjölda að vetrinum, en
þegar vorar verður að sleppa!
þessum fjolda fjár í sömu bit-
haga og talið var fullsetið af 100
kindum. |
Margir grípa til þess ráðs að
láta féð ganga á túnunum fram-|
undir Jónsmessu og eru þaú þá
uppnöguð á þeim tíma, sem slátt-
ur þyrfti að fara að hefjast. En
með þessu bjarga menn ám sínum
frá hungri og hor í hinum gömlu
vorhögum, sem ekki bæru fremur
en áður nema nokkurn hluta þess
fjár, er framgengur vel fóðraður
af húsi. Þegar túnbeitinni sleppir
verður þessi fénaður að fara í of-
þrönga úthaga. Ærnar sem marg-
ar hverjar eru með tveimur lömb-
um, hljóta þá að geldast verulega.
Þau gullfallegu lömb, sem rekin
eru með mæðrum sínum af túnun-
um í miðjan júní fá þá ekki leng-
ur þann mjólkurskammt, ,sem þau
eru vön að fá, og dregur þá úr
eðlilegum þroska þeirra eins og
gefur að skilja.
Elnn mun það lögmál vera í
gildi, að lítið notast að góðu vetr-
arfóðri, ef fénaði er sleppt í ör-
tröð.
Þá er annað atriði, sem vert er
að taka til rækilegrar athugunar,
en það ar hin sívaxandi iðra-
ormaveiki, sem nú virðist vera að
flæða yfir sauðféð, a. m. k. hér
á Suðurlandi.
Flestum þeim, sem fóðruðu
sauðfé eftir 1930 mun vera minnis-
stæð hin mikla ormaveikisplága,
sem herjaði sauðféð svo stórkost-
lega, að þrátt fyrir úrvals fóður og
nákvæma hjúkrun, skreið fjöldi
fjár fram horað og máttlítið og
sumt drapst með öllu. Meðalvigt
dilkanna þessi ár var mjög léleg,
og það horfði til stórvandræða
með sauðfjárræktina.
Urðu þá nokkrir bændur til
þess að leita til próf. N. Dungal,
sem þá hafði byggt upp Rannsókn
arstofu Háskólans, og hafði fund
ið gott bóluefni gegn bráðapest-
inni. Prófessor Dungal tók málið
til fræðilegrar rannsóknar og
haustið 1934 kom á markaðinn
ormalyf Rannsóknarstofu Háskól-
ans, og er það sama ormalyfið og
nú er kallað Dungals ormalyf.
Varla munu meiri viðbrigði
kunn, en þau umskipti, sem urðu
á heilsu sauðfjárins eftir inngjöf
þessa ormalyfs. Og þar sem sú
regla var höfð að gefa fénu þetta
ormalyf árlega inn framan af
vetri, losnaði féð við ormana og
naut góðs fóðurs með þeim ár-
í angri, að það gekk vel fram og
! skilaði betri dilkum en áður.
J Þegar mæðiveikin fór að breið-
ast út og drepa féð á unga aldri
munu margir bændur hafa hætt
. að leggja eins mikla áherzlu á það
J eins og áður að gefa fénu orma-
! lyfið reglulega inn. Þá komu a. m.
! k. sumir dýralæknar landsins
með ormalyf sem er duft, er gefa
má á garðana hjá fénu ásamt fóðr-
inu. Líklegt er að duftið hafi far-
ið mjög misjafnt í féð og sumt
ekki etið neitt af því.
En nú mun það mála .sannast,
að duft dýralæknanna er alls ekki
rceðal gegn þeim iðraormum, sem
þjáð hefur íslenzkt sauðfé, þó að
það geti verið meðal gegn ein-
hverjum öðrum orðum. Svo mikið
j er víst, að sauðfé hér á Suður-
landi er víða undirlagt af iðraorm-
: um, og á s. 1. vori munu hafa
verið allmikil vesöld og vanhöld
í fénu af þeitm sökum, með öllum
þeim einkennum, sem fylgdi orma
; veikinni fyrir rúmum aldarfjórð-
ungi.
En einkennilega hljótt hefur
verið um þessi mál af hálfu þeirra
mörgu manna, sem á fræðilegan
hátt eiga að vinna að þessum mál
um fyrir landbúnaðinn. Skal þar
fyrsta telja dýralækna landsins.
i (Framhald á 7. síðu).
i