Tíminn - 26.04.1960, Blaðsíða 13
N ^6. aprfl 1960.
13
Freysteinn Þorbergss.
‘Skákmeistari fslands,
Ingvar Ásmundssotn sigraði í hraðskák
Skákþingi íslands 1960
iauk á sunnudaginn og varð
Freysteinn Þorbergsson ís-
iandsmeistari að þessu sinni.
Hann hlant sex og hálfan vinn
Iþróttir
(Framhalil af 12. sí5u).
með ágætu skoti frá vítateig,
sem lenti neðst í hægra mark
hominu. Og þar með var gert
út um leikinn.
Þróttur í framför
Greinilegt er, að lið Þróttar
er í mikilli framför — og er
mun sterkara en j fyrrasum-
ar. Nokkrir nýliðar léku með
í þessum leik, sem allir lofa
góðu. Flestir leikmenn liðsins
eru kraftmiklir og fljótir og
þegar samleikurinn lagast,
getur lið Þróttar orðið hættu-
légt hvaða liði sem er hér.
Þórður Ásgeirsson átti ágæt-
an leik í marki — og það er
piltur, sem hlýtur að ná langt
hann hefur allt til að bera. í
vörninni stóð Grétar sig mjög
vel — og Bill Sheriff, sem nú
er þjálfari liðsins, var sá leik-
maðurinn sem bezt og mest
byggði upp. í framlínunni
áttu Jens og Axel ágætan leik
— og Jón Magnússon er alltaf
hættulegur.
Fram náði aldrei tökum á
þessum leik — og kemur
manni það alltaf meir og
meir á óvart, því liðið hefur
svo mörgum ágætum og leik-
andi einstaklingum á að
skipa. Rúnar Guðmannsson
var langbezti maður liðsins
— Baldur Scheving sýndi góð
tilþrif á köflum, og Björgvin
var sá, sem mest vann — en
einhvern veginn skorti alla
festu og því fór sem fór.
Dómari í leiknum var Guð-
björn Jónsson, KR.
ÞAK K
íng úr átta skákum, en næst-
ur var Guðmundur Pálmason
ineð sex vinninga. Þeir voru
hinir einu, sem ekki töpuðu
skák á mótinu. Þá fór einnig
fram Hraðskákmót íslands á
sunnudaginn og sigraði Ingvar
Ásmundsson með 14 vinning-
um af 17 mögulegum.
Aðeins ein skák var tefld á skák
þinginu á sunnudaginn — en það
var biðskák milli Freysteins og
Jónasar Þorvaldssonar. Til þess
að s'igra í mótinu varð Freysteinn
að vinna þá skák — en hún var
talin af flestum skákfræðingum
jafntefli. Freysteinn hafði þó eitt-
hvað betri stöðu og þennan Iitla
mun tókst honum að þróa í vinn-
ingsstöðu — enda hafði Jónas
ekki reiknað með þeirri leið, sem
Freysteinn valdi í biðskákinni.
Freysteinn vann því skákina og
þar með titilinn „Skákmeistari fs-
iands 1960“ og var hann vel að
þeim sigri kominn, því hann tefldi
yfirleitt mjög vel í mótinu. Þetta
er í fyrsta skipti, sem Freysteinn
ei skákmeistari fslands. Röð kepp
enda í mótiim varð þannig:
1. Freysteinn Þorbergsson 6% v.
2. Guðm. Pálmason 6 —
3. Gunnar Gunnarssdn 5 •—
4. Kári Sólmundarson 5 —
5. Guðmundur Lárusson 5 —
6. Ólafur Magnússon 4% —
7. Ingvar Ásmundsson 4% —
8. Páll G. Jónsson 4 —
9. Halldór Jónsson 3% —
10. Jónas Þorvaldsson 3Yz —
11. Bragi Þorbergsson 3xk. —
12. Benóný Benediktsson 3 —
13. Haukur Sveinsson IV2 —
14. Jón Kristjánsson % —
Á laugardaginn fór fram undan
keppni í hraðskákmótinu, en úr-
slit voru tefld á sunnudag. 18
menn voru í úrslitum. Ingvar Ás-
mundsson bar þar sigur úr býtum
cftir harða keppni við Magnús
Sólmundsson. Ingvar hlaut 14
vinninga, en Magnús 13%. Þriðji
varð Haukur Sveinsson með 13
vinninga, Björn Þorsteinsson hlaut
12% vinning og Sveinn Kristins-
son 11 vinninga.
I R
— „Þakkir fyrir góðgerS, gjald, Guði og
mönnum líka.“
Mér duttu þessi gömlu vísuorð í hug, þegar ég
fór að hugsa um það, hvernig ég gæti látið þakk-
læti mitt í ljós fyrir alla þá ogleymanlegu hlýju,
sem streymdi til mín á nítugasta afmælisdegi
mínum, 9. apríl s.l. — Ilminn frá blessuðum blóm-
unum, hlýjuna frá 195 heillaskeytum sem mér
bárust frá Ameríku, Kaupmannahöfn, utan af
hafi og víðs vegar af landinu, svo og alla hlýju
á annað hundrað handtaka heima hjá mér þann
dag.
Guð blessi ykkur öll!
Sigmundur Sveinsson
SAMVINNAN
(Framhald af 5. síðu).
hluti frásagnar um Súdan eft
ir Ólaf Ólafsson kristniboða. •
Hann hefur verið þar syðra á
ferðalagi. Smásaga eftir
danska stðrskáldið Johannes
V. Jensen, þýdd af Bjama
Benediktssyni. Enn er at-1
hyglisverður þáttur eftir
Svein Víking um tómstundir.
Enn fremur er samtal við
Baldvin Þ. Kristjánsson fimm
tugan, skrifað af Örlygi Hálf
dáriarsyni,' þó að þar í slæðist
„bölvuð vitleysa“ svo að not-
uð séu orð höfundarins; þá
er þetta létt og fremur
skepimtilegt afmælisrabb,
svona yfirleitt.
Síðast skal nefnt það efnið,
sem er ekki það sizta og það
er: Samvinna á breiðum
grundvelli. Þetta er grein með
gleðilegum og mikilsverðum
fróðleik um dilkakjötsölu
SÍS j Bandaríkjunum og Sví
þjóð á vegum Samvinnufélag
anna þar, sem hefur verið
að taka stór skref fram á
leið nú allra síðustu árin.
Ýmislegt fleira er í þessu
hefti. En allt er það vel læsi
i legt.
Með heftinu fylgir „Frétta
bréf Samvinnunnar“ þar sem
margt er nýstárlegt til fróð-
leiks og skemmtunar. Ágætt
uppátæki, sem vonandi á góða
framtíð fyrir sér.
Forsiðumynd er af málverki
Ásgríms Jónssonar: Altaris-
taflan í kirkjunni að Stóra-
Núpi.
Það er vorkoma í þessu
Samvinnuhefti.
Halló! Kanpavinna
Systkini, 5 og 6 ára, vilja
komast 1 sveit, 2—3 mán-
uði í sumar. Við vitum að
margt gott fólk vill hafa
okkur Tilboð sendist blað-
< inu merkt „Systkini“ fyrir
14. maí.
V.G.
Iðnskóllnn í Reykjavík
Haldið verður kvöldnámskeið í transistorlækni,
ef nægjanleg þátttaka fæst Námskeiðið hefst
mánudaginn 2. maí kl. 20,00, og lýkur 27. maí.
Innritun í skrifstofu skólans til 30. þ.m. á venju-
legum skrifstofutíma.
Námskeiðsgjald kr. 20,00 greiðist við innritun.
Skólastjóri
Bændur athugið
Tökum að okkur að gera upp og selja notaðar
dísilvélar og dynamóa frá ratstöðvum.
VÉLSMIÐJAN KYNDILL
Suðurlandsbraut 110. Sími 32778
Sérhver kona á auðvelt með að
■jfc Og slíkur rakstur fæst aðeins með
Bláu Gillette Blaði í Gilletté rakvél.
Reynið eitt blað úr handhægu málinhylkjunum á
morgun og flnnið mismuninn.
sjá hvenær maðurinn er
rakaður ^
aftur
10 blaða málmhylki með
hólfi fyrir notuð hlöð
t-. •
Gillette
Til að fullkomna raksturinn — Gillette rakkrem