Tíminn - 06.05.1960, Blaðsíða 14
14
TÍMINN, fðstndaginn 6. m»í 196«.
„Húsin hrundti eða voru
rifin til að hafa viðinn í við-
hald hinna húsanna", sagöi
Al. .Fólkið gat ekki haldið
áfram að vera hér, þegar gull
ið þraut. Nú er ekki af öðru
að lifa en nautgriparækt".
Karlmennirnir héldu áfram
að spjalla og Jean skaut inn í
einni og einni spurningu.
„Draugaborgir", sagði einhver,
„draugaborgir voru borgirnar
á Ströndinni kallaðar í bók,
sem ég las einu sinni. Ja, þær
eru ekki nema svipir þess, sem
þær eitt sinn voru — þegar
gullið var þar“.
„Það stóð nú ekki lengi“
sagði annar. „Árið 1893 fannst
fyrst gull hérna og 1905 var
flest fólkið farið“.
Jean reyndi að gera sér
grein fyrir hvernig þessi litli
hrörlegi bær hefði litið út,
þegar þar bjuggu mörg þús-
und manns, og þar voru
sautján gistihús og þéttar
húsaraðir meðfram götunum.
Hver sem skipulagt hafði bæj
arstæðið, hafði verið stórhuga
enda verið’ full ástæða til
þess, þegar fólk þyrptist þang
að í stórhópum. Eftir voru nú
rétthyrndir götuslóðar og ein
staka timburhús á strjálingi.
Þegar dimmdi, fóru þeir
Pete og A1 og kveiktu á gasinu
úr borholunni fy^ir Jean.
Blossinn þaut upp í loftið og
lýsti um allan bæinn, þar til
að nýtt vatnsgos slökkti hann.
Þeir kveiktu aftur og Jean
dáðist að þessu, svo sem til
var ætlazt. Þetta var auðsjá-
anlega eina skemmtun bæjar-
ins og þeir höfðu ekki upp á
betra að bjóða. _, Dásamleg
sýn“, sagði hún. „Ég hef aldr-
ei séð neitt þessu líkt í Eng-
landi“.
Þeir þóttust vera lítillátir.
„Það eru svona borholur í
flestum bæjum hér umhverf-
is“, sögðu þeir.
Jean var orðin þreytt eftir
flugferðina, svo að hún
kvaddi samkvæmið klukkan
níu og allir buðu henni góða
nótt. Hún dró A1 Burns svo
lítið afsíðis um leið og hún
fór. „Al, mig langar til að
hitta Jim Lennon“, sagði hún.
,Er hann ekki frá Midhurst?
Mig langar til þess að hafa
tal af honum áður en ég fer á
miðvikudag. Ætli að hann
komi í bæinn“?
— Sennilega kemur hann á
laugardag, sagði Al. — Eg
býzt við því að hann komi þá
til að fá sér ögn neðan í þvi.
Ef ég frétti af einhverjum,
sem er á leið úteftir til hans,
þá skal ég senda honum boð
um að þú viljir tala við hann.!
— Hafa þeir stuttbylgju-l
stöö á Midhurst?
Hann hristi höfuðið — Þeir
eru of nærri bænum. Ef ein-
hver veikist eða slasast hjá
þeim, þá tekur það ekki nema
klukkutíma að flytja hann í
sjúkrahúsið og hjúkr.konan
hefur sendistöð í sjúkraskýl
inu. Hann þagnaði um stund.
— Eg hugsa að það falli ferð
þangað einhvem næstu daga
en ef það bregzt og Jim kem
ur ekki í bæinn á laugardag
þá skal ég fara með þig á
bílnum þangað úteftir á
sunnudaginn.
— Meinarðu eitt steikt egg,
— svona, aleitt á diski?
— Alveg rétt.
Það virtist óþekkt hugtak
í Willstown að maður ætti að
spara mat. — Eg skal spyrja
frú Connor, sagði Annie. Hún.
kom aftur út úr eldhúsinu
með steikarstykki ög tvö eggj
ofaná. — Við höfum einskon
ar morgunverð, útskýrði hún.
Jean gafst upp.
Hún fór fram í eldhús eft
ir morgunverð og hitti frú j
Connor þar. — Eg þyrfti að
Framhaldssaga
Jean svaraði. — Svona
þrjátíu grömm í gallonið af
vatni, held ég. Annars læt ég
það í af handahófi, en það
eru notkunarreglur utan á
pakkanum.
Stúlkan sneri pakkanum
milli handanna og starði á
hann. — Þarna, undir „Notk
unarreglur", sagði Jean.
Frú Connie stóð í dyrunum
fyrir aftan þær og sagði.
— Annie er ekki fluglæs.
— Eg kann víst að lesa,
sagði stúlkan.
— Einmitt það, lestu þá
fyrir okkur hvað stendur á
pakkanum.
l<lmí £luité/
— Þakka þér kærlega fyrir,
sagði hún. — Eg ætlaði nú
ekki að baka þér svoleiðis fyr
irhöfn.
— O, það er nú tilbreyt-
ing fremur en fyrirhöfn,
sagði hann.
Hún fór að hátta. í gisti-
húsinu var rafljós frá mótor,
sem var úti í garðinum og
hún heyrði vélaslögin, þar til
rétt eftir klukkan tíu, er barn
um var lokað. Þá voru öll ljós
slökkt og, menn gengu til
náða í Willstown.
Hún vaknaði í birtingu um
fimmleytið, heyrði fólk fara
á stjá og þvo sér. Hún lá kyrr
og mókti um stund, morgun-
verðurinn var ekki borinn
fram fyrr en klukkan hálf
átta. Svo klæddi hún sig og
baðaði og var komin í borð-
stofuna á réttum tíma. Hún
up£)götvaði, að algengasti
morgunverðurinn j Willstown
var hálft pund af steiktu
nautakjöti og tvö steikt egg
þar ofaná. Anie varð alveg
hissa, þegar Jean bað um að
fá steiktu eggin en ekki steik
ina. — Morgunverðurinn er
steik og egg, útskýrði hún
með mikilli þolinmæði fyrir
þessari skrýtnu ensku stúlku.
— Eg veit, sagði Jean, en
mig langar ekki í steikina.
— Jæja, þú getur þá leyft
henni. Stúlkan var alveg rugl
uð.
—Gæti ég ekki fengið eitt
steikt egg og enga steik, sagði
Jean.
Sigríður Thorlacius
þýddi
41.
þvo úr nokkrum flíkum, sagði
hún. — Mætti ég fá lánaðan
þvottabala og straujárn.
— Annie getur gert það
fyrir yður, sagðði frú Connor.
— Fáið henni fötin.
Jean ætlaði sér alls ekki
að láta fötin sín í hendurnar
á Annie. — Hún hefur víst
nóg að gera, sagði hún,— en
hef ekkert fyrir stafni. Eg
skal þvo sjálf ef ég má fá
lánaðan bala.
— Þá það.
Jean notaði morguninn til
að þvo og strauja á svölunum
utan við eldhúsið. í þessu
heita, þurra loftslagi þurfti
þvottur ekki að hanga uppi
nema í tíu minútur, þá var
hann beiskju þurr. Inni j eld
húsinu hlýtur að hafa verið
nær fjörutíu stiga hiti. Jean
skauzt þangað inn til að
sækja straujárnin á eldavél-
ina og undraðist þol þeirra
kvenna, sem elduðu þrjár
heitar máltíðir á dag við slík
skilyrði. Skömmu siðar kom
Annie út á svalimar til henn
ar og gaf fötum hennar auga
í laumi.
Hún tók upp sápuspóna-
pakka. — Hve mikið af þessu
læturðu út í vatnið?
Stúlkan lét pakkann nið-
ur. — Eg hef ekki æft mig
upp á síðkastið. Eg gat vel
lesið þegar ég var í skólanum.
Jean vildi eyða málinu.
— Maður þarf ekki að láta
nema svo mikla sápu, að hún
freyði vel. En það er misjafnt
hvað mikið þarf, eftir því
hvort vatnið er mjúkt eða
hart.
— Eg nota venjulega sápu,
sagði Annie. — Hún freyðir
ekki svona vel.
Eftir stutta þögn sagði.
stúlkan. — Ertu hjúkrunar-
kona?
Jean hristi höfuðið. — Eg
er skrifstofustúlka.
— Jæja, ég hélt kannske
þú værir hjúkrunarkona. Það
eru flestar stúlkur, sem koma
til Willstown. Þær eru ekki
lengi — sex mánuði, svo eru
þær búnar að fá nóg.
Enn varð þögn. —Ef þú
hefðir verið hjúkrunarkona,
sagði stúlkan, — þá hefði ég
beðið þig um meðal. Mér hef
ur verið svo illt undanfarna
morgna. Eg kastaði upp í
mor.gun.
— Það er slæmt, sagði Jean
með gætni.
— Eg er að hugsa um að
fara á sjúkraskýlið, sagði
Annie, og biðja ungfrú Dougl
as að gefa mér eitthvað.
— Það ættirðu að gera,
sagði Jean.
Þenna dag hitti hún flesta
betri borgara í WillstoWn.
Hún fór yfir í verzlunina til
að kaupa vindlinga, en varS
að kaupa tóbaksöskju og vindl
ingabréf í staðinn. Á meðan
hún spjallaði við Bill Dunc
' an, eigande. verzlunarinnar
I og skoðaði hjá honum varn-
! inginn, þá kom kennslukon-
an, ungfrú Kenroy inn í búð-
j ina. Á leiðinni heim að gisti
j húsinu mætti Jean A1 Burns,
| sem vildi kynna hana fyrir
herra Carter, sem var mikils
í metinn borgari.
1 Seinni hluta dagsins svaf
hún í rúmi sínu, eins og flest
ir íbúarnir í bænum, en þeg
ar kólna tók, fór hún niður
á svalirnar og settist þar á
stól, eins og hún hafði gert
daginn áður. Ekki leið á löngu
þar til hjarðmennirnir fóru
að hópast þar að. Þeir komu
röltandi einn og einn í senn,
óframfærnir við þessa ensku
stúlku, en gátu þó ekki stillt
sig um að koma og spjalla við
hana. Innan skamms höfðu
þeir skipað sér í hring um-
hverfis hana á svölunum.
Hún fékk þá til að tala um
störf þeirra, þá fór af þeim
feimnin. — Þetta er svo sem
ágætur staður, sagði einn
þeirra. — Landið er ágætt
undir nautgriparækt, rignir
meira hér en þegar sunnar
dregur. En ég fer burtu næsta
ár. Bróðir minn er í Rock-
I hampton og vinnur við járn
j brautina. Hann sagðist skyldu
! koma mér að, ef ég flytti
i bangað.
— Eru launin betri þar?
!spurði Jean.
j — Ónei, ég held þau séu
tæplega eins góð. Hér fáum
við fimmtán pund, sautján
shillinga og sex pence — og
það er frítt. Þau laun fær
venjulegur hjarömaður.
Hún varð undrandi. — Það
eru bærileg laun fyrir ein-
hleypa menn.
Pete Flethcer sagði, — Það
er allt í lagi með launin,
staðurinn er öllu lakari. Mað
ur getur ekkert gert hér.
— Eru nokkurntíma sýndar
hér kvikmyndir
.....gparifi yðurManp
& ,iailli margra. veralana!
OÓMJOÖL
ÁðUUH
«!
-Auatuxstxætá
EIRIKUR
víðförli
Töfra-
sverðið
126
Ohu Chandra kastar sér kjökr-
andi um hálsinn á Eiríki.
— Hver er meiningin? hvæsir
Bor Khan. Hvernig vogar þú þér,
kona, að hága þér svona. — Ég
elska hann, kjökrar hún.
Eldur brennur úr augum Tsacha.
Hann er sjálfur ástfanginn í henni.
En Eirikur gengur fram. — Má
ég tala? spyr hann. — Þessi Tsacha
er svikari og lygari. Hann misnot
aði gestrisni mína og stal sverði
Týs. Hann reyndi að drepa sinn
eigin þjón. — Þú lýgur, öskrar
Tsacha. Láttu þína eigin menn
vitna á móti þér. Ég gef þeim
fanga frelsi, sem staðfestir vitnis-
burð minn um málið.
Rorik byrjar að skjálfa. En
hann lítu'r niður, hann þorir ekki
að mæta hinu einarðlega augna-
ráði Eiriks víðförla.