Tíminn - 22.06.1960, Qupperneq 3
1 « ' 1 »■oV^,^".^" Ut-^T-'SIU!- ‘^AJÍ'i'W, JBP ‘Jl' 'Íl '• ■-' ....
3
Sigla með síldina ís-
aða til Þýzkalands
Fyrsta íslenzka ferða-
handbókin
(Framh. af 1. sí5u).
hús, byggðasöfn, sundstaði,
leiguflugvélar, hestaútlán og
margt margt fleira. Það sem
einna mestur fengur er þó í,
aö öllu hinu ólöstuðu, er mjög
gott kort yfir ísland, með
benzínafgreiðslum allra olíu-
félaganna.
Siglufirði í gær. — Veður
er nú bærilegt á miðunum og
nokkrir bátar hafa fengið síld,
við Kolbeinsey — um 70—80 ^
sjómílur frá Sigiufirði. Síldin j
veður ekki og er kastað eftir j
ssdik. Síldar hefur einnig orð-J
ið vart í Reykjaf jarðarál og á J
Sporðagrursni voru bátar að j
kasta seinni partinn í dag, en j
ekki hefur frétzt af aflabrögð-í
um ennþá. Togskipið Margrét
lestar nú síld í ís til að sigla
með á markað í Þýzkalandi.
Þessir bátar fengu síld við Kol-
beinsey og voru að landa aflanum
í Siglufirði í dag eða á leið hing-
að: Bjarni 500 mál, Gulliver NK.
E00 mál, Árai Geir KE. 250, Leo
VE. 300, Helgi Hornafirði 500,
Sigurður Bjarnason SI. 300 og
Guðmundur á Sveinseyri 250.
Nokkrir bátar fengu síld við Kol
beinsey í gærs - Síldar og vart í
Reykjafjarðarál og Sporðagrunni
Vörusala jókst
(Framhald af 2. síðu).
fremur skýrði hann frá því,
að nú væri verið að vinna að
nokkrum endurbótum og
breytingum á hraðfrystihúsi
féagsins.
Cóð söluaukning
Framkvæmdastjórinn, Ól-
afur Ólafsson, flutti mjög ýt-
arlega skýrslu og greinagóða
með reiknihgum félagsins.
Skýrði hann og sundurliðaði
flesta reikninga. Heildarvöru
sala nam 5.219 þús. kr. og er
því aukning frá fyrra ári 926
þús. kr., eða þar til hihn nýi
framkvæmdastj óri Ólafur Ól-
afsson tók við.
Niðurstaða á efnahagsreikn
ingi var 4.156.112 kr. en á
rekstursreikningi var 948.555.
Vörubi'rgðir i árslok voru 1.650
þús. kr. og hafði nær tvö-
faldazt á árinu.
Tekjur hækka
Rekstrarhalli á árinu nam
28.900 kr. Afsláttur af útsölu-
verði var 120 þús. Tekjur af
vörusölu námu 746 þús. og
hafði hækkað um 315 þús. kr.,
miðað við fyrra ár.
Enn fremur las’ fram-
kvæmdastjóri og skýrði reikn
inga mjólk.ursamlagsins. Þá
gat hann að lokum ýmissa
atriða í sambandi við rekstur
og húseignir félagsins.
Stjórn
Úr stjórn átti að ganga
Björn Stefánsson, en var end
urkjörinn. í stað Ármanns
Þórðarsonar, sem gerzt hefur
starfsmaður félagsins, var
Halldór Kristinsson kosinn til
eins árs. 1. varamaður var
kosinn Sigursteinn Magnús-
son. Magnús Magnússon end-
urskoðandi var endurkosinn
og til vara Sveinn Jóhanns-
son. Fulltrúi á aðalfund SÍS
var kjörinn Ólafur Ólafsson
kaupfélagsstjóri og til vara
Björn Stefánsson formaður.
B. St.
Fitnar óSum
Síldin er nú óðum að fitna og
hún er nokkuð jöfn að stærð.
I.feðalstærð er 37 cm. og meðal
þyngd er 474 grömm. Meðal fitu-
magn síldarinnar er 15.4%. —
Ekki er hægt að hefja söltun síld-
arinnar strax vegna þess, hve fit-
an er laus í síldinni og myndi hún
því renna út í pækilinn, ef hún
yrði söltuð. Fitan fer að festast
þegar lengra kemur fram á, en
venjulega hefst söKun ekki fyrr
en fitumagn er orðið 18—20%.
Síld á Sporðagrunni
Síðdegis í dag voru 3 bátar að
kasta á Sporðagrunni út af Skaga
en ekki hefur frétzt af aflabrögð-
vm ennþá. Síldar hefur einnig
orðið vart í Reykjafjarðarál eins
og fyrr segir, en ekkert hefur afl-
as't þar ennþá. Síld hefur ekki
Kýrin stóí upprétt
(Framh. af 1. síðu).
lieim til mjalta, heldur mjólkað-
ar þar sem þær eru. Þegar Jón
fór til mjalta þetta kvöld, var
kýrin ein sér utan við veginn, en
þó uppi standandi.
Jóni sagðist svo frá, er blaðið
hafði samband við hann í gær,
að ekki væri víst að hér væri um
níðingsverk að ræða, þannig að
bílstjórinn hefði vísvitandi ekið
frá kúnni svo stórslasaðri, því
sjálfur hefði hann ekki tekið eft-
ir neinu misjöfnu með hana fyrst
i stað. Bflstjórinn hefði álitið
hana heila eftir áreksturinn,
ekki, sízt þar sem hún hafði
staðið upprétt. Fór hann þess
mjög eindregið á leit, að skorað
yrði á bflstjórann að gefa sig
fram, því skaðinn væri tilfinnan-
legur. Það er með öllu útilokað,
að bílstjórinn liafi ekki orðið
árekstrarins var, því venjulega
bera bílar meiri merki árekstra
við stórgripi en gripirni'r, sem á
er ekið. —s—
vaðið ennþá og sfldin, sem veiðst
hefur við Kolbeinsey hefur verið á
10—25 metrum.
Beint á erlendan markað
Margrét frá Siglufirði, sem er
austurþýzkt togskip, lestar nú síld
í ís tl iað sigla með beint á mark-
að til Bremerhafen í Þýzkalandi.
Er ætlunin að Margrét fari 3 slík-
ar ferðir til Þýzkalands með síld
í ís, ef fyrsta salan á þýzkum
markaði gengur vel. — Það er al-
gjört nýmæli' að siglt sé með síld-
ina beint og verður síldin seld á
frjálsum markaði erlendis. Mar-
grét lestar um 840 tunnur af síld
og búizt var við að s'kipið fylltist
í kvöld. — Ingólfur.
Siglufjörður k|. 10,40
í gærkvöldi
Bjart og lygnt veður. Margir
bátar í grennd við Kolbeinsey.
Einhverjir höfðu kastað, en ekki
var enn vitað um árangur.
Síldin sótt
(Framh. af 1. síðu).
um, svo lengi sem birgðir til skips
og áhafnar endast. Og ef þetta gef-
ur góða raun, er ekki ótrúlegt að
viðhorf til bygginga síldarverk-
smiðja breytist, en að undanförnu
hefur stefnan verið sú að byggja
síldarverksmiðjur alls staðar þar
sem nokkurrar síldarbröndu var
von, með þeim árangri að mikill
hluti þeirra stóð lítt notaður allt
árið.
Hægt að fækka
Með því móti að hafa sérstök
skip til þess að flytja síldina til
verksmiðjanna, virðist auðvelt að
fækka þeim og binda við færri
staði. Ríkissjóður og fiskimála-
sjóður leggja fram fé til þess-ara
framkvæmda en hiti og þungi
þeirra hefur hvílt á framkvæmda-
stiórum Hjalteyrar og Krossanes-
vnrksmiðjanna, Vésteini Guð-
mundssyni og Hjalta Guðmunds-
svni. ED—s—
50 þús. franskir
(Framh. af 16. síðu).
Ferrat Abbas forsætisráð-
herra.
Miklir örðugleikar
I Það hefur þegar sýnt sig
i að miklir örðugleikar eru á
I að koma á sambandi milli
ríkisstjórnanna að því er
varðar formsatriði ein. —
Frakkar sendu þegar herflug
vél til Túnis í gær til að
fiytja sendimanninn og þar
er hún enn.. Segir sagan, aö
útagastjómin kæri sig ekki
um að nota þessa herflugvél
og þyki sér misboðið. Útlaga
stjórnin hefur setið á fundi
í allan dag. f morgun kom
frá Adfssa Beba, Boumend.
Jel upplýsingamálaráðherra,
en haldið er, að hann eigi
að fara til Parisar fyrstur
Serkja. Helzta verkefni hans
yrðii, að fá ótvíræðar trygg-
ingar um full grið og ferða-
Ieyfi serknesku sendi'nefndar
innar.
Líklegt þykir, að Mesmer
hermálaráðherra Frakka
viuni taka á móti sendi-
nefndinni. Einnig hefur
heyrzt, að sjálfur Debré for
sætisráðherra taki á móti
þeim. De Gaulle forseti hef
ur rœtt um málið við ýmsa
ráðherra sina í dag.
Sýður í frönsku land-
nemunum
Kunnugir segja, að de
Gaulle hafi gert víðtækar ör
yggisráðstafanir í Alsír og þá
einkum með tilliti til frönsku
þjóðernissinnanna þar. Öfl-
ugt herlið er á mikilvægum
stöðum í helztu borgum. Fall
hlífaliðið hefur horfið úr
Heiman ek fór
Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur ritar formála í bókina,
sem hann nefnir Heiman ek
fór. Gefur hann þar ýtar-
legar bendingar og upplýs-
ingar, bæði um hina ýmsu
staði landsins og hvernig bezt
er að haga ferðum sínum.
Þá er ávarp frá lögreglunni
til ökumanna, þar sem til-
greindar eru helztu umferða
reglur. Þá er skrá yfir gisti-
hús landsins, veitingahús,
sæluhús, byggðasöfn o.s.frv.
Þarna er skrá yfir það sem
ferðamenn þurfa að hafa
með sér i sjúkrakassanum,
grein um lax- og silungsveiði,
eftir Þór Guðjón^son veiði-
málastjóra, greinin Leiðir um
Mýrar og Snæfellsness eftir
Gísla Guðmundsson fulltrúa,
og einnig er ýtarleg skrá yfir
kauptún og kaupstaði lands-
ins. í henni má sjá nöfn em-
bættismanna hvers staðar,
sundstaði, snyrtingu, hótel
skemmtistaði, bifreiðaþjón—
ustu og margt fleira.
Auk kortsins sem fyrr er
nefnt, eru sérleyfisáætlanir
bifreiðastöðvar íslands og
ferðaáætlanir flugfélaganna
og ferðaskrifstofanna og BSÍ.
MiShálendið
Þá er eftir að geta einnar
greinar, ekki ómerkastrar, —
eftir Sigurjón Rist vatnamæl
ingamann, sem hann kallar
Bifreiðaslóðir á hálendinu.
Þar gefur hann nákvæman
uppdrátt af hálendinu og rit
ar ýtarlegar skýringar með,
t.d. segir hann hvernig aka
skuli hin ýmsu vöð.
fjallahéruðunum og er nú
komið til stærstu borganna.
Kyrrt er á yfirborðinu, en
fullyrt er, að mynduð hafi
verið ný samtök franskra
þjóðernissinna og sé félaga-
talan komin upp í 50 þús. —
Ekkert verði aðhafst fyrr en
sýnt þykir að líklega horfi
um samkomulag milli de
Gaulle og útlagastjórnarinn-
ar. Einnig er beðið skipana
frá foringjum þessara sam-
taka í Frakklandi, en þeir
eru m.a. Soustelle, Bidault og
Lacoste, sem er úr flokki
j afnaðarmanna.
MikiS ber á milli
Erfiðleikarnir verða ekki
hvað sízt í fyrstu við að koma
viðræðum af stað. Segja
fréttamenn, að hér sé kjarni
málsins. Franska stjórnin
vilji alls ekki ræða málið
nema útlagastjórnin fallizt
fyrst á vopnahlé, en þetta
taki hún ekki í mál og krefj-
ist fyrst og fremst nýrra
trygginga og sannana fyrir
því, að loforð de Gaulle um
sj álf sákvörðunarrétt Alsír-
I búa verði raunveruega hald
lið.
Erfitt starf
Að lokum segir Örlygur
Hálfdánarson, að það sem
mest tafði fyrir útkomu bók
arinnar hafi verið það, að hin
ýmsu samgöngufélög hafa
ekki sumaráætlanir sínar til
búnar fyrr en það síðla, að
það er á takmörkunum að
þær nái til bókarinnar í tæka
tíð.
Þá sagði Örlygur, að þetta
væri aðeins tilraun, og væri
honum og öðrum þeim sem að
bókinni stæðu hin mesta
þökk í því, að fá gagnrýni og
leiðbeiningar, sem að gagni
mættu veí-ða ef ráðist væri
í útgáfu slíkrar bókar öðru
sinni.
StarfsliS
Örlygur Hálfdánarson er
ritstjóri Ferðahandbókarinn-
ar, Þorvaldur Ágústsson aug-
lýsingastjöri hefur safnað
auglýsingum í bókina. Hjört-
ur Hjartar framkvæmdastjóri
hótel Biifrastar ritar formála
í bókina, en myndskreyting-
ar eru eftir Atla Má og Svend
Erik Jensen. Bókin er í þægi
legu vasabroti, og vönduð að
frágangi.
Krustjoff aí missa völdin
(Framh. af 16. síðu).
ið er, að hann hafi meðan hann
var í flokksstjórninni einkum
fiallað um málefni innan flokks-
ins, val flokksmanna og skipun
þeirra í trúnaðarstöður.
Fréttaritarar vekja á því at-
hygli, að brottrekstur Kirichenk-
os sé aðeins eitt airiði af langri
og áberandi viðburðarás innan
Sovétríkjanna seinustu mánuð-
ina. Þar hafa orðið miklar
mannabreytingar seinustu mán-
uðina og er óljóst til hvers þær
Ieiða.
Og fleira þykir mönnum undar-
legt. Höfuðandstæðingur Krus-tj-
offs hefur alla tíð verið talinn
Stalinistinn Susloff. Fyrir nokkr-
um dögum skýrði Pravda frá því
með stóru letri, að þeir Krustjoff
og Susloff hefðu eytt saman heil-
um degi við Svartahaf og verið að
skemmta sér. Daginn áður var
löng og hvassyrt grein í Pravda,
þar sem kommúnistum er skýrt
frá því mjög svo skorinort, að
stefna Krustjoffs í utanríkismál-
um sé vissulega „rétt‘‘ frá fræði-
legu kommúnistísku sjónarmiði.
Híns vegar var játað, að „vinstri
sinnar“ á villigötum hefðu gagn-
rýnt hana.
Hlusta Rússar
(Framh, af 16. sfðu).
á einni viku skeðu sex furðuleg
óhöpp með þennan kapal, sem
ekki hefur tekizt að útskýra.
Stafar af slysi
Enska blaðið Sunday Graphic
talar einnig um þennan orðróm
fyrir skömmu, og tilfærir í því
sambandi orð hins danska sér-
fræðings Stóra norræna símafé-
lagsins, A. W Mortenssens, en
hsnn segir: Það er að mínu viti
tæknilega ómögulegt að koma
sjíkum tækjum fyrir. Til þess
þarf stærri tæki en togari getur
haft með sér. Það er rétt, að ó-
skiljanlegar truflanir hafa verið á
kaplinum upp á síðkastið, en það
s:afar sennilega af slysi, sem einn
hinna rússnesku togara varð fyrir
á þessum slóðum. Ef Rússarnir
hlusta á samtölin, hljóta þeir að
iráða yfir tækni, sem okkur er
óþekkt. Þetta er mál, sem kemur
exki við Stóra norræna fyrr en
við leggjum okkar kapal til Kan-
ada yfir Færeyjar, ísland og
Grænland árið 1962.