Tíminn - 29.06.1960, Síða 2
2
Dagana 27. og 28. maí var haldlnn í Reykjavík fundur allra verkstjóra í frystihósunum á vegum S.Í.S. Fundurinn var mjög vel sóttur og er sýnilegt,
a5 fundir sem þessir eina rétt á sér. Slíkur fundur var í fyrsta slnn haldinn 1959. Voru mörg mál raedd, skuggamyndir og kvikmyndir sýndar, farið
í helmsókn í Fiskiðjuver Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og að lokum setlnn kvöldverður í boðl S.Í.S. Margir fyrirlesarar og gestlr komu þarna og má
þar nefna Gísla Guðmundsson, alþingismann, sem ræddi um frumvarpiðum dragnótaveiði, Stefán Jónsson, fréttamann, sem gerði grein fyrir út
varpsþættinum „Um fiskinn". Reinholt Greve, vélfræðingur frá Baader-umboðinu ræddi um viðhald og viðgerðir á roðflettivélum. Nokkrir yfir-
fiskimatsmenn sátu og fundinn ásamt fleiri gestum.
Myndin er af þátttakendum í verkstjórafundinum. Talið frá vlnstri: Barði Benedlktsson, Reykjavík, Sigurjón Jónsson, Reykjavík; Þórir S. Gröndal,
Reykjavík; Stefán Kemp, Suðárkróki; Arnlaugur Sigurjónsson, Reykjavík; Guðjón B. Ólafsson, Reykjavlk; Árnl Andrésson, Hólmavík; Jón Mýrdal
Jónsson, Reykjavík; Svelnberg Hannesson, Hrisey; Gunnlaugur Sigurjónsson, Fáskrúðsfirði; Björn Björnsson, Hofsósl; Karl Ágústsson, Raufarhöfn;
Ólafur Magnússon, Svelnseyrl; Gunnar Valgeirsson, Reykjavík; Jóhannes Bergsveinsson, Þorlákshöfn; Haraldur ísleifsson, Stykkishólmi; Pétur Sig-
urðsson, Grafarnesl; Jón Hilmar Jónsson, Ólafsvík; Ingimundur Guðmunds-son, Djúpavogi; Aðalsteinn Halldórsson, Húsavik; Tryggvi Jónsson, Dalvik;
Árni Þ. Árnason, Þórshöfn; Snorri Sveinsson, Grafarnesi; Valgarð J. Ólafsson, Reykjavík. — Sitjandi á hækujm, frá vlnstri: Elías Kristjánsson,
Reykjavík; Hrólfur Jakobsson, Skagaströnd; Pétur Einarsson, Reykjavík; Elnar M. Jóhannsson, Reykjavík; Gestur Guðjónsson, Patreksfirði; Þorfinn-
ur ísaksson, Norðfirði; Hannes Óli Jóhannsson, Borgarfirði Eystra; Logi Runólfsson, Reykjavik; Gísll Pétursson, Reykjavík. — Á myndina vantar
Torfa Guðmundsson, Drangsnesi; Karl Sigtryggsson, Innrl-Njarðvík, og Jónas Guðmundsson, Reykjavík.
Uthlutun úr Raunvísinda-
deild Vísindasj. árið 1960
Stjórn Raunvísindadeildar
Vísindasjóðs hefur lokið út-
hlutun stvrkja fyrir árið 1960.
Alls bárust að þessu sinni 36
umsóknir, að upphæð nálægt
i'álfri annarri milljón króna
samtals. Veittir voru 20 styrk
ir og nema þeir alls 649 þús-
und krónum.
Styrkjunum má skipta í þrjá
aðalflokka:
A. Dvalarstyrkir til vísinda-
legs sérnáms og rann-
sókna.
Þessir styrkir eru ætlaðir ung-
um og efniiegum vísindamönnum
t.il vísindaiðkana og þjálfunar við
viíindastof.nanir, erlendar eða inn-
lendar. Hæstu styrkirnir miðast
við það að styrkþegi helgi sig því
verkefni, er hann hlýtur styrk til,
d m. k. eitt ár. Styrkur fil árs-
dvalar var 60 þúsund krónur fyrir
gengisbreytingu en er nú 80 þús-
und krónur Að þessu sinni voru
einungis veittir þrír heilir dvalar-
siyrkir en f'mm hálfir.
80 þúsund krónur hlutu:
l.Sig. Jónsson licencie es lettres
til rannsókna í líffræði og
frumufræði þörunga við Sor-
bonne-háskólann í París.
2. Þorleifur Einarsson cand. geol.
til frjórannsókna (pollenana-
lysc) á ísl. mómýrum. Þorleif-
ur er í þann veginn að ljúka
doktorsprófi í jarðfræði í
Þýzkalandi, en frjórannsókn-
irmar mun hann stunda í
Björgvin.
S. Þorsteinn Sæmundsson B. Sc.
Hons. fil stjarnfræðilegra
rannsókna á áhrifum sólar á
jörðu, eínkum með tilliti til
breytinga á jarðsegulsviði. Þor
steinn lauk háskólaprófi í Skot
landi fyr'ir tæpum þremur ár-
um en hefur síðan unnið að
þessum rannsóknum í London.
40 þúsund krónur hlutu:
4 Einar Tjörvi Elíasson verk-
fræðingur til rannsókna á
sliti í legum véla við tæknihá-
skólann í Glasgow.
Guðmundur Ragnar Ingimars-
son verkfræðingur til rann-
sókna á vegagerð við háskól-
ann í Michigan.
Kjördæmaþing Framsóknarmanna
á Vestfjörðum haldið 23. julí
ÁkveSiS hefur verið, a3 kjördæmaþing Framsóknar-
manna í Vestfjarðakjördæmi verði haldið aS Vogalandi í
Króksfjarðarnesi og hefjist kl. 3 þann 23. júlí. Þingmenn-
irnir Hermann Jónasson og Sigurvin Einarsson mæta á þing-
inu. ÁríSandi er, aS flokksfélögin hraSi kjöri fulltrúa sinna
á þingiS og láti flokksskrifstofuna þegar vita um þátttöku.
Þann 24. iúlí verSur haldin árshátíS Framsóknarfélaganna í
VestfjarSakjördæmi og hefst hún kl, 3. VerSur þaS nánar
auglýst síSar.
I 6. Sigmundur Magnússon læknir
til sérnáms í blóðsjúkdómum
og nofkun geislavirkra efna í
I læknisfræði. Námið er stund-
I að í Bandarikjunum.
j 7. Tómas Helgason læknir til
framhalds rannsókna sinna á
tíðni geð- og tauga-sjúkdóma.
Tómas hefur unnið að þessum
rannsóknum um alllangt skeið
og tvívegis áður hlotið styrk
til þeirra frá Vísindasjóði.
8. Þorkell Jóhannesson læknir
til sérnáms í lyfhrifafræði
(farmakologi)Sivið vísindastofn
un Hafnarháskóla í þessari
grein.
D Styrkir vegna rannsóknar-
verkefna einstaklinga.
f. Baldur Johnsen héraðslæknir.
Til næringárrannsókna og til
þess að gera yftrlit um ástand
manneldismála hérlendis kr,
15.000.
10. Friðrik Einarsson dr. med. Til
eftirrannsókna á sjúklingum,
er skornir hafa verið vegna
skjaldkirtilsjúkdóma kr 15.000
l . Gunnlaugur Snædal læknir. j
Til eftirrannsókna á sjúkling-1
um, er verið hafa til meðferð-
ar á Landsspítalanum vegna
krabbameins í brjósti kr.
15.000.
12. Björn Sigurbjörnsson M Sc. til
að ljúka rannsóknum sínum á
íslenzku melgresí. Björn hefur
tvívegis fyrr fengið styrk til
þessa verkefnis. Hann vinnur
að því við Cornell-háskóla kr.
10.000.
13 Guðmundur Örn Árnasoú skóg
fræðingui og Páll Bergþórs-
son veðurfræðingur. Til lofts-
lagsran.nsókna með sérstöku
tilliti til skógræktar kr. 19.000
(Að því tilskildu að a. m. k.
jafnhátt framlag fáist frá öðr-
um aðilum.)
14. Ingimar Óskarsson grasafræð-
ingur. Vegna starfa við Evr-
ópuflóruna kr. 8.000.
15. Jens Pálsson mannfræðingur.
Til manneldisfræðirannsókna í
Dalasýslu kr. 15.000.
C. Styrkir til stofnana og
félaga
10. Bændaskólinn á Hvanneyri.
Til kaupa á efnarannsókna-
tækjum kr. 20.0U0.
I: Búnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans. Til kaupa á mæli-
(>Tamftaid a lö síðu i
TÍMINN, mlðvikudaginn 29, júni 19gp,-
Samið á Siglufirði
Ekki kom til verkfalls síldar-
stúlkna á Siglufirði eins og útlit
var fyrir á tíma. í vikulokin náðist
samikomulag milli verkakvennafé-
lagsins Brvnju og Vinnuveitenda-
félags Siglufjarðar. Mikilvægust
atriði í samkomuLaginu eru að síld-
arstúlkur fá bættan söltunartaxta
fyrir millisíld, sem mikið gengur
úr og karlmannskaup fyrir alla
tímavinnu. Söltunartaxtinn hækk-
ar um 10.3%, úr 29 krónum á
tunnu í 32. Hingað til hafa verka-
konur fengið greitt karlmanns-
fcaup fyrir sum síldarstörf, en
kvenmannskaup fyrir önnur. Nú
verður þetta samræmt þannig að
konurnar fái eftirleiðis sama kaup
og karlar við öll verkin.
Ársíondiir sunn-
lenzkra kvenna
32. ársfundur sambands
sunnenzkra kvenna var hald
inn að Selfossi dagana 8.—9.
júní 1960. — Auk venjulegra
aðalfundastarfa voru rædd
ýmis framfara og menning-
armál sambandssvæðisins. —
Gerðar voru ályktanir um
áfengisvarnarmál og lög-
gæzlu á samkomum. — Lýst
var ánægju yfir samstarfi
Búnaðarfélags íslands og
Kvenfélagasambands íslands.
— Mikla ánægju vakti sam-
þykkt laganna um orlof hús
mæðra. — Sambandið hefur
varið sjúkrasjóði sínum til
áhaldakaupa fyrir sjúkrahús
Selfoss.
Að aðalfundi loknum bauð
Húsmæðraskóli Suðurlands
fundarkonum til veizlu, var
setið þar í góðum fagnaði
fram á nótt.
Mættir voru sem gestir
fundarins allar konur úr
stjórn K.í. auk fleiri gesta.
Stjórn félagsins skipa þess
ar konur: Halldóra Guð-
mundsdóttir, Miðengi, form.;
Anna Sigurkarlsdóttir, Eyrar
bakka, ritari; Halldóra
Bjarnadóttir, Selfossi, gjald-
keri.
Pöstmenn óánægðir með
aðgerðir stjórnarinnar
Aðalfundur Póstmannafé-
lags íslands, var haldinn dag-
ana 30. marz og 3. maí þ.á.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa voru rædd ýms hags-
munamál póstmannastéttarinn
ar, og ríkti mikill einhugur
meSal fundarmanna um þau
811.
Á fundinum kom fram til-
laga, sem fól í sér megna
óánægju með aðgerðir ríkis
stjómarinnar í efnahagsmál
um, svo sem afnám vísitölu-
uppbóta á laun, og taldi að
ríkisvaldið hefði nú með
skömmu núllibili skert svo
freklega kjör opinberra starfs
manna, að ekki verði við
unað. Einnig komu fram í til-
lögunni vítur á formann
Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja, fyrir framkomu
hans, sem þingmanns i frarn
angreindu máli, og að hann
hefði freklega brugðizt um-
bjóðendum sínum. Tillagan
var samþykkt með öllum
þorra atkvæða.
Tryggvi Haraldsson, sem
verið hafði formaður undan
farin ár, baðst eindregið
undan endurkosningu.
Stjóm félagsins skipa nú:
Ari Jóhannesson, formaður;
Grétar Jónsson, varaform. —
Meðstjómendur: Dýrmundur
Ólafsson, Sigurjón Bjömsson
og Pétur Guðmundsson. —
Varastjórn: Kristján Jakobs
son, Guðfreður Guðjónsson,
Ólafur Timóteusson, Guð-
mundur Þórðarson.