Tíminn - 16.07.1960, Blaðsíða 6
6
T f MIN N, laugardaginn 1G. júlí 1960. ’
Sá er þetta skrifar hafði!
oft heyrt látið mikið af því
hve þjóðhátiðin 17. júní væri
merkileg og skemmtandi í
höfuðstað landsins. Það vakti
því nokkra tilhlökkun mína
í vor að eiga nú tækifæri í
fyrsta sinn að verða staddur
í borginni á þjóðhátíðadag-
inn.
En því er ekki að leyna að
mér urðu það mikil von-
brigði. Það sem var til á-
nægju var þó að bærinn var
talsvert prýddur, einkum
með fánum og blómum og
hefði þó mátt meira vera. Svo
voru flest helztu strætin full
af prúðbúnu fólki, einnig dá
litil hljómlist á almanna-
færi. Og það bezta var fag-
urt veður, er hófst um það
leyti og hátíðahöldin hófust.
Þetta bætti mjög úr margs-
konar vöntun og mistökum
þeirra, sem fyrir hátíðadag-
skránni stóðu.
En hvað fannst þér þá að
hátíðahaldinu? spyrja senni
lega ýmsir.
Það var ýmislegt og skulu
nokkur atriði nefnd:
1. Ræðumenn voru hafðir
úr fararbroddi eins stjóm-
málaflokksins. Sumir þeirra
verka svipað og. „útgengnar
klukkur“ og eru margbúnir
að næra fjölda fólks með
margskonar fyrrum, sem
fjölda manns hefur sárnað,
þegar þeir m.a. hafa verið
að skerða hag smælingjanna
með áróðri fyrir aukinni verð
bólgu o.m.fl., til óhamingju
vinnandi fólki.
2. ólíðandi að ætla að
skemmta fólki helzt með ó-
merkilegum „bröndurum" og
palladómum um menn og mál
efni, sbr. leikþættiha, sem út
varpað var um kvöldið, á-
samt þríteknu gambri eins
ræðumannsins.
3. Mjög ósmekklegt að
flytja á barnaskemmtun vit?
Amarhól skemmtiatriði fyrir
böm, þar sem rætt er um að
drepa og drepa, og sýna und
irbúning þess með því að
brýna hnífa og önnur vopn.
. Sölumennskan á götun-
um var ólíðandi, þar sem
fjöldi sölutjalda með ýmis-
konar döt var sett upp á ýms
um helztu strætunum og í
þeim prangað langt fram á
nótt. Sýnist að mætti láta
fjárgróðahyggjuna hvila sig
á þjóðhátíðardaginn.
5. Dansinn á götunum virt-
ist mjög misheppnaður. Þó
var ágætt veður nema dálítið
kalt og því þess meiri þörf
á hreyfingu sér til hita. Á
þremur götum var gerð til-
raun til þess að dansa á ör-
litlum bletti á hvorum stað
og sem var svo aðþrengdur
af forvitnu fólki, að ekki var
þægilegt fyrir dansfólkið að
hreyfa sig, þótt það væri fátt.
Varla dansaði meira en 2—3%
af öllum þeim mörgu þúsund
um, sem fylltu götur miðbæj
arins. Og þeir sem dönsuðu
voru helzt unglingar á 15—16
ára aldrinum.
6. Pram til klukkan tvö að
nóttu þrömmuðu margar þús
undir manna aftur og fram
um götur í miðbænum, að
því er virðist í hinu mesta
reiðuleysi og lítilli ánægju,
ef dæma má eftir þeim súra
og þunga tómlætissvip, sem
einkenndi mikinn meiri hluta
þessa fólks.
7. Ölvaðir menn óprýddu þá óvirðingu að láta sjá sig
mjög götur borgarinnar, þó ofurölvi á almannafæri þenn
einkum báðar næturnar fyrir an eina þjóðhátíðardag árs-
og eftir hátíðina. ins.
Þar sem ég hef nú talið
upp nokkur atriði, sem mér
þótti misheppnuð á þessari
fyrstu þjóðhátíð sem ég hef
verið á í höfuðstað lands míns
er ekki nema eðlilegt að ein
hverjir spyrji: Hvemig villt
þú hafa hátíðadagskrána?
1. Velja a.m.k: þrjá góða
ræðumenn, sem ekki standa
framarlega í pólitískum
flokkadeilum, og allra sízt þá,
sem kunnir eru að miklum
óhappaverkum á stjórnmála
sviðinu. Einn þessara manna
Þjóðhátíðardagurinn ætti
að vera sannkallaður hátíðis
dagur sem allra flestra. Og
til þess að svo verði þurfa
ráðamenn dagskrárinnar að
sjá um að það sem er um
hönd haft lyfti og göfgi, en
forðist það sem niður dregur.
Þjóðhátíðardagurinn á að
vekja og gleðja íslenzka þjóð
síns lands — tilfi'nninguna
fyrir þvi hve við íslendingar
eigum mikið sameiginlegt:
landið, málið, söguna, skyld-
leikann, nútíðina, fortíð og
Þjóðhátiðin og
höfuðstaðurinn
mælti fyrir minni íslands.
Einn fyrir minni Jóns Sig-
urðssonar og þá um leið fyrir
menntun og manngöfgi. Og
einn mæli fyrir minni höfuð
staðarins.
2. Hljóðfæraflokkar lékju
viðeigandi lög fyrir og eftir
og milli ræðanna.
3. Beztu söngkórar, sem völ
er á syngju fögur ættjarðar-
og framsóknarljóð og mætti
þá Pál ísólfsson ekki vanta
með þjóðkórinn. Þyrfti þá
fyrirfram að sjá um að dreifa
innan um mannfjöldann fá-
einum mönnum á allmörgum
stöðum í mannfjöldanum,
sem tækju undir, þegar það
ætti við, svo að hægara verði
fyrir allan mannfjöldann að
syngja. En syngi sameiginlega
nokkr’ar þúsundir manna, er
það mjög heilbrigt og hress
andi.
4. Bærinn verði skreyttur
eins og föng eru á af þeim
mönnum, sem beztan hefðu
fegurðarsmekk og kunnáttu
til þeirra hluta — hvað sem
líöi pólitískum flokkslit
þeirra.
5. Væri sérstök barna-
skemmtun t.d. við Arnarhól,
í eins og 1—2 klukkutíma;
þá ætti að tjalda þar ýmsu
fögru, sem líklegt væri að
snerta bamssálina með feg-
urð, hrífandi og eftirtektar-
verðu (bamakórar, fegurðar
leikþætti, blómaskrúði o.s.
frv.). En forðast ljótleikann
og allt, sem dregur niður.
6. Kappkostað skuli að
leggja alúð við góðar íþróttir,
sem sýndu beztu afrek og
sýningar góðra fimleika-
flokka.
7. Hafa engan dans á göt-
unum, engar aukasölusjopp-
ur þar, og vera búinn að loka
öllum almenningsstöðum kl.
11,30 að kvöldi — og reyna
fagran leik æskumanna, t. d.
eftir fremsta megni að koma
í veg fyrir óprýði og ofurölv-
un á þjóðhátíðardag. Mætti
m.a. gera það með sterkri
hvatningu fyrir hátíðina, að
sýna ekki þjóðhátíðadeginum
framtíð o.fl. o. fl.
Verði ég á fleiri þjóðhátíðar
dögum í höfuðstað okkar ís
lendinga, þá vona ég inniiega
eftir því, að ég þurfi ekki að
minnast þeirra með hrolli og
ömurleika — heldur verði
hann í minningunni einn af
hinum björtu sólskinsblettum
lífsins, sem méWfiiAíir hafa
hjálpað til að skapa.
Vigfús Guðmundsson
Kvensíðbuxur
frá kr. 250.— Í450 civjót)
Telpnasíðb. frá kr 165.—
Gallabuxur f. dömur
og unglinga kr. 156.—
Drengjasportjakkar
Stakar drengjabuxur
frá 4—16 ára
Æðardúnssængur 3 st.
Gefjunarteppi ísauðlitir)
Pattons garnið heimsfræga
allir litir
Vesturgötu 12. Sími 13510
Sigurður Ólason
og
Þorvalour Lúðvíksson
Má.'flutnipgsskrifstoía
Austurstræti 14
Síroar 15535 op 14600
Bífreiðasalan
Sala er örugg hjá okkur
Símar 19092 og 18966
ingólfsstræti 9
Fyrir bókamenn
og safnara
Af flestum neðantöldum bókum eru til fá eintök. Það
skal tekið fram. að af Andvara og Almanökunum efu
ekki lengur til ónotuð eintök af sumum auglýstum ár-
göngum. Nemi pöntun yfir kr. 400.00 verða bækurnar
sendar burðargjaldsfrítt.
Jón Sigurðsson. Hin merka ævisaga Páls Eggerts Ólasonar,
1.—5. bindi. Ób. kr. 150.00.
Bréf Jóns Sigurðssonar. Nýtt safn, 334 bls. Ób. kr. 50.00.
Menn og menntir, e Pál Eggert Ólason, 2., 3. og 4. bindi.
Síðustu eintökin í örkum. Ath.: í 4. bindi er hið merka
rithöfundatal. Kr. 180.00.
Andvari, tímarit Þjóðvinafélagsins, 1920—1940 (Vantar
1925). Ób. kr. 200.00.
Almanak Þjóðvinafélagsins 1920—1940. Ób. kr. 150.00.
Rímnasafn. Átta rímur eftir þjóðkunn rímnaskáld m. a.
Sigurð Breiðfjörð. Ób. 592 bls. kr. 60.00.
Fernir forníslenzkir rímnaflokkar, útg. af Finni Jónssyni.
Ób. kr. 20.00.
Frá Danmörku, e. Matth. Jochumsson. 212 bls. ób. kr.
75.00.
íslenzk garðyrkjubók. Útg. 1883 með mörgum teikningum.
140 bls. ób. kr. 75.00.
Dulrúnir. Þjóðsagnir og þjóðleg fræði skráð af Hermanni
Jónassyni á ÞLngeyrum. 218 bls. Ób. kr. 25.00
Um framfarir íslands. Verðlaunaritgerð Einars Ásmunds-
sonar í Nesi Útg. 1871, 81 bls. Ób kr. 50.00.
f Norðurvegi, e. Vilhjálm Stefánsson landkönnuð 224 bls.
Ób. kr. 40.00.
Saga alþýðufræðslunnar á íslandi, e. Gunnar M. Magnúss.
Fróðleg bók prýdd myndum. 320 bls. ób. kr 40.00.
Riddarasögur. Þrjár skemmtilegar sögur, 230 bls Ób. kr.
30.00.
Sex þjóðsögur. skráðar af Birni R. Stefánssyni 132 bls.
Ób. kr. 20.00.
Mágus saga jarls. Ein skemmtilegasta riddarasaga sem til
er. 278 bls. ób. kr. 25.00.
Lítil varningsbók e. Jón Sigurðsson. Útg. 1861 Fáséð. 150
bls. Ób. kr 100.00.
Leiðbeiningar um garðrækt, e. Ben Kristjánsson fyrrv.
skólastj. 120 bls., ób. kr. 20.00.
Páll postuli, e próf. Magnús Jónsson. 316 bls. ób. kr. 50.00.
Galatabréfið, e. próf. Magnús Jónsson, 128 bls ób. kr.
50.00.
Leiftur. Tímarit um dultrú og þjóðsagnir, e. Hermann Jón-
asson á Þingeyrum. Fáséð. 48 bls. ób. kr. 50,00
Æringi. Gamanrit um stjórnmál og þingmál um aldamótin
síðustu. Að mestu í bundnu máli. 48. bls. óv. kr 25.00.
Allar ofantaldar bækur eru óbundnar, þéttprentaðar og
því mjög drjúgar aflestrar. Klippið auglýsinguna úr blað-
inu og merkið X við þær bækur, er þér óskið að fá.
NAFN
Ödýra bóksalan Box 196, Reykjavík
Þakkarkort og umslög
með svartri rönci. Sendið handrit og við prentum
fljótt og smekklega.
Sendum í póstkröfu.
Prentverk h.f.
Klapparstíg 40. — Sími 19443.
Reykjavík.