Tíminn - 23.07.1960, Síða 4
4
TIMINN, laugardagiim 23. júli 1960.
Anthony Quinn og Yoko Tani sýna ástarleik heldra tólks.
í Lundúnum er sem stend-
ur sýnd mynd, sem hlotið hef-
ur heldur vafasama frægð.
Nefnist myndin „The Savage
Innocents". Þar leika þau
hvort á móti öðru Bretinn
Anthony Quinn og japanska
leikkonan Yoko Tani — í Eski
móa-gervum!
Reikar Anthony um milli
glasgrænna ísfjalla, sela og
sleöa og óskar þess af öllu
hjarta, að eignast konu. Finn
ur hann hana þar sem Yoko
ani er, og fær ömmuna í kaup
bæti. Eru sýndir ýmsir siðir
Eskimóa, eins og þegar þeir
bjóða hverjum gesti, sem inn
rekst, konu sína — hvernig
áhrif eitt glas af Johnny
Walker frá 1820 hefur á þá,
— þegar amman er lögð fyrir
ísbirnina, þegar dagur henn
ar eru senn taldir, — hvað
Yoko Tani svitnar við fæðing
una og hvernig hún sleikir
undarlega stóran frumburð
sinn herinan. Lengst af er
tilfinning áhorfendans bland
Vafasöm kvikmynd um háttu Eskimóa
frumsýnd í Londo'n
aður, en brosleg eru viðskiptii
Eskimóas og trúboðans, sem j
lýst er allt of heimskulega: I
— Þú verður að taka Guð i
með þér.
— Guð, hver er nú það?
Og hver sem það er, þá verö
ur hann að hafa eigin hunda
sleða með sér, það er ekkert
pláss hjá okkur.
— Guð er ljós heimsins!
— Nú er það ljós.
Trúboöinn afþakkar aö
leggjast með konu Anthonys.
Við það sinnast honum og
slær hann höfði trúboðans
við snjóhúsvegginn. Skalli
trúboðans reynist of veik-
byggður og er Anthony þar
með morðingi, ekki eftir sín
um eigin lögum, heldur eftir
lögum nútímamenningar.
Kvikmyndin hefur, eins og
áður er fram tekið, fengið
misjafna dóma. The Speita-
(Framhald á 13. síðu)
Japanska leikkonan Yoko Tani
Anthony Quinn og frúin meS gestinum.
Manntalsþing
Kópavogskaupstaðar
verður háð í bæjarfógetaskrifstofunni í Kópavogi,
Álfhólsvegi 32, þriðjucjaginn 26. júlí 1960 kl. 16.
Bæjarfógetinn Kópavogi.
Mercedes-Benz
vörubíll 5 tonna, model 1955 til sölu Til sýnis í
birgðahúsinu við Elliðaárvog.
Rafmagnsveita ríkisins.
BYGGINGATIMBUR
Höfum fyrirliggjandi allar algengar stærÖir
af byggingatimbri.
Byggingavörusala SÍS
við Grandaveg, símar 22648 og 17080.
500
bílar ti' sölu á sama stað.
— Sk:pti og hagkvæmir
greiðsluskilmálar alltaf fyr-
ir hendi
BÍLAMIOSTÖÐIN VAGN
Amtmannsstíg 2C
Símar 16289 og 23757.
Bændur
Öxlar með vöru og fólks-
bílahjóium, vagnbeizli og
grindur kerrur míeð sturtu-
beisli án kassa, fæst hjá
okkur
Kristján,
Vesturgötu 22, Reykjavík,
sími 22724.
Þakkarkort og umslög
með svartri rönd. Sendið harxdrit og við prentum
fljótt ög smekklega.
Sendum í póstkröfu.
Prentverk h.f.
Klapparstíg 40. — Sími 19443.
Reykjavík.
Hjartanlegusfu þakkir færum viS öllum þeim, sem auðsýndu
okkur samúð og vlnarhug við andlát og jarðarför mannsins míns,
föður okkar, tengdaföður og afa.
Axels W. Guðmundssonar,
bifreiðarstjóra.
Anna Guðmundsdóttir, börn,
tengdabörn og barnabörn.