Tíminn - 19.10.1960, Blaðsíða 11
Hvað lesa Islendingar í dag?
Hvað lesa íslendingar í
dag, bækur, blöð, tímarit,
— og hver eru hlutföllin
milli hins lesna efnis? Um
þetta er engin töluleg vit-
neskja svo undirrituðum sé
kunnugt, og væri þó fróð-
legt fyrir okkur að vita á
þessu nokkur skil meðan
við teljum okkur lestur og
bókvit helzt til gildis
Bókaútgáfa hefur færst
mjög í vöxt á síðari árum,
þótt flest bendi til að hún
muni nú aftur dragast
saman. Hefur bóklestur
aukizt að sama skapi? Því
er ósvarað en mönum býð
ur í grun að svo sé ekki.
Áður var bóklestur svotil
eina dægradvöl manna í
sveitum og fjölmenni heim
ilanna og margar næði-
stundir gerðu að verkum
að bækur voru lesnar. Nú
er svo háttað að sveita-
fólki gefst lítill tími til
bóklestrar sakir þeirra
anna sem mannfæðin og
framleiðsluaukningin hef-
ur í för með sér, þrát fyrir
vélamar-
Breytt lestrarlag
Þéttbýlið hefnr jafnan
boðið uppá fjölbreyttari
skemmtanir heldur en
sveitirnar, þó aldrei meiri
en nú. Þótt lestrarþörf-
in hafi verið fyrir
hendi í þéttbýlinu áður
fyrr og sé enn, má gera
ráð fyrir að hún sé með
minnsta móti nú. Fólk á nú
þess kost að skemmta sér á
margvíslegan og fyrirhafn
arminni hátt og notfærir
sér þaö óspart. Þó þykir
flestum gott að hafa ein-
hverja lesningu til að
grípa í þegar annað er
ekki fyrir stafni. En hinar
fyrirhafnarlitlu skemmtar
ir, keyptar fyrir peninga,
gera að verkum að lestrar
lag manna breytist og kröf
urnar til lesmálsins.
Nýtt mat
Dagblöðin koma að
nokkru í bóka stað. Þau
flytja fréttirnar, margvís-
legt efni til skemmtunar
og fróðleiks og framhalds-
sögur. Dagblaðaútgáfa hér
er nú orðin svo risavaxin
að sjálfsagt er að telja það
atriði með á þeim lista
afreka sem íslendingar
veifa þegar þeir bera sig
saman við aðrar þjóðir
„miðað við fólksfjölda".
„Spennandi lestrarefni"
í annan stað eru mán-
aðarritin, en þar gætir ó-
trúlegs magns af lesmáli
og fjölda rita sem flest
eru keimlík. — .Undir-
rituðum er ekki kunnugt
hve mörg rit með „spenn-
andi lestrarefni" og „sönn
um frásögnum" eða öðru
efni sem er „bezt og vin-
sælast" koma hér út mán
aðarlega, en hefur kastað
tölu á 10—20 stykki í búð
argluggum, sem bera að-
skiljanleg heiti. Allt þetta
lesefni rennur út eins og
volgar lummur, segja kaup
menn, og lesendurnir eru
fólk á öllum aldri, þó meiri
hlutinn ungt. Þessi rit eru
jafnvel fáanleg í fornbóka
verzlunum, slumpar af
þeim fyrir minniháttar
pening.
Kröfurnar
Á hverjum vinnustað
þar sem menn hafa að-
stöðu til að drepa sér nið-
ur, í hverju skipi og á
fjölda heimila má sjá ein
hvern snepil af þessu tæi
og sums staðar flestar teg
undirnar. (Með tegund er
hér átt við titil). Rit þessi
virðast fullnægja þeim
kröfum sem fjöldinn gerir
til lestrarefnis með hálf-
opinskáu fimbulfambi
kringum það sem helst kitl
ar tilfinningarnar í hvers
daglegu amstri dægranna,
yfir grautarpottunum eða
á kojuvaktinni. Þá eru
myndir sem fanga athygl-
ina og frásagnir af „hroll
vekjandi“ atburðum.
Skítt með meltinguna
Kröfur um mál og stil
koma ekki til greina í þessu
tilliti, því síður er beðið
um skáldskapargildi. Hvert
hefti kostar tiltölulega
litla fjárupphæð, eða hvem
ragar um 15 krónur? Og
svo meðtaka menn sinn
hroll og sinn taugatitring
í fljótheitum. Slikt veröur
að gerast í fljótheitum og
vera aðgengilegt, eða hver
hefur tíma til að liggja
yfir torskildum bókum þeg
ar svo margar skemmtanir
eru í boði? Þá er skárra að
opna útvarpið og glugga í
eitthvað „vinsælt" lestrar-
efni á meðan, til að hest-
húsa sem mest af tíma-
drepandi fæðu. — Skítt
með hvernig það meltist.
—b.ó.
| Misræmi í framboði og eftírspurn á bókamarkaði. 1
| - Breyttar kröfur og lestrarlag, - Met í blaðaút-1
H H
| gáfu, - „Vinsælt, - satt, - spennandi lestrarefm-1
H
| aðgengilegt taugatitrings- og hrollvekjandi sem með |
| tekst í fljótheitum. i
Auglýsið í TIMANUM
Er þetta aðal-lestrarefni þjóðarinnar?