Tíminn - 25.11.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.11.1960, Blaðsíða 16
Föstudaginn 25. nóvember 1960. 267. blað. Úthverfa listarinnar Eók um málverkafals- anir fyrr og síðar Þrjár manngerðir fylgja listamarkaðinum þ.e.a.s fals- arar, listaverkasalar og sér- fræðingar Þetta segir Sepp Schuler höfundur ýmsra saka- rnálasagna en hann hefur nú sent frá sér bók um einn af mestu svikurum málaralistar- innar en það er Hollendingur- Lnn Hans van Meegeren. Fyrir fimmtán árum var maður þessi fyrir rétti og dæmdur í eins árs fangelsi fyrir málverkafalsanir. Á þeim tíma var mikið rætt um mál Meegeren einkum af listunn- eiidum um allan heim. Nú hefur Schiiler gert hók um ævi þessa manns eins og fyrr getur. Grunaður um annað í upphafi bókarinnar fer Schúler með lesandann að húsi einu í Amsterdam. Það er 29. maí 1945. Striðinu er nýlokið, fólkið hefur fagnað friði í nokkrar vikur. En nú leitar lögreglan að málaranum Han van Meegeren, því að það er áíitið að hann hafi selt málverk nazistaleiðtoganum Herman Gör- ing. En Meegeren neitar þessu öllu saman en það er þó ijóst, að hann hefur eitthvað á samvizkunni. pögreglan sækir fast á hann og sogir nú, að hant muni verða sótt- ur til saka fyrir landráð, þar sem l]óst sé að hann hafi selt eign hollenzka ríkisins til Þýzkalands þar sem sé málverk Vermeer van Delfts af Kristi og konunni ber- syndugu. Nú fallast Meegeren al- veg hendur og hann er nú reiðu- Lúinn að játa allt. Játningin Játningin verður hins vegar allt önnur en lögreglan hélt. Meegeren hefur ekki selt eignir hollenzka rikisins. Málverkið var ekki eftir Stefán Júlíusson fornio Rithöfunda- samhandsins Að afstöðnum aðalfundi í rithöfundafélögum landsins, hefur stjórn Rithöfundasam- bands íslands haldið fund og skift með sér verkum fyrir næsta starfsár. Formaður sambandsins var kjörinn Stef án Júlíusson, varaform. Björn Th. Björnsson, ritari Indriði Indriðason, gjaldkeri Friðjón Stefánsson og Guðmundur Hagalín meðstjórnandi. Vara menn í stjórn eru Þóroddur Guðmundsson og Jón úr Vör. Meðal sérstakra verkefna Rithöf.sambandsins • á kom- andi ári, er skipulagning og undirbbúningur að fundi rit- höfundaráös Norðurlanda, er ákveðið hefur verið að hald- inn verði hér á næstkomandi vori. Delf't heldur eftir Meegeren sjálf- K!.. Fyrir það hafði hann fengið gveiddar sem svarar i5 milljónum íslenzkra króna. Þegar hér er komið vill Meegeren létta meir af sumvizkunni. Þetta er ekki eina málverkið, sem hann hefur falsað. Það er öðru nær. Þau skipta tug- um og sum þeir'ra eru í fínustu hstaverkasöfnum víðs vegar um heim og hafa verið keypt dýrum dómi. Lögreglan verður alveg orðlaus af skelfingu en fer síðan að hlæja os neitar að 'trúa einr einasta orði af frásögn aumingja Meegeren, sem stöðugt ítrekar frás-ögn sína og segir í sifellu. Ég málaði þetta, þctta eru falsanir — en ég er snillingur í minni grein. En lög- reglan verður brátt að beygja sig. Meegeren hefur rétt fyrir sér og hann er settur í steininn þar sem umboðsmenn kvikmyndavera vilja ólmir heimsækja hann til þess að gera mynd um ævi hans og hún á að heita — mesti málverkafalsari sögunnar. (Framhsld á 2. síðu] Karlakór Reykja- víkur kominn heim Karlakór Reykiavíkur kom úr Ameríkuför sinni kl. 8.45 í gærmorgun Mikib mannfiöldi var mættur á Reykjavíkurflug- velli til að fagna kórnum. Meðal annars voru Fpstbræð- ur þar fyrtr og fögnuðu kórn- um með söng, ávarpi og blóm- um. Formaður Karlakórs Reykjavíkur þakkaði og kór- Ný skáldsaga eftir unga Rvíkurstúlku „Ást á rauðu ljósi“ eftir Hönnu Kristjánsdóttur Út er komin bók sem vænt- anlega mun vekja athygli og umræðu lesenda. Ást á rauðu Ijósi nefníst bókin og er fyrsta bók ungrai reykviskrar stúlku Hönnu Kristjánsdóttur. Útgef- andi er bókaútgáfan Sagan. Hanna Kristjánsdóttir er aðeins tvítug að aldri, og mun einsdæmi að svo ung Hanna Kristjánsdóttir kona hafi gefið út fullburða skáldsögu á íslandi, en eins og kunnugt er hafa ýmsar skáldkonur á svipuðu reki vakið athygli í Evrópu á und anförnum árum. Ekki skal þó um það sagt hvort hér er á ferðinni íslenzk Francoise Sagan — eða reykvísk Guð- rún frá Lundi. Reykjavíkursaga Ást á rauðu ljósi, nefnist Reykjavíkursaga að undirtitli og mun bera það nafn með rentu. Sagan er skrifuð í dag bókarformi og gerist á einu sumri, frá því í maílok fram í byrjun september. Eins og vænta má skrifar Hanna Kristjánsdóttir um ástina, bók hennar er í senn spennandi ástarsaga og næm og raun- sæ lýsing á lífi Reykjavíkur- æskunnar í dag, segir í efnis útdrætti á kápusíðu. Bókin er 180 bls. að stærð og vel úr garði gerð í hvívetna. Ungur höfundur Eins og fyrr segir er Hanna Kristjánsdóttir aðeins tvítug að aldri og Ást á rauðu ljósi hið fyrsta sem eftir hana birtist á prenti. Hanna er fædd og uppalin í Reykjavík, lauk stúdentsprófi við Mennta skólann vorið 1959. inn svaraði með því að lagið. Síðan hurfu komumenn iil síns heima eftir stranga för en góða. Fyrr á öldum þótti það hin skjótfarnasta leið ungum og hraustum mönnum til fjár og frama að leggjast í viking og herja á fjarlægar þjóðir. Fyrir kom það að vís'u, að víkingaferðir mistók- ust, foringjarnir misstu lífið eða komu heim með léttan mal. Hitt var þó algengara, að þeir sneru til heimkynna sinna hlaðnir frægð og fjámunum, og ósjaldan bar það við, að í ’yfimgii leyndist fögur kona — og þótti ekki sízta her- fangið. , Þar bíða vinir í varpa" Karlakór Reykjavíkur kom til landsins kl. 8,45 í gærmorgun, eftir 7 vikna frægðarför um Bandaríkin og Kanada. Mikill fjöldi manna var mættur á Reykjavíkuiflugvelli er Loftleiðavélin, sem flutti söng- mennina heim, snerti jörð. Mest Lar þar að sjáifsögðu á skylduliði sóngmanna, sem nú gátu fagnað því að heimta þráða vini heila heim. Einnig voru þarna fyrir flestir félaganna úr Fóstbræðrum oe» fögnuðu þeir söngbræðrum sín- um með því að syngja Þú álfu vorrar yngsta land. Því næst ávarpaði formaður Fóstbræðra komumenn ug lét m. a. svo um- inælt, að sómi Karlakórs Reykja- víkur væri um leið sómi annarra íslenzkra söngmanna, sómi þjóðar- iimar allrar. Við þökkum ykkur íyrir frammistöðuna, veiið vel- komnir heim, — og færði þeim fagran blómvönd. Kanakór Reykja víkur svaraði með því að syngja: ísalnd, ísland, ég vil syngja, og formaður þeirra þakkaði viðtök- urnar. Guðmundur stórkostlegur Blaðamenn eru forvitnustu taka skepnur iarðarinnai og því brunnu þeir í skinnmu yfir að ná tali af söngmönnum. „Komið þið bara heim til mín í dag,“ sagði Karl Sveinsson, formaður Karla- kórs Reykjavíkur og þar með var málið leyst. En þegar við rákumst á Kristinn Hallsson gátum við e.kki stillt okkur um að spyrja: —- Hvernig gekk? — Glimrandi, svaraði Kristinn á sinn hressilega hátt, þetta var nokkuð . erfið ferð en ánægjuleg. Við héldum 39 konserta á þessum 7 vikum, þar af 29 í 14 rfkjum Bandaríkjanna og 10 í 5 ríkjum Kanada. Viðtökurnar voru alls síaðar frábærlega góðar en albezt- ar þó í fslendingabyggðunum. Heilsufar var prýðilegt utan hvað Weisshappel veiktist einu sinni og þá leizt okkur nú ekki á blikuna. Vð gátum féngð eina ágæta frú t:í að hlaupa í skarðið, en Weiss- happel náði sér fljóti svo allt fór vel. Stolt okkar allra í sambandi við konsertana var Guðmundur Jónsson, sagði Kristinn að lokum, hann stóð sig stórkostlega. Við fórum tvisvar í Metropolitan og kom öllum saman um, að þeir hcfðu þar engan baryton á móti Guðmundi. — Já, úr því að Kristinn er að demba þessu á mig, sagði Guð- mundur, þá láttu þess getið, að um hans frammistöðu þurfi ekki að tala. Sama máli gegnir um Weiss- happel, Guðmund Guðjónsson og strákana alla, að ógleymdum hon- um Sigurði okkar Þorðarsyni. Agæt aðsókn Kl. 11 crum við staddir heima liiá Karli Sveinssyni. — Jú, þetta var náttúrlega ströng ferð. Við ókum 10 þús. míl- ur og lengst vorum við 10 klst. r.rilli áfanga. Við ókum að meðal- tali í 5 klst. á dag og svo fóru tveir tímar í konsertinn. Inn á milli komu svo veizluhöld. Þau eru í ýmsu frábrugðin því, sem hér (Framhald á 2. síðu). C—^ Kaldi Sjálfvirki maðurinn á veö- urstofunni spáir austan og norðaustan kalda og léttskýjuðu í dag. Hlti verður trúlega um frost- mark.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.