Tíminn - 20.12.1960, Qupperneq 8

Tíminn - 20.12.1960, Qupperneq 8
8 TÍMINN, þrlðjudaginn 20. desember 1960. BÆKUR * BÆKUR * BÆ K U R * BÆKUR * BÆ K U R ----------, , , ____——----—— -——-----—, Ást á rauðu ljósi Reykjavíkursaga eftir Hönnu Kristjánsdóttur. Bókaútfáfan Sagan. Fyrsta skáldsaga ungrar konu hlýtur að vekja nokkra forvitni — þær eru ekki svo margar, íslenzkar konur, sem lagt hafa stund á skáldsagna- gerð. Eftirvæntingin dofnar að vísu nokkuð, er það verður ljóst, þegar við fyrstu sýn, að bókin er skrifuð með það mark fyrir augum að vera reyfari, skemmtileg saga, sem selzt, en ekki í skini æðri leiðar- stjörnu. Þó verður það að segj ast höfundi til hróss, að hann leggur sig fram um að láta reyfarann vera heilsteypt verk og skilgóða sögu, þar sem reynt er að kryfja að kjarna vandamál í samtíðinni. Þessi saga er léttilega rituð, og það fer ekki á milli mála, að þessi ungi höfundur er glettilega vel ritfær, býr yfir nokkrum stílþroska, lipurri kímni og töluverðri mannþekk ingu. Sagan fjallar um æsku Reykjavíkur á vorum dögum — þetta vandræðafólk. Sögu- hetjan er ung stúlka, ástands barn lauslátrar móður, rekalds í lífinu. Þetta er góð stúlka, heilbrigð, skapföst og skynug. Hún trúlofast afbragðsmanni, glæsilegum stúdent, og síðan herja raunirnar á þessi virki. Og auðvitað standast þau og sagan endar með sameiginleg um sigri þeirra. Þetta er sigur saga ungs fólks — æskunnar í Reykjavík — og það er góð saga í aðaldráttum, sönn lýs- ing á unga fólkinu svo langt sem hún nær, en sum vélræðin og fallgryfjurnar, sem ekki mátti vanta í söguna, til- tínt með nokkrum ólíkindum og hálfgerðum vanefnabrag. Aðal persónurnar eru vel gerð ar og heilsteyptar, einnig móð ir Maríu Sjafnar, en missmíði á flestum öðrum, t.d. móður Þorkels og Brynjólfi fóstra Maríu. Þungamiðja sögunnar er að sjálfsögðu tiltæki Maríu Sjafn ar í því skyni að leysa þann hnút, sem á þráð þeirra, ungu elskandanna, er hlaupinn. Ef til vill er sú vandræðasteypa með nokkrum líkindum, og at burðum ekki illa lýst, hvorki yfirdrifnir né hlaupið á þeim, en sú lausn, sem þetta leiðir til er meiri dýrðaróður um æskuna í Reykj avík — og raun ar alla æsku — en réttmætt er að syngja. Þarna sleppir höfundur jörðinni og lætur stórláta draumsýn ráða — og lætur söguhetjur sýnar fljúga á vit hamingju sinnar, lausar úr viðjum mannlegrar síng- irni. Og með þessu er sagan botnuð. Þessi Reykjavíkursaga er skemmtileg — meira að segja spennandi — og lítill vafi á, að unga fólkið í Reykjavík kann að meta þann lestur. Og sagan á óneitanlega sinn boð skap — hún á að sýna, að ann markar uppeldis og spilling foreldris þarf ekki ætíð að draga ungviðið í sama svað, heldur skírir og herðir oft og einatt manndóm þess. Sagan lyftir líka í öndvegið göfug- lyndri, víðsýnni og umburðar lyndri ást — stórlæti manns hjartans — og undirstrikar, að menn öðlist hamingjuna fyrir fórnir. En þessi sjónar- mið öðlast svo Ijúflegan og þjáningarlausan sigur, að draumi er líkara en vöku. Þessi saga er allvel rituð og byggð af nokkurri kunnáttu. En þó verður varla þverfótað fyrir því, sem betur mætti fara. Sagan er rituð í allt of miklum snarheitum, skortir mjög fágun alla og umvönd- un harðfylginnar sjálfsgagn- rýni. Þetta er eins og uppkast, sem eftir er að umrita einu sinni eða tvisvar, raunar með þeim brag, að varla getur tal- izt sæmilegt ungum höfundi að láta svo hálfkarað verk frá sér fara. Trúlega mun þetta þó mest stafa af því — sem sag- an öll ber greinilega með sér — að höfundurinn hefur það fyrst og fremst í huga að skrifa kitlandi og læsilega sögu. En það verður fróðlegt að sjá, hver árangurinn verð- ur, þegar ungur höfundur með jafnótvíræða hæfileika setzt niður og tekur að rita sögu, sem aðeins skal verja fyrir dómstóli eigin samvizku og skáldskaparmats, en lætur forskriftina um lesendahylli, lönd og leið. Ak. Ævisaga Jóns Oddssonar Sumarið 1939 kom Jón Oddsson skipstjóri og útgerðarmaður í Hull i stutta heimsókn til íslands. Ég átti þá viðtal við hann, sem birt- ist í „Ægi“, þótf mér auðnaðist ekki að raoba við hann nema ör- skamma stund, fékk ég þó eins og pata af því, að hann kynni að segja frá ýmsu markverðu og for- vitnilegu, sem ekki færi skaðlaust n.eð honum. Síðan hef ég ekki séð Jón né heyrt, frétti eins og af skotspónum, að brezkir útgerðar- jarlar hefðu litið velgengni hans öíundaraugum, og brugðið harka- lega fyrir hánn fæfi að hann hefði verið gisl Breta á styrjaldar- árunum og síðar stórbóndi á eyj- unni Mön. — Mér var þvi eigi lítil forvitni í hug, þegar ég hóf ’d( lesa ævisögu Jóns, sem kom úf fyrir skömmu, skrásett af Guð- mundi G. Hagalín og ber heitið „f vesturviking“. Þá er lestrinum lauk, þóttist ég svo góðu hættur £ö ekki mætti minna vera en ég sýndi lit á bví að þakaa fyrir mig. Enn og aftur, meðan ég las a-visögu Jóns, skaut Thor Jensen upp í huga mér eins og ég hafði kynnzt honum af blöðum sögu t.ans. Báðum er það sameiginlegt að flytjast ungii til framandi þjóð- a' allslausir og málvana á þá tungu, sem töiuð er í hinu nýja iaridnámi. Báðir verða þeir stór- útgerðarmenn og öndvegishöldar þótt Thor ynni reyndar aldrei hörðum höndum á búum sínum sem Jón. Annar hafði sezt að í mesta nýienduveldi heims, en hinn á fámennustu hjálendunni. Nú verður það að sjáifsögðu alltaf matsatriði hjá hvorri þjóðinni voru byggilegri skilyrði ti! þess að hefj ast af sjálfum sér ug rísa upp úr meðalhæð. Á íslandi var um það að ræða að gnæfa hátt yfir lágt, er á Bretiandi voru fyrir svo margir risar, að vissulega þurftj hver og einn aðfluttur afburða- maður að kosta öllum sér til, svo aö eftir honum yrði tekið við hlið þeirTa. Hvað sem er um þennan samanburð, þá er hitt vist. að kyljan sem stundum lék um Thor Jensen á fsiandi, var barnaleikur h]á þeirrj hræsibrekkuhríð, sem Jrn mátti oola af hendi Bretans. Nú er það ekki ætlan mín að svala á nokkurn hátt forvitni þeirra, sem hefðu hug á að kynn- ast Jóni Oddssyni og ferli hans af ævisögunni, enaa með öllu um- hendis í örstuttri biaðagrein. En eg vil hins vegar ekkí láta undan ’ frlla að veKja athygli á sögu 1 hans, hún verðsku'dar það að henni sé gaumur gefinn Eftir ,estur hennar er ég ekki á tveim á-.tum, hvar ég mundi grípa niður ti; gjafabókai ef ég hygðisi færa v.ngum manni lestrarefni til holl- ustu og nytja. En því kem ég þar máli, að æskan á að erfa iandið og því er ekki öldungis út i hött, livaða fordæmum hún kynnist. En sjómennirnir okkar og útvegsmenn irnir mundu og einnig sjá þar eitt og annað í hnotskurn, sem sjálf- sagt mundi verða þeim til upp- örvunar og ánægju að hafa spurn- ir af. Er ég ekki þar með að segja, að eigi mundu fleiri græða á því að fara í vesturvíking með Íslands-Jóni, en svo nefndu Húll- menn hann. Guðmundur Hagalín hefur skráð ymsar af okkar beztu ævisögum, og ég fæ ekki séð, að honum hafi förlazt listin. Skuggsjá gefur bókina út. og er búningur hennar og frágangur allur til mikillar prýði Einn er bó galli á gjöf Njarðar. að bók- inni fylgir ekki nafnaskrá Reynd- ar háttar svo um flestar ævisögur islenzkar, ,og það þótt stærri séu er. þessi, en slíkt eru óhafandi vivnubrögð. Ævisögur verður að tejja til heimildarrita, þótt þær svari misjafnlega ti! þess nafns, og því á að vera að þeim aogengi- legur lykill. að svo miklu leyti sem því verður við komið. en siikt er auðvelt að því er snertir persónusöguna. L.K. í góðu landvari í landvari. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum. Ljóð. 1960. Á seinni árum hefur fundum okkar Gísla Ólafssonar oft borið saman. Oftast þegar ég kem í kaup staðinn hitti ég hann, á götunni, á símastöðinni, eða heimia hjá honum. Með okkur hefur dafnað góð vinátta og ég held að það sálu- félag hafi orðið okkur báðum til góðs. Það var á útmánuðum þetta ár, að ég hitti Gísla á símastöðinni. Hann fór að bjóða mér bækur, því hann hefur umboð fyrir ýmsar bókaút- gáfur. Nei, ég vildi ekki kaupa neitt. — Jæja góði, sagði hann og var dálítið íbygginn. Það var auðséð á svip hans, að hann ætl- aði samt ekki að láta mig sleppa. Svo tók hann bók up úr tösku sinni, rétti mér og sagði. Þetta bók ætla ég að gefa þér. Ég leit á bók- ina og varð glaður við. Þetta var ný ljóðabók eftir Gísla, ,,í Land- vari“, árituð til mín af höfundi. Eg hygg að Gísli hafi flutzt til Sauðárkróks laust fyrir 1930. Það var ekki fyrr en nokkru seinna að ég sá hann fyrst. Þó þekkti ég hann vel af ljóðagerð hans löngu fyrr. Þegar ég var að alast upp á öðr- um tug þessarar aldar heyrði ég oft talað um Gísla. Vísur hans bárust mann frá manni og voru lærðar, en til samanbuiðar mætti spyrja. Hver lærir nú það sem atómskáldin kalla Ijóð? Þó að Gísli hefði ekkert annað ort en vísurnar um lækinn og köngullóna, „einyrkjann í mónum“, held ég að hann hefði hlotið verð- uga viðurbenningu hjá þjóð sinni. Árið 1917 kom fyrsta ljóðabók hans út. Sigurður Berndsen kaup- maður á Skagaströnd keypti hand- ritið lágu verði og borgaði' í vör- um. Ljóðakver þetta seldi hann á eina krónu. Sigurður fékk séra Tryggva Kvaran til þess að búa til prentunar og skrifa formála. Úr þeim formála vil ég taka upp það sem hér fer á eftir. „Hver sá sem bókina les, mun ekki verða lengi að komast að raun um, að kvæðin eru eftir al- þýðumann, sem lítillar menntunar hefur notið. En jafn auðsætt er einnig hitt, að höfundi er hag mælskan meðfædd. Ég þekki höf undinn ekki neitt, en af kvæðun- um að dæma er hann r'íkur tilfinn- ingamaður og þegar tilfinningarn- ar brjótast út í orðum, þá falla þau ósjálfrátt í stuðla. Höfundur virðist ekki, fremur en flestir aðrir fátækir æskumenn hér á landi hafa farið varhluta af mót- gangi í lífinu. Hann hefur séð óskimar verða að engu, vonirnar hrapa og hverfa sem tál, en hann hefur ekki, eins og mörgum, ekki sízt tilfinningaríkum mönnum hættir við, orðið bölsýnn við mót- ganginn. Jafnvel í mótlætinu sér hann kærleika Guðs, og hann fyll- ist sjálfur kærleika til alls þess, sem á bágt. Hugur hans er við- kvæmur eins og veikustu blómin. Eg trúi því ekki að íslenzkur alþýðuskáldskapur sér í afturför eins og sumir halda. Sumat fer- skeytlumar hafa sýnt mér ljós- lega sannleikann í vísunni: „Þó að Páli bresti brá og bili Grím að skrifa Þorsteinn líka falli frá ferhendurnar lifa“. Síðan þetta var ritað eru liðin 43 ár, og enn á þessu herrans ári 1960 er skáldið frá Eiríksstöðum á meðal vor og lætur nýja ljóða- bók frá sér fara. Á fremstu síðu eru tvær vísur — mottó:: „Útsýn mín er ekki dlmm, ennþá glaður vaki: samt eru árin 75, sem ég á að baki. Eftir þessi ævisstig yndi er að vaka og dreyma. f landvarlnu langar mig að lifa og sofna heima.“ Ef við berum þessar vísur sam- an við vísurnar um lækinn, er þar skyldleiki mikill og ellimörk eng- in. í þessum vísum kemur það fram, að skáldið hefur ekki beðið tjón á sál sinni í viðskiptum við lífið. Lífið hefur léð margt í hag og háttatími ekki komið um miðj- an dag. Lífsgleði og bjartsýni hefur verið tíð. Enn sem fyrr er hugurinn „viðkvæmur eins og veikustu blómin", og skáldið kennir enn til með hinum veika reyr. Til dæmis um það er kvæðið um Nikulás Guðmundsson (Þjófa- Lása), og vil ég tOfæra tvö síðustu erindin: „Hálfáttræður hneigstu að velli, heiminn kvaddir fótasár, Þú varst bæði í æsku og elli á útigangi, vinafár. Pi'esturinn á þig kveðju klíndi — um kumblið lága skefur mjöll. Viðkomandi sveit þér sýndi síðstu heiðursmerkin öÚ. Um troðninga og tóftarbrotin tæmist aldrei þjóðarsögn, þó að fornu fjallakotin falli í gleymsku og heiðaþögn Allslaus, lúinn auðnugjaldi aldrei fékkstu virðing keypt. Á sakamála sagnaspjaldi sést þitt nafn um aldir greypt.“ Séra Tryggvi bendir á, að Gísli Ólafsson hafi lítillar menntunar notið og það undirstrikar Jón Pálmason líka í formála fyrir Ijóðabókinni: „Á brotnandi bár- um“. Ég sé hins vegar ekki ástæðu tíl að biðja afsökunar fyrir það og ber þó virðingu fyrir sannri þekkingu, hvort sem hennar er aflað í formlegum skóla eða ekki. Hneigð til Ijóðagerðar er meðfædd eins og séra Tryggvi bendir á og verður_ ekki lærð í neinum skóla. Gísli Ólafsson hefur verið og er, eins og sveitamenningin skilaði honum úr föðurgarði. Á fyrri hluta nítjándu aldar var svo komið, að Reykjavík var orð- in hálfdanskur bær að málfari, en þetta gerði ekki mikið til, því Fjölnismenn og aðrir umbótamenn á því sviði höfðu nógar fyrirmynd- ir. Fjöldi fólks í hinum dreifðu byggðum inn til dala og út til stranda „geymdi tunguna í tímans straumi“. Þetta fólk, flest nafn- laust, varðveitti tungutakið og skil- aði því ómenguðu af dönsku frá kynslóð til kynslóðar, og því ber þakkir að gjalda. Hér er um að ræða einn sterkan þátt sveita- menningarinnar of af. þeim meiði í skjóli dala er Gísli Ólafsson vax- inn. Hann hefur ekki brugðizt þvi hlutverki að „geyma tunguna í tímans straumi“. Og hann er ekki nafnlaus, sem kemur til af því, að íslenzka þjóðin hefur alla tíð veitt þeim brautargengi, er sú gáfa vai gefin að binda mál sitt. Gísli Ólafsson skáld nýtur næðis í landvari elliáranna og ekki mun honum hætt úr þessu að berast út á ólgusjó rúmleysunnar. Glaðui og reifur bíður hann eftir byr a? sigla frá ströndum. Björn Egilsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.