Tíminn - 21.12.1960, Page 11

Tíminn - 21.12.1960, Page 11
TfMINN, mjgytkttdagiim 21. desember 1960. / ' _ P- Hætti að vera dúx - fór að ;efa út blöð 10 ára gömul Það er kunnara en frá þurfi að segja að ung reykvísk skáld kona, Hanna Kristjánsdóttir, hefur ritað skáldsögu sem nefnist Ast á rauðu Ijósi. Þessi bók kom út um srðustu mánaðamót og hetur fengið góðar viðtökur, eða svo verð- ur að teliast því upplagið er nú hartnær á þrovum. Ást á rauðu Ijósr er frumverk höf- undar sem var skr'i-ð Jóhanna og er Kristjónsdóttir, höfund- arnafnið er ofurlít;ð fært í stílinn Jóhanna er aðeins tví- j fug að aldri og yngst þeirra i kvenna íslenzkra sem hafa! sett saman slíkt ritverk Hún i er gift kona og tveggja barna móðir og hefur því í fleiri horn að iífra en hugsa um skáldskao. Eiginmaðurinn heit ir Jökul1 Jakobsson. Hann var líka snemma á ferðinni | með sína fyrstu bók, seytján! ára gamall En nú gefum við konunni dýrð- ina og látumst ekki heyra mann- inn eSa sjá hann þótt hann sé ein- hvers staðar nálægur. Við tölum stundarkorn við Jóhönnu, um Ást á rauðu Ijósi, meðan við þiggjum af henni kaffiveitingar. — Datt þér í hug að þú værir að skrifa metsölubók þegar þú varst að setja saman Ást á rauðu ijósi? — Nei, síður en svo, svaraði Jó- hanna um leið og hún skeinkti undirrituðum í bollann. — En þetta hefur nú samt orðið. — Metsölúbók? Ég veit ekki hvort við eigum að viðhafa svo sterkt orð. — Var ekki erfitt að finna sér tíma til þessa samfara húsmóður- störfunum? — Ég skrifaði þetta á kvöldin. Börnin fara alltaf að sofa um átta leytið; þá byrjaði ég. — Þér lætur kannski bezt að skrifa á kvöldin? — Ég veit það ekki. Ég hef aldrei haft ráðrúm til að skrifa á öðrum tímum sólarhrings. — Hvað varstu lengi að vinna að þessari bók? — Ég byrjaði snemma í vor s.l. og vann að henm framá haust. — Hún er þá skrifuð á sama árs- tíma og dagsetningar kaflanna svara til. — Jamm. — I þessari bók fer söguhetjan með fóstra sínum að Bifröst til að hrasa þar með honum í blóra við unnustann, og jafnframt til að losa unnustann við skuldbinding- ar, en leiðir til að slíta hann úr lærisbandi móður sinnar. Segðu mér eitt, var söguhetjan. María Sjöfn, ekki skotin í fóstra sínum? — Ja, það var meiningin að hún væri það. Hins vegar eru svo fáir sem virðast hafa tekið eftir því að ég býst við að mér bafi mistek izt þetta. f rauninni áttj hún ekki Talað við höfund bökarinnar Ást á rauðu ljösi JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR að vera ástfangin, en þó viss á- hugi. — Svolítið „svag“ fyrir honum, einsog þeir segja? — Já, en það náttúrlega viður- kennir hún alls ekki fyrir sjálfri sér. — Svo henni hefur ekki verið svo leitt að fara með honum að Bifröst? — Jú, skynsemi hennar var því frábitin, ekki hitt. — Það er kannski einsog Matthías segir í Vikunni, „enginn skilur hjartað"? — Þess vegir eru órannsakan- legir — Jæja, hvað er framundan, önnur bók? — Ætli ég skrifi nú mikið í bráð. Það mundi þá verða alveg eins. — Það voru nú einhverjir bísnis menn að panta framhald af þess- ari, skýtur Jökull inní. — Þá verður þú að bjóða mér tii Parísar svo ég geti kynnt mér lífið þar, svarar Jóhanna, en hún skiidi við sögupersónurnar, Maríu Sjöfn og hennar trúlofaða á leið til Parísar þar sem bæði ætluðu að dvelja við nám. — Já. þú yrðir nátúrlega að skrifa framhaldið í París, og þar ertu kominn með bóndann í gapa- stokk — Hún getur notað gróðann af bókinni til að bjóða mér þang- að, segir Jökull. Hann lætur ekki múkka sig. — Þú hefur fengizt við ritstörf áður? , — Já, ég hef þýtt dálítið. — Ekki frumsamið? — Ekki síðustu tíu árin. — Hvað segirðu?! — Ég gaf út blöð þegar ég var tíu ára. — Hvar þá? — Ég var í sveit í Króksfjarðar- nesi og gaf þar út vikublað sem hét Sólskríkjan Þar voru mynda- sögur, leikarafréttir og framhalds- sögur. Myndir, sem ég klippti útúr aðfengnum blöðum og límdi inn. Ég hafði tólf áskrifendur og sendi blaðið með póstinum um sveitina. — Var þetta handskrifað blað? — Það var það fyrst, en frúin þurfti oft að láta mig hjálpa sér, og þá fór kaupfélagsstjórinn sjálfur, Ólafur Ólafsson, að vélrita þetta eftir minni fyrirsögn. Við eyddum venjulega einu síðdegi i til að ganga frá blaðinu. Hann var I ákaflega spenntur fyrir þessu. I — Hvað var blaðið margar síð ur? — Tólf síður í litlu broti og kostaði 25 aura stykkið. — Þú hefur þá verið yngsti blaðaútgefandi á landinu geri ég ráð fyrir. — Eftilvill. Svo gaf ég út blað sem hét Halló, veturinn eftir. En það seldi ég bara héma í kring. Það var bara verst að ég gat aldrei haft sömu forsíðumynd. Ég klippti myndir útúr blöðunum en hafði aldrei nema eina, svo engin tvö eintök af mínu blaði voru eins. Svo varð ég stundum svo leið á að skrifa það sama aftur og aftur, til að fylla eintakafjöldann, að ég breytti því. — En þetta hefur aukið gildi blaðanna. — Svo lenti ég einu sinni í vand ræðum. Ég var byrjuð að semja framhaldssögu, sem kom í tveim útgáfum af Halló. Þá var hún orðin æsispennandi og allar hús- mæður hér í kring bilðu með óþreyju eftir næsta blaði. Þá kom vandinn, ég vissi ekkert hvað átti að gerast. Upp úr því hætti blaðið að koma út því ég gat ekki haft söguna lengri. — Var þá ekki kurr í nágrönn- unum? — Jújú, alltaf verið að spurja eftir blaðinu. — Vannstu þá ekki afrek á fleiri sviðum, eða hvernig gekk þér í skóla? - Ég var dúx í átta-, níu- og tíu ára bekk. En þá gafst ég upp og hætti að vera dúx. — Það hefur verið um það leyti sem þú byrjaðir á blaðaútgáfunni. — Já, þá var ég svo upptekin, ég gat ekki sinnt náminu. — Ert þú ekki fyrsta húsfreyj- an, sem tekur stúdentspróf? — Ég býst við að ég sé sú fyrsta, sem hefur séð um eigið heimdi á meðan. Þær hafa fleiri tekið stú- dentspróf með mann og barn, en ekki heimili til að sjá um. — Viltu þá segja mér að skiln- aði, ertu ánægð með ritdómana sem þú hefur fengið? — Já, meir en það. — Hver þeirra heldurðu að sé lærdómsríkastur? — Ég held sá sem Bjarni Bene- diktsson skrifaði í Útsýn. — Og hvenær ætlarðu að bjóða bóndanum til Parísar? — Það verður tæplega í náinni framtíð. Við - erum að byggja. Pípulagningamenn og rafvirkjar taka allan gróðann. — b.ó. Armband úr silfri, módelsmíöi eftir Halldór Sigurðsson. „Vildi koma með eitt- hvað nýtt og vandað“ SpjalIatS vií Halldór SigurtSsson, gullsmií Ekki er langt unrt liðið síðm menn komu auga á að íslenzk- ir steinar væru nothæfir í skartgripi hvað þá að beir kæmust að raun um að beir væru fegurri og verðmætari útlendum glertölum innflutt- um og greyptum hringa og men handa fósturlandsins Frey|um tii að skarta með. Nú er svo komið að skartgripir með íslenzkum steinum eru öðr- um eftirsót'ari; útlendingar hafa kunnað vel að meta þá, og nokkuð af hörðum islenzkum s'teintegund- um hefur verið flutt til Þýzka- l.inds og þar unnir úr þeim hinir eigulegustu munir. Halldór Sigurðssor. gullsmiður að Skólavörðustíg 2 er forgöngu- maður um þessa skartgripagerð er, hann hóf fyrstur manna módel smíðar með islenzkum steinum og a nú þriggja ára starí að baki að þessari nýjung Fréttamaður blaðsins hitti Hall- dór að máli í gær og spurðisf litillega fyrir um starf hans — Hvernig atvikaðist það að þú fórst að braska við þetta Hall- dór? — Ef satt skal segja þá var reér farið að leiðasrt að vinna fvrir aðra. Þeir þorðu ekkert að taka nema betta gamla drasl og óg vildi koma með eitthvað nýtt cg vandað. Ég hugsaði mer að breyta alveg til um gerð skart- gnpa og gerði það eftir að mér tókst að koma undir mig fótun um í eigin húsnæði við Skóla- ' örðustíg. — Hvernig leizt fólki á bessa ný- smíði eftir big? — Það var fljótt að átta sig, \arð strax hrifið og síðan hefur salan aukizt jafnt og þétt eða um 50% hvert ár. Stundum hef ég alls ekki haft við eftirspurn; þetta ei í fyrsta sinn sem ég tel mig eiga nægilegan fjölda af skart- gripum, en nú hef ég hundruð n ódelhluta með íslenzkum stein- tm. — Hvar íærðu steinana? — Ég hef fengið steina frá fjöldamörgum stöðum á landinu, er. þeir fallegustu eru úr Gler- hallarvík og Hoffelii. — Þessir hlutir haía komizt út fyrir landsteinana? — Já, fjöldinn allur hefur verið sendur til útlanda ug vakið mikla ánægju. Erlendir ferðamenn Laupa mikið. — Hvaða steíntegundir notarðu uest? — Það eru glerhallur (calse- tíon), jaspis og hrafntinna. — Eru menn ekki farnir að herma þetta eftir bér? — Jú, ekki laust við það Manm þykir leiðinlegast að sjá allar þess ar sfælingar á hlutum eftir sig. Það er heldur skítt að strákar sem hafa kynnzt þessari s,míði hjá mér virðast ekki geta neitt annað en apa hana eftir — en það gera raunar fleiri. Allt í lagi að nota íslenzka steina, það er ekkert rrívat fyrir mig en stæla teikn- ii gar, það er annað. Nýir menn verða sjálfir að troða sínar t rautir. — En þetta er að vissu leyti Leiður fyrir þig? — Mér finnst það frekar móðg- andi. f þessu tilliti verða menn að kunna sér hóf. — Slíparðu steina sjálfur? — Nei, bað gerir Hafnfirdingur, Egill Jónasson Hann slípar ein- göngu fyrir mig og hefur aldrei undán. Auk þess er hann eini maðurinn sem sMpar steina svo vel sé, að mínu áliti.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.