Tíminn - 29.12.1960, Side 5
TÍMINN, flmmtudagiim 29. desember 1960.
5
Útgetandl- FRAMSÓKNARFLOKKURlNN.
FramKvæmdastióri Tómas Arnason Kat>
stjórar Þórarxnn Þórarinsson láb i. Andrés
Kristiánsson Fréttastjóri Tómas Karlsson
Augiysingast.i Egill Bjamason Skriistofur
t Edduhúsinu — Simar 18300 18305
Augiysmgaslmi 19523 Afgreiðslusími:
12323 _ Prentsmiðian Edda h.t
Breyting varaanna
á Keflavíknrflugvelli
Seinustu dagana hafa orðið nokkrar umræður um
breytingar þær sem eru fyrirhugaðar á vörnunum á Kefla-
víkurflugvelli. Tilefni þessara umræðna er grein, sem
nýlega birtist í New York Times“ eftir heimskunnan sér-
fræðing blaðsins í hernaðarmálum, Hanson W. Baldwin,
en þar skýrði hann frá því, að ætlunin væri að flytja
hingað hindrunarkerfi sjóhersins, sem hefur verið
staðsett í Argentia á Nýfundnalandi. Af grein hans mátti
ætla að þetta myndi þýða allmikla liðsflutninga hmgað
til lands.
Samkvæmt því, sem hefur frétzt frá Kanada, hefur
Diefenbacker forsætisráðherra borið þessa fregn Hanson
W. Baldwin að því leyti til baka, að ekki verði flutt til
íslands frá Argentia nema yfirstjórn hindrunarkerfisins,
(Barrier Forces), en að öðru leyti verði herstöðin í Arg-
entia rekin með sama hætti og áður.
Þegar ríkisstjórn íslands skýrði frá því fyrir nokkrum
vikum, að sú breyting yrði á vörnunum á Keflavíkurflug-
velli, að sjóherinn tæki við af flughernum, var það tekið
fram, að ekki yrði nein breyting á fyrirkomulagi varn-
anna. Síðar endurtók utanríkisráðherra þetta á Alþingi.
Samkvæmt því, sem nú er upplýst af erlendum aðilum,
virðist þetta ekki fá staðizt. Hingað verður a. m. k fiutt
yfirstjórn hindrunarkerfis, sem ekki hefur verið staðsett
hér áður. Þetta hindrunarkerfi virðisi vera talsvert annars
eðlis en það könnunarkerfi, sem hér hefur verið Hiut-
verk könnunarkerfis er að leita óvini uppi. en verkefni
hindrunarkerfis bæði að leita þá uppi og eyðileggja þá.
Að líkindum fylgir slíku kerfi því meiri vopnabúnaður.
Fregnirnar um þessar breytingar eru hins vegar enn
svo óljósar, að erfitt er að fella dóm u.m þær Þess verður
því að krefjast, að ríkisstjórnin segi skýrt og greinilega
frá því, sem hér er að gerast, en ekki berisr. af því meira
og minna óljósar fregnir frá erlendum aðilum.
Af þeim fregnum, sem eru fyrir hendi, virðist það þó
ljóst, að hingað á að flytja miðstöð mikilvægs hernaðar-
kerfis. Jafnvel þótt því fylgi enginn aukinn vopnabún-
aður eða liðsafli, er það þó alvarleg frétt. Það bendir til
þess, að hinir erlendu aðilar hyggi hér á lengri setu en
þeir hafa áður gert. Þeir virðast ekki taka það til greina,
að íslendingar lýstu yfir því við inngönguna í Atlants-
hafsbandalagið, að þeir myndu ekki una hersetu á friðar-
tímum, og í samræmi við það var það ákvæði sett í her-
varnarsáttmálann, að hann væri uppsegjanlegur með
eins og hálfs árs fyrirvara.
Þetta ásamt ýmsu öðru ýtir vissulega undir það. að
það verði tekið til gaumgæfilegrar athugunar af þeim,
sem stóðu að varnarsamningnum uppnaflega, hvort hans
sé slík þörf og áður, þar sem miklar breytingar hafa orðið
á sviði hertækninnar síðan hann var gerður.
Það er skiljanleg afstaða hinna eriendu aðila, að þeir
hugsa ekki um hagsmum íslendinga í þessu sambandi.
Það gera ekki aðrir en ísændingar sjaiiir og því ber þeim
að vera vel á varðbergi.
Hlutur námsmanna
Alþýðublaðið skrifar : gær á þann veg, að Alþýðu-
flokkurinn beri hag námsmanna fyrir briósti í verkí er
þessi áhugi þannig, að allir þingmenn flokksins greiddu
atkvæði gegn því á Alþingi rétt fyrir jólin, að styrkur
til námsmanna yrði hækkaður.
( HINN 8. janúar næst kom-
( andi fer fr’am þjóðaratkvæða-
( greiðsla í Fra'kklandi og þeim
( hjálendum Frakklands, sem
( teljas't hluti franska ríkisins
( (þar á meðal er Alsír), um þá
( tillögu de Gaulle, að það verði
( lagt í hendur Alsírbúa sjálfra
( að r’áða því, hvort Alsír verði
( í framtíðinni sjálfstætt ríki eða
( hluti Frakkaveldis. Ef tillaga
( de Gaulle hlýtur meirihluta í
( þjóðaratkvæðagreiðslunni, hef-
( ur hann heitið því að láta fara
( fram atkvæðagreiðslu í Alsír,
( strax og fr’iður kemst þar á,
( um það, hvort íbúarnir kjósi
( algert sjálfstæði eða Alsír verði
( áfram í einhverjum tengslum
j við Frakkland.
( De Gaulle tók þá ákvörðun
( að láta slíka atkvæðagreiðslu
( fara fr’am nokkru áður en hann
( fór í ferðalag til Alsír í fyrri-
( hluta þessa mánaðar, en það
( varð allsögulegt, eins og kunn-
( ugt er. Tilgangur hans með at-
( kvæðagreiðslunni er að fá fullt
( umboð þjóðarinnar til að fylgja
•. þeirri stefnu, sem hann telur
• réttasta í Alsírmálinu, en hún
• er sú að leyfa Alsírbúum sjálf-
• um að ráða framtíð sinni. Þetta
• umboð telur de Gaulle sér nauð
( synlegt að fá, þar sem öflug
• andstaða er gegn þvi, ekki sízt
■ meðal hersins, að veita Alsír-
( búum slíkan sjálfsákvörðunar-
( rétt, en langlíklegust afleiðing
( þess er sú, að Alsírbúar kjósi
( algert frelsi. Átta níundu hlut-
( ar íbúanna eru heimamenn, en
( Frakkar aðeins einn níundi
( hluti'.
( Fullvíst er talið, að de Gaulle
( hafi styrkzt í þeirri trú sinni
( í seinustu ferð sinni til Alsír
( að stefna hans í þessum málum
( sé rétt og ekki megi draga fram
t kvæmd hennar á langinn.
(
( EINS og nú horfir er talið
( líklegast að de Gaulle beri sig-
( ur úr býtum í þjóðaratkvæða-
( greiðslunni 8. janúar. Þó sætir
( hann mikilli mótstöðu og hafa
( bæði þeir, sem eru lengst til
( hægri og vinstri sameinazt
( gegn honum, þótt af ólíkum
( ástæðum sé, o.g hvetja þeir
( kjósendur til að svara tillögu
( de Gaulle neitandi.
/ Vinstra megin eru það komm
( únistar, hinn nýi sósíalistaflokk
( ur Mendes France og radikalir,
( sem hvetja kjósendur til að
( segja nei, og byggja þeir af-
( stöðu sína einkum á því, að
( málið sé dregið of mikið á
( langinn, ef bíða eigi eftir því,
( að friður komist á í Alsír og
( láta Alsírbúa fyrst fá sjálfs-
ákvörðunarrétt, þegar því skil-
yrði sé fullnægt. Óhjákvæmi-
legt sé að hefja strax samninga
við samtök þjóðernissinna í
Alsir um lausn deilunnar, því
að ella dr’agist hún endalaust
o,g ljúki með algerum ósigri
Frakka.
Hægra megín eru það margir
fylgismenn óháða íhaldsflokks-
ins og lýðveldisflokks de Gaulle
sem berjast fyrir því, að til-
lögu de Gaulle verði hafnað á
þeim grundvelli, að Alsír eigi
að vera franskt áfram og því
eigi ekki að veita Alsírbúum
rétt til að rjúfa tengslin við
Prakkland. Foringi þessara
manna er Soustelle, sem um
skeið var hægri hönd de
Gaulle.
Aðeins tveir’ flokkar, lýðveld-
isflokkurinn og jafnaðarmanna
flokkurinn, hafa lýst fylgi við
stefnu de Gaulle, en sá fyrri er
þó klofinn eins og áður segir.
Óháði íhaldsflokkurinn hefur
gefið fylgismönnum sínum
fr’jálst val, en flestir forustu-
menn hans beita sér þó gegn
stefnu d.e Gaulle, þar sem þeir
vilja, að Alsír verði fr’anskt
áfram.
í Alsír munu Frakkar áreið-
anlega beita sér gegn tillögu de
Gaulle, en þjóðernissinnar
hafa hvatt liðsmenn sína til
þess að greiða ekki atkvæði. (
ÞRÁTT fyrir þá andspyrhu, (
sem de Gaulle- sætir, er talið (
víst, ein.s og áður segir, að hann (
sigri í þjóðaratkvæðigreiðsl- (
unni, því að þjóðin treystir á (
forsjá hans. Slíkur sigur mun (
styrkja mjög aðstöðu hans til að (
leysa málið, en hann á þó eigi (
að síður erfitt verk framundan. (
Óhugsanlega virðist að friður (
komist á í Alsír, nema de (
Gaulle taki upp samninga við (
þjóðer’nissinna, en það mun /
sæta mikilli andspyrnu, ekki (
sízt meðal hersins. Þó er talið (
líklegt, að de Gaulle fari inn á (
þá braut, því að hann muni (
kjósa að leysa Alsírmálið sem (
fyrst. (
Það virðist nokkurn veginn (
ljóst, að takist de Gaulle ekki (
að leysa Alsírmálið, muni ekki (
öðrum fremur heppnast það. (
De Gaulle hefur sýnt, að hann (
hefur glöggan skilning á eðli (
málsins og hann hefur til að (
bera þá festu, sem óhjákvæmi- (
leg er undir siíkum kringum- (
stæðum. Enginn annar maður (
nýtur líka jafn mikils trausts í (
þessum efnum sem hann, bæði (
innanlands og utan. Ef de (
Gaulle leysir Alsírmálið far- (
sællega, hefur hann vissulega (
reynzt Frakklandi mikill bjarg- )
vættur. Þ.Þ. (
v.v.-v.v.-v.vvv.v.v.% . W-V.’
Húsnæðiskostnaðurinn í V-Evrópu
Útgjöld vegna húsnæðis-, |
búsaleiga, hitun liós og hús-
gögn eru næst mikilvægasti
útgjaldaliður fjölskyldna í V-
Evrópu. Húsnæðið. Ijós hiti
o.s.frv. meðtaíið. er að meðal-
tali sjötti hluti árstekna fólks
í V-Evrópu þó ekki í Finn-
landi, Frakklandi Grikklandi
og Ítalíu bar sem húsa'eigunni
hefur verið haldið meira niðri
en í öðrum Evrópulöndum.
Þessar upplýsingar og margt
fleira varðandi íbúðabyggingar
bæði í Evi’ópu og Bandaríkjunum
er að finna í nýútkominni skýrslui
— „European Housing Trends and
Politics tin 1959“. Það er efnahags-
stofnunin, ECE, sem annast útgáf-
una. Á síðasta ári batnaði ástandið
í húsnæðismálum VEvrópu veru-
lega. Þá voru byggðar 8% fleiri
íbúðir en árið áður (Ráðstjórnar-
ríkin ekki meðtalin). En saman-
burður húsnæðisástandsins í S-
Evrópu og öðrum V-Evrópulönd-
um leiðir í ljós, að bilið hefur
ekkert minnkað. Hagur S-Evrópu-
búa er mun lakari en hinna hvað
þetta snertir.
Húsnæðisskorturinn er meiri í
AEvrópulöndum en í V-Evrópu,
segir í skýrslunni, því þar eystra
er helmingi fleir’a fólk á hverja
íbúð en að vestanverðu.
Enn er töluverður skortur á
íbúðarhúsnæði í V-Evrópu og jafn-
framt eru lóðir til nýbygginga af
skornum skammti. V-Evrópulönd
vinna stöðugt að því að koma þess
um málum í það horf, að hægt
verði að slaka á ýmsurn ákvæðum
í sambandi við húsaleigu og einnig
að draga úr opinberum fjárveit-
ingum til Ibúðabyggnga. Miðar
þetta að auknu jafnvægi í hús-
næðismálunum. Á síðari árum hef
ur einkafjármagni verið varið til
íbúðabygginga í æ stærri stíl, en
í löndum A-Evrópu eru húsaleiga
og íbúðabyggingar stöðug vanda-
mál stjórnarvaldanna.
(Frá Upplýsingaskrifstofu
S. þ. í Khöfn).