Tíminn - 21.01.1961, Síða 5

Tíminn - 21.01.1961, Síða 5
T ÍMIN N, laagardagiim 21. janúar 1961. n r- Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlssoii Auglýsinga stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Hvernig á að lifa á 50 þús. kr. árslaunum? Einn af ritstjórum Morgunblaðsins, Eyjólfur Konráð Jónsson, hefur nýlega skrifað hugvekju í blað sitt og vakið þar máls á því, að margir þeir starfsmenn ríkis- ins, er gengdu ábyrgðarmestu embættum, byggju við alltof léleg launakjör, t.d. hæstaréttardómarar Þetta er yissulega rétt athugasemd. Það kann ekki góðri lukku að stýra til frambúðar, þótt ekki hafi komið að sök enn, áð hæstaréttardómarar hafi miklu lægri laun en margir þeir lögfræðingar, sem starfa að málfærslu. Reynt hefur verið að bæta dómurunum þetta upp með því að fela þeim ýms aukastörf, en slíkt er þó allt annað en á- kjósanlegt. Á sama tíma og umræddur ritstjóri Morgunblaðsins kemur auga á það, að ýmsir þeirra, sem eru í hinum ttærri launaflokkum, búa við of kröpp kj.ör, virðist blað hans vanta allan skilning á, að nokkuð sé ábótavant við kjör þeirra, sem eru lægst launaðir. Síðan þrengdist á vinnumarkaðinum, eru tekjur meginþorra daglauna- manna, og iðnverkamanna ekki meiri en svarar 45—50 þús. árstekjum. Sama gildir um mjög marga opinbera starfsmenn og verzlunarmenn. Bændur munu og fljótt færast niður á þetta stig. þar sem laun þeirra 1 landbún- aðarvísitölunni miðast við árstekjur hélztu vinnustétt- anna í bæjunum. Annað verður vart ráðið af skrifum Mbl. undanfarna daga en að það telji þessi laun glveg viðunandi og það sé ekki annað en frekja og kommúnismi, þegar láglauna- fólkið er að heimta kjarabætur. Þó liggur það fyrir í útreikningum Hagstofunnar, að meðalfjölskylda þarf að hafa 74 þús. kr. árslaun eða 68 þús. kr., þegar fjöl- skyldubætur eru frádregnar, til þess að geta búið við þau kjör, er framfærsluvísitalan gerir ráð fyrir. Það eru þó engin kostakjör, eins og sést á því, að húsnæðis- kostnaðurinn er ekki áætlaður nema rúmar 10 þús. kr. Tíminn vill nú formlega leggja þá spurningu fvrir ritstjóra Morgunblaðsins. ef þeir halda áfram að ræða kaupgjaldsmálin með líkum hætti og hingað til, hvernig þeir telji að mönnum sé unnt að lifa mannsæmandi og viðunandi lífi á 50 þús. kr. árslaunum, eins og nú er komið dýrtíðinni í landinu, og hvort það hljóti því að stafa annað hvort af óbilgjarnri stjórnarandstöðu eða kommúnistisku hugarfari, ef menn vilja ekki una slíku. Vonandi stendur ekki á Mbl. að svara þessu? Áreiðánlega mun marga fýsa að sja svör ritstjóra Mbl. við þessari spurningu, og ótrúlegt er, að ritstjórarnir hafi þau ekki á reiðum höndum, því að svo eindregið mæla þeir nú gegn kjarabótum láglaunafólks. Ólafur og Þorvarður Mbl. hefur það eftir Ólafi Thors á fimmtudaginn að gjaldeyrisstaða þjóðarinnar út á við nafi batnað um 270 millj. kr. á árinu, sem leið. Daginn áður birti Mbl. grein eftir Þorvarð Júlíusson, iramkvæmdastjóra Verzlunarráðs íslands, þar sem hann upplýsti, að hallinn á greiðslujöínuðinum við útlönd hefði orðið 460 millj. kr. á síðastl. ári. Vill Mbl. nú upplýsa, hvor þeirra. Ólafur eða Þor- varður, fer hér með réttara mál, en beim ber á milli um hvorki meira né minna en 730 millj. kr. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ / / '/ '/ / '/ '/ / '/ '/ '/ / '/ '/ •~v Fólk, sem taíað er um Sam'tímis því, að Kennedy og frú setjast að í Hvíta hús- inu, halda Nixon og frú frá Washington til Kaliforníu, þar sem Nixon hyggst að taka upp málflutnings- og lögfræðistörf að nýju. Það þykir efalaust, að hann muni fá nóg að gera og fá af því drýgri tekjur en hann myndt hafa fengið sem forseti. Hins vegar hvílir mikil óvissa yfir pólitískri! framtíð hans. Sumir samhqrjar hans vilja fá hann til að gefa kost á sér til framboðs- við ríkis- stjórakjör í Kaliforníu, sem fer fram eftir tvö ár, en aðiir telja hyggilegra að hann ferð- ist þá um landið og hjálpi frambjóðendum repúblikana sem víðast, en þá fara fram kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og er mikils-' vert fyrtr repúblikana að vinna þá á. Það myndi mjög styrkja Nixon, ef hægt væri að þakka slíkan sigur aðstoð hans. Sennilega mun það veikja álit Nixons sem stjórn- málamanns, að almennt er litið svo á, að hann hafi teflt sigrinum úr hendi sér, er hann féllst á að mæta Kennedy í sjónvarpinu. Eisenhower er sagður hafa ráðið honum frá því og etnnig flestir ráðherr- arnir. Einkum hefur þessi skoðun orðið almenn eftir að Ijóst varð, hve lítill munur varð á a'tkvæðamagni þeirra Kennedys og Nixons. Ýmsir telja, að Nixon muni heldur ófús til fccsetafram- boðs 1964, en vilji heldur freista gæfurinar 1968. Slík bið gæti‘Jþó ? eynzt honum of löng. NÝLEGA fór fram for- setakjör t Guineu í Afríku og var aðeins einn frambjóðandi í kjöri, Sekou Toure, sem hefur gegnt forsetastarfinu undanfartð, en ekki verið þjóð- kjörinn fyrr en nú. Ástæðan til þess, að hann var einn í kjö'ri, er ekki sízt talin sú, að flokkur hans má heita einráð- ur í landinu, því að starfsemi annarra flokka hefur verið geirð illmöguleg. Toure, sem er ungur maður og framgjarn, hefur verið talinn hallast að kommúnistum. Það mun þó einkum dregið af því, að komm únifetaiíkin hafa verið fúsari til að veita Guineu efnahags- aðstoð en vesturveldin. LÍKLEGT þykir, að öld- ungadeild Bandaríkjaþings mun fallast fúslega á alla ráðherra Kennedys, nema Chester Bowl- es, en útnefningu ráðherra þarf að bera andir hana. Ástæðan er sú, að Bowles hefur látið þær skoðanir uppi, að fyrr en síðar kæmi að því, að Bandaríkin yrðu að viðurkenna Peking- stjórnina. íhaldssamir repúblik- anar munu sennilega nota þetta gegn honum. ÍRAR láta mjög til sín taka á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. fri skipar nú foisetastól- inn á þingi S.Þ. og annar íri er nú yfirmaður herja S.Þ. í Kongó. Utanríkisráðherra Eire, Frank Aitken, setur lengstum á allsherjarþinginu og lætur þar talsvert taka til sín. Áhrif íra eru bó varla eins mikil þar nú og þau voru í fyrstu og veld- ur þar sennilega mestu, að írar hafa stux'dum tekið stöðu með Vesturvelaunum, begar Afríku- og Asíuríki hafa verið á öðru máli. Á meðfylgjandi mynd sést Aitken vera að flytja ræðu. |P| ••;|i | •• ■ Bowlcs. Toure. Aiken, utanríkisráðherra Elre. / /, / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / ‘t / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.