Tíminn - 24.01.1961, Side 1

Tíminn - 24.01.1961, Side 1
Áskriffarsíminn er 1 2 3 2 3 19. tbl. — 45. árgangur. 'SVPHfPP v, •*. íþróttamaður ársins, — bls. 12 Þriðjudagur 24. janúar 1961 S jórinn búinn að br jóta gat Afleiðingar togarastrandsins við Hörgeyrargarð Hér var í nótt og dag stór- viðri af austri, og fylgdi því stórsjór, sem lemur á flak nu ! við Hörgeyrargarðinn, en þar j er flakið nú búið að vera í i hálfan mánuð Nú er svo kc.m ið, að sjórinn er búinn að | brjóta gat í gegnum garðinn. Hér er um geysilegt tjón að ræða og ómögulegt að sjá fyrir núna, hverjar afleiðingar þetta kann að hafa fyrir höfnina í Vestmannaeyjum. Molast garðurinn niður? Enn er nú spáð hvössu veðri, og er því ómögulegt að sjá fyrir allar afleiðingar togarastrandsins á þessu stigi málsins. Það eitt er víst, að stórtjón er orðið og enn meira yfirvofandi. Eftir að sjór- inn er búinn að brjóta gat er hætt við að hann vinni á garðmum öll- um. Engar ráðstafanir Það er nú liðin vika síðan hætt var við að reyna að bjarga tcgaranum, en eins og menn muna, var varðskipið Þór hér, og voru þá athugaðir möguleikar á því. Togarinn sjálfur brýtur varla meira niður héðan af, en brimið vinnur það, sem óunnið er af skemmdinni. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að bægja hættunni frá, enda hefur veður verið óhagstætt til allra aðgerða, og ekki er heldur kunnugt að fram hafi komið krafa um að skipið yrði fjarlægt frá garðinum frá yfirvöldum. Það fer orð af því, að landsprófið sé þungt, og þess vegna bera margir, er eiga það yfir höftfl sér, kvíðboga fyrir vordögunum, þegar þekking þeirra verður lögð á vogarskálarnar. Um þetta leyti fer fram miðsvetrarpróf í landsprófsdeildum — eins konar æfing og viðvörun, áður en til alvörunnar kemur. StúlSkan á myndinni er í landafræði-j prófi. Hún hefur sjálfsagt munað, hvað höfuðborgirnair á Ceylon og í Súdan heita. — Ljósm.: TÍMINN — KM. HVAÐ HEITÍR HÖFUÐ- BORGIN í SÚDAN? Úrskurður hæstaréttar í morðbréfamálinu: Vísar kröfunum á bug og segir þær lögiausar Enn liggur ekki Ijóst fyrir, hvar Magnús Guðmundsson var milli kl. 1 og 3 aðfara- nótt 17. janúar 1960 Nokkru eftir hádegi í gær féll dómur í hæstarétti í mál- inu ákæruvaldið gegn Magn- úsi Guðmundssyni, en verj- andi Magnúsar, Guðlaugur Einarsson, héraðsdómslögmað ur, skaut þessu máli til hæsta- réttar með kæru dagsettri 22. nóvember 1960. Dómur hæsta réttar er í öllum atriðum ó- hagstæður ákærða, og er verj andi hans víttur fyrir að hafa haft uppi ýmsar löglausar og fjarstæðukenndar kröfur og tafið með því málið og gert það umfangsmeira en nauð- syn bar til. Fer skýrsla hæsta- réttar um málið hér á eftir: Árið 1961, mánudagirm 23. januar, var í hæstarétti í málinu ákæruvald- ið gegn Magnúsi Guðmundssyni upp- kveðinn svohljóðandi dómur: Ákærði hefur skotið máli þessu til hæstaréttar með kæru 22. nóvember 1960. Sækjandi málsins, PáJl S. Páls- son hæstaréttarlögmeður, og verj- andi ákærða, Guðlaugur Einarsson héraðsdómslögmaður, fiuttu kæru- mál þetta munnlega hér fyrir dómi dagana 16. og 18. janúar s.l. Verj- andi ákærða hefur krafizt þess, að hinn kærði úrskurður verði ómerkt- ur, en engin efni eru til, að þeirri kröfu verði sinnt. Eins og rakið er I úrskurði héraðsdómara, er ákærði samkvæmt ákæruskjali 8. október (Framhald á 2. síðu.) Alvarlegt slys í Skutulsfirði Féll úr heystáli og meiddist illa Læknisrannsókn ekki lokið ísafirði 23. jan. — Það slys varð á Seljalandi hér við isa- fjörð á sunnudagskvöldið, að Agnar Jónsson bóndi féll á höfuðið og slasaðist alvarlega. Læknisrannsókn er enn ekki lokið. 1 Það var um kl. 7 á sunnudags- ; kvöldið, að Agnar var að stinga heystál í hlöðunni hjá sér. Hann féll aftur vfir sig þriggja metra fall úr stálinu niður á steingólf og kom niður á höfaðið. Hann slas- aðist mjög ílla. Hann var auðvitað þegar í stað fluttur á sjúkrahús á ísafirði. Hann hefur aðeins fengið meðvitund aftur, en ekki er búið að rannsaka meiðslip. Læknir á- l.ítur, að höfuðkúpan sé brotin. Tvíbýli er á jörðinni Seljalandi, og var hinn bóndinn nærstaddur, er slys þetta varð. G.S. •OTW9Sa?38£?®3S£*fií8W. í 5000 m. hæð ísafirði 23. jan. — Á laug- ardaginn var gerð tilraun með það hér á ísafirði að fljúga með asmasjúkling upp í 5000 metra hæð í þeirn tilgangi að ráða bót á sjúkdóminum. Er þetta í fyrsta sinn, sem slík tilraun er gerð hér á landi, þegar um asmasjúkling er að ræða. Tilraun þessi var gerð að frum- kvæði sjúklingsins, Anítu Jóseps- dóttur í Hnífsdal. Hún hafði lesið um lækningu eða lækningartil- raun með þessum hætti í öðrum löndum, og mæltist til þess við lækni sinn, Úlf Ragnarsson yfir- lækni við sjúkrahúsið á ísafirði, að þetta yrði reynt. Úlfur læknir flaug með Anítu, en til flugsins 1 var fenginn Katalína-flugbátur I Fíugfélags íslands. GS. Von um lausn sjómannadeílunnar — bls. 3 i f iniMií11 fl[ ii>'iBiiffrf<rtgTMWTriYiwnr

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.