Tíminn - 25.01.1961, Qupperneq 1
Áskriftarsíminn er
1 2323
20. tbl. — 45. árgangur.
Miðvikudagsgreit
bls. 8 og 9.
ÉiaÉiáafM
Miðvikudagur 25. jamiar 1961.
Kvikmynd um fund Vínlands
Tekin í mörgum löndum, þar á meðal
á íslandi, sumarið 1962, ef af verður.
Tíminn hefur fregnað, að
ameríska kvikmyndafélagið
United Artists hafi uppi ráða-
gerðir um að gera kvikmynd,
er sýni fund Vínlands. Það
fylgir sögunni, að myndina
eigi í höfuðdráttum að byggja
á íslenzkum fornsögum um sæ
farir Leifs heppna og Þorfinns
karlsefnis, ef af myndatök
unni verður, en að sjálfsögðu
verður þar vafið inn í margs
konar atriðum öðrum. og
söguþræðinum á ýmsan hátt
hnikað' til.
Brotinn
í tvennt
Stormur var í gær í Vest-
mannaeyjum og brim við
hafnargarðinn, þar sem belg-
íski togarinn strandaði fyrir
hálfum mánuði og sjórinn
heldur áfram að brjóta mann-
virkið. Höfnin, og þar með
bátarnir, eru í veði.
Togarinn er kominn í tvennt,
bvotinn am hvalbakinn. Hann ligg
ur á hliðinni, og framstafninn
upp við garðinn. Verkfræðingur
frá vitamálaskrifstofunni var hér
um daginn, og nú er kominn belg-
ískur maður frá tryggingafélagi
togarans á vettvang. Enda þótt
togarinn sé tryggður gegn skemmd
um hjá þriðja aðila, hefði verið
fall ástæða til að reyna að fjar-
lægja flakið í tíma vegna þeirrar
hættu, sem vofir yfir höfninni.
SK
Gert er ráð fyrir því, að slík
mynd muni kosta hvorki meira né
minna en átta milljónir dollara,
svo að margs þarf sýnilega við
til þess, að hún verði svo úr garði
gerð sem vera á. Myndatakan á
að fara fram sumarið 1962, ef til
kemur, en áður þarf að fram-
kvæma margháttaðar rannsóknir
og undirbúningsvinnu.
Tíminn hefur það fyrir satt, að
fyrirspurnum hafi verið beint til
íslenzkra manna am þátttöku við
samningu kvikmyndahandritsins,
en sagnfræðingar á Norðurlönd-
um og í Bandaríkjunum munu
þegar vera farnir að draga saman
efni, í samvinnu við kvikmynda-
handritahöfunda.
Gert er ráð fyrir, að Leifur
heppni verði aðalhetja myndarinn
ar, en í frumuppástungunni er ætl-
azt til þess, að Þorfinnur karls-
efni verði' látinn fylgjast með
honum á ferðinni til hins ókunna
lands, að minnsta kosti að ein-
hverju leyti.
Myndin verður tekin, ef ekki
verður fallið frá þeirri ráðagerð,
sem nú er uppi, í Noregi, á ís-
londi, Grænlandi og meginlandi
Norður-Ameríku.
Sjálfsagt verða fengnir ein-
hverjir statistar til þess að fylla
hópinn við myndatökuna hér, og
þá standa þeir, sem láta sér vaxa
skegg, vel að vígi, því að vikinga
LEIFUR HEPPNI —
skyldi hann finna vínberin sín aftur?
og fornkappa getur enginn hugs-
að sér skegglausa.
Verkfall - vinnustöðvun
Á miðnætti síðast liðna nótt
hafði landverkafólk í Eyjum
ákveðið að hefja verkfall, ef
ekki hefði samizt um kjara-
bætur. Fundur var með full-
trúum útvegsmanna og verka-
fólks í gær, en þar varð eng-
inn árangur.
Útvegsbændafélagið hélt einnig
fund í gær. Sá fundur féllst á
samkomulag það, sem náðst hafði
(Framhald á 2. síðu.;
Það er eins og þeir séu orðnir langeygðir eftir matnum sínum, þessir. Kannske fólkið hafí komið í seinna lagi
heim af þorrablótinu eða einhverjar annir valdið töfum.
Samningar í sjómannadeilunni:
Kjarabætur báta-
sjðmanna 15-25%
Kjarabæturnar mismunandi eftir stöðum
Samkomulag varð með full-
trúum sjómanna og útgerðar-
manna um tvöleytið í fyrri-
nótt um kjör bátasjómanna.
Samkomufagið var undirritað
með fyrirvara um samþykki
viðkomandi sjómannafélaga.
Sjómönnum tókst að ná samn
ingum um verulegar kjara-
bætur, sem nema frá 15—
25%, en eru nokkuð mismun-
andi eftir hinum einstöku stöð
um, þar sem sérsamningar
giltu áður.
Höfuðatriði kjar'asamningsins
er, að sjómenn fá 29,5% af heild-
arverðmæti báts í sinn hlut á línu-
og netaveiðum. — Á togveiðum
verður skiptaprósentan 31,5% og
á dragnóta- og humarveiðum 37%.
í samningunum er gert ráð fyrir
sama fiskverði og útvegsmenn fá.
Það er í höfuðatriðum þetta:
1. Fyrir bezta línufisk, slægð-
an, kr. 3,11 pr. kíló, en óslægðan
2,78 kr.
2. Fyrir annan línufisk allt að
4 daga gamlan, slægðan, kr. 2.97
pr. kg.
3. Fyrir línufisk ísaðan um
borð 4—7 daga gamlan kr. 2,70
pr. kg. Sama verð greiðist fyrir
netafisk blóðgaðan lifandi (þorsk
og ýsu) og slægðan, en óslægðan
kr. 2,41 pr. kíló.
Taka ekki þátt í útgerð-
arkostnaði
Þá fellur niður öll þátttaka sjó-
manna í útgerðarkostnaði, eins og
t.d. olíu og beitukostnaði, en hann
hefur sums staðar verið allt að
40% í frádrátt, og hefur auk þess
torveldað uppgjör við sjómenn
og dregið á langinn.
(Framhald á 2. síðu.)
r
Arlegur viðburður á Grænlandi:
Stórslys af
völdum hunda
Á Grænlandi hefur börnum
löngum stafað hætta af soltn-
um hundum, sem flækjast um
byggðir og víðavang í leit að
æti. Þeir verða börnum oft að
bana, og stöku sinnum ber
einnig við, að þeir granda
fullorðnu fólki.
Danskur maður, sem var á Græn
landi, sagði einu sinni, að hund-
arnir væru svo nærgöngulir, að
hann hefði orðið að hafa stöng
ji höndunum til þess að halda
þeim frá sér, þegar hann gekk
örna sinna úti við.
Þegar hundar drepa börn, éta
þeir oft líkin að meira eða minna
leyti, og getið er um fjögurra
ára dreng, er hundar drápu og
höfðu etið af höfuðið og nokkuð
af brjóstinu, þegar að var komið.
Grænlendingar klippa vígtenn-
ur úr hundunum í því skyni að
draga úr hættu á þvílíkum slys-
um, en eígi að síður geta hundar
leikið börn mjög illa. Myndin
sýnir lítinn dreng, er bitinn var
af hundum, er vígtennur höfðu
verið klipptar úr. Hún er tekin
úr búnaðarritinu Frey, en birtist
fyrst í tímariti danska læknafé-
lagsins. ________________________
■ '
:
Sjóræningjar á 20. öld — bls. 3