Tíminn - 25.01.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.01.1961, Blaðsíða 11
í í MI N N, miðvikudaginn 25. janúar 1961. 11 / ‘ > / / U / f ' jC g&-%& só aa^ Œag ÞETTA MÁ EKKIVIÐGANGAST Sigurjón Ólafsson vinnur að höggmynd. Hér er hann ungur, fullur af þrótti. Nú er hann sjúkur, hælismaður í Reykjalundi, 53 íra gamall. BRAGGI 70 LAUGARNESI, þetta er heimilisfang annars þeirra núlif- andi manna sem hafa varið kröftum sínum til að færa íslenzku þjóðinni höggmyndalist, manns sem ásamt Ásmundi Sveinssyni er þess valdandi að íslenzkur árangur þessarar list- greinar er hlutgengur á sýningum afreksmanna stórþjóðanna, Sigurjóns Ólafssonar. En Sigurjón ÓJafsson er ekki nú heimamaður í bragganum í Laugar- nesi. Hann kemur þar aðeins sem gestur. Hann hefur dvalizt á Reykja- lundi heilt ár. Inna'nhúss ve'ÍSrabrigUi í bragganum í Laugarnesi, eða lít- illi skúrbyggingu til hliðar við hann, hefsi kona Sigurjóns við með fjögur ung börn. Þangað kemur hann um helgar. En Sigurjón getur ekki hafzt þar við, bæði heíur hann ekki alltaf mátt það, og svo hefur hann þar eng- an stað fyrir sig. Ef húsnæðið væri betra fengi hann sennilega að vera heima og taka meðölin þar, en braggi númer 70 og áfastur skúr halda ekki þeim veðrum sem blása í Laugarnesi. Að vetrarlagi, þegar blæs af landi eða golar af sjó, er þar nístingskalt inni. Og slík veðrabrigði innanhúss eru berklasjúklingum óholl. Hvers vegna reynir maðurinn ekki að dytta að kofunum? Viðvíkjandi þessu spursmáli má geta þess að Sigurjóni stendur nú til boða að fá timbur í skiptum fvrir eina af sínum beztu myndum, steypta í brons. Enn hefur honum ekki glæðst heilsa til að hagnýta sér þetta tilboð, og hvenær eða hvort það verð- ur veit enginn. „Samkeppni“ um minnisvar'ða En slíkur maður fær þó mörg tæki- færi til að komast yfir fjármuni9 Árið 1959 stofnaði Hafnarfjarðar- bær til samkeppni um minnisvarða um hafnfirzka sjómannastétt Tillög- um átti að skila fyrir 1. október sama árs. Þrennum verðlaunum var heitið: 25 — 15 — 10 þúsund krónum Sig- urjón tók þátt í samkeppninni og skilaði tillögu um minnisvarða í hendur viðkomandi aðila fyrir til- settan tíma. Þá tilkynntu viðkomandi aðilar frestun tii að skila tillögum fram yfir áramót. Eftir það frétti Sigurjón ekki neitt um úrslit sam- keppninnar þrátt fyrir eftirgrennsl- un, þar til síðast liðið sumar er hon- um bárust þau tíðindi að samkeppn- in hefði fallið niður. Bærinn skammtar í ársbyrjun 1958 samdi Reykja- víkurbær við Sigurjón um myna af klyfjahesti til uppstillingar á Hlemm- torgi. í heilt ár vann Sigurjón að klyfjahestinum og fékk þá borgað eftir hendinni um leið og hann vann. Síðan hefur hann verið sjúkur á Reykjalundi annað heilt ár og ekkert fengið. Við útsvarsálagningu læt- ur bærinn greiða fyrirfram en það kerfi er ekki i notkun þegar bær- inn á að borga og heilsulaus, barn- margur listamaður í gegnumtrekkj- andi bragga á í hlut. En útsvar lagði bærinn á Sigurión Ólafsson og það var ekki numið við nögl: 14 þúsund mátti hann borga og 2 þúsund í skatta. (Listamannastvrk- urinn var 20 þúsund). En þetta klag- aði Sigurjón ög fékk lagfæringu eftir að hann hafði lagt fram hælisvottorð frá Reykjalundi. Það getur munað um listamannastvrkinn þegar til út- svarsgreiðslunnar kemur. Skemmdarstarf Hvernig hefur svo fjölskylda Sig- urjóns lifað þann tíma sem hann nef- ur dvalizt á Reykjalundi? í róman- tískum matarskorti að hiusta á haf- ölduniðinn meðan beðið er eftir heimilisföðurnum sem kemur um helgar svo velskinnaðir snobbarar komandi tíma geti klingt glösum til minningar um Sigurjón Ólafsson og hans nánustu og tekið ti! orða: ,,Að hugsa sér að slíkur maður skyJdi búa við sult og seyru! En svona eru þeir þessir listamenn.“ Höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar standa umhverfis braggann í Laugar- nesi á svæði sem er opið fyrir skemmdarvörgum. Tvisvar hefur einni myndanna verið velt um koll með þeim árangri að hún sprakk í síðara skiptið. Hinar myndirnar hafa enn ekki orðið fyrir slíkum árásum en þeirra tími kemur kannske áður en varir. Ég spyr: Á þetta að viðgangast? Á það að viðgangast að Sigurjón Ólafsson fái ekki hafzt við með fjöl- skyldu sinni vegna heilsuspillandi húsnæðis, að fjÖlskyldan haldi áfram að liía á vonarvol, að Sigurjón fái ekki lokið þeim verkefnum sem enn bíða hans, að myndum hans sé velt í svaðið af drukknum skemmdarvörg- um? NEI. Með slíkum viðgangi væri íslenzka þjóðin. að reisa sér minmsvarða um 'smán sem á engat forsendur á þess- ari öld. Enga Icftkastala Enginn skilji þessi orð svo að með þeim sé ætlast til að fara með jarð- ýtu inn að Laugarnesi og ryðja bragganum um koll og reisa Sigur- jóni loftkastala með þingsályktunar- tillögu, (samanber Kjarvalshús); nola fjölskyldunni nióur og skaffa Sigur- jóni aðra ónothæfa vinnustofu ,,til bráðabirgða“. Sigurjón Ólafsson veit sjálfur manna bezt hvers hann þarf með og hann verður að segja til um það. Það er heldur ekki meiningin að eigi að veita Sigurjóni neinn „sveit- arstyrk”. En það á að endurgreiða honum í metanlegum verðmætum eitthvað af þeim ómetanlegu verð- mætum sem hann hefur fært þióð- inni nú er hann þarf þess með og enn er tími til að inna þá greiðslu af hendi. Frestur Jjjó'Sariníiar Sigurjón Ólafsson er ekki maðui sem þarf að vorkenna. Hann hefur meira til að vera stoltur af en flestir sem hafa næga fjármuni undir hönd- um. En þjóðfélag sem lætur slíka vel- gjörðamenn sína *íða efnalegan skort er í sannleika aumkunarvert Ég ásaka þá ráðamenn sem fara með opinbert fé fyáir að hafa látið dragast úr hömlu að\endurgre.iða Sigurjóni Ólafssyni það sem hann á heimtingu á. Takið það til greina áður en frest- ur til að koma í veg fyrir enn meiri smán þjóðarinnar er liðinn. Baldur Óskarssen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.