Tíminn - 25.01.1961, Side 12

Tíminn - 25.01.1961, Side 12
TÍMINN, miðvikudag'inn 25. janúar 19C1. 12 RITSTJORI HALLUR SIMONARSON íslenzkir þjálfarar á námskeiði í Danmörku Blaðamenn ræddu í gær við Óla B. Jónsson, landsliðsþjálf ara í knattspyrnu, og Guð- björn Jónsson, þjálfara hjá KR, en þeir eru nýkomnir heim af þjálfaranámskeiði, sem haldið var I Vejle í Dan mörku. Þriðji íslendin^urinn á námskeiðinu var Albert Sanders, knattspyrnumaður og þjálfari frá ísafirði. Slík námskeið eru haldin annað hvert ár í Danmörku fyrir knattspyrnuþjálfara en ÓLI B. JÓNSSON ekki hafa íslendingar fyrr ver ið á slíku námskeiði. F'R v0st aði Óla og Guðbjörn á nám- skeiðið, en ísfirðingar Albert Nýr Sailer vekur athygli ^Sanders. Að þessu sinni var námskeiðið undir stjórn Arne Sörensen, landsliðsþjálfara Dana í knattspyrnu. j Þeir félagar héldu utan til ' Danmerkur 14. janúar s.l. og var komið til Vejle daginn eftir. Móttökuhóf var fyrsta kvöldið, en námskeiðið hófst daginn eftir og stóð alla vik- una. Dagskráin var mjög ströng, eins og sjá má af því, að fyrirlestrar og æfingar hóf ust kl. 8 á hverjum morgni, og stóðu fram á kvöld, og síðustu tvo tímana fyrir miðnætti var leikinn innan hússknatt- spyrna. Eingöngu var um út- haldsnámskeið að ræða og fengu þjálfararnir mjög at- hyglisverðar æfingar í sam- bandi við þær. Margir kunnir þjálfarar héldu og fyrirlestra á námskeiðinu, og læknir ræddi um meiðsl leikmanna og fleira. ÓIi B. Jónsson skýrði blaða mönnum frá því í gær, að hann teldi að þeir félagar hafi haft mjög gott af að sækja þetta námskeið. Þeir fengu á því f jölmargar nýjar hugmyndir, sem þeir geta hagnýtt sér við kennslu — æfingarnar ættu að geta orð ið mun fjölbreyttari og þar með um leið skemmtilegri fyrir knattspyrnumennina. í því sambandi má geta þess, að á fyrstu æfingu hjá KR í fyrrakvöld, sem ÓIi hafði eftir að hanh kom heim, fannst knattspyrnumönnun um æfingarnar mun fjöl- breyttari og skemmtilegri en áður. Um 30 knattspyrnubjálfar- ar sóttu námskeiðið að bessu sinni^ flest Danir, en einnig þrír íslendingar, einn Ung- verji, einn Finni og tvéir Austurríkismenn. Danska knattspyrnusambandið hefur gengist fyrir slíkum námskeið um síðan 1942 og útskrifað íá þeim tíma um 4000 knatt- i spyrnuþjálfara. Kostar sam- ! bandið til þess um 80 þús. kr. í danskar á ári. Þessa glæsilegu handknaitleiksmynd tók Ingimundur Magnússon á afmælismóti Vals á laugardaginn. Hún er frá leik ÍR og Vals, og sést hinn ágæti handknattleiksmaSur, Gunnlaugur Hjálmarsson svífa inn í markteig Vals- manna með öruggt tak á knettinum og skora. Gunnlaugur er að margra áliti fremsti handknattleiksmaður'okkar nú og skotharka hans er geysileg. Hann hefur það fram yfir flesta leikmenn hér, að geta beðið augnsblik með knöttinn í skotstöðu — elns og myndin sýnir — og það kemur flestum markmönnum úr jafnvægi, þar sem svo erfift er fyrir þá að reikna út hvenær knötturinn kemur á markið. Þá má geta þess, að Gunnlaugur var einnig varamarkmaður íslenzka landsiiðsins í knattspyrnu sl. sumar. Svíar unnu Marteinn Guðjónsson sigraði Dani í firmakeppni Skíðaráðs R. Nafnið Sailer kom aftur fram nýlega á skíðamöti í Austurríki — og nýr Sailer stóð sem sigurvegari á pall- inum, og þó voru margir heimskunnir skíðakappar meðal keppenda á mótinu. Hér er um að ræða Rudi Sailer, sem er 16 ára að aldri, yngri bróðir hins margfalda Ólympíu- og heimsmeistara, Tony Sailer. Rudi vann keppn ina, sem nefnist „Austurríski -bikarinn" á ágætum tíma. Hann fór brautina, sem var 2.7 km að lengd á 2.18 mín. Fallhæð var 695 metrar og hlið 18. Toni Sailer sagði eitt sinn um bróður sinn: Fylgizt með honum — hanri verður betri en ég. Keppt var í innanhúss- knattspyrnu meðan nám- skeiðið stóð yfir og var skipt í átta lið. íslendingarnir þrír voru saman, og fengu einn Dana, hinn kunna þjálfara Jack Johnson, til að fylla töluna. Báru þeir si~ur úr býtum í keppninni, léku úr- slitaleik við lið, þar sem meðal annars Arne Sören- sen og hinn kunni landsliðs maður Tommy Troelsen léku í, og sigruðu með 1—0 4'bert lék í marki, og sövðu beir bræður að hann hefði staðið sig mjög vel. Voru þetta skemmtileg lok á ánægju- legri dvöl i Vejle. ! Á laugardaginn fór fram i landsleikur í handknattleik i Kaupmannahöfn milli Dana og Svia. Svíar unnu öruggan sigur með 18 mörkum gegn 14 og gefur sú markatala varla rétta hugmynd um gang leiksins. í hálfleik var stað- 1 an 7—6 fyrir Svía, en þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin, í síðari hálfleik og gerðu þar j með út um leikinn. Þess má geta til marks um heldur lé- j legt sóknarspfl Dana, að átta af 14 mörkum þeirra voru skoruð út vítaköstum. Jöns- son var markhæstur af Sví; um með fimm mörk, en Dani elsen næstur með þrjú mörk. Egon Jensen skoraði helming af mörkum Dana, þar af 5 úr vítaköstum. Mogens Olsen skoraði þrjú mörk, öll úr víta köstum. I Firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur 1961, fór fram sl. sunnudag 22. janúar í Hamragili við Skíðaskála Í.R. 100 firmu tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Mótið hófst kl. 11 f.h. og Var keppni lokið kl. 4 e.h. 10 fyrstu firmun hlutu silfurbikara sem eru far\nd gripir. Úrslit í keppninni sem er forgjafarkeppni urðu þessi: 1. Heildverzlun Sveins Helga sonar( kepp. Marteinn Guðjónsson) 41.0 sek. 2. Verzlunin Vísir (kepp. Þor kell Þorkelsson) 41.5 sek. 3. Brunabótaf. íslands (kepp. Haraldur Pálsson) 42.4 sek. 4. Bókaverzlun Sigfúsar Ey- rnundssonar kepp. Sigurður R Guðjónsson) 42.5 sek. 5. Gullsm.vinnustofa Þórar- ins og Bjarna (kepp. Úlfar J. Andrés'son) 42.7 sek. 6. Trésmiðja Birgis Ágústsson ar (kepp. Svanberg Þórð- arson) 42.8 sek. 7. Verzlunin Eygló (kepp. Ás grímur Ingólfsson) 43.9 sek. 8. Ræsir h/f (kepp. Bogi Níls j son) 43.9 sek. 9. Sjóvátryggingarfél. íslands (kepp. Guðni Sigfússon)) ' 44.1 sek. 10. Verzlunin Vaðnes( kepp. Hinrik Herm.son 44.4 sek. í I Að keppni lokinni var sam eiginleg kaffidrykkja og verð launaafhending í Skíðaskál- anum. Mótsstjóri, Bjarni Ein arsson þakkaði firmunum, . képpendum og starfsfólki fyr ir alla fyrirgreiðslu í sam- bandi við keppniiia.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.