Tíminn - 25.01.1961, Qupperneq 16

Tíminn - 25.01.1961, Qupperneq 16
Miðvtkudaginn 25. janúar 1961. 20. blað. Einnf sem tekur fast í spottann Verður skalli grædd- ur með uppskurði? Upphafsmaðurinn austurrískur — tilraunir gertiar á Nor'Surlöndum Sumir segja, að nú séu horfur á, að sænsk kýr, sem var í blóma lífsins fyrir tutt- ugu árum, komist inn í sögu læknavísindanna. Þessi sænska kýr vann sér þó ekki annað til ágætis, svo að getið sé, en að hún sparkaði rösk- lega í höfuðið á sköllóttum fjósamanni og fletti í sundur á honum höfuðleðrinu. Sárið greri, og nokkru síðar gerðist undrið: Hár tók að vaxa að nýju á skalla fjósamannsins. Kýrin er fyrir löngu geng- in fyrir ætternisstapann, en fjósamaðurinn lifir enn, minnugur þess, hvernig hann losnaði við skallann. Og þeg- ar hann las um það í blöðun- um fyrir skemmstu, að sænsk ir læknar væru farnir að gera tilraunir til þess að lækna Skalla með skurði, varð hon- um hugsað til kýrinnar, sem fyrst allra framkvæmdi slíka aðgerð með árangri. Höfuðleðrið of strítt Það var austurrískur lækn- ir, sem fyrstur manna fram- kvæmdi skurðaðgerðir vegna skalla. Hann telur, að orsök skalla sé að jafnaði sú, að höf uðleðrið er of strítt þanið um höfuðið — eða þó öllu heldur sinar þær undir húðinni, er þekja höfuðkúpuna eins og hjálmur. Þetta torveldi blóð- rás að rótum höfuðháranna, svo að þau deyi og detti af. Við aðgerðir vegna þessa ágalla er beitt staðdeyfingu, og sjúklingarnir þurfa ekki að vera í sjúkrahúsi á eftir. Skurð ur er gerður þvert yfir höfuðið og fylgt er hrukku á húðinni, svo að ör sjáist ekki, þótt að- gerðin misheppnist. Síðan er skálpurinn losaður að fram- an, áður en gert er að skurð- inum. Tilraunir í Danmörku Austurríski læknirinn hef- ur gert slíkar aðgerðir hundr að sinnum, meðal annars á mörgum útlendingum, er kom ið hafa til Austurríkis. í lok síðasta árs sagði t.d. danskur maður, sem handtekinn var þar, sakaður um rán, að hann hefði notað peningana, sem hann stal, til þess að leita sér slíkrar lækningar við skalla. Aftur á móti er rétt að geta þess, að margir eru vantrúaðri (Framhald á 2. síðu.) Fyrr meir voru hákarlalegur einn þátturinn í lífsbaráttu ís- lendinga, til dæmis Eyfirðinga, Iljótamanna og Strandamanna. Þeir reru á opið haf á hákarla- skipum sínum og höfðu þar oft margra daga setur í kulda og á- gjöf að vetrarlagi, lengi framan af án annars skjóls en þess, sem kiæðnaðurinn og borðstokkar báts- ins veittu. Eigi að siður fóru konur stund- um í hákarialegur, og eitt dæmi er um það, að kona hafi alið barn í hákarlalegu. Þær kveinkuðu sér nefnilega ekki við að fara slíkar ferðir, þótt þær væru komnar að falli, formæður okkar. Það gerö- ist um miðbik nítjándu aldar, að kona af Ströndum fæddi barn við slíkt tækifæri. Til lands var að visu snúið, þegar hún tók létta- sóttina, en barnið leit ljós heims- ins á hafi úti í kalsaveðri og sjó- gangi. Einn skipverja fór úr ull- arpeysu, sem síðan var vafið um hmn unga Strandamann — og öllu famaðist vel, bæði móður og barni. Myndin hér að ofan er ekki tekin úti á Strandagrunni, þótt það sé hákarl, er bitið hefur á krókinn, heldur suður á miklu hlýrri og mildari slóðum — sem sé suður við Flórídaskaga. Sæ- dýrasafnið í Miami er að láta veiða hákarl handa sér. En fast tekur hann í, sá grái, þótt í suð- rænum höfum sé. Og svipaður er umbúnaðurinn hákarlasóknunum íslenzku. 12 milljónir lítra vatns frá Höfn Á elleftu siðu blaðsins i dag er grein eftir Baldur Óskarsson blaðamann um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara og starfskilyrði þau, sem við íslend- ingar búum honum. Myndin hér að ofan er af styftunni, sem Sigurjón terðl af séra Friðrikl Frlðrikssyní og nú stendur við Lækjargötu. Nú er farið að flytja drykkj arvatn yfir Atlantshafið. Fyrir skömmu sigldi skip frá Kaup- mannahöfn með tólf milljón lítra af vatni, sem átti að fara til Curacao í hollenzku Vest- ur-lndíum. Til þessa flutnings var feng- ið norskt tankskip. Þetta er óneit- anlega laglegur sopi, en samt er þetta aðeins fjórtándi hluti af dag- legri vatnsnotkun í Kaupmanna- höfn. En félagið, sem annast þessa vatnsflutninga, hefur aldrei fyrr í sögu sinnj verið beðið um jafn- j rnikið vatn. Drykkjarvatn á hollenzku . Vest- j ur-Indíum, Curaeao og olíueynni Aruba, er mjög dýrt. Þar rignir oft ekki árum saman, og vatns- geymar á eyjunum eru að jafnaði fylKir með vatni frá meginlandi Ameríku. Nazistaóeirðir vestan hafs Óeirðir miklar hafa orðið af völdum nazista í íveimur um Bandaríkjanna, Boston og Chicago, í sambandi við sýningu á kvikmyndinni Exodus, er fjall- ar um flutning Gyðinga til Palest- ínu, landnám þeirra þar og stofn- un Ísraelsríkis. Er mynd þessi gerð eftir skáldsögu, sem ber sama nafn. í þessum uppþotum hafa hinir bandarísku nazistar klæðzt brún- (Framhald á 2. síðu.) í Kaupmannahöfn kostar hver lest af vatni, er skip fá, þrjár krónur danskar. En þegar þetta vatn er koinið vestur yfir Atlants- hafið, verður hver lest seld á tíu dollara. Það er betra að fara spar- lega með vatn á hollenzku Vestur- Indíum. Kom af f jalli Þau óvenjulegu tíðindi urðu fyrir viku siðan austur í Loð- mundarfirði, að óþekktur lamb- hrútur var allt í einu kominn saman við heimaféð í Stakkahlíð. Hann reyndist vera frá Ána- stöðum { Hjaltastaðaþinghá og hefur gengið úti allan veturinn fram að þessu, einn að því er virðist, og hefur vel' kunnað að bjarga sér, því að hann var vel fram genginn og sprækur vel. Hefði hann þó varla mátt koma öllu síðar til að ná i tilhleypingar þeirra Loðmfirðinga. I.H. F ramsóknarfélags- fundur í kvöld Umræðuefni: Erlent fjármagn Fi'amsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund í Framsóknarhúsinu í kvöld, og hefst hann klukkan hálf-níu. Þar mun Jón Skaftason alþingis- maður flytja framsöguerindi, er hann nefnir Uppbyggingu íslenzkra atvinnuvega og erlent fjármagn. Þetta er1 mál, sem nú er mjög til umræðu manna á meðal, og má því ætla, að marga fýsi að heyra, hvað Jón hefur um það að segja, og jafnvel ekki ósennilegt*, að ýmsir vilji leggja þar orð í belg. Þess er vænzt, að félagar fjöl- menni á fundinn og taki með sér gesti. JON SKAFTASON

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.