Tíminn - 16.03.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.03.1961, Blaðsíða 7
T í MIN N, fminitudaginn 16. marz 1961. Stefna Sjálfstæðisflokksins í orði og á borði Hér fer á eftir stuttur kafii i úr ræðu Páls Þorsteinssonar íj útvarpsumræðunum um van-| traust á rikisstjórnina: „L>andhelgismálið er þáttur af sjálfstæðsbaráttu þjóðar- innar og lífshagsmunamál hennar. Fyrir síðustu kosn- ingar hétu allir stjórnmála- flokkarnir þjóðinni því að standa vörð um ótvíræðan rétt hennar í þessu máli. Fyrir 10 mánuðum flutti hæ*tv. utanríkisráðherra ger vallri þjóðinni þennan boð- skap: Við munum berjast gegn öllum frádrætti, hverju nafni sem nefnist, tímatakmörkun um og öðrum, gegn öllu sem veitir öðrum þjóðum fisk- veiðiréttindi innan 12 mílna við ísland. SjálfstæÖisflokkurr.in hef- ur þrem sinnum síðan land- helgissamningurinn frá 1901 féll úr gildi samþykkt á lands fundum stefnuyfirlýsingar í landhelgismálinu, þar sem áherzla er lögð á, að það sé stefna Sj álfstæðisf lokksins að halda óhaggánlega á rétti íslendinga í landhelgismál- inu og hvika hvergi frá gerð- um samþykktum. í marzmán uði 1959, þ.e. eftir að sam- starf núverandi stjórnar- flokka hófst, gerði landsfund ur Sjálfstæðismanna sam- þykkt um landhelgismálið- Hún er birt í Morgunblaðinu 19. marz 1959. Þar segir svo orðrétt: Ályktun landsfundar Sjálfstætíismanna „Landsfundurinn lýsir ó- hagganlegu fylgi Sjálfstœðis- manna við þá stefnu,, sem mörkuð var í landhelgismál- inu árið 1948 með setningu laganna um visindalega verndun fiskmiða landgru.nns ins og áréttar samþykkt lands fundar 1956 um að leita beri, hvenœr sem fœrt er, lags um frekari friðun fiskimiðanna, þangað til viðurkenndur er réttu,r íslands til landgrunns Ins. Landsfundurinn skorar á alla íslendinga að sýna, þrátt fyrir mistök fyrrverandi rik- isstjórnar, algeran einhug i málinu, láta ekki undan síga fyrir erlendu ofbeldi né sœtta sig við minni fiskveiðiland- Kafli úr ræðu Páls Þorsteinssonar við útvarps- umræðuna um vantraust á ríkisstjórnina helgi en. nú hefur verið á- kve&in, heldur sœkja fram þar til lífshagsmunir þjóðar i innar eru tryggðir.“ Fyrirheit og efndir Mörgum mun þykja ótrú- lega breitt bilið milli þeirra orða utanríkisráðherra að hann berjist gegn öllu, sem veitir öðrum þjóðum fiskveiði réttindi innan 12 mílna við ísland og þeirra verka, sem hann hefur beitt sér fyrir að unnin eru í landhelgismál- inu, sem farin eru að bera þann árangur til dæmis, að í dag bárust þær fréttir frá Austfjörðum, að 20—30 brezk ir togarar séu þegar komnir á bátamið Austfirðinga og að í gær hafi þrír austfirzkir bát ar, sem voru að veiðum 9 míl- ur suður af Papey verið hraktir þaðan af brezkum togurum. Og flestum mun finnast, að Sjálfstæðismönnum liggi and virki nær garði en að túlka sérstaklega þau rök, sem Bret j ar reyna að færa fram þeim til málsbóta í landhelgismál- inu. Það sé nærtækara verk- efni að gera þjóðinni grein fyrir því, hvort og þá hvernig samningarnir við Breta sam- rýmast stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. En hið fullkomna ósaræmi sem er annars vegar milli stefnuyfir lýsinga Sjálfstæðisflokksins og hins vegar framkvæmda hans nú í landhelgismálinu má m.a. greina af þessu: Lýst er yfir óhagganlegu i fylgi Sj álf stæðismanna við þá stefnu, sem mörkuð var í landhelgismálinu með setn- j ingu laganna um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins. í framkvæmd er stefnunni nú haggað ekki minna en svo, að þessi lög eru raun- verulega gerð óvirk. í orð er tekið fram að leita beri, hvenær sem fært er, lags um frekari friðun fiski- ; miðanna. j Á borði: afsalað rétti ís-! lendinga til einhliða ákvörð- unar um stækkun landhelg- innar og komið i veg fyrir Páll Þorsfeinsson frekari útfærslu hennar, nema með samþykki Breta eða úrskurði alþjóðadómstóls. í orði: skorað á alla íslend inga að sýna algeran einhug í landhelgismálinu. 4 Leyaimakk í verki: brotið gegn venju fyrrverandi ríkisstjórnár um að leita samstarfs milli allra flokka um framkvœmdir i landhelgismálinu. í þess stað nú unnið að því með leynd í marga mánuði að semja við Breta um tímabundna skerð- ingu á fiskveiðilandhelginni og réttindaafsal um aldur og œvi. Siðan reynt að smeygja þessum fjötri á þjóðina á sem skemmstum tima. á Al- þingi eftir að raunverulega er búið að ganga frá málinu gagnvart Bretum. Og þann- ig er farið að, þótt ríkisstjórn in viti fyrirfram, að um slík- ar ráðstafanir geti aldrei orð- ið einhugur meðal íslendinga og þótt ólíklegt sé, að rikis- stjómin h afi meirihluta þjóðærinnar á bak við ■sig i þessu mál. Undanhaid og afsal •;étl:jnda Fyrrheit er gefið: að láta ekki undan síga fyrir erlendu ofbeldi og skorað á þjóðina að veita fulltingi til þess að íyleia fram þeirri stefnu. Efndir eru þannig: samið um undanslátt og afsal rétt- inda við þá einu þjóð, sem hafði beitt íslendinga ofbeldi og ekki viðurkennt i verki 12 mílna fiskveiðilandhelerina. í orði: skorað á alla íslend inga að sætta sig ekki við minni fiskveiðilandhelgi en 12 _mílur. í framkvæmd: brezkum togurum hleypt inn að 6 mílum samkvæmt samþykkt Alþingis og fyrirmælum rik- isstjórnarihnar og játað, að skip fleiri þjóða muni á eftir koma. Fellt að láta fara fram þjóðartkvæðgreiðslu um málið. Að síðustu er í stefnuyfir- lýsingu Sjálfstæðisflokksins áskorun til þjóðarinnar að sækja fram í landhelgimál- inu þar til lífshagsmunir þjóð arinnar eru tryggðir. LeitSum lekaS f verki er nú meirihluta á Alþingi beitt til að loka þeirri leið, afsala einhliða rétti ís- lendinga til að stækka land- helgi sína, en þjóðinni ætlað um aldur og ævi að hlíta í því efni úrskurði erlendra aðila. Þannig er samræmið milli stefnuyfirlýsingar Sjálfstæð- is-flokksins og framkvæmda hans í lífshagsmunamáli þjóð arlnnar. Þekkir nokkur meira öfugmæli? Ríkisstjórn, sem þannig starfar, getur ekki notið trausts þjóðarinnar. Þess vegna er tímabært að samþykkja tillögu þá, sem hér liggur fyrir. Eyða verður vargi úr æðarvarpi Fyrri stefnuyíirlýsing- ar ítrekaðar Á nýloknum aðalfundi miðstió/nar Framsóknarflokks- ins var samþykkt svohlióðandi ályKtun um utanríkismál: „Aðalfundur miðstjórnar Framscknarflokksins vísar til fyrri samþvkkta flokksins um utanríkismál og ítrekar þá stefnuyfirlýsingu, að íslendinaar hafi samstarf um öryggismál við nágrannaþjóðirnar, m. a. með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu, og að unmð sé að því að herinn hverfi sem fyrst úr landi." Árið 1936 voru sett lög um eyðingu svartbaks (veiði- bjöllu). Með þeim lögum var sýslunefndum og bæjarstjórn um heimilað og — ef fyrir lá áskorun a.m.k. 5 æðarvarps- notenda — gert skylt að gera samþykktir um eyðingu svart baks. Ábúendum jarða var jafnframt gert skylt að eyða svartbakseggjum, hverjum í sínu landi. Væiri ákveðið í samþykkt að eyða svartbak með skotum, skyldi ríkissjóð- ur greiða helming skotmanns launa, allt að 20 aurum fyrir hvern skotinn fugl, en greiðslu s'kotmannslauna að öðru leyti skipt jafnt milli sveitar og sýslu. Árið 1941 voru svo sett ný tímabundin lög um eyðingu svartbaks. Áttu þau fyrst að gilda um tveggja ára skeið, en voru síðar framlengd allt til árs- ins 1954. Þessi lög frestuöu framkvæmd laganna frá 1936, en lögin frá 1936 komu aftur til framkvæmda, þegar úti var gildistími laganna frá 1941, og eru enn í gildi. Hins vegar eru hin gömlu ákvæði frá 1936 um greiðslu skot- mannslauna úr ríkissjóði löngu orðin úrelt vegna verð lagsbreyting og sömuleiðis á- kvæðin um sektir fyrir að vanrækja eyðingu svartbaks- eggja o. fl. og lögin því gagns laus. í þessu frv. er lagt til, að úr þessu verði bætt. Gert er ráð fyrir, að skotmanns- Skotmannslaun fyrir hvern skotinn svartbak vertJi 8 króinur laun verði 8 kr. fyrir1 hvern , skotinn svartbak — þar af j helmingur úr ríkissjóði — og : má ætla, að það nægi til þess að lögin geti borið árangur. i Flm. þessa frv. hafa aflaö ; sér vitneskju um dúntekju í j landinu ár hvert á tímabil- inu 1900—1959, eða um 60 J ára skeið. Hefur dúntekja far J ið mjög minnkandi síðustu áratugina. Hæst komst dún- tekjan (hreinsaður æðar- dúnn) á öðrum tug aldarinn ár, upp í nál. 4600 kg, en síð- ustu 5 árin hefur hún verið innan við 2000 kg að meðal- tali.Það er almenn skoðun, að svartbakurinn, sem situr ! fyrir æöarungunum, þegar j þeir byrja að fleyta sér á sjó, valdi hér miklu um, enda virð, ist honum hafa fjölgað til muna. Ef takast mætti að fækka svartbak svo, að um munaði, má ætla, að æðar- fugli færi að fjölga og dún- tekjan ykist. Og þegar á það er litiö að hvert kg af hreins uðum æðardún er nú 1300—t- 1400 kr. virði, að frádregnum sölukostnaði, er auðsætt, að tilvinnandi er fyrlr þjóðar- búið að leggja nokkuð í kostn að til að eyða vargi í ná- e:renni æðarvarpanna og stuðla þannig að aukningu hinnar verðmætv framleiðslu sem hér er um að ræða, þar sem æðarfuglinn er. Ef í ljós kæmi, að eyðing svartbaks miðaði aö því að auka vörpin, svo að um mun- aði, má gera ráð fyrir, að það yrði til þess að glæða áhuga manna almennt fyrir æðar- vörpum og aukningu þeirra með öðrum aðferðum. í lögunum frá 1941 var gert ráð fyrir sérstöku gjaldi af æðardún í sambandi við þetta mál. Er að sjálfsögðu athug- andi að lögleiða siíkt gjald, t.d. til sýsu- og sveitarsjóða, þótt tillaga um það hafi ekki verið tekin upp í þetta frv. Dúnekja i landinu árin 1900 —1959 samkvœmt hlunninda skýrslum Hagstofu íslands. Árið 1900 ... ... 3731,9 kg. — 1901 . .. ... 3663,0 — — 1902 ... ... 2971,3 — — 1903 ... ... 3249,3 — — 1904 ... ... 3107,5 — — 1905 ... — — 1906 ... ... 3147,5 — — 1907 ... ... 3525,5 — — 1908 ... ... 3524,5 ' 1909 ... ... 3587,8 — — 1910 ... .. . 3573,8 T- — 1911 ... — — 1912 ... ... 2404,5 — — 1913 ... — — 1914 ... ... 3921,5 — — 1915 ... — — 1916 ... ... 4355,5 — (Framhald á 2. 6lðu.) í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.