Tíminn - 22.04.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.04.1961, Blaðsíða 14
TÍMINN, laugardaginn 22. aprfl 1961 I>au höfðu loklð vlð að snæða og kaffið var borið fram. Mark sá að bollarnir voru aðeins þrír. Frú Charles hellti í og reis svo upp: — Eg drekk aldrei kaffi á kvöldin, svo að ég vona þið vlljið hafa mig afsakaða. Eg þarf að tala við Mathevs um blóm í stofurnar áður en það fer að rigna. — Mathevs, sagði Clive. — Er það garðyrkjumaðurinn? Garvin fékk sér vænan slurk af kaffinu og kinkaði kæruleysislega kolli. — Já, prýðis náungi og hörkuduglegur. Hugsar alveg um garðinn og hefur bara tvo smástráka sér til aðstoð ar. — Var það ekki hann, sem tók eftir því að Appollo- tyttan hafð i verið sett aftur á stöpul slnn, sagði Clive jafn kæruleysislega. — Appollo styttan? Con leit spyrjandi til hans. — Já, ég las í úrdrætti um réttarhöldin, að garðyrkju- maður að nafni Mathevs hefði skýrt frá að hann hefði komið á staðinn skömmu eft ir að Faversham var skotinn og þá hafði hann tekið eftir því að styttan hafði verið sett aftur upp á stöpul sinn. Garvin leit skilningssljór á þá á víxl. 1 — Nú, en átti hún ekki ein mitt að vera þar? — Sýnilega ekki. Hún var skemmd og hr. Faversham hafði hjálpað garðyrkjumann inum að taka hana niður um kvöldið áður. En yður er sjálf sagt kunnugt um þetta allt. — Nel, og ég las ekki blöð- in. Eg var gersamlega niður- brotinn vegna þessa hörmu- lega atburðar. ið Roy sálugi vorum ákaflega samrýmdir og góðir vinir, sagði Con Garvin dapur í bragði. „Gersamlega niðurbrotinn. Ákaflega samrýmdir“, hugs- aði Mark kaldhæðinn. Og dauði þessa kæra vinar hafði þó forðað honum frá að verða heimilislaus. — Eg skil þetta ekki, hélt Garvin áfram eftir nokkra umhugsun. — Og skiptir þetta nokkru máli. Eg geri ráð fyrir að Roy hafi skipt um skoðun og sett hana sjálf ur á stöpulinn. Clive brosti. — Nei, en þér skiljið, að við verðum að kynna okkur öll smáatriðin. Það birti aftur yfir svip Garvins. — Auðvitað, ég skil það, vegna kvikmyndarinnar. Clive kinkaði kolli. — Ein- mitt. Er styttan enn í garð- inum? — Já, ég held hún hafi ekki verið hreyfð síðan. Viljið þér kannski koma og sjá hana áður en það fer að rigna, sagði hann og leit til lofts á þungbúin skýin. eir géngu á eftir honum gegnum gang, sem lá út í eins konar „vetrargarði". Herberg ið var hringlaga og þrungið ilmi margra blómategunda, sem stóðu í stórum jurtapott ætlað sem varanlegur felu- staður. Mark hugleiddi hvort morðinginn hefði ekki fleygt byssunni í vatnið til þess eins að fingraför þvæust af og áuð vitað varð byssan að finnast, fyrst það var Lora sem átti að hafa notað hana. Þeir gengu gegnum „Skóg- argöngin“, þar til þeir komu að stöplinum þar sem App- ollostyttan var. Tilsýndar hafði hún virzt tignarleg, en þegar þeir komu nær sáu þeir að styttan var mjög Ijót. Nefið var brotið og munnur- inn eitt gapandi gin. Mark allt er undir því komið hvern ig okkur tekst að byggja upp myndina, og hinar ýmsu per sónur. Þér þekkið þetta fólk, gætuð þér ekki sagt okkur hvernig þau eru .... hvernig hvert þeirra tók því sem gerð ist .... eða eigum við að segja, hvernig þeim varð við dauða Faversham. essi Tom Hastings, til dæmis, hvernig maður er hann eiginlega. Garvin var ráðvilltur. — Tom, ja, hann er ósköp hvers dagslegur maður, held ég. Eg skal viðurkenna að mér hefur aldrei fallið hann vel í geð, -M KATE WADE: LEYNDARDÓMUR Itaiska hússins 22 um meðfram veggjunum. Gar vin gekk yfir gólfið að gler- dyrunum sem lágu út í garð- inn. eir gengu meðfram hús- inu og síðan niður breiðar steintröppur og fyrir neðan þau voru skógargöng með marglitum rhododdendron- runnum á báðar hendur. — Rhododdendron-skógar- göngin, muldraði Clive. Garvin sneri sér við og kink aði kolli alvöruþrunginn á svip. —emur heim .... hLn frægu „Skógargöng“. Hann hljóp niður tröppurnar, stopp aði síðan og benti upp. — arna uppi er þakgarðurinn .... þar var om þegar hann tók myndina .... — Þeir gengu nokkur skref áfram og sneru sér síðan við og horfðu upp á flatt þakið yfir „vetrargarðinum". Fyrir' innan skrautlegt grindverk á þakinu mátti greina ýmsar blómategundir, marglita stóla og nokkur smáborð. Garvin hafði lagt af stað eftir „Skógargöngunum" og þeir komu á eftir. eir námu staðar við litlu sundlaugina, þar sem byssan, sem Roy hafði verið skotinn með, hafði fundizt. atnið var grunnt og tært og gat ekki hafa verið starði á hana. — Ef hún gæti nú talað, tautaði hann í hálf um hljóðum. Garvin snerist á hæli og leit á hann. — Talað. Um hvað? Clive leit aðvarandi á Mark, en á sömu stundu fór að helli rigna. — Við skulum koma heim til mín, hrópaði Garvin og vísaði veginn milli runnanna, að stíg, sem lá að hvtmáluðu litlu húsi. Dymar stöðu opn- ar og þeir gengu á eftir hon- um inn í stóra og rúmgóða dagstofu, búna smekklegum, óbrotnum húsmunum. Mark horfði forvitnislega í kring- um sig, en hann sá ekkert vopnasafn á veggjum. Stórt málverk hékk yfir arninum, en að öðtu leyti voru vegg- irnir auðir. Regnið lamdi gluggana og Garvin bauð þeim að setjast og bíða meðan skúrin gengi yfir. Hann fór enn að tala um kvikmyndina. — Eg vildi bara óska að ég gæti hjálpað ykkur, sagði hann. — Þetta hlýtur að vera tilbreytingarríkt starf. — En þér getið hjálpað okk ur, sagði Clive hraðmæltur. Hann hallaði sér fram í stóln um og rödd hans var festu- leg. — Sjáið þér til, Garvin, mér finnst hann of ánægður með sjálfan sig, kemur fram eins og stórleikari, en ég hef ekki séð hann í tvö ár. — Hann kemur þá aldrei að heimsækja frú Charles? spurði Clive. Garvin hristi höfuðið. — Nei, hann þekkti hana ekki það vel. au hittust að- eins þegar hann kom hingað um helgar með Roy. — En kom hann hér oft, meðan Faversham var á lífi? — Eg er ekki viss um það, kannski sex til átta sinnum. Roy var heldur ekki sérlega hrifinn af honum. Garvin hló þurrlega. — Roy vildi nefni- lega vera eini stórleikarinn, hann kærði sig ekki um að aðrir vildu vera miklir kallar líka. Mark horfði spyrjandi á hann. — Þér eigið kannski við að það hafi verið ósam- komulag milli þeirra? Garvin virtist undrandi á tilgátu hans og hristi ákaft höfuðið. — Nei, ég myndi, frekar orða það þannig að það hafi verið fátt með þeim. Hann reis úr sæti sínu og gekk út að glugganum. — Og þessa helgi .... bauð Roy honum bara vegna Sonju, bætti hann við, eftir stundarþögn. — Voru þau trúlofuð þá .. Tom Hastings og þessi Sonja? spurði Mark með ákefð. Garvin hikaði og rödd hans var óstyrk þegar hann svar- aði: — Nei, ég held ekki. Hann kom með hana hingað af því að hann vonaðist til að fá aðstoð Roys til að útvega henni hlutverk í nýja leik- ritinu sem átti að fara að æfa. Ein af leikkonunum hafði veikzt og Tom vonaði að Sonja fengi hennar hlut- verk. Hann hafði hitt hana einhvers staðar .... Tom á ég við. Hún var hvergi fast- ráðin þá. Hann hafði snúið við þeim baki meðan hann tlaði, en nú sneri hann sér aftur að þeim. — að virðist vera að létta til, okkur ætti að vera óhætt að fara aftur út í „ítalska húsið“. Clive reis upp og gekk fram að dyrunum. — Er hún góð leikkona? spurði hann. — Sonja? Nei, slður en svo! Eins og ég sagði ykkur. Hún er þrautheimsk. Óhemju heimsk. , ÚTVARPIÐ Laugardagur 22. apríl: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12.50 Óskalög sjúklinga. 14.30 Laugardagslögin. 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16,05 Bridgeþáttur (Hallur Sfraonar son). 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds son danskennari). 17,00 Lög unga fólksins (Þorkeil Helgason). 18,00 Útvarpssaga barnanna: „Petra litla" eftir Gunvor Fossum — sögul'ok (Sigurður Gunnarsson kennari þýðir og ies). 18.30 Tómstundaþáttur barna og • unglinga (Jón Pálsson). 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 Upplestur: „Spor í sandinum“, smásaga eftir Runar Schildt, í þýðingu séra Sigurjóns Guð- jónssonar (Gestur Pálsson leik ari). 20,40 Tónleikar: Hljómsveitin Fíl- harmonía í Lundúnum leikur forleiki eftir Weber; Wolfgang Sawallisch stjórnar. 21.10 Leikrit: „Peningatréð" eftir Gunnar Falkás. Þýðandi: Þor- steinn Ö. Stephensen. — Leik- stjóri: Baldvin Halldóirsson. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24,00 Dagskrárl'ok. EIRÍKUR VÍOTÖRLI ffvíti hrafninn Eiríkur virti fyrir sér borgar- múrana og yfirvegaði möguleikana á 'því að koma hinum særða í ör- uggt skjól. — Hve lengi verður liðsaukinn að berast? spurði hann Skotann, sem stóð honum við hlið. — Það tekur iangan tíma Þeir eru svo dreifðir um allt. — Þá verðum við að grípa til annarra ráða, svaraði Eiríkur. Á meðan gekk Ragnar fram og aftur utan 'við borgarmúrana og hrópaði ill- kvæði að mönnunum, sem biðu endurkomu foringja síns. — Svik- arar, hrópaði hann. — Hvar er konungur svikaranna? Þetta þoldi Ervin ekki. — Ræfill, hrópaði hann fokreiður. — Hvernig vogar þú að kalla föður minn svikara? Þú, mesti svikarinn sjálfur? Ef þú hefur eitthvað að segja föður mín- um, skaltu segja mér það. Hann er ekki hér og getur ekki varið sig. Líttu um öxl! Ragnar sneri sér við og sá sér tíl undrunar, að lítill hópur manna nálgaðist borg- ina, og stoltur í fasi gekk Eiríkur í broddi fylkingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.