Tíminn - 08.07.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.07.1961, Blaðsíða 6
TfMINN, laugardaginn 8. júlf 1961. Áttræður: Hallgrímur Guðmundsson frá Patreksfirði Hallgrúnur GuSmundsson, járn- smiður frá Patreksfirði er áttræð- ur í dag. Hann er fæddur 8. júlí 1881 að Bóli í Biskupstungum, sonur Guðtaundar Jónssonar bónda á Tjörn í Biskupstungum. Hallgrimur er einn þeirra manna, sem frá fátæku heimili vann sig upp til manndóms og hefur skilað lífsstarfi sínu með mi.klum sóma. Bernskuárin ólst hann upp hjá foreldrum sínum, en varð snemma að byrja að vinna fyrir sér og vann ýmis sveitastörf í fæðingar- sveit sinni til tvítugs aldurs. Tuttugu ára gamall fór Hall- grímur til Reykjavíkur og hóf nám í járnsmíði hjá Guðjóni Jónssyni, Garðastræti 13 hér í bæ, og lauk iðhprófi 24ra ára gamall árið 1905. Að námi loknu vann hann við járnsmiði á Patreksfirði og í Reykjavík, en árið 1910 fluttist hann alfarinn til Patreksfjarðar og tók við stjórn jámsmíðaverk- stæðisins á Vatneyri fyrir P. J. Thorsteinsson & Co. og síðar Ólaf Jóhannesson. Hallgrímur var vel látinn í starfi sínu. Hann er jafnan létturj í lund, slær upp á gamni við menn og ég minnist þess þegar við strákarnir vorum komnir með skautana okkar í skrúfstykkið hjá honum til þess að skerpa þá og við vorum fyrir þeim fullorðnu, átti hani. til með að vera svolítið snarpur við okkur, þó sennilega meira í gamni en alivöru, en út úr smiðjunni lét hann okkur ekki fara með skautana óskerpta. Þess vegna höfðum við það á tilfinn-, ingunni, að ef við komumst með skautana inn úr smiðjudyrunum var okkur borgið. Hallgrímur er vel hagur mað- ur. Hann leysti störf sín af hendi með mikilli prýði. Hann er sér- staklega vandvirkur á allt það sem hann leggur hönd að. f smiðjunni var oft mikið að gera. Þangað komu og leituðu við- gerða á þessum árum margir er- lendir togarar, að auki við það sem annað þurfti að vinna. Með litlium mannafla var oft erfitt að afkasta þvi, sem kallað var eftir að gera. En smiðjan á Vatneyri •X •'^•^.•^.•^.•^.••^•^.•^•‘^.•^.•^.•^.•^►•^V I. DEILD AKUREYRI: Á morgun (sunnud.) kl. 5 Fram — Akureyri Dómari: Baldur Þórðarson. Línuv.: Björn Karlsson, Gunnar Aðalsteinsson. Sjáið fyrsta leik íslandsmótsins á Akureyri. II. DEILD MELAVÖLLUR: í dag (laugard.) kl. 5 ísafjörður — Víkingur Dómari: Grétar Norðfjörð. MELAVÖLLUR: Á morgun (sunnud.) kl. 4 Ssaf jörður — Breiðablik Dómari: Carl Bergmann. NJARÐVÍKURVÖLLUR: Á morgun (sunnud.) kl. 4 hafði á sér gott orð, undir stjórn Hallgrims, fyrir það sem þar var leyst af hendi. Hallgrímur var vel látinn af sín- um undirmönnum. Lærlingarnir, sem hann kenndi, héldu jafnan tryggð við hann sem kennara sinn, eftir að þeir höfðu lokið ■náminu. Hann stjórnaði verkstæðinu á Vatneyri til ársins 1926, en þá lét hanj. þar af störfum og setti upp litið verkstæði, sem hann starfrækti, þar til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1941. Ýmis félagsstörf hlóðust á Hall- grím meðan hann bjó á Patreks- firði Hann átti sæti í hrepps- j nefnd. skólanefnd og sóknarnefnd >á var hann hreppstjóri Patreks- hrepps árin 1933 til 1941 eða þar til hann fluttist ’.vurtu. Öll þessi störf rækti Hallgrímur af mikilli alúð og skyldurækni. | Hann varð oddviti þeirrar nefnd- ar, sem hreppstjóri, til þess að leysa þau störf vel af hendi. og vildi af hvorugum hafa. skatt- börgaranum e5'áT f+tfk -.—f, * Hallgrímur er mikill framsókn armaður og hefur helgað þeim flokki öll sín pólitísku störf frá stofnun þess flokks. Hann var góður s.tuðningsmaður Bergs Jóns sonar, fyrrum sýslumanns og al- þingismanns, og átti sterkan þátt í að koma honum á Alþing á sín- um tíma. Hallgrímur giftist 27. október 1908 Haildóru Guðbrandsdóttur, sem þá bjó á Móbergi í Rauða- sandshreppi, en fluttist síðan til Patreksfjarðar Hún lézt 7 októ- ! ber 1937. Börn þeirra eru: Adólf, : loftskeytamaður á b.v. Gylfa; I Jónas, járnsmiður í Reykjaivík; Helgi, húsg.arkitekt í Rvík: Guð- i mundur, matsveinn á m.b Guð- 1 mundi Þórðarsyni; Margrét. gift í Reykjavík og Kristbjörg, gift í Ameríku. Tvo efnilega syni missti Hailgrimur: Magnús, sem lokið hafði prófi í Samvinnuskólanum og Richarð, sem var að byrja nám í sama skóia. Hallgrímur fiuttist árið 1941 með þeim börnum sínum. sem þá \dru heima ógift, til Reykjavíkur og bjó á Skólavörðustíg 36 Dóttir hans, Margrét, hélt fyrir hann hei.milið eftir lát móðu’- sinn ar, fyrst á Patreksfirði og síðar í; Reykjavik, þar ti.l hún giftist Óskari Guðmundssyni. stýrimanni, frá Felli i Tálknafirði En Hall- grímur býr hjá þeim síðan Þau eru nú búsett á Álfheimum 11 A ! í Reykjavík. I Reynir Dómari: Einar H. Hjartarson. i Hallgrímur er vel ern. Hann fylgist með öllum málum. en þaðj háir honum mikið að hann hefur nálega misst sjónina. Ég óska honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með afmælið. Og vona að hann haldi góðri heilsu ófarin æviár. Ferðafólk - Ferðafólk Hinum fjölmörgu ferðamönnum, er um Borgar- fjarðar hérað fara, viljum við benda á, að hið nýja og rúmgóða verzlunarhús í Borgarnesi gerir okkur kleift að veita aukna og betn verzlunarþjónustu en áður. Verzlum með ýmsar góðar vörur til ferðalaga og allar venjulegar nauðsynjar. Gerið svo vel að líta inn. Kaupfélag Borgfiröinga Borgarnesi LOKAÐ Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 10. þ. m. Tollstjórinn í Reykjavík .“V rN »V*X*XrV.V «*V *V*V *V ‘V*1 BlLASALINN við Vitatorg Bílarmr eru hjá okkur. Kaupin gerast hiá okkur BlLASALINN við Vitatorg. Sími 12 500. Dodge Weapon Vil kaupa Dodge Weapon. Má vera með lélegri yfir- byggingu. — Upplýsingar næstu daga í síma 32778. V »V*V •V. «v»v»v «v»v*v «v»v»v» innllegar þakkir tll allra, er sýndu okkur samúð og vlnáttu v!8 fráfall móður okkar, Sesselju Loftsdóttur Lækjarbrekku. Börnln. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, Sigríðar Ólafsdóttur, Þorvaldseyri. F. h. barna og tengdabarna, Eggert Ólafsson. Hjartkær amma mln, Guðrún Halldórsdóttir, frá Langagerði, verður jarðsungin þriðjudaginn 11. júlí. Athöfnin hefst með bæn að heimili hennar, Hvolsvelli, kl. 1 e. h. Jarðsett verður að Breiðabólsstað. Fyrlr mína hönd og annarra aðstandenda. Hulda Sigurlásdóttlr. Baldur Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.