Tíminn - 08.07.1961, Blaðsíða 13
TÍMIN N, laugardaginn 8. júlí 1961.
13
Lögfræðiskrifstofa
Laugavegi 19
SKIPA- OG BÁTASALA
Tómas Árnason hdl.
Vilhjálmur Árnason hdl. ''Ú
Símar 24635 og 16307.
Heimilishjálp
Tek gardínur og dúka 1
strekkingu Upplýsingar i
síma 17045.
//. óíJan
(Framhald af 11. síðuj
tíminn". Hún hefst á styrjaldarár-
unum með því, að Gestapoher-
maður ögrar meðlim í leynilegum
samsærisflokk og verður því grun-
aður um svik. Seinni hluti mynd-
arinnar á sér stað núna: félagan-
um úr andspyrnuhreyfingunni
hefur ekki enn tekizt að losa sig
við brennimark svívirðingarinnar,
en í Vestur-Þýzkalandi, er Gestapo
hermanninum stefnt fyrir rétt.
Hann fær þar hlægilega létta refs-
ingu vegna íhlutunar fyrrverandi
yfirmanns hans, sem að vísu fyrir-
leit hann, en fannst hann verða að
sýna samhjálp sem hermaður
Tvær nýlegar myndir haía vak-
ið athygli: „Vertu sæl — til morg-
ungs“ (Morgenstem), _sem má
segja að sé sagan um Öskubusku
í nútímabúningi. Öskubuska er
þar í gervi leikstjóra stúdenta-
leikhúss, en prinsinn — dóttir er-
lends ræðísmanns í hafnarborg.
Myndin er Ijóð um ófullnægða ást.
„Enginn kallar“ eftir Kutz er sál-
arlífslýsing tveggja elskenda, sem
öðlast vitneskju um ábyrgð sína
gagnvart lífinu — jafnframt því
sem hún er frásögn um flutninga
til vesturhéraða Póllands. Nokkrir
gagnrýnendur tóku myndinni illa,
en hún vakti athygli unga fólksins.
Á sviði sálarlífsmynda er „Jó-
hanna, móðir englanna" einhver
sú allra bezta, töfrandi mynd.
Leikstjóri er Jerzy Kawalerowicz.
Listamaðurinn hefur hér valið sér
að viðfangsefni franska arfsögn
frá 13. öld um klausturstýru, sem
gafst djöflinum á vald, og um
pr'est, er fæst við djöflasæringar
Kjarni verksins er, að lýsa d.'ama-
tískri innri baráttu persóna, sem
eru flæktar í net þröngra og ó-
hagganlegra siðferðisreglna, sem
einhverntím-a voru meðteknar í
hugsunarleysi, án þess að menn
gerðu sér afleiðingarnar ljósar.
Farið er mjög sparlega með öll
tjáningartæki, en það leggur að-
eins aukna áherzlu á afl tilfinn-
inganna, sem þessi óvenjulega
mynd lýsir. „Jóhanna, móðir engl-
anna“ fókk verðlaun, „Silfurpálm-
ann“, á kvikmyndahátíðinni í
Cannes 1961.
Önnur söguleg mynd -„Kross,
riddarar" eftir Aleksander Ford,
er af annarri gerð og tekur fyrir
annað efni. Það er sótt í skáldsögu
Sienkiewicz, höfundar sögunnar
„Quo vadis“. í 'henni er tekið til
meðferðar vel þekkt. efni um þátta
skil í sögunni með þúsundum af
aukaleikurum, áhrifamifclum bar-
dögum, litskrúðugum búningum,
cinemascope, eastmanlitum — án
þess þó að gefa hugmyndalegar og
fagurfræðilegar kröfur upp á bát
inn. Árangurinn er óaðfinnanleg
mynd hvað uppbyggingu varðar,
leik og leikstjórn. Hún er viðvör-
un gegn endurfæðingu þýzkrar
hefndar- og hernaðarstefnu. Jafn-
framt sannaði þessi mynd, að
pólsk kvikmyndalist ér fær um að
leysa hin erfiðustu og dýrustu
verkefni í kvikmyndagerð.
„Krossriddararnir“ koma brátt
til sýninga í kvikmyndahúsum'
víða í Evrópu, því að öll Evrópu
lönd, að undanteknu Vestur-Þýzka
landi, hafa keypt myndina. í maí
síðastliðnum var hún tekin til sýn
inga í stærsta kvikmyndahúsi Par
ísar, „Gaumont Palais“, sem tekur
5000 áhorfendur í sæti. Leikstjór
inn, Aleksander For'd, var við-
staddur frumsýningu myndarinnai*
í París. Hann hefur látið svo um
mælt við blaðamenn, að áhorfend
ur á frumsýningunni þar hafi tek
ið myndinni mjög vel, og líkur séu
því til, að hún nái hylli franskra
kvikmyndaunnenda.
Pólskar gamanmyndir hafa ver
ið misjafnar, en nú. hafa komið
fram tvær allgóðar ádeilumyndir-
„Anton heppni“ eftir Bielinski og
Haup og „Eiginamður konunnar
sinnar“ eftir Bareja. Báðar mynd-
irnar henda gaman að ýmsum fyr-
irbrigðum í þjóðlífinu.
Vert er ,að minnast á tvær
myndir um gleði og sorg barn
anna, enda þótt þær séu eki síður
ætlaðar fullorðnum en börnum:
„Lituðu sokkarnir" eftir Nasfeter
og „Heimsókn forsetans" eftir Ba-
tory. f þessum myndum speglast
vandamál nútímans í lífi yngstu
kynslóðarinnar.
í Póllandi er kvikmyndalistinm
veitt mikil athygli. Ungir skapandi
listamenn, sem hafa fengið ást á
þessari list, reyna að tjá vandamál
nútímans á máli, sem allir skilja,
og þeir leggja sig allir fram um
að fullkomna það mál. Sú viðleitni
hefur kojnið í ljós í þeim myndum
sem hér hafa verið gerðar að um
ræðuefni, og búast má við, að hún
komi eins fram í þeim, sem gerðar
verða í framtíðinni.
EINKAUMBOÐ FYRIR LEYLAND MOTORS LTD.
almenna verzlunarfélagiÖ h.f.
1 4
Laugavegi 168 — Reykjavík — Sími 10199.
Leyland Motors Ltd.
eru einir af frumkvöðl-
um vörubílaiðnaðarins.
Með meira en fimmtíu ára
reynslu að baki eru þeir orðnir
stærstu einstöku framleiðendur sterkbyggðra vörubifreiða og stærstu útflytjendur í þessum flokki bifreiða í heiminum.
Við bendum yður á að kynna yður gæði og hið hagkvæma verð Leylarid Super Comet og Leyland Power Plus Beaver
vörubifreiða áður en þér festið kaup á vörubifreið.
evland super comet
CD
Sökum mikillar eftirspurnar á Leyland vörubifreiðum, þá er afgreiðslufrestur nú tólf mánuðir. Verksmiðjurnar hafa þó
sýnt okkur þá velvild að láta okkur hafa nokkrar bifreiðir til ráðstöfunar fyrr.
Við biðjum eigendur og forráðamenn eldri Leyland bifreiða að hafa samband við okkur.