Tíminn - 11.08.1961, Qupperneq 13
>
TÍMINN, föstudaginn 11. ágúst 1961.
13
ins, myndi þá hestur lakari barn-
inu til skemmtunar en margt ann
að, þar sem sýnt er, að hægt er
að' temja hesta á svo margan
hátt börnum til unaðar og íþrótta?
Hins vegar er rétt að gera sér
grein fyrir því, að uppeldi og eink
um þó tamning hesta kostar tals-
vert, aðallega þó fyrirhöfn. Enn
fremur má gera sér það ljóst ,að
mörg hross borga aldrei þá fyrir-
höfn, vegna þess að þau vantar
þá hæfileika, sem í þeim þurfa
að búa.
Með ræktun hestsins er verið
að útrýma ókostunum, og allir
vita, að þetta er hægt, en tekur
sinn tíma og hefur óhjákvæmileg-
an kostnað í för með sér. Fjöldi
bæjarmanna þrá að eignast vel-
tamda hesta, þæga gæðinga. Þá
snilld og það vit, sem alhliða góð-
hestur hefur að geyma, kunna
ekki allir menn að meta til fulls
og það af þeirri einföldu ástæðu,
að örfáir menn sýna hestum sín-
um þann sóma, atlæti og tamn-
ingu, að þeir leggi fram nema
hluta af kostum sínum og hæfi-
leikum.
Fæstir bæidur hafa tíma ti.l
að gera unghes.ta sína nema band-
v'ana. Þess vegna hafa hestamanna
félögin komið á fót tamningastöðv
um, skólum fyrir ótamin hross.
Pil slíkrar vetrarstarfsemi þarf
vönduð hesthús og úrvals kennara
(tanmingamenn).
Frá þessum hestaskólum, sem
jru mjög margir í landinu, koma
árlega mörg ungvið'i, sem hlotið
hafa byrjunarþjólfun. Eigandan-
um ber svo að halda áfram að
temja, en hvernig það tekst er
ætíð borin von. Eigandinn verð-
ur að vera laginn réiðmaður, til
þess að framhaldstamning beri
sæmilegan árangur og kunnáttu-
samur til þess að gera sér gæðing.
i’. Sennilegt má telja, að' einn þátt
'ur kynbótastarfsins verði með'
tímanum s'á, að altemja, þannig
að„ fullséð verði á tamningastöð-
i.nni hvers konar hest sé um að
ræð'a. Hitt yrði svo að vera eig-
andans verk, að veita hesti sín-
um frekari þjálfun, s.em kæmi
með tíð og tírna.
Það er svo sérstakt mál, að
kenna fólkinu reiðmennsku, þó
að mörgum mönnum sé þegar
ljóst, að einnig það á að koma í
kjölfar ræktunar hestsi.ns, er sú
framk'væmd enn ekki tímabær,
meðal annars vegna þess, að for-
ustumennirnir eru smeykir við
orðið reiðskóli, en þetta tvennt,
að temja hesta og kenna áhuga-
fólki að ríða hesti, er nátengt
hvort öðru.
Hvað sem öllu þessu Iíður, er
augljóst, að á bak við það hesta
ræktarstarf, sem þegar hefur unn
izt og sýnt var nú síðast á Rangár-
bökkum, liggur mikið starf. Starf
reist á mikilli trúmennsku og á-
huga nokkiuTa manna, ýmist sem
trúverðug þjónusta og sjálfboða-
vinna jafnframt eða eingöngu s.em
sjálfboðavinna í ótal myndum.
Margir menn vilja ófúsir una því,
að blöð og útvarp sýni þeim áhuga
skort í sambandi við þau störf,
er ég hef hér farið um nokkrum
orðum.
Að lokum legg ég til að stjórn
ýmissa móta, sem haldin eru í
sveitum, leggi til glöggan, smekk
legan leiðbeinanda-, en blöðin og
útvarpið, fréttamenn og Ijósmynd
ara, Þannig væri tryggt svo vel
sem hægt væri, að framreitt yrði
fréttaefni, kærkomið öllu fjar-
stöddu sveitafólki og fjölda bæjar
manna.
Þess háttar vinnubrögð my/idu
jafnframt fullnægja þeim tilgangi
blaða og útvarps að gera sitt
bezta fyrir alla lesendur og hlust
endur.
Ats. ritstjóra. Rétt er að geta
þess sem athugasemdar við grein
Bjarna á augarvatni, að Tíminn
sendi til landsmóts ungmennafélag
anna að Laugum þrjá menn, blaða
mann, íþróttafréttaritara og ljós-
myndara. Lýstu þeir síðan mótinu
Jóhannes Ásgeirsson:
Ævintýri ofan skýja og neðan
Þegar ég var unglingur, las
ég mjög tröllasögur og alls
konar ævintýri — og þar á
meðal ævintýrið um klæðið,
sem leið um loftið — klæðið,
sem flaug. Þá þurfti ekki ann-
að en stíga á klæðið og segja:
„Fljúgðu, fljúgðu, klæði". Þá
hófst það á loft og flaug til
óskalandsins með farþegann
eða farþegana.
Á þeim árum hef ég víst lítt
hugsað um það, hvernig slíkt
mætti eiga sér stað á raunhæfan
hátt. Nú skilst mér, að slíkar frá-
sagnir séu táknrænar fyrir þá þrá
og ósk mannsins að geta flogið
eins og fuglainir, áður en flugvél-
ar komu til sögu.
Svo var það fimmtudaginn 13.
júlí 1961, að mér datt í hug að
stíga á klæðið eins og í gömlum
ævintýrum. Klukkan 2,15 eftir
hádegi á ég að koma suður á
Reykjavíkurflugvöll. Eg lét ekki
standa á mér, en það dróst, að lagt
væri af stað. Eg sat í afgreiðslu-
salnum ásamt Kjartani Hjálmars-
syni, kennara. Birtist þá allt í einu
mikill maður að vallarsýn — Láius
Salómonsson hinn sterki — og
! býður okkur að setjast við borð
: sitt og drekka með sér kaffi. Var
það böð með þökkum þegið.
Gerðist nú stundin stutt, áður
en kallað væri til brottfarar, og
jskyldu þeir, sem hefðu töluna 3
á spjaldi sinu ganga út að flug-
vélinni. Þessi flugvél var raunar
ekkert klæði, heldur ferlíki mikið,
sem að skapnaði var hvorki fugl
né fiskur, en hafði þó svip hvors
tveggja.
i Eftir stunur miklar og þrumur
i hófst ferlíkið á loft og yfirgaf
jörðina. Eftir stutta stund var
j sólskinið horfið ásamt jörðinni, og
1 umhverfis ekkert nema úrg þoka.
1 Stundum sást þó upp í heiðan
, himin, en neðan við okkur sáust
' aðeins hvítir skýjabólstrar. Ein-
staka sinnum sáum við þó niður
um skýjaþykknið til jarðar, en
I þar voru allir hlutir orðnir smáir
1 í fjarlægðinni, jafnvel fjöllin orðin
lágkúruleg og byggingar mann-
anna eins og barnaleikföng.
Ekki leið þó á mjög löngu, áður
en flugvélin lækkaði flugið og
við stóðum aftur á jörðinni —
austur á Héraði hjá Egilsstöðum,
þeim landskunna stað. En hér var
ekkert sólskin og kuldinn napur
sem á þorra. Eg var svo heppinn
að ná þá þegar í bílstjóra, Har-
ald Magnússon að nafni, á Vík-
ingsstöðum í Vallahreppi, og ók
hann mér þegar um kvöldið fram
að Þingmúla í Skriðdal. Þar var
til forna þingstaður fyrir fjórð-
unginn, og draga sýslurnar báðar
nafn af honum — Múlaþing. Þarna
var lengi prestssetur, og þar er
j enn gömul kirkja og grafreitur
í Skriðdæla.
1 Fögur er fjallasýn í Skriðdal
og víða vinalegt að líta heim til
bæja, þótt aðeins séu nokkur skref
frá sumum bæjum upp að neðstu
snjósköflunum í fjallshlíðum.
Kalt er hér í klettasal, .
kulda slær að mönnum.
Skúmhöttur í Skriðudal,
skjöldóttur af fönnum.
í fjarska blámaði fyrir Breiðdals
heiði, þar sem daladrögin enduðu.
Eftir góðar veitingar og viðtök-
í frásögn og myndum, og birtust
frá mótinu 17 myndir hér í blað-
inu, og a.m.k. lesmálsfrásögn á
fjórum síðum. Var þar í senn
heildarlýsing á mótinu og öll úr-
sl.it í fr>':„um íþróttum, sundi og
starfsíþróttum.
X
ur í Þingmúla, ókum við í Hall-
ormsstaðaskóg. Þar inni í skóg-
inum ,er eyðibýlið Ormsstaðir.
Guttormslundur er sérkennilegasti
staðurinn í skóginum. Laufskrúð
trjánna er svo þétt, að skuggsýnt
er í lundinum og trjástofnarnir
svo sléttir og jafngildir, að þeir
minna á súlur, er bera uppi víð-
áttumikið hvolfþak á stórri bygg-
ingu. Svipur Atlavíkur er sér-
kennilegur og hlýlegur. En bragg-
ar — eða byggingar í braggastíl
— stóðu þar í útjaðri eins og
líkamslýti á fagurri ásjónu. Eg
skil ekki, hvers vegna Atli gamli
landnámsmaður er að þola þetta
í landi sínu.
Daginn eftir er ég á leiðinni
til Akureyrar. Þokan — þessi
gamli óvinur ferðamannsins ligg-
ur enn yfir öllum fjöllum og byrg-
Jökuldalurinn er mjög langur
og vart meira en hálfnaður, þar
sem vegurinn beygir upp á Jökul-
dalsheiði. Heldur er hún kuldaleg
og hrjóstrug heiðin sú í augum
ferðamannsins, sem kemur frá
gróðursælum sveitum og héruðum.
Hún mun vera hæsta og víðáttu-
mesta háslétta landsins, þar sem
byggð hefur verið. Þarna ber mest
á gróðursnauðum sandöldum og
grýttum ásum, en inni á milli
þeirra munu þó leynast á stöku
stað lífgrös þessarar víðáttumiklu
lieiðar, þar sem byggð hélzt þó í
rúma öld. Fyrsta býlið mun hafa
verið reist þar 1841, og hið síðasta
fór í eyði 1943—4.
Svo langt var þar yfir’leitt á
milli bæja, að svaraði 2—3 Mukku
stunda göngu, og fram til 1875
voru fjarlægðirnar svo miklar til
í uppeldisstöð í Atlavík.
ir alla útsýn. Við höldum yfir
Lagarfljótsbrú og upp í Fellin, en
sjáum aðeins nokkra metra frá
bílnum. Þegar komið er að Hró-
arstungu, fer þokunni að létta, og
sér þá til Héraðsflóa og Hlíðar-
fjalla. Hróarstunga hefur greini-
legan heiðasvip, en gróin er hún
vel og grösug að sjá. En ekki gat
ég komið auga á þá miklu fegurð
þar, sem Páll Ólafsson yrkir svo
um:
Við mér hlógu hlíð og grund,
hvellan spóar sungu.
Enn var þó til yndisstund
í henni Hróarstungu.
En brátt hverfur Hróarstunga
einnig að baki, en Jökuldalurinn
kemur í framsýn ásamt Jöklu
gömlu, sem brýzt áfram öskugrá
og reiðileg yfir ófrelsi sínu milli
þröngra bergveggja. Lengi hefur
hún reynt að sprengja þetta gamla
fangelsi, þessa fjötra, til þess að
öðlast meira svigrúm og frelsi, en
bergrisarnir eru sterkir og láta
Jöklu ekki ganga sér úr greipum,
þótt átök hennar og umbrot verði
stundum tröllsleg og æðisgengin.
Mikið er um grávíði og önnur
gæðagrös á Jökuldal, og mun þar
vera sauðland ósvikið. Ekki undr-
ar mig heldur, þótt Benedikt minn
Gíslason frá Hofteigi sé þrekinn
um herðar og þéttur á v’elli að
hafa alizt upp á því kjarnmikla
sauðakjöti, sem þarna er framleitt.
Við komum við á Skjöldólfsstöð-
um, þeim gamla landnámsbæ:
„Skjöldólfur Vémundarson, bróðir
Berlu-Kára, nam Jökuldal fyrir
austan Jökulsá upp frá Hnefils-
dalsá og bjó á Skjöldólfsstöðum."
aðdrátta úr næsta kaupstað, að
svara mundi til 16—18 stunda
lestaferðar. Sá hluti heiðarinnar,
sem vegurinn liggur um, heitir
Miðbunga. Á þeirri leið sá ég rúst
ir tveggja eyðibýla. Þær voru
sagnafáar, en gáfu þó grun um
það, að frá ýmsu hefðu þær að
segja um lífsbaráttuna, sem þar
( var háð á sinni tíð, og þá ódrep-
andi seiglu og kjark þessa fólks,
sem háði styrjöldina við æðis-
i gengna stórbylji hásléttunnar, sam
gönguleysi og öryggisleysi á öll-
um sviðum.
Mér varð hugsað til gamla dals-
ins heima, þar sem ég ólst upp.
Þar var talið afskekkt og erfitt til
aðdrátta, og finnst mér þó, að það
hafi verið leikur hjá því að búa
uppi á Jökuldalsheiði, því að í
kaupstað þaðan var álíka langt og
til næsta bæjar á heiðinni.
Þegar yfir Jökuldalsheiði kem-
ur, tekur við íslenzk eyðimörk —
Möðrudals- og Mývatnsöræfi. Þar
sést varla stingandi strá á tugum
kílómetra. Möðrudalur er eins og
vin í eyðimörk þessari. Þar er fag-
ur fjallahringur og litir furðulegir
: í fjöllum, svo að ég hef ekki séð
! þá annars staðar fíngerðari að
' blæbrigðum. Þeim verður ekki
lýst svo að gagni verði. Ferðamað-
urinn verður að sjá það sjálfur. Á
Grímsstöðum drukkum við kaffi.
! Mikið hefur verið byggt í Reykja
hlíð við Mývatn- síðan ég kom þar
síðast árið 1937. Þar er í smíðum
ný kirkja. Gamfi bærinn er að gef
ast upp fyrir nýja tímanum. Hann
er að falla og einmanalegur í hópi
þessara nýju bygginga.
Framsóknarfundurinn
(Framhatd a.t 9 siðu I
voru þjóðhollir, hóflegir og sann
gjarnir samningar, sem voru svo
| vel úr garði gerðir, að þeir áttu
að \geta orðið grundvöllur varan-
i legra kjarabóta og vinnufriðs í
landinu næstu ár. Samvinnufélög
in leystu þann hnút, sem ríkis-
stjórnin var búin að koma kjara
málunum í. Samningarnir voru
gerðir til langs tíma og segir það
nokkuð til um vinnubrögðin. Það
var farið öðru vísi að en þegar
Bjarni Ben. lét atvinnurekendur
bjóða fram kauphækkanir sum-
arið 1958, eftir að launin höfðu
verið hækkuð með lögum og vitað
var, að kauphækkun umfram það
myndi setja efnahagsaðgerðir
vinstri stjórnarinnar úr böndun-
um. Samkomulag samvinnufélag-
anna og verkalýðsfélaganna var
gert til eins árs og var ekki upp-
segjanlegt, nema ef gengislækkun
yrði eðá vísitalan hækkaði um 5
stig. Eftir ár skyldi kaup svo
hækka um 4% og samningarnir
framlengjast, ef báðir aðilar sættu
sig við það. Voru þeir þá ekki upp
segjanlegir, nema vísitalan hækk
að'i um 7%. Eftir tvö ár akyldu
samningarnir svo framlengjast
enn, ef báðir aðilar sættu sig við.
Eftir allt sem á undan var gengið
déttur engum í hug að 10% kaup
hækkun hafi verið meira en hugs-
anlegt var að ná samkomulagi um
við verkalýðsfélögin. En ef þessir
samningar samvinnufélaganna og
verkalýðsfélaganna voru gerðir til
þess að sprengja ríkisstjórnina í
loft upp eins og Mbl. og Alþbl.
segja, dettur þá nokkrum í hug
að halda, að eytt hefð'i verið í það
4 nóttum og 4 dögum til að ná
slíkum atrið'um inn í samninga,
sem þessum, er stuðla áttu að var
anlegum vinnufriði? Menn skulu
athuga það, að 5 vísitölustig nú
svara til 10 stiga í tíð vinstri
stjórnarinnar og 7 stig ti:l 15 stiga
1958. Vinstri stjórninni var hins
vegar neitað um eitt einasta stig,
en það var vegna þess, að Moskvu-
kommúnistar og kratar vildu
vinstri stjórnina feiga. Ef vinstri
stjórnin hefði fengið slíka samn-
inga og þessa, þá sæti hún eflaust.
enn við völd og þá hefðu menn
ekki fengið það yfir sig, sem þeir
hafa orðið að þola og það ætti að
vera ýmsum holl lexía.
Að loknum ræðum framsögu-
manna töluðu þeir Hannes Páls-
son, Einar Ágústsson, Óskar Jóns,-
son frá Vík og Þórarinn Þórarins
son.
Úr þessu mun ég fara fljótt yfir
sögu. Sunnudaginn 16. júlí fórum
við í glampandi sólskini frá Akur-
eyri. Kaldbakur var kuldalegur en
tignarhár til að sjá, þar sem hann
stóð sem útvörður Eyjafjarðar á
yzta nesi. Þegar við komum inn í
Oxnadalinn, hvolfdi gamli þoku-
óvætturinn sér yfir fjöllin, svo að
ég sá aðeins móta fyrir Hraun-
dranga eins og tröllkarli. Sjö eða
átta eyðibýli taldi ég í dalnum,
og þar á meðal Bakkasel, sem eitt
sinn var gestahæli allan ársins
hring að heita mátti.
Mér fannst Blöndu hafa farið
illa aftur síðan ég sá hana síðast
fyrir 3—4 árum. Hún bældi sig
niður milli lágra steina og læddist
fram. En einhvern veginn grunaði
mig það samt, að enn ætti hún
það til að skvetta úr sér, þótt göm-
ul sé að árum.
Á Blönduósi hafa litlar breyting
ar orðið síðustu tuttugu árin finnst
mér. Þegar ég kom í Hrútafjörð,
fannst mér þar svo kuldalegt um
að litast, að mér datt í hug gömul
vísa um einhvern stútabjóð, sem
þar hafði átt heima og ýmsum
þótti gott að hitta, og mundi enn
gott ef hann væri uppi. En vísan
er svona:
Þú ert Hrútafirði frá
frægur stútabjóður.
Mjaðarkútum aðeins á
elur klútatróður.