Tíminn - 11.08.1961, Blaðsíða 14
14
T í MIN N, föstudaginn 11. ágúst 1961.
fast Land undir fæti. Og því|
gekk hann hér um dag hvern
sem óhreinn maður. Og á ó-
hreinum manni höfðu allir
imugust. Óhreinn, hafði hann
hugsað út í það áður. Gat
sönn ást óhreinkað nokkurn?
Mennirnir ályktuöu og
dæmdvv Þeir rótuðu upp
óhreinindum og villtu sýn.
Slikur var þeirra háttur. Þeir
mátu að jöfnu ástleysi laus-
ingjans og sanna ást. Og var
þó ólíku saman að jafna. Það(
hefðu allir átt að sjá muninn
á því tvennu, að þrá afkvæmi
sitt og elska það og vilja á all
an hátt stuðla að velferð þess,
eða hinu, að lítilsvirða barn
sitt og láta sig engu varða líf
þess og framtíð.
Óskar þráði að eignast fleirl
falleg börn með konunni sem
hann unni. Hér yrði það
dauðadómur. Þar á landi
frelsisins, yrði það gleðiefni,
sem nyti verndar og varð-
veizlu. Það munaði miklu.
Þetta var að sönnu djarfur
leikur, en vert var að reyna
hann. Honum fannst nóttin
rökkurmild hvísla: „Leitaðu
lífsins, meðan það er að
finna. Kallaðu, meðan til þín
hítyrist. Réttu út höndina og
gríptu óskasteininn. Hann
liggur nú við fætur þínar.
Plugtjaldið mikla bíður eftir
þér. Stígðu á það og inn í
undralandið. Nú er tækifærið.
Það kemur ekki aftur, sé því
sleppt."
— Guð hjálpi mér. Óskar
reis á fætur. — Guö hjálpi
mér, endurtók hann og leit í
allar áttir. Nýi bærinn dró
hann til sín. Þar átti hann
dýrustu eign sína. Þess vegna
stóð hann nú á vegamótum.
Hann hélt til nýja bæjarins.
Stakk lyklinum, sem hann
hafði sjálfur smíðað, í úti-
dyraskrána, lokan gekk frá-
Hallfríður vaknaði, er hann
lauk upp baðstofuhurðinni.
Tveir, hlýir ástríkir armar
buðu hann velkominn. Hann
afklæddist í skyndi og hvarf
til hvílunnar, til hennar, sem
hann þráði heitast. Slíkan
munað hlaut hann að kaupa
dýru verði. Það var ekki um-
talsmál.
Þau mæðginin sváfu jafn-
an ein í nýja bænum. Óskar
hafði smíðað sterká flautu.
í hana átti Hallfríður að
blása, ef einhvers þurfti meö.
Hún hafði sjaldan þurft til
hennar að taka. Og aldrei
vegna neinnar háskasemdar.
Hún hafði reynt hana í ýms-
um veðrum og aldrei brugð-
izt það, að til hennar heyrð-
ist inn í gamla bæinn.
Fjóra daga og fimm nætur
dvöldu trúboðarnir á Sjávar-
bakka. Óskar fylgdi þeim úti
og inni, og margt var rætt.
Þegar þeir fóru, hafði hann
ekki enn tekið fullnaðar-
ákvörðun. Hann var bundinn
í báða skó. Eitthvað mikið
varð að ske svo að hann
þekkti sinn vitjunartíma. Og
það lét ekki á sér standa.
XXX
Mikil plága sótti sveitina
ert ekki hjá mér“. Það var
fyrst, er hann hafði snúið sér
að sveininum, að hanrf varð
ánægðiv. „Nú ertu hjá mér“,
og handleggurinn kom og tók
utan um háls föður hans.
Einu sinni, er Óskar var hátt
aður og sveinninn sneri sér
til veggjar, þá mjög þreyttur
og að sofna, þá sagði Óskar:
„Ætlar þú ekki að vera hjá
mér, Jósafat minn“. Dreng*!
urinn tók viðbragð, sneri sér;
að föður sínum og rétti fram
1111 *
BJARNI UR FIRÐI: III * +
AST I M IEINUM
29
heim. Barnaveiki geisaði og
börnin hrundu niður í tuga-
tali. Veikin barst að Sjávar-
bakka um réttirnar. Annar
smalinn kom heim sjúkur.
Hann li.fði veikina af. En sum
systkini hans urðu mjög hart
úti. Og hvaðanæva spurðust’
hin hörmulegustu tíðindi. Um
veturnsétur lá Óskar yngri.
Var tvísýnt um líf hans, þótt
elztur væri og þroskamikill.
En er honum tók að skána,
lagðist Jósafat litli. Og þá var
ekki að sökum að spyrja.
Þremur nóttum siðar bar fað
ir hans lík hans fram á dyra-
loft. Rúmið í bænum leyfði
ekki annað. Nú var hlé um
'stund. Óskar smíðaði utan um
drengir.n sinn og minntist þá
margs, sem sérstætt var og
hugljúft í fari þessa unga
sveins. Hann hafði flutt úr
nýja bænum, er Hallfríður
lagðist á sæng. Og síðan hafði
hann hvilt við hlið föður
síns hverja nótt, að heita
mátti. Ekkert af börnum Ósk-
ars hafði sýnt' honum slíka
ástúð. Alltaf varð hann að
snúa sér að drengnum í hvíl-
unni, annars fannst honum
hann ekki vera hjá sér. Ef
Óskar lá á bakið, átti hann
víst, að sveinninn segði:
„Vertu hjá mér, pabbi
minn“. Og ef Óskar sagði „Eg
er hjá þér væni minn“, þá
neitaði drengurinn því. „Þú
handlegginn. Þannig sofnaði
hann.
Nú var hann dáinn.
Óskar h?fði misst eitt sitt
elskulegasta barn. Þetta var
fyrsti sári missirinn. En það
var ekki öll nótt úti enn.
Veikin var lengi að tína upp
börnin. Hún fór sér að engu
óðslega, en gekk nærri lífi
flestra barnanna. Öll réttu
þau þó við. Og ; er sfe'ínasta
barnið var i afturbata i gamla
bænum, veiktist Sigurður Ósk
ar. Þá flutti faðir hahs í nýjaj
bæinn. En þrátt fyrir öll ráð
og viðleitni, varð drengnum*
ekki bjargað. Foreldrar hans’
horfðu upp á hinn hörmulegj
asta harmleik lífs og dauða.j
Oftar en einu sinni tókst Ósk
ari að fá frest. En dauðinnj
sleppti ekki takinu. Drengur!
inn lézt í faðmi föður síns.
Óskar tók harmi sínum með
stillingu og karlmennlegri ró.
Vafði móður barnsins örmum
og reyndi á allan hátt að sefa
harm hennar. — Nú flytjum
við til Vesturheims. Þar verð
ur þú eiginkona mín að guðs
og manna lögum, og guð gef-
ur okkur efnisbörn, sagði
hann.
— Heldur þú ekki, að guð
sé að hegna okkur með þess-
ari reynslu, fyrir ókristilegt
athæfi? sagði Hallfríður.
— Hallfríður mín. Þetta er
guðlast. Guð hegnir engum,
sagði Oskar. — Guð er al-
fullkominn kærleikur. Við
skiljum ekki vísdómsorð hans.
En hefnd á hann ekki til,
hvorki þessa heims né annars.
Hitt er annað mál, að guð hef
ur gefið lífinu sitt lögmál að
fara eftir. Og lögmál guðs í
lífinu leiða mann samkvæmt
innræti manns sjálfs Ófarn-
aður og hamingja eru and-
stæður, sem nærast á breytni
mannsins. Þess vegna er sí-
gilt orðtakið „Sér grefur gröf
þótt grafi“. Eins og við sýkj-
umst af eitruðum mat. Eins
og við verðum innkulsa við
það að ganga frostinu á hönd
illa búin. Eins og við óhreink
um líf vort með saurugum
hugsunum og ljótum munn-
söfnuði. Þannig getum við á
margan hátt rofið heilbrigð-
islögmálið, sem sett er af
sjálfum höfundi lífsins. Við
getum skaðað okkur sjálf með
slíkri breytni og gerum það
oft. En guö hefur ekkert illt
í huga. Hann hefur frá önd-
verðu samið lög sín. Þau eru
heibrigð og efla allt gott. Við
erum sjálf okkar eigin böðlar,
er við brjótum lögmál guðs.
Drengirnir mínir báðir eru í
umsjá hins alfullkomna kær-
leika. Mig langaðí alveg sér-
staklega til þess að leiða þessa
drengi. Nú fá þeir að njóta
æðri leiðsagnar. Eg get ekk-
ert fyrir þá gert nema beðið,
og það skal ég gera. Ekki með
orðum eða huga, þá leið rata
ég ekki til guðs. En til hans
á bæn mín að ná. Hún er sá
eini farareyrir, sem ég megna
að veita. Eg bið fyrir þeim
með innsta þeli elsku, sem ég
ber til þeirra beggja. Og kær"
leikurinn mikli hlýtur að
finna þá bæn og bera hana
fram fyrir hásæti lífsins. Og
bá er öllu borgið.
Óskar mælti þessi seinustu
orð hægt og rólega, en þó með
svo augljósum hármi, að ekkij
var um villzt.
Hallfríður_ lygndi augunum
og hlustaði í gegnum tárin sá
hún sýnir við barm hins þrótt
mikla og f/löggskygna elsk-
huga.
Nokkrum dögum eftir lát
Sigurðar ÓsJtars kom Elín,
móðir Hallfríðar. Að þessu
sinni kom hún ein og var hjá
dóttur sinni fram yfir jarðar-
för drengjanna.
Ásrúnu hafði brugðið nokk-
uð við fráfall Jósafats, en það
var sem henni létti, er Sig-
urður Óskar fór sömu leiðina.
Hún talaði um það hvað þeir
hefðu verið samrýmdir, og
var varla hægt að skilja hana
öðruvísi en hún teldi það guð
. lega forsjón og fagra, að þeim
skyldi leyft að fylgjast að inn
í ríki himnanna.
Meira að segja sagði hún
við Elinu, er þær voru tvær
einar og ræddu um seinustu
atburði, án þess þó að gefa
nokkra skýringu á orðum sín
um: — Guð lætur ekki að sér
j hæða. En Elín hugsaði sitt,
þótt hún þegði.
Hallfríður hafði misst bæði
, börnin, sem hún unni heitast
á Sjávarbakka.
, Óskar lét ekki jarðsyngja
drengina fyrr en állir á heim-
ilinu voru komnir nokkurn
veginn til heilsu. Hallfríður
lá síðust allra á heimilinu.
Og þegar það spurðist, kom
Sigurður faðir hennar. En
Hallfríður rétti fljótt við. ósk
ar yngri fékk í sig svo mikinn
slappleika eftir veikina, að
lengi vetrar dróst hann á-
Föstudagur 11. ágúst
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Firéttir. —
8.35 Tónleikar. — 10.10 Veð-
urfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. —
12.25 Fréttir, tilk. og tónl.).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna": Tónleikar
15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. —
15.05 Tónleikar. — 16.00 Frétt
ir og tilk. — 16.05 Tónleikar.
— 16.30 Veðurfregnir)
18.30 Tónleikar: Harmonikulög.
18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veður-
fregnir.
19.30 Fréttir.
20,00 Tvö stutt hljómsveitarverk úr
óperum:
a) „Draumur" úr „Hans og
Grétu“ eftir Humperdinek
(Fílha.rmoníuhljómsveit
Lundúna leikur; Antony
Coliins stjórnar).
b) Forleikur að „Seldu brúð-
inni“ eftir Smetana (Sin-
fóniuhljómsveit Lundúna
leikur; Royalton Kisch stj.).
20.15 Efst á baugi (Tómas Karls-
son og Björgvin Guðmundss.).
20,45 „Vínarblóð”, óperettulög eftir
Johann Strauss (Þýzkir söngv-
arar flytja með kór og hljóm-
sveit undir stjórn Franz Mar-
szaleks).
21.00 „Við Gýgjarstein”: Svandís
Jónsdóttir les kvæði eftir Pál
J. Árdal.
21.10 Tónleikar: Sinfóniskar etýður
op. 13 eftir Schumann (Moura
Lympany leikur á píanó).
21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux-
inn” eftir Kristmann Guð-
mundsson; I. (Höfundur les)
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi maður
inn” eftir H. G. Wells; XV.
(Indriði G. Þorsteinsson rith.).
22.30 Á léttum strengjum: Werner
Miiller og hljómsveit hans
leika.
23.00 Dagskrárlok.
EIRIKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Fáikinn
16
Á leiðinni var Eirikur mjög
áhyggjufullur. Hann vissi ekiki,
hvað orðið hafði af konunni hans
ástkæru, og nú var Ervin fallinn
í hendur svikara, sem hafði lagt á
ráðin um árás á Eirik. Hjartslátt-
ur hans örfaðist, þegar hann nálg-
aðist skógarjaðarinn. En hann
lanlaðist gersamlega, þegar hann
sá heim til sín. Og meðan hann
barðist við reiðina, sem gagntók
hann, rauf skerandi væl þögnina.
Það var úlfavæl.