Tíminn - 12.09.1961, Blaðsíða 14
14
TIMINN, þriðjudaginn 12. september 1961.
unnar með Hallfríði væri erf-
iður. En að sú heimför næðist
ekki, það kom ekki til mála.
— Við stríðum hvort öðru,
hrekkjum hvort annað og
hrekjum. En i áttina skilar þó
öllu. Og fyrr en varir er allt
komið í lag, sagði hann og hló.!
— Allt komið í lag.
— Þú ert kátur karl og lík- ,
lega kaldur karl líka, sagði
Nikulás.
— Fyrst og fremst kátur j
karl, sagði séra Þórður. — Og!
lífsgleðin er fjöregg lífsham-
ingjunnar.
Morguninn eftir var veðrið
breytt. Það hlóð niður fönn úr
logni. Hallfríði var ósjálfrátt
hugsað til dagsins, sem gerði
þáttaskil í lífi hennar forðum.
En hvers vegna varð henni
hugsað til þess dags, líklega
af því, að hún hafði kvöldiö
áður kvatt leiðið, sem hún
unni. Og er hún um morgun-
inn gekk út að garðinum,, sá
hún fjúkið dúnlétta tylla sér
á krossana og fylla allar línur
þeirra og skorninga með drif-
hvítu .gljálíni, sem var í senn
fagurt og kalt — eins og skin
stförnunnar á heiðum nætur-
himni. Hún breiddi heitan lóf
ann undir flygsuregnið, og
sjá, fegurð himingjafarinnar
Var mikil, hvít og köld, eins
og nýstirðnað lík. Hvers vegna
hugsaði hún þetta núna og
sá. Kannski af því að hún
var að koma frá jarðarför.
„Mamma mín. Elsku mamma
mín. Þú átt sæti við háborð
hjarta míns engu síður en
hinir ástvinirnir“, sagði hún
hið innra í hugskoti sínu.
Hún sá mann koma heim frá
fjárhúsunum, morgungjöf
fjárins var lokið. Hún heyröi
hundgá í fjarska. Það var
verið að reka hrossin á beit.
Hundur fjármannsins kom
til hennar; fyrst rak hann
upp einstætt bofs.
— Sámur, þekkirðu mig
ekki?. sagði hún. Þá kom
hann alveg til hennar og
dillaði skottinu og hristi sig,
svo að fjúkið þaut í allar átt
ir. Jú, hann þekkti hana. Það
duldist henni ekki.
Er hún gekk í bæinn mætti
hún Jóakim og séra Þórði.
Þeir voru að gá til veðurs.
—' Þú ferð ekkert í dag,
sagði séra Þórður.
— Eg hræðist ekki fjúkið,
sagði Jóakim.
— Ef hvessir, er komin
stórhríð, sagð'i prestur.
— Eg hef komið út í hríð
fyrr, sagöi Jóakim.
— Þetta segja allir, sem
gálauslega fara, sagði prest-
ur. — Svo ertu heldur ekki
einn á ferð.
— Ekki verra fyrir það.
Hallfríður stendur sig, sagði
Jóakim.
. — Hvað á ég að gera fyrir
þig, svo að þú verðir hér kyrr
í dag? sagði prestur.
— Gefðu okkur Hallfríði
saman. Þá skal ég setjast
upp, þótt þú vildir til helgar.
Þetta var í miðri viku.
náði niður í mjóaleggi, mik-
illi skjólflík, með loðskinns-
húfu á höfði og stóran ullar
trefil, með tvenna vettlinga,
í þrennum sokkum og í hné
háum stígvélum. Hallfríður í
reiðfötum úr alull með mikið
höfuðsjal og vel búin til fót-
anna, með tvenna vettlinga,
og voru ytri vettlingarnir
þæfðir þelvettlingar.
Þau kvöddu nú prestshjón
in og heimilisfólk allt, sem
til náðist, stigu á bak góö-
13
— Ekki stæði á mér, ef þú
legðir skilríkin fram. En
heyrðu vinur, þú ert búinn
að tala svo mikið um ykkur
Hallfríði, að ég fer að gruna
þig um græsku. Bezt gæti ég
trúað, að þetta væri gaman-
mál þitt án nokkurrar al-
vöru.
— Það er það ekki, en ég
hristi haminn og verst þann
ig. Þú hlýtur að þekkja Hall
fríði vel, svo lengi hefur hún
t verið hér. Hvað hentar henni
Ibezt?
| — Prúð framkoma, dreng-
i skapur í hvívetna.
— Þú laumar þvi á mig,
sem ég á eríiðast með að
veita. Svona er að leita til
prestanna, sagði Jóakim.
— Farðu ekki í dag, Jóa-
kim. Kannski ratast ég þá á
i eitthvað, sem þér kæmi að
gagni, sagð'i prestur. — Eg
gæti reynt að tala við Hall-
fríði.
— Nei. Eg læt ekki þá
skömm um mig spyrjast, að
ég hræðist meinlaust fjúk,
sagði Jóakim. — Og nú er að
komast af stað.
Hér dugðu engar fortölur.
Jóakim ferðbjóst og eins Hall
fríður. Bæði voru ágætlega
búin. Jóakim í frakka, sem
hestum sínum og riðu út í
sortann, Jóakim á undan.
Þau voru komin miðja vegu
upp á hálsinn, er hríðin skall
á. Hún kom að hætti illra
áhlaupa fyrirvaralaust, og
blindaði menn og skepnur. j
Jóakim sá- ekkert fyrir veg-!
inum, ep lét hestinn ráða. j
Hann þekkti ratvísi hans.j
Var svo haldið áfram um|
stund. Allt í einu stanzaði
hesturinn og sneri sér undan
veðrinu. Jóakim hvat.ti -hfenúi
með fótunum. en klárinnj
hrökk aðeins til, en stóð svo|
kyrr. Jóakim stökk af baki
og reyndi að átti sig. Veöur-
ofsinn var óskaptegiu’. Hann
glöggvaði sig brátt á því,1
hvar þau voru stödd. Þarna
lá lágur og breið'ur ás eftir
hálsinum endilöngum. Götu-
slóði lá eftir miðjum ásnum,
og þegar hann þraut, beygði
troðningurinn niður í dal-!
verpi. En framarlega i dal-
verpi þessú var bær, fremsti
bærinn í sveitinni hans.
Hann þekkti hjónin sem
bjuggu á bænum. Þau höfðu
verið i Móum, áður en þau
giftust, Hann húsmaður, hún
vinnukona. Jóakim hafði oft
heimsótt þau ,er leið hans
lá um hálsinn og jafnvel gist
þar stöku sinnum. Þetta
mundi klárinn og minnti nú
á fjallabæinn. Ef haldið var
heim, byrjaði vegurinn að
beygja í vindáttina á ásnum.
Jóakim vissi vel, að ofsinn
í veðrinu yxi að mun þegar
haldið væri gegn honum.
Hann ákvað því að láta klár-
inn ráða og reyna að ná
fjallabænum. Hann nuddaði
kleprurnar frá augum hest-
anna, teymdi svo klárinn á
götuslóðann. Og er hann
fann, að hesturinn skildi,
hvert hann ætti að fara, sté
hann aftur á bak, lét hest-
inn greikka sporið, og fóru
þau nú á gutlreið inn ásinn,
undan veðrinu. Hallfríður
vissi um stefnubreytinguna,
en spurði einskis, enda litt
mögulegt í ofsanum. Hún
treysti Jóakim og hestunum.
Allt í einu var enn sveigt til
hliðar og stormurinn lamdi
þau utan með ógurlegu öskri
og hvin. Og nú gerðust troðn
ingar miklu ósléttari og sums
staðar lá við umbrotafærð.
Var þá kófið svo mikið, . að
varla sá handaskil. En áfram
var brotizt án nokkurs víls
eð'a undanlátssemi. Og allt
í einu voru þau enn á slétt-
um velli, en framundan mót-
aði fyrir þúst, og Hallfríður
greindi eitthvað kvikt við
þústina. Jóakim fór af baki.
Það var ekki um að villast,
þau voru stödd við hús. Marg
ir hestar stóðu undir húsinu.
Hallfríður renndi sér úr
söðlinum. Jóakim var búinn
að finna dyrnar. Hann opn
aði hurðina og lét hestinn
fara inn með öllum reiðtygj
um. Hallfríður kom nú með
sinn hest, lét tauminn upp,
ogjinn fór hann. Jóakim hesp
aði hurðina, tók í hönd Hall
fríðar og leiddi hana að húsa
baki. Þar stóð hann um stund
og rýndi út í veðrið. Svo kall
aði hann til Hallfríðar:
— Sérðu bæinn? Hann á
að vera þarna.
Nei, Halífriður sá ekkert.
— Við skulum koma inn í
hesthúsið, kallaði Jóakim, og
þau fylgdust að húsdyrunum.
Það var myrkur í húsinu,
skeflt fyrir eina gluggann,
sem á því var. Jóakim fór út
og sópaði af glugganum. Það
birti snöggvast, en þar sem.
glugginn var mjög lítill, fór
hann brátt í kaf að nýju. En
við stoð við stallinn í miðju
húsinu var týra. Jóakim
hafði eldspýtur og kveikti
ljós, það gaf daufa, en þó
nothæfa birtu. Nú spretti
hann af hestunum og bjó
þeim stíu í öðrum enda húss-
ins. Reiðverin lét hann í hinn
endann og lagði þar aðra
þverslá yfir húsið. Hann tók
i gæruskinnið af hnakknum,
I hristi af því fönnina og laaðt
j það yfir þverslána. Svo fór
! hann inn í tóft og leysti hey
í og gaf á stallinn. Loks kom
hann með stóra visk, bjó út
! sæti í stallinum þeim megin,
sem reiðverin voru og sagði
Hallfríði að setjast þar. Fékk
henni gæruskinnið ofan á
heyið.
— Þetta verður þú að not-
ast við fyrst, sagði hann. Eg
geri ráð fyrir því, að feðgarn
ir komi og hýsi hestana. Þá
komumst við heim að bæn-
um.
Hallfriður hafði skafið af
sér mestu fönnina. Notað til
þess vasahníf, er hún hafði
stungið á sig til ferðarinnar.
Hún sté nú upp í stallinn, en
þar gat hún ekki staðið upp-
rétt, dró sig inn í hornið og
settist á gæruskinnið.
— Ætlarðu ekki að taka
aumingja hestana inn?
spurði hún Jóakim, er hún
heyrði þá krafsa í hurðina.
— Þá getur farið svo, að
1
Þriðjudagur 12. september:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
12.55 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18.30 Tónieikar: Harmonikulög.
18.55 Tilkynningar.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20,00 Frá tónlistarhátiðinni i Borde-
aux í maí s. 1.: Fílhairmoníu-
sveit borgarinnar ieikur tvö
verk; Constantin Silvestri stj.
a) Sarabande, Gigue og Bad-
inerie eftir Corejli.
b) Preludia og fúga eftir Sil-
vestri.
20.20 Erindi: Upphaf konungdæmis
í ísrael (Hendrik Ottósson
fréttamaður).
20.45 Óperumúsik:
a) Forleikur að „I Vespri Sici-
liani“ eftir Verdi (Konungl.
fílharmoníusveitin i Lundún-
um leikur; Tullio Serafin stj.).
b) Tveir dúettar úr „Lakmé“
eftir Delibes (Pierrette Alarie
og Leopold Simoneau syngíja)
21.10 Úr ýmsum áttuni (Ævar R.
Kvaran leikari).
21.30 Kórsöngur: Giinther-Arndt
kórinn syngur þjóðlög og fleiri
söngva.
21.45 íþróttir (Sig. Sigurðsson).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög pnga fólksins (Jakob
Möller).
23,00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
43
— Haldið áfram að leita, urraði
Bersi. — Við þorum það ekki ....
úlfarnir eru aftur komnir að hlið-
inu. Óður af reiði skipaði Bersi,
að þrefalda skyldi vörðinn. Þegar
maðurinn var farinn, skalf Bersi
af ótta. — Það er alveg sama um
kónginn, sagði Bryndís róandi, —
hann heldur, að sonur hans sé hjá
Haugi, og þá fer hann áreiðanlega
til Tyrfings til að bjarga honum.
Á meðan verðum við að setja upp
gildru. Við skulum láta það ber-
ast, að ýmist hér eða þar sé fréttir
að fá af drottningunni, og þá skal
Eiríkur nokk ganga í gildruna. Á
meðan á þessu stóð, hafðr Eiríkur
losað sig úr úlfakreppunni og var
nú kominn til Kindreks og hinna
mannanna. — Vinir mínir, sagði
hann, — sonur minn hefur nú ver-
ið fluttur til Tyrfings. Við verðum
að bjarga honum, áður en þeir
fara með hann til Bústaðaléns.
Komið, við skulum fara nokkrir
saman til Tyrfings.