Tíminn - 12.09.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.09.1961, Blaðsíða 16
ÞriÖjudaginn 12. september 1961. 207. tbl. í sumar hafa norskir forn- Fræðingar í froskmanna- búningum verið að starfi við Sognsæ. Hlutverk þeirra er að finna þann stað, þar sem þeir Magnús konungur Erlingsson og Sverrir kon- ungur háðu hina frægu orr- ustu um völdin í Noregi við Fimreiti 15. júní 1184. Þar lét Magnús konungur lífið, en vald Sverrir konungs og ættar hans styrktist. Það hafði síðar í för með sér veldi Hákonar Hákonar- sonar. Það er blaðið Aften- posten, sem efnir til þess- arar rannsóknar í samvinnu við fornminjasafnið í Osló, og er þetta fyrsta tilraunin, sem gerð er í Noregi til þess að rannsaka til hlítar þá staðf, þar sem frægar orrustur voru háðar í forn- öld. Þær vonir, sem þessar rann- sóknir við Sognsæ hafa þegar vakið, þykja svo mikilsverðar, Anders Hagen meó tvo steina, sem taiið er, aS menn Magnúsar kon- ungs hafi notaS sem kastvopn í orrustunni viS Sverri konung og Milli þess sem fornfræSingarnir köfuSu, lásu þeir Noregskonungasögur. Erlingur Fimmreit skipsrjóri gægist yfir öxlina á Árna Emil Christensen stúdent. tíu metrum. Geta má þess, að fiskimaður dró á þessum slóð- um upp leifar af gömlum viði í nót fyrir nokkrum rum. Hann taldi þetta vera úr gömlu skipi, en rannsókn fór engin fram. Fyrir einum mannsaldri fund ust við skeljatöku í Fimreiti, langir og mjóir sternar, sem úr Skíðu. Það er að vísu tal- ið, að steinar þessir séu úr fornri grjótnámu á Þelamörk, en þaðan var á dögum Magn- úsar konungs flutningaleig til Skíðunnar, þar sem sagan hermir, að hann hafi fengið þessi kastvopn. Nú er ekki vitað, hvar stein Við rannsóknir í sumar, fundust miklir haugar af hnefa stórum steinum á sandbotni austan við Stórhólmann. Það þykir óliklegt að steinar séu komnir þangað með náttúruleg um hætti, og mönnum dettur í hug, að þetta sé kastgrjót, sem lið Sverris konungs hafi Leyndarddmar Sognsævar Itð hans. að köfun verður haldið áfram næsta sumar. Þá munu kafar- arnir nota svokallaðan sleða. sem auðveldar þeim að rann- saka sjávarbotninn til hlítar á styttri tíma en ella. í sumar var aðallega kafað á tuttugu og fimm metra dýpi, en næsta ár á að fara allt út á fimmtíu metra dýpi. Stjarnfræðilegum reikning- um var beitt til þess að komast að raun um, hvernig skip kon- unganna hefur rekið um fjörð- inn í bardaganum. Það þykir nokkum veginn áreiðanlegl;, að orrustan hafi hafizt undan Haugaströnd, sennilega við Stórhólm, austan við bryggjuna í Fimreiti. Þegar kunnug er af- staða tunglsins 15. júní 114, er hægt að gera sér grein fyrir því, hvernig straumurinn í firð- inum hefur legið milli klukkan níu og tólf um kvöldið, þegar konungarnir börðust sem óðast. Það fer vart milli mála, að þeir börðust þennan dag, og Sverrir konungur lá við Haugaströnd. Ábótinn Karl Jónsson í Þing- eyraklaustri skráði frásögnina um orrustuna eftir Sverri kon- ungi sjálfum, svo að þar ætti að vera rétt hermt frá atvikum, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir, að blær Sverris sögu sé honum í vil. Fjögur stærstu skip Magnús- ar sukku, og það er ekki talið óhugsandi, að einhverjar leifar þeirra kunni að finnast, ef þau hafa lent í sandi eða leir Vopnadrífa var mikil yfir skip- in, og geta forn vopn hæglega fundizt þarna. Þess er þó að geta, að skelfiskur hefur lengi verið plægður fyrir utan Fim- reiti. Plógförin eru samt ekki nema þrjátíu sentimetra djúp, en eigi að síður geta gamlir munir hafa borizt viða við það. Plógunum verður ekki heldur komið við á meira dýpi en þrjá- ætlað er, að notaðir hafi verið sem kastvopn í orrustunni, enda greinir sagan frá því, að Magnús konungur og menn hans hafi verið búnir slíkum vopnum. Það er meira að segja tilgreint hvert þeir sóttu grjótið. Þeir fengu það austan arnir fundust við Fimreiti og ekki nákvæmlega hvenær. En það var einhvern tíma á ára- bili 1907—1911. Gróður, sem er á einum steinanna, sannar þó, að þeir hafa verið upp und ir fjöruborði á svo sem eins metra dýpi. haft á skipum sínum. Svo segir sagan nefnilega, að Sverrir hafi látijs menn sína fara á land og bera „harðsteinagrjót" á skip fram, er hann sá hinn mikla flota Magnúsar konungs sigla að sér. Nálega þrjú þús- und menn tóku þátt í orrust- unni, svo að það hefur verið hörð grjóthrfð, sem gekk yfir skipin og hertygjað liðig á þeim, þegar sú viðureign komst í algleyming, enda getur í Sverrissögu dæmis um það, hve vopnaburðurinn var mikill og grjótkast ákaft. Sverrir konungur var með fjórtán skip, og var hann þarna í hefndarleiðangri. Hann vissi ekki, að Magnús konung- ur var á leið til Sognsævar á tuttugu og átta skipum, og hafði hann því sent báta til annarra staða á vesturlandinu. Magnús konungur kom óvini sínum að óvörum og var lið hans mjög kátt, en beið samt ósigur. Meðal skipa Sverris var Maríusúðin, skipuð Birki- beinum. Áhöfnin var 216 menn, og meðal þeirra voru 72 ræðarar. Maríusúðin var mjög stór — hálf önnur lengd Ásu- bergsskipsins. Magnúsi konungi var mest í mun að ráðast að sjálfu kon- ungsskipinu, en Ormur kon- ungsbróðir vavaði hann við því, þar sem hann taldi trygg- ara að vinna fyrst minni skip- in. En Magnúsi konungi þóttu öll skipin þegar unnin, lét binda saman fjögur stærstu skip sín og beina hríðinni að Maríusúðinni. Sverrir konungur lét ekki binda saman skip sín, og hann lét sum þeirra ráðast á minnstu .'Framh * bls. 15.) Kafarar að starfl við Fimmreit vlð Sognsæ. Vinstra megin er fornfræðingurinn dr. Anders Hagen þann veglnn að síga niður í djúpið, en tveir aðrir eru nýkomnir upp af 25 metra dýpi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.