Tíminn - 25.10.1961, Page 1

Tíminn - 25.10.1961, Page 1
I áfgangur. Miðvikudagsgreinin bls. 8—9. i Miðvikudagur 25. október 1961. - • H BB Innbrot í sjo sumarbústaði og Sundhöll Hafnarfjar'Öar Lögreglan í Hafnarfirði fékk ærin verkefni um síðustu helgi, en þá var brotizt inn í sundhöllina þar og stolið þrjú þúsund krónum í reiðu fé og sparisjóðsbók með átta þús- und króna innstæðu. Skömmu áður var brotizt inn í marga sumarbústaði ofan Hafnar- fjarðar og þar unnin mikil skemmdarverk. Innbrotið í Sundhöll Hafnar- fjarðar var framið aðfaranótt sunnudags. Þjófurinn hafði farið inn um gluggann á salerni kvenna á bakhlið hússins og þaðan inn í herbergi, sem forstjóri sundhall- arinnar hefur til afnota. í herberg- inu var flestu umturnað. Skrifborð hafði verið brotið upp og tekinn þar peningakassi með þeim fjár- munum, sem fyrr er getið, auk ávísanaheftis. Sömu nótt, eða síðari hluta laug- ardags, var brotizt inn í sex eða Framhalri a 15 síðu. Mennirnir voru handteknir hjá brotajárnskaupmanni, en þá voru jþeir að koma ofan úr Hvalfirði, þar sem þeir höfðu leitað fanga í birgðaskemmum hvalstöðvar- innar. Tveir rannsóknarlögreglumenn veittu þeim eftirför frá Leirvogsá og höfðu talstöðvarsamband við götulögregluna í Reykjavík. Lög- reglan hringdi þá til brotajáms- kaupmanna og aðvaraði þá. Skömmu síðar gengu koparmenn- irnir í netið. Rétt fyrir hádegi á mánudags- morguninn var rannsóknarlögregl- unni tilkynnt innbrot í skemmurn- ar hjá hvalstöðinni. Lögreglu- þjónninn í Hvalfirði tilkynnti inn- brotið, en hann varð þess var, að allt benzín hafði verið tappað af bifreið hans. Lögregluþjónninn taldi, að þeir, sem höfðu brotizt (Framhalri a 2 45u 1 Stykkishólmsbúar vilja betra vatn Stykkishólmi, 23. okt. Undanfarið hefur hreþps- félagið verið að láta rannsaka, hvort ekki væri hægt að taka vatn fyrir Stykkishólm annars staðar en nú er gert. Vatnið er Kvaðst lasinn og stakk af Á laugardaginn lögðu þrír ungir menn af stað norður í land á bíl, sem einn þeirra átti. Þeir munu nú allir komn- ir til bæjarins aftur, eftir að hafa viðurkennt eitt innbrot, en grunur leikur á, að þeir hafi einnig brotizt inn í þrjá bíla og stolið benzíni af þeim fiórða. Og að lokum stakk einn þeírra af frá yfirvöldunum nyrðra. Á laugardaginn datt eiganda bif reiðarinnar Y-863, sem er ljósgrá Ford fólksbifreið, árgerð 1954, allt í einu í hug að skreppa í snögga ferð til Sauðárkróks. Hann bauð tveimur kunningjum sínum með sér, og átti annar þeirra að aka, þar sem eigandinn var ekki með öllu gáður. Brutust inn Segir nú ekki af ferðum þeirra, (Framhald á 2. síðu.j nú tekið í Vatnsdalsvatni, en þykir ekki nógu gott. Nokkru vestar í Drápuhlíðar- fjalli er uppspretta, sem vatn var tekið úr fyrir nokkrum árum, en hún reyndist of lítil, þornaði í sumarþurrkum. Er nú verið að athuga möguleika á því að komast í meira vatn á þessum slóðum, og hefur það aðallega verið gert með því að grafa þar skurði og annað slíkt, en ekki hefur verið borað þar. f Vatnsdalsvatni er nóg vatn, en ekki gott. Mikið líf er í vatninu og kemur þráfaldlega fyrir, að síli komast í leiðslurnar og stífla þær. Annar galli er sá, að í miklum sumarhitum lifnar mjög mikið af pöddum í vatninu, og þótt þær séu óskaðlegar, þykir mönnum ekki lystilegt að drekka þær með, en erfitt er að sía þær frá, vegna þess hve þær eru smáar. KBG i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.