Tíminn - 25.10.1961, Blaðsíða 8
TÍMINN, miðvikudaginn 25. október 1961
gftgreb, 11. október 1961 —
ÞaS var, farið að rökkva á flug-
stöðinni í Vínarborg. Við erum
a<5 bíða eftir vél til Júgóslavíu.
ílugstöðin er ný, stórglæsileg
bsgging. Flugvélar fara og koma
frá flestum borgum álfunnar. Við
st'íguim upp í tveggja hreyfla Metró
póíitanvél, sem var bandarisk að
gerð. Eftir kflukkustundar flug er
um við komin til höfuðborgar
Króatíu, Zagreb; þar er mikil
samgöngumiðstöð fyrir Balkan-
lönd. — Þótt hingað sé ekki nema
einnar stundar flug frá höfuðborg
Austurríkis, er þetta nýr heim-
ur. Hér er nákvæm; tollskoðun,
sem hvergi er annars staðar.
Zagreb er borg með 400 þús-
und íbúa. Lítið er þar um götu-
líf, slæm lýsing og verzlun fáskrúð
ug.
Við fórum með lest suður land
ið til Adriahafs. Farið er fyrst
um sléttlendi. Þar er fremur frum
stæður búskapur, illa byggt og
fólk fátæklegt. Fáar dráttarvélar
sjást, og þær eru gamlar. Mest er
unnið með hestum og uxum. Kon-
ur bera þungar byrðar á höfðinu.
Þegar kemur suður í fjalllend-
ið, fer lestin gegnum þrönga dali
og víða gegnum jarðgöng. Þarna
er búskapurinn enn þá fátæklegri,
smákofar um hliðamar. Víðast eru
nokkrar kindur og ein eða tvær
kýr hjá býli og alltaf standa einn
eða tveir menn yfir þeim. Ef smá
akurblettur er í landi bóndans,
verður að standa yfir hjörðinni,
því að girðingar eru þarna óþekkt
ar. Fátækt er sjáanlega mikil og
fólk oftast tötrum klætt. Á þess-
um slóðum efu vitanlega öll nú-
tímaþægindi óþekkt, svo sem raf-
magn, sími og útvarp. Þetta fólk
lifir einangrað, eins og það hef-
ur gert frá öndverðu.
Við komum um kvöldið eftir
níu stunda ferð til hafnarborgar-
innar Split. Þar er náttúrufegurð
mikil, en mest eru þar gamlar
byggingar, en margar stórar í
sniðum. Gistihúsið, sem við bjugg
um í eina nótt, var gömul hertoga-
höll með miklum húsagarði. Önn-
ur álman var notuð sem skóli.
Þetta var sjáanlega nýskipan eftir
valdatöku Títós, og af hónum voru
myndir alls staðar, jafnvel á smá-
verkstæðum og í kjötbúðum. Á
fjallinu fyrir ofan borgina er risa-
stórt ljósaspjald, nafn Títós gnæf-
Oddný Guðmundsdóttir, rithöfundur:
Læri það sem flestir
Króatastúlkur i þjóóbúningi sínum
Einu sinni var ég á ferðalagi
og heyrði, fóikiö á bænum ræða
um nýja trúlofun. Þá sagði bónd-
inn „Ekki verður kostamunur með
þeim hjónum, því að þau eru hvor
ugt læst.“
Ég spurði, hvort þetta væru ein
feldningar. Fólkið sagði, að það
væri nú síður en svo, þau væru
myndai'leg og alls ekki heimsk.
Seinna sá ég prófbók þessa
fræðsluhéraðs og komst að raun
um, að bóndi hafði ekkert ýkt.
Þetta er leiðinleg saga, en sýn-
ir aðeins það, að börnin, sem van
rækt voru á undanförnum árum,
eru að komast á giftingaraldur.
Það er vitað mál, að unga kyn-
slóðin er mun verr læs en foreldr-
ar hennar, afar.og ömmur. Fólk,
sem er rúmlega miðaldra, átti því
láni að fagna, að skólaskylda var
lögleidd um það leyti, sem það
fæddist. Og í sveitum varð fram-
kvæmdin þannig, að flestir munu
hafa notið fjögra — fimm mánaða
fræðslu samtals í farskóla fyrir
feimin.gu. Barnið átti þá að hafa
lokið ákveðnu námsefni í skóla-
bókum. Reikningur með heilum-
tölum var lærður — og lærður
vel. Sumir komust í brotin. Sumir
ekki. Þar að auki'var kennd rétt-
ritun. A prófinu vorum við látin
fara með ljbð utanbókar.
Þetta tókst framar öllum von-
um. Skólaskyldan var í raun og
veru að miklu leyti á heknilunum.
Og heimilin reyndust trú þeirri
skyldu.
Nú mun skólaganga .sveitabarna
sjaldan skemmri en tólf til sextán
mánuðir samtals fyrir fermingu.
Húsakynni eru betri, börnin líkam
lega hraustari og kennararnir
varla lakar menntir en áður. Er
ekki hægt að krefjast þess, með
fullum rétti, að börniri séu betur
að sér en við vorum um fermingu?
Samkvæmt námsskrá skipar
reikningur hæstan sess í skyldu-
náminu, og reikningskunnátta
barnanna er því meiri en áður var.
Mörg börn læra líka allvel að
þekkja orðflokka af þar til gerðri
bók. Þau læra líka að beygja rétt
orð, sem gamla fólkið beygði rétt
bókarlaust. Nógu margir lasta
landsprófin. Það ætla ég ekki að
gera. En áhrifameiri öllum próf-
um var það almenningsálit, að
hvert fullvita barn ætti að verða
jæst á bundið mál, jafnt sem ó-
bundið. Fermingarbörn áttu að
vera læs — hvað þá brúðhjón!
Lestrarpróf barna eru svo ná-
ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
kvæm, að auðvelt er að fylgjast
með hverju hænufeti í framför
þeirra frá ári til árs. Einkunnin
10 er hámark, og má þá með réttu
kalla þann hálflæsan, sem fær 5,
eins og brúðhjónin, sem ég gat
um. Einhver mun ef til vill, segja:
Hvað ætli brúðhjónaskammirnar
hafi ekki getað lært að lesa eftir
ferminguna, þó að nágrönnunum
væri ekki kunnugt um það? En til
þess eru mjög litlar Ííkur. Séra
Magnús Helgason sagði, að barn,
sem ekki væri orðið læst tíu ára,
lærði aldrei að lesa. Ástæðan er,
ef til vill, sú, að barn, sem neyð-
ist til að læra skólabækur, áður
en það er sæmilega lesandi, kemst
í þá ofraun við námið, að það
Þetta er kastalaborgin, þrettán hundruS ára gömul, og auk þess sest hluti af baSstróndlnni.
ILANDITÍTÚS
ir yfir alla borgina. f myrkrinu á
kvöldin minnir það þegnana á,
hver er þess foringi og forsjón.
í Júgóslavíu eru átján milljónir
ibúa, og skiptist hún í sex lýð-
veldi; þessi eru þau helztu; Serbía
með 7.4 milljónir íbúa, höfuðborg
Belgrad, íbúar 500 þúsund, Króa-
tía, íbúar 4.1 milljón, höfuðborg
Zagreb, íbúar 400 þúsurid, Bos-
nía og Herzegonía, íbúar 3.1 millj.
höfuðborg Sarajevo. Þar var Fer-
dinan, sonur Franz Jóseps Austur
ríkiskeisara, myrtur 1914, og var
það morð upphaf fyrri heimsstyrj-
aldarinnar.
—O—
Frá Split fórum við með skipi
suður með Dalmatíu-ströndinni.
Það er níu tíma sigling til Dúbróv
nik. Leið þessi er mjög fögur, siglt
á milli lands og eyja og víða kom
ið við í eyjunum. Þarna er æva-
gömul byggð. Kastalar og gamlar
kirkjur. Fjöllin eru há, en hvítleit
eru þau af kalksteini og marmara,
skógivaxin nokkuð.
Dúbróvnik er perla Adríahafs-
ins. Þetta er afargömul virkisborg,
jafngÖmul íslandsbyggð.-«íTaUð*a»,v
að á 7. öld hafi mýnda'zt þariíá"
borg. Kastalann og virkif^ hefur
efalaust tekið aldir að reisa, svo
stórkost'leg mannvirki eru það.
Allt í kringum þetta svæði er virk-
isgröf, og eru vindubrýr yfir, og
þær eru notaðar enn í dag. Þarna
eru gamlar fallbyssur og skotgöt.
Dýflissa er neðanjarðar og ót.elj-
andi vistarverur. í miðborginni
er lokuð verzlunargata, Plaza. Öll
gatan er lögg marmara, smáveral-
anir beggja vegna götunnar. Iðn-
aðarmenn hafa vinnustofur í bak-
húsunum, en sölubúðir fyrir fram
an. Mikið er þarna af gulb s? silf-
urmunum og tréskurði. Á kvöld-
in safnást bæjarbúar saman á
þessu svæði til að spjalla saman,
og unga fólkig hefur þar stefnu-
mót.
í aðalborginni eru um 30 þús-
und íbúar, en eyjar og smábæir,
sem tilheyra svæðinu, eru tíu
talsins; 29 gistihús eru hér og
sum stór og nýtízkuleg. Á hverju
sumri koma hér um 120 þúsund
ferðamanna. Mest er það frá miðj-
ym apríl til miðs októbers. Nú er
hitinn hér 25—30 stig og sól dag
hvern. Öll gistihúsaþjónustu er
með afbrigðum góð og stendur
ekki að baki hinu bezta í öðrum
löndum. Gistihús og öll stórverzl-
un er hér rekin af ríkinu, en smá-
iðnaður og smáverzlanir eru í
einkaeign. Þrátt fyrir veldi Títós,
gjalda þegnarnir „guði hvað guðs
er“. Hér voru áður fyrr 150 kirkj
ur og kapellur, sumar veglegar,
em flestar smáar. — í nýja bæjar-
hluta'num er veglegt skólahús,
ferðaskrifstofa, söfn og fleira. í
bænum virðist vera velmegun,
fól'k myndarlegt og vel klætt.
Margt er hér skemmtilegt að sjá,
til dæmis er hér skecnma mikil,
þar sem stórar vínámur eru með
báðum veggjum. og menn koma
í knæpur, eins og f mjólkurbúð,
með brúsa og flöskur. Ekkert er
selt nema ílátið sé rétt fram. í
hverju skoti þarna í kring voru
hópar verkamanna, sem gæddu
sér óspart á víni.
Á Da'lmatíu-strönd hafa verið
krossgötur þjóðanna. GriSk áhrif
og byggð var hér fyrst. Síðan
komu Rómverjar og lögðu allt
undir veldi sitt, og síðan komu
Slavarnir að austan og tóku sér
hér búsetu.
En Dúbróvnik er staður, sem
enginn sér eftir að hafa heimsótt
— og flestir vi'ldu sjá í annað sinn.
Hjálmtýr Pétursson.