Tíminn - 25.10.1961, Qupperneq 9
iT.I.M IN N, migvikudaginn 25. október 1961.
9
Skólasetning Samvinnuskólans í Bifröst:
io sanna nám hefst, þegar
út í starfið og lífið kemur
Eg býð ykkur öll velkomin til
starfa í Bifröst í upphafi nýs skóla
árs. Sú óslk er jafnframt látin í
Ijós, að veturinn framundan megi
verða okkur öllum heillaríkur,
gjöfull á þekkingu og reynslu. Það
er ósk mín heit, að starfið, sem
nú er horfið að, megi bera svip-
mót árstíðarinnar, stefnt verði til
tærari birtu, brugðið Ijósi skiln-
ings yfir myrkviðinn, sem leitend
ur þekkingar ævinlega fá að kanna
á för sinni.
—0—
Sem alltaf áður birtast hér ný
andlit, nýr hópur námsfólks, að
verulegu leyti nýtt starfslið heima
vistar og mötuneytis að deila hlut
og hlutverki með þeim, sem aftur
hverfa til náms og starfs eftir
sumarhlé.
Á þegnskap og hollustu jafnt
hinna yngri sem hinna eldri bygg
ist hróður skólans og árangur
námsins.
Það verður hlutur hinna eldri
nemenda aff treysta og standa vörð
um erfðavenjur skólans og sjá um,
að þar beri ekki af leið.
Það verður hlutur hinna yngri
nemenda að skynja, hvers virði
þag er að fella Iíf sitt í skorður,
að ró skapist og festa, svo að tóm
og tækifæri gefist til námsstarfa.
Það síkal aldrei nógsamlega und
irstrikað, að sjálft orðið skóli, sem
er grískt aff uppruna, þýðir næði,
tóm, þ.e. sú aðstaða, sem ein
tryggir, að hægt sé að sinna verk-
efnum, sem eiga að verða undir-
búningur heillar mannsævi.
Það verður heldur aldrei nóg-
samlega undirstrikað, að öúl mann
rækt er fólgin í aga, en agaleysi
vísastur vegur til upplausnar og
auðnuleysis. Öll sköpun, hverju
nafni sem nefnist, er niðurröðun,
að fella í skorður. Þann lærdóm
kennir okkur hin opna bók nátt-
úrunnar. Þann lærdóm kennir
okkur líka, ef vel er að gáð, hin
margslungna og margbreytilega
saga mannkynsins.
Starfslið mötuneytis og heima-
vistar hefur með höndum mikil-
væga þjónustu. Sú liðssveit tekur
að sér ag gera nemendum dvölina
auðveldari og áhyggjuminni. Þann
ig skapast betri skilyrði fyrir ár-
angri í höfuðatriði skólastarfsins,
GUDMUNDUR SVEINSSON
að orka nemandans fái beinzt að
lærdóminum og honum einum. —
Lífið' er stutt, en listin löng, segir
a'lþekkt máltæki. Hér á við útlist-
unin: Námstíminn er stuttur, en
verkefnin mörg og vandasöm.
Nemendur eiga því þakkarskuld
og virðingu að gjalda öllum þeim,
sem liðveizlu veita. Minnist þess,
að of algengt er að telja allt, sem
vel er gert, sjálfsa'gt og ekki um-
talsvert, en láta þá aðeins álit sitt
í-ljós, er eitthvag fer miður eða
á annan veg en bezt verður á kos
ið. — Kannski er það satt, sem
sagt er, að við nútíðarmenn séum
ekki gleymnari á neitt né sparari
en hrós og uppörvun, og ekki fús
ari til neins né greiðari en á gagn
rýni og aðfinnslur. — Slík afstaða
væri þó ekki aðeins dapurleg,
heldur beinlínis skaðleg. Hún ger
ir lífið grátt og hversdagslegt og
öfgar hennar skapa auðn og tóm.
—0—
Á föstu kennaraliði skúlans
verður að þessu sinni engin breyt
ing.
í ráði er hins vegar að fá á
þessum vetri aukakennara í þýzku
til að hafa með höndum talæfing-
ar og framburðarkennslu. — Að
öðru leyti verða stundakennarar
einnig hinir sömu og síðastliðinn
vetur.
Það er sagt, að í einum hinna
fomu skóla Grikklands hafi náms-
tíminn verið þrjú ár. Þar var
hverjum ársflokki nemenda valið
sérstakt heiti. Nemendur á fyrsta
ári, nýliðarnir, voru nefndir vitr-
ingar, þ.e. þeir, sem allt telja sig
vita. Á öðru námsári kölluðust
þátttakendur heimspekinigar, þ. e.
þeir, sem allt telja sig geta lært
og vitað. Þriðja og síðasta árið
var þeim hins vegar gefið heitið
lærisveinar, þ.e. þeir, sem þrá að
nema. Tilgangur og takmark náms
ins átti þannig að vera að loSa
þátttakendur við þekkingarhrok-
ann, andspyrnu allrar sannrar fróð
leiksleitar. í hinum forna skóla
þótti hæfilegt að ætla nemendum
tvö ár til þess að verða nemandi.
Eftir tveggja ára nám hafði þátt-
takandanum fyrst lærzt að meta
sjálfan sig rétt, öðlazt hugarfar
lærisveinsins. — Að taka vitring-
inn inn í skólann, en útskrifa hann
sem nemanda, — það var hlutverk
hinnar fornu menntastofnunar.
Hið sama er hlutverk allra
góðra skóla enn í dag. Hinn stutti
undirbúningstími, sem skólagang-
an er, á fyrst og fremst að miða
að því að gera þann, sem mennt-
unar hefur notið, að hæfum nem-
anda, þegar út í starfið og lífið
kemur. Þar — og aðeins þar hefst
hið sanna nám, sem varir jafn-
lengi og maðurinn dregur andann.
En það er samt sem áður undir-
búningurinn einn, sem getur gert
þig, nemandi minn, að hæfum þátt
takanda í þeim hinum mikla skóla.
Einmitt undirbúningurinn sker úr
um, hvers- þú getur notið, hvað
þú getur öðlazt af þeirri sönnu
vizku og reynslu, sem lífið og starf
ið á eftir að færa þér.
—0—
Mikilvægi áframhaldandi lær-
dóms að skólavist lokinni, jafnt
og mikilvægi undirbúningsins hef
ur á siðustu árum fengið sérstaka
undirstrikun í breyttri þjóðfélags
aðstöðu, batnandi lífskjörum.
Tæknin veitir mönnum meiri
tima og tækifæri en áður að svala
þekkingarþrá. Vinnútíminn, sem
sífellt er að styttast, gerir mann
inum það beinlínis lífsnauðsynlegt
að h'elga meir og meir af tima sín
um persónuþroskanum, eigi ekki
svo að fara, að frítíminn verði
manninum hefndargjöf, sem brjóti
•niður siðferðisþrek og Íífslöngun.
Aldrei áður hefur maðurinn átt
eins auigljóslega um að velja ann
ars vegar siðferðislega uppgjöf,
sem birtist t.d. í óreglu og auðnu-
leysi, hins vegar nýja sókn til
meiri og margþættari áhugasviða.
Sumir telja að vísu, að hinn
stutti vinnutími muni hrinda
fyrstu kynslóðunum, sem hans
njóta, út í glötun upplausnar og
lífsieiða. Aðrir, og þeir eru fleiri,
ætla, að þessi þróun sé árroði
bjartari tíma, er opni mönnum
meir en áður undur lífsins, tóm-
stundirnar og hin bætta lífsað-
staða verði uppspretta fyllri lífs-
nautnar, skerpi skilning og auki
göfgi.
—0—
Einn hinna mörgu, sem trúir á,
r'ramhalo a i:- si*n •
Húsakynni Samvinnuskólans að Blfröst I Borgarfirði
verður leitt á bókum. Slíkur ungl-
ingur verður svo feginn að losna
við stagl sitt, að hann lætur bæk-
ur óáreittar eftir það — verður
aldrei læs.
Þær.bækur, sem notaðar eru til
lestrarkennslu nú á dögum, taka
svo langt fram þeim bókum, sem
áður þekktust, að um það þarf
ekki að fjölyrða. En þessar ágætu
bækur duga ekki, ef þær eru opn-
aðar of seint og of sjaldan.
Það er algengt viðkvæði, að
annríki sé meira á heimilum en
áður var. Rétt er það, að víða
voru vinnuhjú. En sums staðar
voru heldur engin vinnuhjú. Til
voru heimili, þar sem konan var
einyrki innanbæjar, en kenndi þó
tíu börnum að lesa, eins og „ekkj-
an við ána.“ Tóskapur var meiri á
heimilum þá en nú, skógerð, skó-
bæting, eilífur plaggaþvottur og
mörg önnur störf, sem nú eru úr
sögunni — að ógleymdum þeim
tíma, sem það tók að halda lifandi
eldi, meðan brennt var sverði. En
þá var heldur ekkert útvarp glymj
andi í tíma og ótíma sín „léttu“
lög og sitt „létta“ hjal.
Stundum kemur kona til far-
kennarans, kvartar um, að krakk-
inn sé latur og annríkið mikið, en
nú ætli hún að hafa hann í skól-
anum svo að hann tærði læs.
Vantar hann þá aðeins herzlu-
muninn? — Nei, ónei, því miður,
hann fékk nú ekki nema tvo á
piúfinu. „En nú hefur hann lofað
að herða sig, og settu honum bara
nóg fyrir.“
Snáðinn er þægur í skólanum.
Kennarinn og barnið gera eftir
beztu getu. En engin kraftaverk
gerast. Móðurinni þykir árangur-
inn lítill, endurtekur, að krakkinn
sé latur, því verði að setja honum
nóg fyrir í skólabókunum. Kenn-
arinn segir, að ekki sé auðvelt, að
lesa mikið, ef maður er ekki læs.
Konan fellst á það og skilur raun-
ar vel. En það er svo erfitt að
sætta sig við, að eitthvað sé um
seinan.
Ekki er ég í neinum vafa um
það, að lestri barna hefur hrakað
stórum, frá því að ég fór að kenna
fyrir sextán árum. Fólk veit þetta
og leggur það helzt til málanna,
að skólaskyldan í sveitunum sé
fæið niður í átta eða jafnvel sjö
ár. En af því mundu stafa þau
vandkvæði, að smábörnin tækju
mjög mikið af þeim nauma tíma,
sem eldri börnunum er ætlaður.
(Börnunum er ekki skipt eftir
aldri í farskóla). Væri þetta þó
vinnandi vegur, ef ekkert barn-
anna færi heim á kvöldin. Þá
væri hægt að kenna lestur í eins
mörgum flokkum og bezt hentaði
eftir skólatíma. Mestu vandræði
mín í farkennslu stafa af illa læs-
um börnum, sem fara heim um
miðjan dag, og ég veit ekki, hvern-
ig ég á að sinna eins og þyrfti.
Sumir leggja það til málanna, að
öll börnin séu látin lesa í sama
tíma. Ég held, að slík kennslu-
stund yrði öllum börnunum lítils
virði.
Kennararnir í Reykjavík fá
börnin sjö ára og hafa þau undir
höndum meir en hálft árið. Við
fáum börnin yfir'leitt ekki fyrr en
níu ára og höfum þau þrjá mánuði
á vetri, hvert bam. Foreldrum er
treyst og trúað fyrir að annast
byrjunarkennslu barnsins. Þa® er
skólaskylda á heimilunum enn,
samkvæmt fræðslulögunum. Eða
ekki get ég skilið þetta atriði
öðiuvísi. Farkennarinn getur ekki
borið ábyrgð á barninu, fyrr en
það kemur í skólann. Sjaldgæft
er, að við fáum átta ára börn og
þá aðeins um skamman tíma, t. d.
mánuð.
Það er of seint að byrja að
kenna barni lestur, þegar það er
orðið niu ára. Sá misskilningur
er líkjandi í sveitum, að „nýja
aðferðin" við lestrarkennslu sé
svo góð, að með henni gangi allt
að óskum í skólanum á svip-
stundu. Fyrst er nú það, að far-
kennararnir kunna hana yfirleitt
ekki. í öðru lagi er ekki hægt að
beita henni með góðum árangri,
ef barnið hefur þegar lært að
þekkja stafina með gömlu aðferð-
inni. „Nýja aðferðin“ er notuð við
hópkennslu, þar sem öll bömin
eru ólæs,. og auðvitað jafnaldra,
eins og tíðkast í kaupstaðarskól-
unum.
Ég hef enga menntun í uppeldis
vísindum og reyni ekki að gefa
neina skýringu á því, að erfiðara
er að kenna tólf ára barni að lesa
en átta ára barni með svipaða
greind. En svona er það.
Ég hef heyrt gagnfræðaskóla-
kennara kvarta um, að mörgum
unglingum gangi illa að læra er-
lend mál, vegna þess, að þeir séu
svo illa læsir. Það er raunar und-
arlegur skóli, sem er að strita við
að kenna ólæsu fólki erlend mál.
Það er engin afsökun, þó að það
standi í einhverri reglugerð, að
unglingur á ákveðnum aldri eigi
að læra ákveðinn blaðsíðufjölda í
ákveðinni bók. Sé manneskjan
ekki læs, verður að kenna henni
að lesa, áður en heimtað er af
henni, að hún stundi bóklegt nám.
Það er líkast fötlun að vera
ekki læs.
Kona, sem týndi gleraugunum
sínum einu sinni í vor, bað ungan
og myndarlegan pilt að lesa fyrir
sig útvarpsdagskrána í blaði. Hann
stautaði lesmálið stokkrjóður upp
í hársrætur, en ung stúlka sneri
sér að glugganum og kímdi í
laumi.
Sex komma fimm! hugsaði ég,
nýkomin frá prófi.
Oft er talað um að líkamleg lýti
veki margs konar ógleði og mein-
lokur hjá þeim, sem slíkt verða
að beia. En getur það ekki líka
valdið beyg að eiga það yfir höfði
sér, að einhver kerling gleymi
gleraugunum sínum og biðji mann
að le.sa fréttirnar í blaðinu? Mað-
ur er aldrei óhultur. Leyndarmál-
ið getur komizt ,upp, þegar verst
gegnir.
Það er auðvitað ánægjulegt, að
foreldiar skuli hafa tröllatrú á
kennaranum. En við kúnnum
engin ráð til að gera venjuleg
börn læs á örskömmum tíma,
þegar í óefni er komið. Reynsla
mín er sú, að níu og tíu ára ára
börnin hækka flest um 2, þessar
tólf vikur, sem ég hef þau undir
höndum, ef þau eru einhvers stað-
ar frá 1—5 í einkunnastiganum.
Sé lestuiinn mjög lélegur, hef ég
þau í sértíma. En árangurinn er
sjaldan meiri en þetta. Komi níu
ára barn í skólann með 1 í lestri,
er auðvelt að sjá, að ekki vinnst
timi til að gera það læst fyrir
fermingu. Ég hef tekið við fullvita
barni, ellefu ára, með 0,8 í lestri.
Minnisstæð eru mér líka tvö með-
algreind böm, tólf ára, með 3—4
í lestri, þegar ég tók við þeim.
Það, sem hér er sagt, á ein-
göngu við um sveitirnar, því að
ég er ekki kunnug barnafræðslu í
kaupstöðum. Hins vegar hef ég'
heyrt nægilega marga gagnfræða-
kennara kvarta um lélegan lestur,
til að mynda mér þá skoðun, að
unga kynslóðin sé hópum saman
illa læs á prent.
Lifi bókmenntaþjóðin!
Eitthvað verður að taka til
bragðs. Lausnarorð nútímans er
áróður. Hvernig væri að reyna að
hafa góðan lestur í hávegum?
Hafa lestrarviku, eins og t.d. um-
ferðarviku og hreinlætisviku! Þá
mætti lesa upp á öllum mannfund-
um, í tíma og ótíma, og iðka lestur
í skemmtiþáttum útvarpsins. Ein-
hverjir gætu ferðazt um landið og
látið fólk koma óviðbúið upp á
leiksvið og lesa. Svo mætti veita
verðlaun. Þá mundi fara svo, að
stúlkur, sem ekki geta orðið feg-
urðardrottningar, fengju samt sem
áður birtar af sér myndir í blöð-
unum fyrir fallegan lestur.