Tíminn - 07.12.1961, Síða 8

Tíminn - 07.12.1961, Síða 8
T í M I N N, fimmtudaginn 7. desember 1961. — Það er rómantískt hérna, segir Jens, og hauskúpurnar glotta háðslega. — Þú meinar óhugnanlegt? Jens strýkur blíðlega hvirf- ilinn á stærstu hauskúpunni: — Ég held mikið upp á hana þessa. Það er svo mikill karakt- er í henni. Þetta hefur verið geysimyndarlegur maður með kónganef. Sérðu kjálkana, hvað þeir eru einbeittir. Mér.þykir ákaflega vænt um hana. Hauskúpurnar þegja — En hinar tvær? — Jú, en þær eru ekki eins tilkomumiklar. — Annars heita þær hver sínu nafni. Ég skíri þær nefnilega í höfuðið á þekkt um mannfræðingum. — Hvað heita þær? — Það vil ég ekki segja þér, og það er engin hætta á, að hauskúpumar segi það. — Þær þegja. — Hefurðu aldrei fengið heimsókn í svefni? — Heimsókn? Af hverjum? — Einhverjum hauslausum. — Nei, þetta eru allt Danir. Ætli þeim þyki ekki fulllangt, að hdmsadkja mig hingað. Og svo er líka svo langt síðan þeir dóu, blessaðir. Þetta er allt sam an miðaldamateríale. — Eru þessar litlu, apahaus- kúpur? — Þetta eru Makakusapar. Sumir halda að þetta séu haus- kúpur af bömum, en þetta eru nú bara apagrey. — Hefurðu aldrei verið grun aður um morð, þegar þú hefur ferðazt milli landa með þennan vaming? — Nei, ekki enn þá. En þeir hafa stundum verið svolítið skrítnir í framan, tollararnir. — Þú sagðir, að þetta væru miðaldamenn. — Já, ég vann við uppgröft á Borgundarhólmi með dönsk- um mannfræðingi Möller Christ ensen.. Þessi uppgröftur okkar og rannsóknir voru styrktar af Carlsberg-stofnuninni. — Eg kann nú eiginlega betur við að eiga -við þá lifandi en dauðu, enda hef óg mest unnið við rannsóknir á lifapdi fólki. Dan- ir hafa lítið gert að því að at- huga mannfræðilega l.ifandi fólk, en þeir erU góðir við 'þá dauðu, meðal annars eiga þeir ágætt safn af fornum íslend- ingum frá Grænlandi. Annars vann ég við mannfræðirann- sóknir á lifandi fólki í Dan- mörku í vor á Sjá'landi, Fjóni og Jótlandi. Þær mælingar hafa ákveðið gildi fyrir íslenzka mannfræði, ekki síður en danska. — Er ekki dálítið ógeðsiegt að róta í kirkjugarði? — Nei, nei, það er oft skemmtilegt. *í svona gömlum kirkjugarði er ekkert orðið eft- ir nema beinin. — Þetta eru mörg lög af einstaklingum, sem liggja hvert ofan á öðru, og það er vandi að grafa þannig, að ekkert fari forgörðum. Eitt pínulítið bein getur haft mikla þýðingu. — Hvaða gagn hafið þið af þessari beinatínslu? — Með því að rannsaka beinagrindur þessara einstak- linga, fáum við yfirlit um útlit fólksins á þeim tímum, sem það lifði. Það er ekki nóg að taka eina beinagrind frá vissu tíma- Hauskúpuþrenning. r I KJALLARANUM — Rabbað við Jens Pálsson mannfræðing bili til rannsóknar, heldur verð- ur að rannsaka hóp af beina- grindum frö sama tímabili, til þess að fá fram einhverja raun- verulega mynd um ásigkomulag fólksins. Rannsóknir af þessu tagi geta varpað ljósi á ýmis- legt, sem hefur mannfræðilegt gildi, svo sem kjör fólksins, sjúkdóma, vöxt og líkamsbygg- ingu. — Eru ekki beinin öll í rugl- ingi í svona gömlum kirkju- garði? — Jú, það er stundum vandi að vita, hver á hvað, og það bezt, að þú komir niður og skoð- ir þau. Beinagrindarhlátur og ... Við göngum niður dimman kjallarastigann. Það marrar í tröppunum, hriktir í hurðunum, ljósið flöktir á veggjunum, og hrollurinn læðist niður háls- málið og kitlar mann á hryggn- um. Skyndilega heyrist ægileg- ur beinagrindarhlátur úr einu skotinu, tvær náhvítar beina- grindur koma skröltandi á móti okkur, breiða út faðminn og . . . ekki neitt. ar, en það er alveg ástæðulaust. Það lifir enginn sýkill svona lengi. Þeir eru löngu dauðir og auk þess er ég búinn að marg- þvo beinin!! Dalamenn mældir Manni léttir við að faia úr beinaherberginu og inn á skrif- stofu Jens, jafnvel þótt þrjár hauskúpur einblíni á mann án afláts, eins og þær séu að reyna að éta úr manni sálina. — Þú hefur verið að gera mælingar á Dalamönnum? — Já lifandi Dalamönnum. Fingraför Jóhannesar úr Kötlum tekin, en fingrafaraformið er eitt af þelm einkennum, sem tekið er tillit til vlð mannfræðirannsóknir. getur þurft þolinmæði til þess að hver fái sitt. — Ég er með talsvert af beinum hérna niðii í kjallara, sem ég þarf að ákvarða. Það er Inni í herberginu eru borð þakin margs konar mannabein- um: lærleggjum, viðbeinum, sköflungum, hauskúpubiotum, sem liggja á snyrtilega út- breiddum Morgunblöðum.. Jens róttir fram eitt og eitt bein og spyr, hvað það heiti eða úr hvaða líkamshluta það sé, en svarar sér venjulega sjálfur, nema þegar við svörum vitlaust. — Þessi hauskúpa er óvenju lega þykk. Það hefði ekki verið gott að brjóta hana fremur en á Agli foiðum, segir hann. Og sjáið þið þessar tennur hérna. Það er engin skemmd í þeim. Þær eru bara slitnar. Það er einhver munur eða í fólki núna. Hérna sjáið þið viðbein úr fóstri; holdsveiki hefur ekki verið óalgeng hjá þeim þessum, — Hvernig sérðu það? — Það eru til dæmis ein- kenni á hauskúpu og fingium. Þú sérð þennan fingur, — hann er tærður að framan. Menn voru hálfhræddir þegar ég kom með þetta vegna holdsveikinn- — Til hvers ertu að mæla þá? — Þær eru gerðar, eins og allar mínar mælingar á íslend- ingum, til þess að varpa ljósi á uppruna þjóðarinnar og lík- amlega þróun hennar. Því hef- ur verið haldið fram, að það sé svo og svo mikil keltnesk blönd- un í ís’lendingum, og meiningin er að komast að raun um sann- leiksgildi þess. í Dalasýslu eru dökkhærðir og ljóseygðir lang- höfðar tiltölulega algengir, en það eru höfuðeinkenni „írsku týpunnar“, samkvæmt þeim rannsóknum, sem bandarískur mannfræðingur, Hooton að nafni, lét gera á írlandi á sín- um tíma. — Hefurðu komizt að ein- hverju leyndarmáli um upp- runa íslendinga? — Ó, nei, því er nú ekki að heilsa. Dala-rannsóknir mínar eru enn á byrjunarstigi. Ég byrjaði á þessum rannsóknum í fyrra og geri mér vonir um að geta birt einhverjar niður- stöður eftir þrjú ár eða þar um

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.