Tíminn - 12.12.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.12.1961, Blaðsíða 8
8 T í MIN N , þriðjudaginn 12. desember 1961 Her'mann Jónsson, hreppstjóri á Yzta Mói í Fljótum er sjötugur í dag. Hermann á Mói, en svo er hann venjulega kallaður heima í Fljótunum, er Vestfirðingur að ætt og uppruna, Hann er fæddur á Bíldudal 12. desember 1891. Voru foreldrar hans Niels Jón Sigurðs- son, verkstjóri á Bíldudal, og kona hans Halldóra •Magnúsdóttir. Verð ur ætt Hermanns hér eigi rakin að öðru leyti, enda brestur mig til þess þekkingu. Á æsku- og upp- vaxtarárum Hermanns var mikið athafnalíf á Bíldudal. Hinn kunni athafnamaður Pétur J. Thorsteins- son, rak þá útgerð í stórum stíl og hafði umfangsmikinn atvinnurekst ur. Var Bíldudalur að mörgu leyti sérstæður staður á þeim árum. Hef ur það umhverfi efalaust sett sitt svipmót á Hermann á Mói. Hermann fór ungur að heiman til náms og lauk prófi úr Verzlun- arskólanum vorið 1909. Gerðist hann siðan verzlunarmaður um skeið, og fluttist þá norður til Skagafjarðar, þar sem hann festi ráð sitt og hefur átt þar heima síð- an. Var hann um hríð búsettur á Hofsósi og fékkst þar við verzlun- arstörf. Þar kvæntist hann árið 1912 Elínu Lárusdóttur, sem það- an var ættuð. Vorið 1914 hófu hin ungu hjón búskap í Máimey á Skagafirði og bjuggu þar í 4 ár eða SJÖTUGUR: HermannJónsson, Yzta-Mói til ársins 1918, en það ár keyptu þau jörðina Yzta Mó í Fljótum og hafa búið þar alla tíð síðan. Hinn vestfirski kvistur festi rætur í Fljótunum. Og það var vissulega góð sending, sem Fljótamönnum þar barst frá Vestfjörðum. Hermann hafði ekki lengi dval- ið í Fljótunum, er alls konar opin- ber störf tóku að hlaðast á hann. Hefur hann gegnt fjölmörgum trún að.arstörfum fyrir sveit sína og sýslu og ýmis félagasamtök. Þann- ig var hann strax árið eftir, að hann flutti í Fljótin kjörinn í hreppsnefnd Haganeshrepps, og hefur átt sæti í henni síðan nær óslitið að kalla. Lengst af hefur hann jafnframt verið hreppsnefnd- aroddviti. Sýslunefndarmaður hef- ur hann verið óslitið frá því 1924, og hefur um mörg undanfarin ár verið varaoddviti á sýslunefndar- fundum. Hreppstjóri í Haganes- hreppi hefur hann verið frá því SJÖTUGUR: Þorvaldur Jónsson, Hjarðarholti Þorvaldur Jónsson í Hjarðarholti er sagður vera sjötíu ára á morg- un. Ekki ber þó útlit hans né staifsorka vott um það, að Elli kerling sé að koma honum á kné, því eián er hann léttur í spori sem ungurjværi, og hugur og hönd verk fær í bezta lagi. Er ánægjulegt að vita til þess, að jafnvel bændur, sem alltaf vinna hörðum höndum, halda nú starfsorku sinni litt skertri langt fram á þann aldur, sem áður tilheyrði gamalmennum einum. Fyrir rúmum áratug þekkti ég Þorvald í Hjarðarholti lítið sem ekkert. Ég hafði oft setið með hon- um á fundum, og drepgilegt yfir- bragð hans og prúðmannleg fram- koma vakið eftirtekt mína. En á slíkum mannfundum lærir maður lítið í því, að þekkja Þorvald, til þess þaif nánari kynni. Hann er ekki svo skapi farinn að hann setji þar á langar ræður, og virðist eng- an áhuga hafa á því, að láta á sér bera, eða að trana sér fram. Ég vissi að vísu að hann bjó myndarbúi á einni fegurstu jörð- inni i Borgarfirði, og að á heimili hans og í umhverfi þess ríkti snyrtimennska, svo að til fyrir- myndar var. Og ég vissi líka, að hann hafði efnazt sæmilega, á bænda vísu, sem vitnaði um það að hann væri búmaður góður. Síðar lágu leiðir okkar Þorvalds í Hjarðarholti meira saman, og við höfum átt samstarf í ýmsum grein- um. Til dæmis höfum við um mörg ár starfað að því í félagi að endur- skoða reikninga Kaupfélags Borg- firðinga, og vinnum því saman lengri og skemmri tíma hvern vet- ur. Við það starf hefur Þorvaldur reynzt mér frábær félagi. Ég þyk- ist oft og tíðum eiga illa heiman- gengt á veturna, og fer þá oftast svo, að ég sting upp á því hvenær við skulum vinna verkið, og fer þá eftir hentugleikum mínum. Og aldrei hefur það brugðizt að hann hafi vikizt vel við, og látið sína hentugleika víkja, ef svo hefur staðið á. Það er gotl að eiga sam- starf við siíka menn, og á ég Þor- valdi mikia þakkarskuld að gjalda þess vegna. Þorvaldur er líka ágætur starfs- maður og það gerir sérlega ánægju legt að vinna með honum að hvaða máli sem er. Starfsþrek hans er mikið, glöggskyggni hans og iétt- sýni bilar ekki og hann er fljótur að átta sig á mönnum og málefn- um. Og hann er öruggur í ályktun- um sínum, þó hann haldi ekki skoðunum sínum að mönnum með fremur afskekkt. Þar hefur hann unnið mikið og gott starf, og standa sveitungar hans við hann í mikilli þakkarskuld. Það er auð- vitað mjög mikils virði fyrir sveit- arfélag að eiga innan sinna vé- banda mann eins og Hermann Jóns son. En ég held, að það hefði verið alveg sama, hvar svarssvið Her- manns á Mói hefði verið; hann hefði alls staðar verið i fremstu röð. Hermann á Mói hefur um langt skeið verið einn af aðalforustu- mönnum Framsóknarmanna í Skagafirði, var m. a. nokkrum sinn um í öðru sæti á lista Framsóknar- flokksins við alþingiskosningar. Er hann góður fundarmaður, skýr í hugsun og rökfastur,_ stefnufastur en þó sanngjarn. Á flokkurinn honum miklar þakkir að gjalda. Þegar Hermanni á Mói eru þökk- uð vel unnin störf, má sizt af öllu gleyma eigirikonu hans, Elínu Lár- usdóttir. Hún hefur verið manni sínum styrk stoð. Vegna starfa sinna hefur Hermann oft þurft að vera að heiman. Hefur þá auðvitað ýmis's konar umsýsla á heimilinu mætt meir á húsfreyjunni. En frú Elín er einstök dugnaðarkona. Þau Móshjón hafa átt miklu barnaláni að fagna. Eru börn þeirra níu, þrjár dætur og sex synir, allt myndarfólk. Eru þau þessi: Halldóra, frú á Siglufirði, Láius, verzlunarmaður í Reykja- vík, Níels, múrari á Hofsósi, Rann veig, frú á ísafirði, Sæmundur, sjúkrahússráðsmaður .á Sauðár- ÍEkráki; Hrefna, frú á Siglufirði, Har áiið 1924. Kaupfélagsformaður hef ur hann verið í nær aldarfjórðung. Póstafgreiðslumaður í Haganesvík hefur hann verið lengi. Hann hefur auk þess gegnt mörgum öðrum nefndar- og trúnaðarstörfum, sem hér yrði of langt mál upp að telja. Enn er það ótalið, að jafnframt búskapnum var Hermann kaupfé- lagsstjóri í Haganesvík frá 1922 til 1936. Öll þessi ár var hann yfir- leitt eini starfsmaður Samvinnufé- lagsins. Varð hann því að vera þar allt í öllu, hvort heldur var við af- greiðslustörf, innkaup eða bókhald. Kom það sér þá vel, að hann var hamhleypa við verzlunarstörf. Er mér í barnsminni hve ég dáðist að flýti hans við afgreiðsiustörfin, er ég sem drengur kom í kau^staðinn. Voru þóaðstæður JS& uj h ofl ]duri bóndi á Yzta M6i Gébrg, bif i-'.l reiðarstjóri á Yzta Mói og Bjöm, vera kaupfélagsstjóri á þeim árum, ekki sízt í harðbýlum útsveitum, þar sem aðstaða öli til verzlunar- roksturs var erfið. Efnahagur Fljótamanna var þröngur á þessum árum. Það fór því svo, að skulda- söfnun átti sér stað hjá kaupfélag- inu, enda var annað en gaman að ioka fyrir úttekt hjá bjargþrota mönnum. Kaupfélagið komst því í fjárhagsörðugleika, svo sem reynd- ir mörg önnur kaupfélög á þeim árum. Þegkr svo vill til, hættir sumum til að skella skuldinni á kaupfélagistjórann að órannsck- uðu máli. Það er oft óréttmætt. Og hér voru það vissulega syndir ann- arra heldur en kaupfélagsstjórans, sem erfiðleikunum ollu. En því rifja ég þetta upp, að mér finnst Hermann naumast hafa fengið rétt mæta viðurkenningu fyrir kaupfé- lagsstjórastarf sitt, hvorki hjá sveit ungum sínum né öðrum. Að mín- um dómi vann hann í rauninni stór virki með því að fleyta kaupfélag- inu yfir þessi vandræðaár. Og um það atriði tel ég mig vel dómbær- an. stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík Barnabörnin eru einnig orðin mörg. Er oft fjölmennt á Yzta Mói á sumrin, ei börn, tengdabörn og barnabörn koma í heimsókn. Er það myndarlegur hópur. Eg held, að Hermann Jónsscn verði að telja mikinn gæfumann. Hann nýtur trausts og virðingar allra, er hann þekkja. Honum hef- ur auðnazt að vinna að framgangi margra góðra mála. Hann hefur séð stórfelldar framfarir gerast í sveit sinni, enda þótt margt sé þar að vísu enn ógert. Hann hefur átt góðan lífsförunaut og á marga mannvænlega niðja. Ilann valdi sér ungur hlutskipti bóndans. Eg hygg, að hann uni því hlutskipti vel, og ég veit, að hann ber í brjósti hollan metnað fyrir hönd þeirrar stéttar. Ef samgöngur hefðu verið greið- ar, hefði áreiðanlega orðið mann- margt á Mói í dag. Þangað munu margar hlýjar kveðjur berast. Eg sendi Hermanni og fjölskyldu hans innilegar árnaðaróskir í tilefni sjö ræðuhöldum, og heldur fast á sínu , máli á sinn hógværa hátt. Þessi fáu orð eiga ekki að vera nein afmælisgrein um Þorvald í Hjarðarholti ne ævisaga, þvi á því efni kann ég ekki skil. Ekki verða heldur raktar hér ættir hans, það ' munu aðrir gera, sem til þess eru 'betur færir. Ég vildi aðeins nota ! tækifærið og senda honum nokkur j þakkarorð fyrir samstarfið, sem við höfum átt nokkur undanfarin ár, og óska honum og fjölskyldu hans allra heilla á ókomnum árum. Og'það er trú mín að þó Þorvaldur í Hjarðarholtj hafi nú sjö áratugi , að baki, muni bæði sveitungar ^hans og Borgfirðingar í heild, kveðja hann til ýmissa starfa enn um sinn eins og áður fyrr, í þeirri löruggu vissu að þau mál sem hon- um eru falin, séu í öruggum hönd- um. i Þórir Steinþórsson. Hermann á Mói hefur verið sann tugsafmælisins. Um leið og ég kallaður sveitarhöfðingi. Hann hef ur um langt skeið verið mestur ráðamaður í sveit sinni, verið í fyr- irsvari fyrir hreppsfélagið út á við, og sveitungar hans hafa jafnari sótt til hans ráð og aðstoð i hvers kon- ar vandamálum. Hann hefur verið framfaramaður í búskap, byggt upp á jörð sinni mjög myndarlega og bætt hana stóilega með ræktun. Mun þó efnahagur hans lengi vel hafa verið fremur óhægur, enda heimilið lengst af stórt. Starfssaga Hermanns á Yzta Mói ber með sér, að hann hefur notið mikils trausts, bæði sveitunga sinna og annarra samferðamanna. Það traust er verðskuldað. Hann er greindur maður, vel menntaður og starfhæfur svo að af ber. Starfs vettvangur hans hefur fyrst og fremst verið í fámennu byggðar- lagi, sem lengst af hefur verið þakka honum vel unnin störf og góð samskipti, gömul og ný, óska ég þess, að honum megi enn um langa hríð auðnast að vinna að framfaramálum Fljótamanna. ^Ólafur Jóhannesson. í dag er einn mætasti og virðu- legasti maður í Skagafirði sjötug- ur, Hermann Jónsson bóndi O'g hreppstjóri á Yzta-Mói í Fljótum Hermann er Vestfirðingur að ætt og uppiuna, fæddur á Bíldu- dal 12. desember 1891, og voru foreldrar hans Níels Jón Sigurðs- son verkstjóri þar og kona hans Halldóra Bjarney Magnúsdóttir. Hermann ólst upp í foreldrahús- um og mun í uppvexti sínum hafa gengið að ýmiss konar störfum, svo sem tí-tt var á slíkum stöðum i þá tíð. Snemma mun hafa borið á góðum gáfum Hermanns, því að hann var ungur sendur í Verzl- unarskóla fslands, og brautskráð ist hann þaðan vorið 1909. Hann skaraði þar fram úr og mun hafa verið einn af snjöllustu nemend- um skólans. Sama ár gerðist hann verzlunarmaður á Sauðárkróki og vann við verzlunarstörf þar og á Hofsósi til ársins 1914. Það ár gerðist hann bóndi í Málmey og bjó þar til ársins 1918, er hann fluttisj að Yzta-Mói í Haganes- hreppi, og þar hefur hann búið síðan. Örlögin hafa valdið þv£ að Vestfirðingurinn Hermann Jóns- son hefur gerzt Skagfirðingur og unnið þar sitt ævistarf, og mega Skagfirðingar vissulega una því vel, að svo fór. Árið 1912 kvæntist Hermann Elínu Lárusdóttur útvegsbónda Ó1 afssonar og konu hans Margrétar Jónsdóttur í Hofsósi, hinni mæt- ustu konu, sem jafnan hefur ör- u.gglega staðið við hlið manns síns / með festu og skörungsskap., Þeim hjónum Hermanni og Elínu hefur orðið 9 mannvænlegra barna auðið, sem öll eru á lífi, og eru þau eftirtalin: Halldóra, gift Friðr iki Márussyni verkstjóra á Siglu- firði; Lárus nú á Yzta-Mói, ókvænt ur; Nfels smiður í Hofsósi, kvænt ur Stéinunni Jóhannesdóttur; Rannveig á ísafirði, gift Jóni Jóns syni frá Hvanná; Hrefna, gift Jón asi Björnssyni vigtarmanni á Siglu firði; Sæmundur tollvörður á Sauð árkróki, kvæntur Ásu Helgadóttur; Öaraldur bóndi á Yzta-Mói, kvænt ur -Guðmundu Hermannsdóttur; Georg bifreiðarstjóri á Yzta-Mói, ókvæntur, og Björn lögfræðingur, fulltrúi í fjármálaráðuneytinu, Reykjavík, kvæntur Rögnu Þor- leifsdóttur. Þau hjón Hermann og Elín eiga því barnaláni að fagna, cð þau eiga nú 34 barnabörn og 7 barnabarnabörn. Á helmili þeirra ólust enn fremur upp að mestu leyti stúlkurnar Helga Baldvins- dóttir og Bára Sveinbjörnsdóttir. sem nú eru báðar búsettar á Siglu firði. Hermann Jónsson hefur jafnan látið félagsmál mjög til sín taka og ginatt beitt sér af einurð og festu fyrir því, sem hann á því sviði hefur talið rétt og gott mál- efni Af þeim sökum og svo vegna forystuhæfileika og góðra gáfna hafa hlaðizt á hann trúnaðarstörf mörg og margvísleg, Skal hér það helzta talið: Hann var einn af forystumönn- um að stofnun Samvinnufélags Fljótamanna ái'ið 1919. og fyrstu 16 árin var hann kaupfélagsstjóri þess félags, og formaður félags- stjórnar hefur hann verið í 25 ár Hann hefur verið póstafgreiðslu- maður í Haganesvík frá 1924, sýslu nefndarmaður Haganesshrepps síðan 1923 og á lengsta setu allra núlifandi manna í sýslunefnd Skagafjarðarsýslu. Hreppstjóri Haganesshrepps hefur hann verið síðan 1924. Hann hefur átt sæti í hreppsnefnd Haganesshrepps í 38 ár, þar af verið 25 ár oddviti hreppsnefndarinnar. Hann var í framboði til Alþingis í Skagafjarð arsýslu fyrir P’ramsóknarflokki'nn í 2. sæti á lista hans árin 1946 og 1953. Hann- var formaður fjár- skiptanefndar Skagafjarðar og Eyjafjarðar árið 1949. Auk alls þessa hefur Hermann gegnt ýms- um öðrum trúnaðarstörfum en hér eru nefnd, þótt við framangreinda upptalningu verði hér látið sitja Svo sem af framanrituðu má ráða, er hér um að ræða mann, sem um munar og hefur áunnið sér traust og trúnað annarra manna i ríkum mæli. Það er líka svo, að Hermann á Yzta-Mói er um margt óvenjulegur maður Eg hef átt því láni að fagna að kynnast Hermanni allvel eftir að ég kom í þetta hérað fyrir tæpum 4 árum. Hann hefur setið með mér 4 sýslufund) og verið þá sem iengi áður varaoddviti sýslunefndar. Við höfum þvi þurft að hafa allnána samvinnu á sýslufundum, auk þess sem við höfum unnið saman ýmis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.