Tíminn - 14.12.1961, Side 1
I
Eg man ennþá jólin mín, þegar ég
var sex ára gömul. Það er kannske ekki
ástæða til, að ég hafi gleymt þeim enn-
þá, þar sem ég er ekki' nema 14 ára.
En ég mun aldrei gleyma þeim, hversu
gömul, sem ég kann að verða, því þá
fékk ég sönnún þess í fyrsta skipti, að
jólin eru ekki aðeins gjafir mannanna,
ekki aðeins góður matur og sælgæti,
heldur hátíð ljóssins, í þess orðs fyllstu
merkingu.
Eg var sveitabarn og elzt, og jiess
vegna kannske svolítið eldri í mér, en
árin sögðu til um. Eg varð stóra stúlk-
an þegar ég var tveggja ára gömul, og
bróðir minn kom í heiminn. Og ég varð
ennþá stærri þrem árum síðar, þegar
ég eignaðist litla systur. Þegar maður
á tvö yngri systkini, vérður maður að
vera stór, því fullorðna fólkið segir allt
af, þegar maður gleymir þvi að vera
stór: Þú átt að hafa vit fyrir barninu,
þetta stór stúlkan.
En það er bezt að segja hverja sögu
eins og hún er. í nóvember þetta ár
gerðist nefnilega merkur atburður
heima hjá mér. Það komu menn með
alls konar verkfæri og dót og boruðu
og söguðu um allt hús, og þegar þeir
fóru, voru svört rör um flesta veggi, og
slökkvarar og innstungur til þess að
kveikja ljós með, eins og við sáum hjá
ömmu í Reykjavík, þegar við fengum
að fara þangað. Og í loftin voru komnar
Ijósaperur í staðinn fyrir olíuljósin og
alladínlampana, sem alltaf voru að ósa
og alltaf þurfti að gæta að.
En galli var á. Það vantaði sjálft raf-
magnið. • Það var alveg sama, hvort ég
setti slökkvarann upp eða niður, það
kom ekki ljós. Eg fór og sagði mömmu,
að mennirnir hefðu ekki gert þetta
nógu vel, en þá var bara hlegið að mér,
eins og þegar ég stóð úti á hlaði og
reigði höfuðið aftur á bak til þess að
reyna að sjá biskupinn yfir íslandi.
En þegar ég sagði, að mennirnir
hefðu ekki unnið verk sitt nógu vel,
tók pabbi í hendina á mér óg leiddi mig
út á hlað. Ég vildi ekki fara af því að
ég var á inniskónum, en pabbi sagði að
ég væri góð stúlka og mætti fara út
á hlað, þegar ég væri með honum og
hlaðið þurrt og frosið.
Þegar við komum út á hlað, benti
hann mér á stóra staurahrúgu niður í
mýri. — Sérðu staurana þarna? spurði
hann. — Það eiga að koma menn og
festa þá niður í jörðina eins og ég festi
girðingarstaura, þegar ég er að girða,
og svo koma aðrir menn á eftir þeim
og setja á þá vira, líka eins og þegar
ég er að girða. Svc setja þeir vírinn í
húsið okkar, þarna, þar sem mennirnir,
sem héma voru að vinna, settu hvítu
kúlurnar, sem þú vildir fá í búið þitt,
og þá kemur raímagn. Rafmagnið er
alveg eins og síminn, það fer í gegnum
vír, eins og talið í Símanum. Og fyrr
en vírinn er kominn til okkar, fáum við
ekkert rafmagn.
— En hvenær kemur þá rafmagnið,
pabbi? spurði ég. — Kemur það á und-
an jólunum?
— Þsð votna ég, væna min, sagði
pabbi og leiddi mig inn aftur. — Menn-
irnir, sem eiga að setja niður staurana
og strengja á þá vírinn segja, að það
eigi að verða komið hingað fyrir jólin.
Svo leið nokkur tími, og enn þá not-
uðum við bara olíuljós og alladínlampa,
sem alltaf voru að ósa og alltaf þurfti
að gæta að. Staurarnir lágu óhreyfðir
niður í mýri. Þá kom pabbi einu sinm
heim úr kaupstaðnum, og ég og bróðir
mkin fylgdumst eftirvæntingarfull
með, meðan hann tók upp dótið, sem
hann hafði keypt.
Ég er nú búin að gleyma því flestu,
en ég man vel eftir lága, aflanga kass-
anum, sem mamma vafði pappírinn
utan af. Hann var ljós, næstum hvítur,
en á honum var mynd af jólatrésgrein,
og á greininni voru alla vega lit ljós.
Við annan endann á greininni var
mynd af barnshöfði; það var stúlka,
jnoð blá augu og ljósa lokka. Hú'n
horfði angurblíð á Ijósin á greininni.
— Hvað er í þessum pakka, mamma?
spurði ég. — Það færðu ekki að sjá
fyrr en á jólunum, sagði mamma, 02
hélt kassanum svo hátt, að ég náði ekki
í hann þótt ég teygði mig.
— Ég held það sé grandlaust að lofa
krakkagreyunum að sjá seríuna, s-agði
pabbi. — Þau hafa hvort sem er ekk-
ert gaman af því að sjá hana svona. Það
er ástæðulaust að ala á forvitninni í
þeim.
Þá hló mamma og opnaði kassann. í
honum lágu alla vega litir, mjóir sí-
valningar, eins í laginu og ljósin á
, myndinni utan á kassanum. — Hvað er
þetta, mamma, spurðum við litli bróðir
minn bæði í einu.
— Þetta heitir jólatrésseria, sagði
mamma. — Eða jólaljósasamstæða.
Munið þið eftir kertunum, sem við setj-
um alltaf á jólatréð og kveikjum á,
þegar jólin lcoma? Og munið þið, þegar
litli bróðir kom óvait við tréð í fyrra
og það kviknaði í því? Þessi jólaljósa-
samstæða kemur i staðinn fyrir kertin.
þegar við fáum rafmagnið, og þá er
engin hætta á þvi, að það kvikni í jóla-
trénu og öllu skrautinu á því.
— Hvað er.iangt þangaö til að það
koma jól? spurð; ég
— Þegar sex sunnudagai eru búnir.
sagði mamrna, þá koma jólin.
— E:i hvað eru margir sunnudagar,
þangað til rafmagnið kemur? spurði ég.
— Ég veit það ekki, góða mín, sagði
mamma. — Ef mennirnir fara ekki að
koma, verður kannske ekkert rafmagn
komið fyrir jólin.
— Og fáum við þá ekki að sjá öll
þessi Ijós? spurði ég.
— Nei, þá getum við ekki séð þessi
ljós fyrr en á þar næstu jólum, svaraði
mamma. — Þá verðum við að nota log-
andi kerti, eins og við höfum alltaf
gert.
— En ef mennirnir koma á morgun
og stinga staurunum ofan í jörðina,
verður þá komið rafmagn þegax sex
sunnudagar eru búnir og jólin koma?
— Ég veit það ekki, en við skulum
vona það.
, — Mamma sagði ég. — Má ég eiga
álla rauðu dagana á dagatalinu, þangað
til jólin koma?
— Já, vina min, þú mátt það.1
— Kemur sex næst á eftir fimm?
— Já, það veiztu.
— Þegar rauðu dagarnir eru orðnir
eins margir og allir puttarnir á þessari
hendi og einn putti á hinni, koma þá
jól?
— Já.
Þegar ég fór að sofa um kvöldið, hélt
ég með öllum fingrunum á annarri
hendi utan um einn fingur á hinni.
Þegar túið væri að rífa svona marga
rauða daga af dagatalinu, þá kæmu jól,
og þá fengjum við að sjá ljósin loga á
litlu sívalningunum, sem pabbi ' keypti
— ef rafmagnið yrði komið.
Þegar ég vaknaði morgumiiin eftir,
fór ég rakleitt út að glugganum og
s'kyggndist niður í mýrina. Staurarnir
voru á sínum stað. Næsta morgun gerði
ég hið sama, óg enn voru þeir óhreyfð-
ir. En rétt eftir hádegi þann dag komu
menn og fóru að labba í kringum staur-
ana. Ég ærðist af fögnuði, hljóp tO
mömmu og áagði henni, að rafmagnið
væri að koma. Hún brosti að ákafanum
og sagði að ég mætti fara í vaðstígvélin
mín og úlpuna og fara og segja pabba
það.
Pabbi var að smíða nýja jötu í fjár-
húsið úti á túni, en hætti því, þegar ég
kom, og fór niður í mýri til karlanna.
Ég fékk að fara með honum. Þegar
þangað kom, bauð pabbi góðan dag, en
ég ríghélt í héndina á honum, því karl-
arnir voru svo stórir og mikilúðlegir.
— Ætlið þið nú að fara að staura?
spurði pabbi.
Einn karlinn sparka,ði i staur og
sagði: — Það er víst, en það gengur
ekki greitt, hugsa ég, því það er svo
mikið frost í jörð.
Ég leit niður fyrir mig, og sá ekkert
nema regnvota jörðina, því það var
skúraveður þennan dag. Ég potaði með
tánni ofan í grassvörðinn, og það kom
vatn upp. Ég vissi, að karlinn var að
skrökva, því það kemur ekki vatn, þeg-
ar það er frost. Þá kemur klaki.
— Af hverju var karlinn að skrökva,
s'purði ég þegar við pabbi gengum aftur
heim.
— Að skrökva, át pabbi upp eftir
mér og horfði hissa á mig.
— Já, svaraði ég. — Hann sagði, að
það væri frost i jörð, en samt kemur
vatn.
— Litla stúlkan hans pabba, sagði
pabbi og brostii — Manstu, að það var
frost um daginn, og þú renndir þér á
plötu niður brekkuna fyrir neðan lind-
ina austan við bæ? Þá var mikið frost
í nokkra daga, og þá varð jörðin eins
og klaki langt, langt niður. Og þá er
hún lengi, lengi að þiðna á eftir. Þú
getur kanns'ke stungið skólfunni þinni
eins langt niður og blaðið á henni nær,
en samt er frost eftir, langt. langt fyrir
neðan það. Og af því að staurarnir eru
' svona stórir, þarf að setja þá svo ósköp
langt niður. Manstu, þegar ég var að
setja niður hliðstaurinn í fyrra. og hol-
an varð ,svo djúp að bara höfuðið á þér
stóð upp úr? Rafmagnsstaurarnir eru
miklu lengri. og þess vegna þurfa þeir
að fara miklu lengra ofan í jörðina.
Ég var hugsi um hríð, en svo spurði
ég: — Heldurðu. að þeir geti mokað
frostið?
— Ég veit það ekki, svaraði pabbi
og brosti aftur — En þeir moka ekki
bara með skóflu og járnkalli eins og ég,
þeir hafa stóra bora, sem þeir bora
með í jörðina, og þeir geta kannske
gert holur í frostið.
— Og kemur þá rafmagn á undan
iólunum? spurði ég.
— Við skulum vona það, væna mín,
sagði pabbi.
Rauðu dagarnir mínir urðu æ fleiri,
en ekki kom rafmagnið. Skúraveðrið
' hélt áfram, og karlarnir unnu bara,
þegar ekki var rigning. Þegar skúr kom,
fóru þeir inn í bílinn til þess ag verða
ekki blautir. Svo fór að sn-jóa, og þegar
hvessti á eftir og fór að skafa, komu
Framhald, á bls. 15.