Tíminn - 14.12.1961, Page 11
★ JÖLABLA-Ð TÍMAN5 1961 ★
11
af auglýsingum í ár,“ heldur ritstj-órinn
áfram í afsö'kunartón. „Það er svo sem
gott að f'á þær og ekki veitir blaðinu af,
en það þrengir að öðru lesimáii eins og
þú ættir að geta skilið.“
„Með mesta móti af auglýsingum, seg
irðu, nú, það er þá veltiár hjá ykkur, ég
held ykkur muni þá ekki um að bæta
einni kvartörk við blaðið. Veltiár mað-
ur ætti þá að geta fengið almennilega
borgað einu sinni. Þið, þessir ritstjóra-
blækur yfirleitt, hafið löngum orð'ið
ykkur til háborinnar skammar , fyrir
naglas'kap."
„Blaðið ber sig ekki, blöð bera sig ekki
í þessu fámenni, öll blöð hér eru ein-
lægt hreint á hvínandi kúpunni nema
þetta eina, sem á höll og beitir burgeis-
unum fyrir plóginn, farðu til þeirra, þeir
geta borgað, ef þeir tíma því þá nokkuð
betur en við hér, sem höfum gull í hjarta
en kopar í sjóði."
„Það er skemmtilegt í þér hljóðið
núna, eða hitt þá heldur, ég held ég
snúi mér þangað sem fátæktin er mest,
það er komið upp úr á þeim að kvarta, og
aulk þess skilja þeir þgð betur en þú og
þínir líkar, að höfundar geta ekki lifað
eins og liljur vallarins. Nú, enda falla
þasr þegar fýkur í skjólin. Svei ykkur
þessum búrum héma, þið eigi'ð' fullar
skemmur mannfóðurs rétt eins og hann
Bárður kallinn á Búrfelli, þið ráðið yfir
hreint öllum krofum landsins, og þó
tímið þið naumast að sjá af smábita
handa blásnauðu skáldi, sem hefur þó
margstutt blaðið með orðum, ráðum og
dáðum.“
„Þú hefur munninn fyrir neðan nefið
eins og þú ert vanur, Hannes karlinn.
Ég 'held ég verði að vinna mér það til
lífs og vináttu binnar að lesa um þenna
jólavaktmann þinn.“
„Jól bréfberans“, reyndu að fara rétt
með, skrattakollur." f \
„Ég ætla þá að skjótast inn í krókinn
minn og fá mér kaffisfcvettu á meðan ég
les. Þú verður að vinna það til að vera
liér á meðan, svara í símann og slóra af
fyrir mönnum, sem rekast hér inn á
ritstjómina. Ef einhverjir þurfa bráð-
nauðsynlega að tala við mig, hóarðu í.
mig. 'ég sef á meðan sætt er . . . . sit
leggur hurð að stöfum á eftir sér, þ.
á meðan sætt er, vildi ég sa,gt hafa.“
Að svo mæltu fer ritstjórinn út
tekur því varla að loka alveg, því að
búast má við renniríi af fólki. Á hurð-
' ina utanverða er skjöldur, sem á er letr-
að ritstjórn. Ritstjórinn réttir úr sér
fyrir framan dyrnar og dæsir af fegin-
leik, það er rétt eins og hann hafi los-
að undan fargi. Hann er snöggklæddur
meg efsta skyrtuhnappinn óhnepptan o
dregið til á bindishnútnum, svo að rúmt
verði um hálsinn, þeir, sem síkrifa mik-
ið geta ekki brúkað föðurmorðingja eð'a
önnur slík pislartól, þeir verða að hafa
rúmt um hálsinn.
Ritstjórinn hvetur sporið eftir gang-
inum og hverfur þar inn fyrir hurð, sem
á er letrað: Kaffistofa. Kaffitími er ekki
yfirstandandi og þvi enginn við af-
greiðslu í kaffistofunni, en kaffi er þar
síheitt — í stórum hitageymi, þvi að
blaðaimenn þurfa alltaf að hressa upp
á sálargáfurnar og kaffi er ti'ltækast og
þeim að kostnaðarlausu, því að blaðið
borgar brúsann. Ritstjórinn tekur hita-
brúsa innan úr veggskáp, fyllir hann af
kaffi, lætur nofckra sykurmola í bréf
pentudúk og stikar með þetta hvort
tveggja inn í smákammers afsíðis, sem
hann kallar krókinn sinn, en blaðamenn
irnir, galgoparnir þeir arna, kalla bælið
hans. Þar er svo stór legubekkur, að
hann fyllir kompuna því nær til hálfs.
Ritstjórinn dregur skó af fótum sér -og
kemur sér þægilega fyrir. Á lágu borði
við höfðalagið hefur hann sett hitabrús-
ann og nestisskrin, sem hann hefur tekið
út úr leynihólfi. Hann teygir sig mak-
indalega undir stórmynstraðri Gefjunar-
voð, drekkur aukakaffið í rólegheitum
eins og það væri aukakaffið og stýfir úr
hnefa rúgbrauð og hveitibrauð lagt sam
an með túllupylsu á milli, sem mútter
heima hefur búið hann út með um morg-
uninn. Dagskammtur ritstjórans eru átta
samlokur með vænu áleggi. Þar fyrir
utan fær hann sér mat á matmálstím-
um og kaffi á kaffitímum, en það er
eins og allir vita aukakaffið, sem hressir
bezt. Honum líður fyrirtaks vel meðan
hann les „Jól bréfberans“ og þar eftir
fer álit hans á greininni, hann ákveður
að birta hana strax á þessum jólum og
fer þegar að hugsa fyrir myndskreyt
ingu.
„Bara fjári gott hjá kallinum," muldr-
ar hann upp úr mauli sínu og hefur
óðara séð, ag hyggjuviti sínu og blaða-
mannsreynslu, hvag feitt er á stykkinu.
Þarna fær hann svo að segja frítt upp
í hendurnar mannúðarmál, sem getur
enzt honum í margar blaðagreinar og
aukið vinsœldir hans og blaðsins. Það
þarf sumsé að bregða vig og setja stopp
við þetta heiðinglega rölt póstanna á
helgustu hátíð ársins. Skyldi fólk ekki
geta senzt á jólakveðjum, þó að póst-
amir séu ekki gerðir ag gaddhestum og
settir út af sakramentinu, ef svo mætti
segja? Slíkt og þvílíkt er ekki kristinni
þjóð sæmandi. Hann sér fyrir sér stór-
letraða fyrirsögn á fyrstu grein sinni:
Jólleysingjar í jólaiandi, skyldi greinin
heita og fylgja henni áhrifamifclar drátt-
myndir af hröktum og þrautsliguðum
bréfbera, sem stendur utangarðs við allt
helgihald og hátfðakrásir á sjálfum að-
fangadegi jóla, liggur sem dauður allan
jóladaginn og pjafckar svo af stað á ann-
an í jólum með pósttöskurnar. Þetta eru
nú öll jólin hans.
„Gæti notað sömu teikningarnar í jóla-
grein Hannesar og ádeilugreinar mínar.
Verð að þasgja kallinum vel, svo að hann
geti fengið sér nóg af þessum krofum,
sem hann var ag tala um og eitthvað
bragðsterkt í gogginn til að hressa upp
á jólaskapið."
Ritstjórinn geispar, mettur, hlýr og
vær, grein Hannesar fellur úr hvítri,
holdugri hönd hans niður á plussrenning
inn fyrir framan legubekkinn. Ritstjór-
inn snýr sér til veggjar og er þegar sofn-
aður.
Þegar ritstjórinn hefur lagt öll sín
völd í hendur Hannesar og er genginn
frá, sprettur .Hannes upp úr sæti sínu
framan við ritstjómarborðig og færir sig
inn fyrir, hann rífur sig úr jakkanum
og hengir hann utan við ritstjórajakk-
ann, hneppir frá sér skyrtuna í hálsinn
og losar um bindið. Síðan sezt hann í
ritstjórasætið við ritstjóraborðið og tek-
ur til að kynna sér plögg þess. Þar kenn-
ir margra grasa, eittihvað af þessu ætti
að geta komið honum að notum, því að
hann hefur þegar fengið efni í næstu
jólagrein sína og nú er staður og stund
til að gera „forstúdíur" eitis og þeir
mundu kalla það atvinnurithöfundarnir,
þessi merkikerti. Gírugur á svip grams-
ar Hannes í plöggum ritstjórans og legg-
ur hægra megin við sig það, sem hann
ætlar að yfirlíta nánar.
„Sauðimir til hægri og hafrarnir til
vinstri,“ segir hann og ólmast í sorter-
ingunni, svo að ritstjóranum mundi efcki
hafa orðið um sel, ef hann hefði séð
til hans.
Sími.nn hringir og það er knúig
dyrnar.
„Allt ber nú senn að svinnum,“ segir
Hannes.
„Halló og kom inn!“ kallar hann og
tekur til óspilltra málanna við ritstjóm
blaðsins. —
Þegar ritstjórinn kemur aftur er hann
allvel á sig kominn, en þó hálfsakbit-
Lnn, því að fjarvist hans er orðin lengri
en ætlunin hafði verið. Nú en þag hafði
nú heldur aldrei verið hóað í hann, svo /
að Hannes hefur ugglaust plumað sig.
Hann er í sólskinsskapi og hefur að
öllu leyti gert sig heimakominn, ekki
kannski staðig fyrir honum að snuðra
upp gestavindlana, er að reykja einn
njólann, en hálftæmt pilsnerglas stend-
ur á borðinu hjá honum, sem stendur
en enginn aðkomumaður á ritstjórninni
utan Hannes, sem er að tala í símann
og handleikur á meðan uppáhaldsblýant
ritstjórans, sem nú er orðinn snöggt um
styttri enxhann hafði verið, þegar eig-
andinn lagði hann síðast frá sér. Meiri
hamhleypan, sem þessi kall er við skrift-
ir. Rétt sem snöggvast kemur ritstjór-
anum í hug, hvort ekki væri fengur að
því að fá slíkan fork sem Hannes að
blaðinu, en hverfur sem skjótast frá
þeirri hugmynd, því'að það væri að
safna glóðum ekís að höfði sér. Hann
lítur á útskrifaða örk, sem Hannes hefur
ýtt til hliðar, efst er fyrirsögn: „Jóla-
annir á blaðinu."
„Hvurn þremilinn skal nú kallinn hafa
uppdiktað um mig, mína skrifstofu og
mitt blað? Og hvar skyldi hann ætla að
afsetja það? Kennski í Höllinni, fyrst ég
var að blaða. um það, hvað rífleg þeir
gætu greitt ri.tlaunin. Já, geta, en hvort
þeir vilja ... og þó það er sjálfsagt
undir atvikum komið eins og víðar. En
'seigi að birta skop og skens um mig og
það, sem mitt er, kýs ég að sitja að því
sjálfur, það er svo stórmannlegt að hefja
sig yfir allt slíkt.
Ritstjórinn þrifur ávísanahefti upp úr
efstu skrifborðsskúffunni og hripar í
flýti það, sem við á, orð og tölur, upp-
hæðina hefur hann hærri en hann hafði
hugsað sér í fyrstu. Þegar Hannes leggur
frá sér símtólið, rekur ritstjórlnn ávís-
unina framan í hann og segir: „Líttu nú
undan'montgleraugunum og sjáðu hvað
höfðinglega þér eru útmæld höfundar-
launin. Og það, sem ég hef skrifað, hef
ég skrifað, þú getur fengið útborgað
með sama. Ja, skyldirðu geta fengið þér
sauðarkrof til jólanna, kall minn, ósvik-
ið Hólsfjallahangikjöt og drukkið jól í
dýrara miði en öli Egils sterka. En ég
áskil mér næstu jólagrein þína, þessa,
sem þú ert byrjaður að brugga.“
Hannes glottir breitt og stingur ávís-
uninni í veski sitt, snjáð af mikilli hand-
fjötlun, því að oft þarf að taka upp
veskið til að borga, maður guðs og lif-
ándi. Og svo er það stundum tekið upp
til þess eins að skoða í það, því að
gaman er að horfa á peninga, hver getur
neitað því. Þetta er rétt snotur upphæð,
hugsar Hannes og klappar á jabkann
yfir brjóstvasanum, sem geymir veskið.
Hún ætlar þá eftir allt saman að skila
drjúgum arði, póstreynsla hans, fyrst
auðvitað pósthýran og svo bætast þessi
þéttingsgóðu ritlaun ofan á, og hver
veit nema hann eigi eftir að uppskera
enn meirá sem póstur, áður en lýkur. —
Hann leggur leið sína niður í pósthús
tii þess að rekast í því, hversu fljótt
hann megi byrja á póstjobbinu, helzt
sem allra fyrst. —
III. .
„Rétt skal vera rétt,“ segir Hannes
póstur og tekur strikið heim til sín strax
og kirkjuklukkurnar byrja að hringja
og boða það að jólin séu að ganga í garð.
Þó að hann eigi eftir að skila af sér
slatta af pósti hefur hann ákveðið að
taka á móti jólunum heima hjá sjálfum
sér réttstundis, gæða sér á hátíðakrásun-
um, hlýða á fagnaðarboðskapinn og fagr-
an söng. En þessi kristilega breytni hans
‘ kostar það að hann verður síðar um
kvöldið að taka sína törn, því að Hannes
póstur er alltof ærukær maður og sam-
vizkusamur í starfi til þess að láta nokk-
urt bréf né kort, sem komið er í töskuna
hans bíða fram á annan í jólum, svo
fremi hann finni réttan viðtakanda.
Jólapóstsfrúin er hin ánægðasta með
ákvörðun manns sins, hún er með eld-
húsrósir í vöngum af hitanum í eldhús-
inu og kappinu við eldamennskuna, því
að bóndi hennar hefur gefið sína dag-
skipan:
„Um leið og ég kem að dyrunum styð
ég á hnappinn, svp að þú heyrir að ég
er kominn og þá verður að færa upp á
fatið í hvínandi hvelli, heillin mín, „því
að til setunnar boðið sízt er oss.“ Þegar
ég hef étið verð ég að arka af stað,
„svona er að vera sómamaður í sinni
stöðu gegn og trúr.“
Frúin hefur þegar fært steiktu rjúp-
urnar upp á glóðhitað fat og byrgt þær,
svo að þæo- ha'.dist heitar, kartöflur
krauma í steikarpönnu og ídýfan ójgar í
skaftpottinum, það súra og sæta er kom-
ið inn á stofuborð. Strúna póstsins hefur
unnið í kapp við klukkuna og því er allt
til reiðu, þegar bóndinn kemur heim, og
mikið er hún fegin því, að hann skyldi
taka þessa ákvörðun, nú þarf hún ekki
að drolla sárleið yfir kokkamennskunni
eins og á aðfangadagskvöldið í fyrra, og
fá manninn dauðlúinn og úfinn í skapi
heim í þann mund, sem aðrir setjast að
jólaaftanskaffinu sem lokaatriði hátíða-
haldsins. Nú getur hún, herrann sé lof-
aður, komið frammiverkunúm frá á rétt-
um tíma og lagt í rólegheitum á kaffi-
borðið, svo að allt sé til reiðu, þegar
pósturinnr hennar kemur alkominn heim
og munar í kaffið sitt eftir allt húsa-
randið. Já, óg hún getur líka skroppið í
heimsókn til grannkonunnar fyrir hand-
an, séð iólatréð þar, jólagjafirnhr og jóla-
gleði barnanna.
Reyndar hefur hún komið sér upp dá-
Iitlu jólatré sjálf, það er sígrænt og sítil-
tækt þau jól, sem hún á ólifuð, og ekki
hætt við að hrynji af greinunum. Nei,
svoleiðis tré, sem alltaf þarf að kaupa á
hverjum jólum og henda svo út í ösku-
tunnu á þrettándanum kærir hún sig
ekki um. Hún er sæl með sitt tré og glit-
fagurt og glansandi, rafljósasamstæðu
hefur hún keypt á það, ekki hægt að not-
ast við annað, enda er þá um leið fengið
skraut á tréð, svo margvrslegar eru per-
urnar að lögun, lit og gerð og í þeim
iðandi vökvi.
All.t stefnir þetta í rétta átt hjá okkur,
hugsar jólapóstsfrúin hreykin, nú er hún,
fyrrverandi sveitakonan, farin að kunna
á því lagið, hva'ð fínt þykir og tilheyrir.
Og þarna er hún búin að fá þennan for-
láta spegil og lampa yfir kamínuna. Og
frú, sem hún hefur unnið hjá, var svo
einstaklega elskuleg að gefa henni rúss-
neskan vínvið, sem vefur- sig nú upp með
dyrakarminum í stofunni hennar, en mun
með tímanum teygja 'sig upp fyrir dyrnar
og svo áfram eftir stofuveggjunum og
setja á þá lífrænan og einkar Ijúflegan
svip.
Heimilið h&nnar er nú orðig svo fínt
og fyrirmannlegt, að hún stendur oft
og starir f kringum sig sem í fagnaðar-
leiðslu og þá hugsar hún stundum:
Þetta átti ég eftir, hún Strúna frá Hálsa-
koti.
í tauskáp í svef'nherberginu liggur
stáfskjörtið vafið í silkipappír, en f klæða
skápnum hangir nýr kjóll og er allur
eftir tízkunni, og svo fínt á honum verk
ið, að saumakonan lét rönguna .snúa út
meðan hún var að máta á henui og næla
úr saumana, sem áttu að setja réttan
svip á kjólinn. Hún hafði verið svo kát
yfir því að eignast svona fínan og há-
nióðins kjól, að þag hafði gripið hana
galsahlátur svo að títuprjónarnir, tveir
eða þrír goppuðust upp úr saumunum
og hrufcfcu niður á gólf. Saumakonan
tók þessu ekkert illa, þvi að hún var
glaðsinna sjálf, hún setti bara nýja
prjóna þar sem meg þurfti og söng:
„Fyrst á réttunni, svo á röngunni, tjú,
tjú, tra la Ia!“
Þarna hringir hann nú, blessaður, og
um leið hefst jólamessan í útvarpinu.
Jólapóstsfrúin hringsnýst á eldhúsgólf-
inu og veif ekki, hvort hún á að meta
meira, að hlaupa til dyra og bjóða mann
iinum sínum gleðileg jól eða arka inn
í stofu með rjúpnafatið. Fingur hennar
grípa. ósjálfrátt eftir fatinu,-í dyraskála
mætir hún manni sínum og hrekkur
undan pósttöskunum, sem hann slæmir
frá sér, hann er hinm gláðasti að sjá og
hásyngur:
en hvað skal Drottinn gjalda þér?“
„Af heimi skattskrift heimtuð er,
— — — Pósturinn segir nam, nám
og allt það og smakkast vel jólakrás-
imar hjá henni 'Strúnu sinni, en mett-
ast fljótt, konunni krossbregður, þegar
hann dregur upp tannstöngulinn og fer
að stanga úr tönnunum.
„Hvag er þetta maður, hefurðu ekki
lyst á rjúpunum, þessum herramanns-
mat? Á ég strax að sækja grautinn?"
„Róleg, kona, róleg, Idáraðu af disk-
inum þínum. Eg er nú ekki sérlega
matbráður eins og við mig hefur verið
dekrað í allan dag. Það var engu líkara
en eftir mér hafi verið beðið í sumum
húsunum með alls kyns trakteringar, og
blessaðar konumar tárfellandi yfir bág-
um kjörum ofckar póstanna, og þykir
þó út yfir taka, að við séum hungraðir
að hringsóla allt jólakvöldið- „Já, og
kaldir þá ugglaust líka,“ sagði ein bless-
uð hefðarkonan og gaf mér þennan dá-
semdar hálstrefil, þykkan og þelgóðan
og þar eftir hlýjan, svo að það er rétt
helzt eins og ég vefji að mér ullarreifi,
þegar' ég set hann á mig. Hún setti hann
nú á mig sjálf, blessuð rausnarkonan,
og gaf mér kaffi og út í það upp á gaml-
an móð. Og þegar ég var að drekka
þetta rammsterka kaffi, hlýjandi og
fjörgandi og vindil að auki, já, vindil
að aufci, ekki má gleyma því, þá fannst
mér ég rétt helzt vera Jón hreppstjóri
á Nautaflötum, upprisinn úr Dalalífi,
með alla kvenhyllina, alltaf gáfu þær
honum út í kaffið og vildu allt fyrir
hann gera, sem í kvenmannsins valdi
stendur. En þá hugsaði ég til þín,
Strúna mín, og hélt aftur af mér, því
að ég vissi, að þú mundir ekki kunna
því vel, að ég væri búinn ag missa alla
lyst, þegar ég kæmi heim til þín. En
engan vildi ég styggja og þess vegna
þáði ég alls staðar svoldið. Víðast kaffi
og með því, ekki frá því víkjandi, onei,
onei. Sums staðar var ,ég drifinn til að
Framhald í jólablaði III.