Tíminn - 15.12.1961, Blaðsíða 7
★ JDLABLAÐ TIMANB 1961 ★
7
Þórurm Eifa
skrifar
bragða á jóiabangikjötinu, til þess, eins
og þær létu þag heita, blessaðar, að
ég segði mitt ál'it á því. Vænum sviða-
kjamma laumaði ein að mér, til þess
víst, ag ég hefði eittlhvað að kroppa,
ef Ihungrið syrfi sárt að mér. Ég stakk
kjammamim ofan í póstt'öskuna, þá
rauðu, og þar kennir nú, skal ég segja
þér, margra grasa. Ég rýmdi úr henni
póstinum, svo að þar er nú einvörð-
ungu það, sem mér hefur verið gauk-
að, þar á meðal einir fimm, sex vindlar,
sem ég hef rétt aðeins kveikt í og eru
vel bjóðandi gestum, og svo eru þar
ávextir, sælgætispokar, spil og ösku-
bakki, og þessir skínandi hreint vettling-
ar, tvíbandaðir og tvíiþumlaðir. Hún er
norðlenzk sú, sem gaf mér þá og þar
eftir eru gæðin og handbragðið".
Þegar pósturinn tekur sér smáhvíld,
segir kona hans: „Naumast að þú hefur
verið happasæll í dag, Hannes minn!
Á hvað skal nú annað eins að þetta
vita?“
„Þag þýðir að mannúðin manna er
svo mi'kl og dásamleg að guð má vara
sig, eins og skáldið kvað,“ svarar Hann-
es, en bætir svo við all drjúgur: „Hún
hefur nú ekki haft smálítil áhrif grein-
in mín, það eru hreint ótrúlega margir,
sem hafa gefið sér tiina til ag- lesa hana
mitt í mestu jólaönnunum. Og mikið
hefur verið um hana hugsað og talað.
það má nú sjá minna grand í mat sín-
um. Það liggur við að mér finnist ég
vera orðinn eins og hann þarna Byron
brezki, sem vaknaði við það einn morg-
uninn að hann var orðinn frægur. Ég
held nú bara ag ég sé kallaöur og út-
valinn til þess að lesa þessari þjóð pist-
ilinn, skrifa þær hugvekjur, sem hún
þarfnast."
„En samt ekki í nótt í öllurn lifandi
bænum,“ segir frúin. ,,í nótt skulum við
eiga reglulega indæl jól eins og b,?>'
sem við áttum, þegar við vorum nýgift
í elsku li.tla baðstofukrílinu okkar i
Hálsakoti. Þá gaf enginn okkur jólagjaf-
ir, en samt fannst okkur eins og olckur
hefði verig gefinn allur heimurinn, af
því að við liöfðum eignast hvort annað
og fengið ábúð á kotinu.“
„Já., satt segir þú ,Stína mín, ag góð
voru jólin í Hálsakoti, en þá vorum við
ung og upprennandi og að öllu leyti
í bezta standi ,og mæðiveikin og bú
raunirnar voru ekki farnar að angra
okkur. Nú er því stríði lokig og við mun-
um eiga góða daga framundan hér í
blokkinni. — En hvað er ég eiginlega
að hugsa. komdu með grautinn, kona,
því að „til setunanr boðig sázt er oss.“
Ég á eftir að koma af mér þó nokkrum
kortum enn, en það gengur greitt, því að
mér er ólíkt léttara um sporið en í fyrra,
svona yngist maður meg hverju ári,
það gerir ánægjan. Hann Henmanns
heildsali bað mig að ganga síðast um
garða hjá sér og citthvað meinar hann
meg því, sá dánumaður. Það er ekki
laust við að brjólist með mér bæði for-
vitni og tilhlökkun.“
Þessu sinni hreppir jólapóstsfrúin
mönd'lugjöfina sem bæði er lúdó og
askja með kat.tartungum.
„Lúdóið okkar var orð'ið svo lélegt,“
segir hún afsakandi, „að mér datt í hug,
að l'áta nýtt lúdó verða möndlugjöfina
í ár. En svo finnst mér líka að möndlu-
gjöfin þurfi að vera eitthvað, sem bætir
manni í munni.“
„Öldungis rétt, heillin, haltu til góð'a
og hafðu þökk fyrir“, segir pósturinn líkt
og hann sé ekki alveg með á nótunum,
hann er nefnilega í uhganum lagður
af slað í póstferðina og þrífur til þeirrar
töskunnar, sem hefur nú að geyma þann
póst, sem liann á eftij- að útdeila meðal
réttlátra, jafn hlutlaus og sólin, sem
skín jafnt á alla.
„Ætli, kannski sú rauða geti ekki kom
ið í góðar þarfir, það er aldrei að vita,“
segir Hannes, og hvolfir úr rauðu tösk-
unni á eldhúsborðið. Konan hans stendur
málalus yfir hrúgunni. Þarna er ekki að-
eins stærðar hrútskjammi, heldur og ríf-
legur biti af súrsuðum bringukollo, og
kviðsvið í plastpoka, engin nánös sú, sem
gaf kviðsviðin sín Og ekki hefur heldur
gleymzt ag gefa póstinum væna flís af
feituim sauð. Já, það er si.tt lítið af
hverju, sem pósttaskan hefur að geyma
og góð býtti fyrir bréfin, sem þar voru
áður.
Frúin hefur fyrst hönd á öskubakkan
um, þetta er forláta öskubakki, svartur
með logagylltum brúnum og rismynd.
Þetta er tízkan en ekkert tombólugóss,
hugsar liún með sér og velur öskubakk-
anum stað þar sem hann á fyrst og
fremst að vera stofuprýði. Hún raðar
ávöxtunum í skál, hellir sælgætinu i
aðra og setur vindlana í stauk.
„Þetta er bærilegt búsílag, ekkert skil
ég í gjafmildinni í blessuðu fólkinu,“
tautar hún. „Já, það er margur góðlhjart
aður hér í bæ, ekkert síður en í sveit-
inni.“
Hannes arkar glaður og reifur húsa
á milli me'ð síðustu jólakortin, staðirnir
eru farnir að strjálast. Nú er ekki sagt
bara pósturinn og látið þar við sitja,
heldur er hlaupið til strax og vart verð-
ur við hann og honum eru ekki aðeins
boðin glegileg jól, heldur bregzt það
varla að honurn sé boðinn beini: Súkku-
laði, kai'fi, öl, vindill, ávextir .sælgæti,
jafnvel matur, ef hann aðeins vill doka
við, meðan réttimir eru hitað'ir og hresst
ir við.
„Því að hvað er eins dauðtrist og
hálfkaldur og sjúskaður matur,“ eins og
ein frúin tekur svo réttilega fram. í
stöku stag er honum boðið í staupinu
og það er á slíkum stöðum, sem laumað
er í vasa hans litlum pakka.
„Smáglaðningur handa konunni þinni.
sem situr ein á stokki. Æ, mikið er til
þess að vita, hvernig farið er meg ykkur
póstana á þessu kvöldi, og hvað það
hlýtur að ganga út yfir nánustu ástvini.
Það er verulega hjartahrærandi að hugsa
um þetta og mátti ekki seinna vera að
athygli væri vakin á því, og það hefur
þú gert svo um munar. Sanarlega tími
til kominn að kippa þessum málum í
viðunandi horf.“
Þetta er nú meira dásemdarkvöldið,
hugsar pósturinn og er hartnær eins sæll
og þegar hann var nýkvæntur og lífs-
fjörið heilt jól með ástinni í Hálsakoti.
Okkar á milli sagt, er pósturinn orðinn
góðglaður, svo marga pinna er hann
búinn að innbyrða að sízt er að kynja
þó að hann finni á sér. Hann meira
svífur en gengur, sönglistin, sem hvar-
vetna ymur lætur honum sætlega í eyr-
um .götuljósin eru eins og sjálflýsandi
rósir, ljóma stafar frá hverjum glugga,
jafnvel trjám í liúsagörðum, að ekki sé
talag um hið stóra og giæsta jólatré á
torginu, sem er í póstumdæmi Hannes-
ar.
Póstferð Hannesar er nú lokið og öilu
hefur hann komið til viðtakenda nema
einu korti, sem verður sett á lista yfir
óskilabréf, því að utanáskriftin er ólæsi-
leg með ö’lu. Nú er aðeins eftir að ganga
um garða hjá Hermanni heildsala, svo
sem hann sjálfur komst að orði, og svo
fer hann eins og blátt strik heim í Hálsa-
kot. Já, það er alltaf hans Hálsakot þar
sem hún Strúna hans er
Hannes kyrjar sama sálm og fyrr um
kvöldið, sem hefst á þessum hendingum:
„Af heimi skattskrift heimtuð ei',
en hvað skal Drottinn gjalda þér.“ ■
Hann er nú kominn að fjórða vers-
inu:
„Svo lengi, sem ég lifi hér
ég lofa skal að gjalda þér
í heiðri, þrökk og hreinni trú.
það hjartans loforð meðtak þú.“
— — — „Pósturinn er kominn!" kall-
ar Kaili Valli Hermanns, sem kemur
þjótandi til dyra. Hann er nú klæddur
eins og indíánahöfðingi með marglitt
fjaðraskraut langt niður á bak.
„Pósturinn er kominn!“ endurómar
litla, sæta fröken Hermanns, hún Lilla
Villa og fylgir bróður sínum fast eftir.
Hún minnir helzt á ljósálf eða blómálf
með hringaða, gulbjarta iokka og himin-
blá augu, klædd brúnum slæðukjól með
blómsveig um enni, liálsmen hennar og
arniband eru glitsteinum sett.
Kötturinn, Gullbrandur Mjáson Her-
manns lykkjast til dyra með hefðarlegri
hægð, sleikir út um og lygnir augunum
með hátignarlegri rósemd, hann hefur
íklæðst sinni miklu hárauðu silkisalufu,
-sem með skrauti sínu sýnir, að hún er
hans sérstaka jólaslaufa. trúlega á þessi
hávelborni millaköttur slaufur við öll
hugsanleg tækifæri kattarævinnar.
Herra Harmanns bætist nú í hópinn og
tekur sé stöðu við hlið kaltar síns, þeir
oru snarlíkir sléttfeitir og gljástroknir,
sælir með sjálfa sig og heiminn og
heimurinn sæll með þá. Húsbóndinn er
klæddur rauðri silkiskikkju. sem skal
vera hans heimabúningur, sems-é jóla-
gjöf frá eiginkonunni, en hefur gert sitt
gagn sem gervi jólasveins, þá lögð hvít-
um loðrenningum, en stórt, hvítt al-
skegg, sem er áfast við jólasveinsgrím-
una breiddi sig þá um brjóstið.
„Hæ, ert það þú! Sæll og ljúfur, heilla
kallinn,“ segir Hermanns kumpánlega og
heilsar póstinum með þéttingsföstu hand
táki, dýrlega angan leggur af heildsalan-
um en bóndinn fyrrverandi frá Hálsa-
koti ber með sér hressandi útiloft, er
allur liinn kempulegasti og ekki kendari
en það, að hann hefur fullt vald á orði
sínu og æði, slíkt hið sama heildsalinn,
sem hefur setið að sumbli sóló, því að
hún Dódó hans er ekki til stórræðanna í
þv efni, nánast andvíg slíku, en hún
líkist guði almáttugum í því að líða það,
sem hún leyfir ekki.
„Það var aldeilis rétt af þér að ganga
hér um gárða, því að kann að vera að
ég lumi á ýmsu, sem hokrandi manni
kemur vel.“ segir heildsalinn og blikkar
póstinn, íbygginn. „Ég sagði við sjálfan
mig, þegar kg las greinina þina um mið-
degið í dag: „Það skal hundur heita í
hausinn á mér, ef ég læt póstinn minn
lifa við sult og seyru á sjálfum jólunum.
Ég hef nú stundum bugað þeim, sem
síður skyldi, helvízkum kommúnistum,
sem trúðu ekki á neitt nema Stalín, og
til hvurs fjárans er maður að gefa svodd-
an lýð, hundheiðnum, jólagjafir Meðal
annarra orða, á hvað trúir þú vinur?“
Pósturinn réttir úr sér og er svo tein-
réttur, að það er engu líkara en rekinn
hafi verið fleinn gegnum hrygfesúluna
á honum.
„Ég trúi á minn skapara,“ segir hann
hátíðlega.
„Þinn hvað .. ? Skapara! Já, auð-
vitað, sama hér. Sem sagt gott, eins og
hann séra Bjarni segir En hvað ég vildi
mér sagt hafa, hvað var ég annars að
tala um?“
„Greinina mína,“ segir Hannes.
„Alveg hárrétt, já, ég las hana um há-
degið, fékk mér smálúr og las hana, svo
kallaði eg á konuna mína, og þó að hún
væri að vesenast með kalkuninn og rís-
alamöndluna, eins og þær uppnefna jóla-
grautinn þessar fínu frúr, já. þrátt fyrir
allt sitt herjans stúss. þá settist hún við
og las, þessi blessuð elska. og svo grét
um við bæði.“
„Ha!“ hváir pósturinn aldeiiis grall-
aralaus.
„Ja, það er að segja hún grét fyrir
okkur bæði, hún er svo blíð i sér og við
kvæm hún Dódó mín, hefur hjarta úr
gulli, hún er líka af Vídalínsættinni
beztu ætt landsins. Hún sagði við mig:
„þú líklega lætur manninn ekki fara
tómhentan, þegar hann færir okkur jóla-
korlin í dag. Ég skammast mín ofan i
hrúgu, þegar ég les um þa* h> að hann
Framhald í jólablaði IV,
i