Tíminn - 15.12.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.12.1961, Blaðsíða 3
★ 'lJDLABLAÐ TÍMANS 1961 ★ 3 Birgir Sigurðsson: — Stuttur einþáttungur Þrjú herbergi hlið við hlið i gömlu og hrörlegu gistihúsi. — í •miðherberginu situr stæl- gæi á stól með krosslagða fætur, les í vikublaði, reykir, blæs reykn- um kæruleysisrega frá sér og dingl ar fætinum. — í herberginu vinstra megin við miðherbergið er gamall, hvíthærður maður að kenna barni faðirvorið. Barnið er háttað og sit- ur uppi í rúminu með spenntar greipar, en gamli maðurinn situr á stól við rúmið. — í herberginu \ hægra megin við miðherbergið eru hjón. Þau eru að rífast. Konan er stór og grófgerð, — maðurinn lítill og pervisinn. Hann situr fremst á stólbrík, vandræðalegur og flökt- andi, og forðast að horfa á kon- una, sem ýmist staðnæmist fyrir framan hann og hvessir á hann augun eða æðir fram og aftur um herbergið. Það er kvöld, og vindurinn gnauðar á gluggunum. Einhvers staðar skellist hurð fram og aftur, , og úr fjarska berst rödd dægurlaga söngvara, sem syngur rokklag. Konan: (Hátt og reiðilega) — Af hverju söngstu ekki fyrir fólkið niðri? Hef urðu ekki rödd? (Hæðnislega) Þú ert kannske kvefaður? Gamli maöurinn: (Hægt og skýrt) — Áður en þú sofnar, ætla ég að kenna þér bæn, sem Jesú gaf lærisveinunum sín- um. Maðurinn: (Óstyrkum rómi). — Eg vildi bara ekki trana mér fram. Gamli maöurinn: — Faðir vor. Konan: — Svei! sér er nú hvert látleys- ið. Það hefði víst skaðað, þó að þú hefðir sungið fyrir það. Barnið: — Gaf guð okkur líka stjörn- urnar, afi? Konan: — Hverju hefurðu svo sem að leyna? Það dytti víst engum i hug, að þú sért söngvari. Eg gæti verið gift venjulegum ræfli þess vegna. Gamli maðurinn: — Já, barnið mitt. Guð gaf okk- ur stjörnurnar líka. — Faðir vor. Maðurinn: (Reynir að sefa konuna). — Svona, svona, góða. Barnið: (Með lokuð augu). — Faðir vor. Konan: — Svo léztu eins og ekkert væri, þegar fíflið fór að gala, og ég bað þig um að syngja. Það er ekki að sjá þú hafir rödd. Það er ekki að sjá, að ég sé gift söngvara. Gamli maðurinn: — Þú, sem ert á himnum. Konan: . ' — Þó að ég bæði þig hvað eftir annað, svo allir heyrðu. Og reyndi að draga þig að píanóinu. (Maður- inn skotrar augunum flóttalega út undan sér). Gamli maðurinn: — Hafðu betur ofan á þér, væna mín, svo að þér verði ekki kalt. Konan: , „ (Með sársauka). — Og allt þetta fólk glápandi á mig. Gamli maðurinn: — Þú, sem ert á himnum. Konan: — Svo smokrarðu þér út, lætur mig eina eftir. Og allt þetta fólk. Er þá engin sómatilfinning til í þér? Barnið: — Þú, sem ert á himnum (Stælgæinn í miðherberginu stendur upp og fleygir frá sér blað- inu, tekur glas og gengur með það að handlaug, sem er í herberginu). Maðurinn: (Réynir að vera mynduglegur). — Hvað or þetta, góða? Hví læt- urðu svona? i Gamli maðurinn: — IJelgist þitt nafn. Konan: (Með hatri). — Guð minn góður! Eg hefði aldrei trúað, að þú værir svona ómerkilegur. (Maöurinn sígur saman á stó.ln- um). Barnið: — Helgist þitt nafn. Stœlgœinn: (Hamast á vatnshananum) — Djöfullinn sjálfur. Það er, ekkert vatn í þessum kofa. (Skellir glas- inu frá sér, tekur tyggigúmmí upp úr vasanum, fleygir sér á stólinn og tyggur, fýlulegur á svip). Konan: — Þú anzar mér ekki einu sinni, þegar ég kalla á eftir þér. Og svo glottir það hvert framan í annað. (Stælgæinn trallar með fætinum og raular slagara um leið og hann tyggur). Gamli maðurinn: (Strýkur koll barnsins). — Til komi þitt ríki. Maðurinn: (Sannfæringarlaust). — Láttu nú ekki svona, góða. Barnið: — Af hverju er sólin svona rauð, afi? Konan: — Og ekki var það betra, þegar við vorum að borða. Eg varð að taka í höndina á þér, svo að þú ekki stingir hnífnum upp í þig. Gamli maðurinn: — Það er til þess að mennirnir verði fallegir í augunum, væna mín. — Til komi þitt riki. (Stælgæinn krýpur niður og dregur tösku undan rúminu, tekur upp vínflösku). Barnið: — Til komi þitt ríki. (Stælgæinn drekkur af stút, grettir sig). Konan: (Með grátstafinn í kverkunum). — Og allir horfa á, hvernig þú hafe ar þér við borðhaldið. Stœlgœinn: (Mannalega). — Djöfull er gutl- ið gott, maður. Konan: (Móðursýkislega). — En þú sérö aldrei neitt. Þú ert blindur. (Kast- ar sér grátandi á rúmið og lemur í koddann). Eg vildi ég væri dauö — dauð! — dauð! (Grætur ofsa- lega). Stœlgœinn (Drekkur). — Djöfull, maður. Gamli maðurinn: — Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. (Stælgæinn stútar sig. — Mað- urinn gengur að konunni og klapp- ar henni klaufalega á herðarnar). Barnið: — Þinn vilji svo á jörðu sem á himnum. Konan: (Milli gráthviðanna). — Þú get- ur sosem talað, — þú ert sosem söngvari — og allir tala við þig — en þú vilt ekki syngja fyrir konuna þína. Þú vilt ekki syngja þegar ég bið þig. Gamli maðurinn: — Gef oss í dag vort daglegt brauð. (Stælgæinn gengur um gólf með aðra höndina í rassvasanum. en hina um flöskuna). Konan: (Dapurlega). — Þú hefur alltaf verið svona. Hvernig var það þeg- ar þú fórst með kórnum til Róm- ar? Ekki fékk ég að fara með þér. Ekki fékk konan þln að fara með þér, þó að allir hinir hefðu konurn- ar með sér. Barnið: (Orðið syfjað). — Gef oss í dag vort daglegt brauð. Konan: — Eg hef aldrei fengið að fara neitt, alltaf verið , --'r’iggamim. (E’raœh. á 13. síðu.l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.