Tíminn - 28.12.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.12.1961, Blaðsíða 2
Skiptir sköpum Hér á landi hafa ríkt þeir þjóðfélaigshæítir síðustu ára- tugi, —fram að valdatöku nú- verandi ríkisstjórnar, — ,a@ yfirdrottnun fjármagns á fárra höndum hefur verið minni en í flestum löndum öðrum. Ein afleiðing þess er sú, að ekki í nokkru landi öðru búa jafn- margar fjölskyldur í eigin hús- næði að tiltölu. Fátt sýnir ef til vill betur að nú skintir að nýju sköpum í íslenzkum stjórn málum, að hinum almenna borg ara með mcðalíekjur hefur verið gert ókleift að eignast eigið þak vfir höfuðið. 70% höft á framtak einstaklinga Eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu áður með glöggum dæmum og óumdeilan legum tölum, hcfur árleg greiðslubyrði vegna byggingar meðal íbúðar aukizt um nær 70% síðan 1959, þ.e. vextir og afborganir á 1. ári. Auk þess hefur getan til að leggja fé til hliðar til að mæta greiðslu- byrðinni stórlega verið minnk- nð með hækkuðum framleiðslu kostnaði. Miða við 100 þús. kr. l'án frá húsn.málastjórn, sem er algert hámark nú og er út- hlutað bæði seint og illa vegna þess, að húsnæðismálastjórn annar hvergi nærri eftirspurn, og að íbúðarbyggjandi geti sjálfur lagt fram 120 þús., vant ar samt 250 þús. kr. til að full- gera meðal íbúð í fjölbýlishúsi. Þótt geta íil að leggja fram 120 þús. og að standa undir vöxtum og afborgunum af 350 þús. sé fyrir hendi, getur orðið erfitt að afla 250 þús. króna bráðabirgðalána íil að fullgera íbúðina. Vextir og afborganir af þessum lánum yrðu tæp 60 þús. krónur 'á ári —ef þau fengjust. Hverjir eiga 120 þús- kr. í handraðanum, og hafa 130 þús. kr. tekjur Samkvæmt útreikningum Hag stofunnar þarf a.m.k. 70 þús. krónur til að lifa mannsæm- andi lífi. Til að lifa mannsæm- andi lífi og standa jafnframt í byiggingu eigin íbúðar, þurfa menn því að hafa a.m.k. 130 þús. króna árslaun og að auki geta lagt fram úr eigin vasa strax 120 þús. — Það eru vist ekki mörg ung hjón, sem geta snarað 120 þús. krónum á borð ið nú, þegar launin hrökkva naumast fyrir brýnustu lífs- nauðsynum. Og ætli þeir fjöl- skyldufeður séu ekki margir sem ekki hafa 130 þús. króna árslaun og ekki búa í eigin húsnæði? Sanngirniskrafa Miðað við þær aðsíæður, sem nú hafa skapazt í þcssum mál- um, lilýtur öllum að koma sam an um það, að það er mikil sanngirniskrafa og sjálfsöigð, er fram kemur í frumvarpi því, er Jón Skaftason og fleiri þing- menn Framsóknarflokksins hafa flutt um að hámarksl'án úr húsnæðismálastjórn verði hækkuð úr 100 þús. f 200 þús. Ef ekkert verður að gert í lcrónur. þessum efnum áður en í óefni er komið, þá eru þjóðfélags- hættir „hinna gömlu <róðu daga“ ekki langt undan. í því þjóðfélagi eru það fáir útvald ir auðmenn, sem byggja íbúðar kumbalda og leigja síðan út lýðnum fyrir það verð, sem þeim þóknast hverju sinni. Hlaut hdfuð að launum skírara feigan vegna þeirra góðu áhrifa, sem hann hafði á Heródes konung. Óskina fékk hún uppfyllta, og hvort sem það er nú vegna feg- ur'ðar Salome og hreyfinga henn- ar eða vegna launanna, sem hún fékk fyrir dans sinn, er þessi dans einn frægasti dans heims- ins. Allar stúlkur, sem hafa nægi lega fegurð og danshæfileika til að bera, þrá að geta dansað dans Salome. Rita Heyworth gerði það, Yvonne de Carlo gerði það, jafnvel rússneska leikkonan Nazi mova gerði það. Þær voru full- þroska konur. Allra álit var, að aðeins fullþroska konur með mikla reynslu og þjálfun í dansi gætu dansað dans Salome. Þang- að til nú ... í hinni nýju, umdeildu kvik- mynd „Konungur konunganna" er stúlkan Salome leikin af 17 ára amerískri skólastúlku, Byigid Bazlen. í biblíunni segir, að Sal- ome hafi ekki verið eldri en Bri- gid, þegar hún dansaði þennan blóðuga dans. Þess vegna var Brigid Bazlen tekin fram yfir eldri og reyndari stúlkur, sem í boði voru. Ég er ósvikin Sal- ome“, segir hún sjálf. En það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera ósvikin Salome. Það kostaði Brigid Bazl- en fimm klukkustunda æfingar á dag í fimm mánuði. Og jafnvel eftir allar þær æfingar tók það tvær vikur að kvikmynda þetta atriði, sem stendur yfir í sjö (Framhald a 11. siðui Hver kannast ekki vi3 söguna af stúlkunni Salome sem dansaði fyrir föður sinn konunginn Heródes í gleðiveizlu í höll hans. Heró- des varð svo hrifinn af dansi dóttur sinnar, að hann kvaðst mundu veita henni hverja þá ósk, sem hún hefði fram að færa. Salome ráðfærði sig við móður sína, sem krafðist þess, að hún bæði Heródes um höfuð Jó- hannesar skírara á gullfati. Sagan segir, að móðir Sal- ome hafi viljað Jóhannes Salómc dansar fyrir Heródes, öðru nafni Gregoire Aslan. „Barns- djöfullleg á svipinn", skipaði leikstjórinn. TÍMINN, fimmtutlaginn 28. desember 1961.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.