Tíminn - 28.12.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.12.1961, Blaðsíða 12
verður í Klúbbnum við Borgartún í dag klukkan þrjú. Meðal skemmtiatriða verður hsimsókn tveggja jólasveina, danssýning nemenda úr dansskóla Hermanns Ragnars, lukkupottur og fleira. Aðgöngumiðar verða seldir í Edduhúsinu til hádegis og síðan í Klúbbnum, ef eitt- hvaS verður óselt. ' v . x: liffl p i J j ' r I 11 Fimmtudagur 28. desember 1961 326. tbl. 45. árg. Pósftverzlun Trúlega vildi mörg húsmóðirin úti á landi geta brugðið sér til höf uðborgarinnar, þegar hún heyrir í útvarpinu auglýsingar um útsölu í helztu verzlunum höfuðborgar- innar. Það getur þó orðið umhend- is, jafnvel þótt samgöngur séu góð ar, og auk þess mundi ferðakostn- aðurinn óhjákvæmilega draga til muna úr ábatanum. En nú hefur póstverzlunin „Hagkaup" við Miklatorg ákveðið að hefja útsölu við hvers manns dyr, hvar sem er! á landinu, viðskiptavinum sínum i til' hagræðis, og ekki aðeins í! nokkra daga einu sinni á ári —! heldur allan ársins hring, ,,meðan birgðir endast“. Póstverzlunin „Hagkaup“ hefur aflað sér sambanda, sem gera henni kleift að kaupa útsöluvörur sínar hjá verksmiðjum, vörur, sem ákveðið hefur verið að „selja upp“, einhverra hluta vegna. Innan skamms munu margs konar útsölu vörur verða á boðstólum við lágu verði. Til þess að geta orðið þessara kjara aðnjótandi, þurfa viðskipta- vinirnir ekki annars við en ger- ast fastir áskrifendur að aukablöð- um þeim, sem póstverzlunin gefur út við aðalverðlista sinn og kosta tíu krónur á ári. f aukablöðum þessum verða kynntar útsöluvörur hverju sinni, og auk þess aðrar nýjar vörur, sem verzlunin fær, eftir að aðalverðlistinn er kominn út. Einnig verður þar greint frá verðbreytingum, sem kunna að hafa orðið á vörum, sem skýrt var frá í aðalverðlistanum. ws HREPPTI KAPPAKSTU RSBRAUT í októberhefti Samvinnunnar efndu Samvinnutryggingar til verðlauna-getraunar, sem nefndist: Þekkir þú umferðarmerkln? — Getraun þessi var aðallega ætluð börnum og unglingum, en reynsl- an sýndi, að bæði ungir og gamlir tóku þátt í henni. Alls bárust 2600 svöar frá fólki, sem var fimm til sjötiu ára að aldri. Voru þessi svör vfðs vegar að af landinu og flest rétt. Fyrlr jólin var dregið úr réttum svörum hjá borgarfógetanum í Reykjavík, og féllu fyrstu verðlaunin, rafknúin kappakstursbraut, íhlut drengs í Reykjavík, Sævars Haraldssonar, Suðurlandsbraut 87 A. Alis voru fimmtiu verðlaun veitt, og dreifðust þau um allt land. Nitján hrepptu fólk í Reykjavík, en þrjátíu og ein verðlaun komu i hlut fólks utan Reykjavíkur. Hafa verðiaunin nú öll verið látin í póst. Kjaftshöggin féllu, kvenfólkið öskraði — og strákar sprengdu póðurkerlingar í þvarginu Slegizt frá Þórskaffi niður að Víði Vlublysln ur umfero Þeir, sem áttu leið um Aust- urstræti á Þorláksmessu, veittu því athygli, að strákar voru þar með blys, sem gáfu frá sér sérkfennileg væluhljóð. Blysin þutu um loftiS eftir að búið var að kveikja í þeim, gáfu frá sér mikiun reyk og neistaflug, duttu niður og hófu sig upp aftur, stundum hátt í loft upp. Blaðið hringdi til lögreglunnar í gær og spurðist fyrir um, hvern ig þessi blys væru tilkomin, og hvort sala á þeim væri leyfileg. Lögreglan svaraði, að maður að nafni Þórarinn Símonarson í Þórs mörk í Garðahreppi hefði fram- leitt ýlublysin, og hefðu þau verið seld í búðum fyrir jól. Þórarinn hefði fengið leyfi til að fraimleiða stjörnuljós og aðra skrautelda, sem heimilt er að selja. Hins veg- ar væri framleiðsla ýlublysanna ól'ögleg. Framleiðslan hefur nú verið bönnuð. Blysin eru gerð upp tæk hvar sem þau finnast. Lögreglan taldi blysin skaðleg, þannig að þau gætu sviðið föt manna og hár og brennt glugga- tjöld, ef þau væru kveikt innan- húss. Svo mikill skotkraftur er í blysunum, að þau þutu jafnvel upp á húsþök í Austurstræti, og taldi lögreglan þetta hin hvimleið ustu leikföng. Tvær messur Séra Sigurður Pálsson í Hraun- jgerði tók að þessu sinni upp þá mýbreytni að messa tvisvar á Sel- íossi jólakvöldið. Hófst önnur mess on klukkan sex, en hin hálf-tólf. Aftur á móti var ekki messað ó Selfossi á jóladaginn, heldur ein- ungis í sveitakirkjunum. Hraun- gerðisprestur á í mörg horn að líta, og var þessi tilhögun tekin |upp í því skyni, að hann hefði rýmri tíma til þess að messa utan ikauptúnsins. Fyrsti áfanginn til launajafnaðar Kvöldið fyrir Þorláksmessu hófust mikil slagsmál fyrir ut- an Þórskaffi um það leyti, sem hleypt var út úr samkomuhús- unum, Þórskaffi og Röðli. Gatan fyrir utan Þórskaffi niður að Víði ólgaði af slagsmálum, að sögn lögregiunnar. Tveir lögreglu þjónar, sem höfðu varðgæzlu á staðnum, fengu ekki rönd við reist. Þrír lögregluþjónar voru kvaddir til aðstoðar. Þeir troð- fylltu tvo bíla af drukknum slags málalýð og óku með hann brott. Mikil ölvun var í samkomuhús- unum þetta kvöld, en framferði manna var tiltölulega skikkanlegt CFramhaid á 11. síðu) Samkvæmt lögum, sem sam þykkt voru í fyrra, skulu laun kvenna, sem vinna verka kvennavinnu, verksmiðju- vinnu og verzlunar- og skrif- stofuvinnu, hækka til jafns við laun karia á árunum 1962 —1967, og nemur hækkun leinum sjötta af mismuninum | árlega. Eftir ósk Verkakvennafélagsins Framsókn i Reykjavík hefur launa jafnaðarnefnd ákveðið hækkun á kaupi kvenna, samkvæmt kjara- samningnum, sem hér segir: A. Samningur milli Framsóknar og Vinnuveitendasambands ís- lands, dags. 24. júní 1961. — Tímakaup skv. 4. gr. A-liður: kr. 20.73 hækkar um kr. 0.34 í kr. 21.07. — 19.89 —---------- 0.48 - — 20.37 — 18.95 — — — 0.63 - — 19.58 — 13.86 —--------- 0.85 - — 14.71 — 16.19 — — — 0.46 - — 16.65 B. Samningur milli félagsins og starfsstúikna i mötuneytum, dags. 17. júlí 1961. Mánaðar- kaup skv. 1. gr. Fyrstu 3 mán. kr. 3129,00 hækkar um kr. 225,40 í kr. 3354,40 Næstu 12 mán. — 3369,00 —-------- 185,34--- 3554,72 Næstu 9 mán. —- 3601,54 —-------- 146,64- — 3748,18 Eftir 2 ár — 3601,54 — —183,99- — 3785,53 , (Framhald á 11. síðu). ■ •• 'AVvW \ * <\V „ •>. ' % * VVV\ VViyP'»A'-\ '\\\»}\>- vs s >v\V>vV«i'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.