Tíminn - 29.12.1961, Side 3
„Þ. eru aö fara inn
á hættulegar leiðir
- segir utanríkisráðh. Breta, Home lávarður
NTB-Newcastle, 28. des.
Home lávarður, utanríkis-
ráSherra Bretlands hélt í
kvöld ræðu, þar sem kom
fram beint vantraust á starf-
semi Sameinuðu þjóðanna.
Hann sagði, að samtökin væru |
að færa starfsemi sína inn á í
nýjar og stórhættulegar braut)
ir. Allsherjarþingið hefði æ,
ofan í æ samþykkt ályktanir, j
sem hafi verið skaðlegar friði
og öryggi í heiminum. Home
lávarður sagði, að greinilegt
væri, að meirihluti aðildar-
ríkja Sameinuðu þjóðanna
hefði stutt innrás Indverja í
Goa og væri það dæmi þess,
hvílíkt ábyrgðarleysi ríkti með
al meirihluta aðildarríkjanna,
fyrir utan að sum ríkin gerðu 1
allt i sínu valdi til þess að
auka óskapnaðinn í heimsmál-
unum.
Home hélt þessa ræðu i smá-
bæ í Norður-Englandi, fyrir fé-
lagssamtök áhugamanna um Sam-
einuðu þjóðirnar. Hann lagði sér-
staka áherzlu á Goa-ipálið, og
sagði, að það hefði valdið van-
trausti á samtökunum, að mörg
lönd í Öryggisráðinu hafi greitt
atkvæði með Indlandi í Goa-mál-
inu og séð gegnum fingur við Ind
verja, þrátt fyrir valdbeitingu
þeirra gegn Goa.
Byrjunin á endalokunum
Home sagði, að sennilega hefði
meirihluti aðildarríkjanna greitt
atkvæði með Indlandi, ef málið
hefði komið fyrir Allsherjarþing-
ið. Það sem gerðist, sagði Home,
var, að Indland braut beinlínis
þjóðaréttinn með árásinni, þótt
segja rriætti, að aðdragandinn
hefði reynt á þolinmæði'Indverja.
Þegar Sþ. sjá gegnum fingur við
slíkt, er ég sammála Adlai Steven
son, fulltrúa Bandaríkjanna, að
það sé byrjunin á endalokum sam-
takanna.
Sérstaklega nýlendumálin
Sameinuðu þjóðirnar hafa um
áraraðir framkvæmt ýmislegt, sem
umdeilanlegt er, en nú er farið
inn á nýjar og hættulegar braut-
ir. Allsherjarþingið hefur hvað eft
ir annað gert samþykktir, sem líta
verður á sem skaðlegar friði og
öryggi í heiminum, og er þá sér-.
staklega um samþykktir um ný-
lendumál að ræða, sagði Home.
Kongó ekki undir sjálfstæði
búið
Við höfum verið vitni að óskapn
aðinum í Kongó, og við sjáum öll,
að hann er afleiðing þess, að land
ið fékk sjálfstæði, án þess að þjóð
in væri að nokkru leyti undir það
Snýr Nehru
sér næst að
Kínverjum?
NTB—Nýja Dehli, 28. desember.
Nehru Indlandsforseti sagði
blaðaniönnum í dag, að ríkisstjórn
in væri í alvarlegum þenkingum
um, hvernig Indland eigi að
vinna aftur landssværi þau, sem
Kínverjar hafa hertekið. Sagði
Nehru, að svo gæti farið, að
grípa yrði til vopna til að endur-
heimta landsvæðin, ef annað brygð
isí. En hann tók um leið fram,
að slíkt væri miklu meiri aðgerð-
ir heldur en innrásin í Goa á
döigunum. Han sagði, að landa-
mæraii’Iál Indlands og Kína
mundu skýrast á næstunni og af-
staða Indlands mundi fara eftir,
hvernig sú þróun ýrði.
búin að taka á sig þá ábyrgð, sem
því fylgir, sagði Home.
Vilja auka óskapnaðinn
Sumir fulltrúarnir hjá Sþ. hafa
fengið bein fyrirmæli ríkisstjórna
sinna um að styðja ályktanir, sem
auka óskapnaðinn bæði í Kongó
og annars staðar í heiminum,
sa.gði Home.
Home sagði að lokum, að það
væri of vægilega sagt, að ástæða
sé að óttast þróunina hjá S.þ.
Stöðug stríös-
iiætta í írian
NTB—HAAG og DJAKARTA, 28.
des. — Súkarnó Indónesíuforseti
sat í dag á fundum með hershöfð-
ingjum landsins til þess að ræða
hernaðaraðgerðir gegn Hollending
um á Irian, hollenzku nýlendunni
á vestui’hluta Nýju-Guineu. Tals-
maður stjórnarinnar sagði í dag.
! að Indónesia æskti ekki eftir styrj
| öld, en svo virtist sem hún væri
óumflýjanleg. Slitnað hefði upp úr
samningum við Hollendinga og
eina leiðin væri að grípa til vopna.
í Haa.g var því haldið fram í
dag, að óbeinar viðræður færu
fram milli Hollendinga og Indó-
nesa um Irian.
Sex í svelti
De Gaulle
Hermdarverkin ganga af fullum krafti
NTB-París, 28. desember.
Stöðugt eru leynilegir fund
ir milli Frakkiandsstjórnar og
útlagastjórnar Serkja í Alsír.
De Gaulle forseti mun halda
áramótasjónvarpsræðu annað
kvöld, föstudagskvöld, og
vænta þess margir, að þá lyfti
hann hulunni af, hvaða stefna
verður tekin í Alsírdeilunni.
Hermdarverkin í Alsír og
Frakklandi hafa upp á síðkastið
náð hámarki. Á hverjum degi er
fjöldi manna drepinn eða særð-
ur af völdum hermdarverka
leynihreyfingar hægri sinna
(OAS) og leynihreyfinga Serkja.
OAS virðist vera stærsti
þröskuldurinn í vegi fyrir friði í
Alsír. í Oran er það t. d. almennt
álitið, að OAS muni reyna einhvers
konar byltingu, ef samkomulag
næst milli frönsku stjórnarinnar
og útlagastjórnar Serkja. Verði þá
sennilega komið á nokkurs konar
sjálfstæðu frönsku Alsir með Oran
_sem höfuðborg.
De Gaulle hershöfðingi hefur
ekki mikla trú á, að OAS geti fram
kvæmt neitt slíkt, en samtökin
geti samt valdið miklum erfiðleik
um. Ríkisstjórnin hefur stöðugt
30.000 manna lið í Alsír til þess að
hafa hemil á OAS ef leynihreyf-
ingin reynir byltingu.
Sex ungar manneskjui- — fimm karlmenn og ein stúlka — hafa hafzt viS
í svelfi á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn — Lækjartorginu þar — sfðan
á Þorláksmessu. Þau ætla að vera þarna þangað til í dag. Þau hafa ekki
innbyrt annað þennan tíma en vatn og vltamíntöfiur og segjast gera þetta
til aö vekja athygli á matvælaskortinum í Afríku og Aslu.
ein hörmungín í Kongó
Ekki tii
Kuwait
NTB—Bagdad, 28. desember.
írak hefur kært til öryggisráðs
ins herflutninga Breta í Suð-vest
ur-Asíu, og talið þá ógna öryggi
íraks, en talið er, að Bretar hafi
óttazt innrás íraksmanna í olíu-
landið Kuwait við botn Persaflóa.
Af hálfu Breta hefur ekkert
verið látið uppi um ástæðurnar
fyrir herflutningum þeirra til ný-
lendu þeirra á suðurströnd Ara-
bíu, Aden, og fulltrúi Kuwait í
Arababandalaginu sagði, að Ku-
wait-deilan væri ekki ástæðan iyr
ir þeim liðsflutningum. Hann
sagði, að sjálfstæði Kuwait væri
ekki á neinn hátt í hættu og land
ið hefði ekki beðið Breta um hjálp.
Fundur þrátt
fyrir allt
NTB—Vientiane, 28. desember.
í dag voru betri horfur á sam-
komulagi milli Laos-prinsanna
þriggja en í gær, en þeir héldu
með sér fund um kvöldið. Á Vest-
urlöndum eru menn bjartsýnir
um, að unnt verði að koma á friði
í Laos. þrátt fyrir ósamkomulag-
ið, sem varð í gær.
NTB-Leopoldville, 28. des.
Eftir allar þær hörmungar,
sem geisað hafa í Kongó und-
anfarna mánuSi, bættist enn
ein við núna. Kongófljótið hef
ur risið yfir bakka sína, fært
þorp og bæi í kaf, og hrakið
þúsundir manna frá heimilum
sínum. Enn er ekki Ijóst né
fyrirsjáanlegt, hversu miklu
tjóni og hörmungum þessi flóð
munu valda.
í dag komu enn fleiri fulltrúar
frá Katanga til Leopoldville til
þess að taka þátt í þingstörfum
þar. Meðal þeirra var Nyembo ráð
herra í stjórn Tsjombes. Þeir tóku
þátt í þingstörfum í dag. Er það
í fyrsta sinni í þrjá mánuði, að
þingmenn frá Katanga taka þátt í
þingstörfum í Leopoldville.
Nyembo sagði blaðamönnum í
dag, að hann vonaði, að Katanga
mundi njóta mikillar sjálfsstjórn-
ar innan nýju stjórnarskrárinnar.
Átök í Elisabethville
í Elísabethville kemur alltaf
annað veifið til átaka. í dag féllu
tveir Katangahermenn fyrir skot-
um sænskra Sþ.-hermanna, en full
trúar Sþ segja, að Katangamenn-
irnir háfi ráðizt á Svíana að fyrra
bra.gði.
Herlið Sþ handtók í gær llunga
dómsmálaráðherra Katangastjórn-
arinnar í misgripum. Eftir fjögra
tíma fangelsun var honum sleppt.
Hann kvartiðf yfir því, að arm-
haudsúr sitt hefði verið eyðilagt
og taia rifin af fötum sínum.
Viltíu ekki fara
Áformað hafði verið, að fyrsta
deild Kongó-hermanna undir
stjórn Sþ-ihersins, færi til Kamina
í dag, en för þeirra hefur verið
frestað, þar sem Kongómennirnir
voru ekki hrifnir af því að bera
hjálma með Sþ-merki og lúta
stjórn liðsforingja samtakanna.
Sir Roy Welensky, forsætisráð-
herra Rhodesíu, ætlar á morgun
í könnunarferð til landamæra
Katanga til þess að sannfærast
um, að landamæraverðirnir hafi
fullkomið eftirlit með því, að vopn
um og hermönnum sé ekki smygl-
að til Katanga.
Slys á Suöur-
landsbraut
Klukkan rúmlega sjö í gær-
kvöldi varð tæplega sextugur mað
ur, Jón Valgeir Júlíusson, til heim
ilis að Litlu Völlúm við Rauða-
vatn, fyrir sendiferðabifreið á Suð
urlandsbraut, skammt austan Ár-
bæjar. Bifreiðarstjórinn kvaðst
hafa séð á bakið á manninum, þar
sem hann gekk austur veginn
nokkuð inn á akbrautinni, þegar
bifreiðin var komin mjög nálægt
honum. Bifreiðarstjórinn segist
hafa snarhemlað, en það kom fyrir
ekki. Bifreiðin lenti á manninum,
sem kastaðist upp á vélarhúsið og
hefur sennilega skollið á hnakk-
ann á framrúðuna, því hún brotn-
aði. Bifreiðarstjórinn hlúði að
Jóni meðan beðið var eftir sjúkra
bíl. Hann var síðan fluttur á
læhnavarðstofuna og þaðan strax
á Landsspítalann, þar sem verið
var að gera að meiðslum hans,
þegar blaðið fór í prentun. Jón
mun hafa fótbrotnað og hlotið
fieiri skaða. Ef einhverjir kynnu
að hafa orðið sjónarvottar að slys
inu, aðrir en þeir, sem voru í
sendiferðabílnum, eru þeir beðnir
að gefa sig fram við umferðar-
deild rannsóknarlögreglunnar.
T f MIN N, föstudaginn 29. desember 1961.
3