Tíminn - 29.12.1961, Síða 6

Tíminn - 29.12.1961, Síða 6
Það eru ekki margir áratugir síðan, að notkun kraftfóðurs handa búfé voru smámunir ein- ir hér á landi. Bændur notuðu að vísu fiskúrgang, lifur og lýsi og svo síld og úrgang síld- ar, í harðindum eða þegar fóð- ur skorti af öðrum ástæðum, en lítið eða ekkert annars. Nú er þessu öðru vísi varið. Nú eru gerðar það miklar kröfur til afurðamagns skepnanna, að þeim verður ekki náð nema not að sé verulegt magn kraftfóð- urs handa þeim. Á síðustu árum hefur notkun kiaftfóðurs aukizt að miklum mun og gera verður ráð fyrir að notkunin dragist ekki sam- an heldur aukist að sama skapi og bústofninn vex, og þarfir þjóðarinnar fyrir matvörur auk ast í hlutfalli við aukningu fólksfjöldans. Þegar' litið er á staðreyndir þær, er gerzt hafa á liðnum tíma, má ef til vill telja eðli- legt, að. aðferðir við öflun og varðveizlu kraftfóðursins séu frumstæðar, enda er staðreynd- in sú. Talsverður hluti af kraftfóðr inu er innlend vara, sem fram- leidd er á síldar- og fiskmjöls- verksmiðjunum umhverfis land ið, og er eðlilegt að sá hlutinn sé settur í poka og fluttur í þeim heim til bænda, en hitt er einnig staðreynd, að meiri hluti kraftfóðursins er korn- vara, ómöluð eða möluð, sem flutt er til landsins, varðveitt í birgðaskemmum o.g flutt til notendanna í pokum, en það flutningafyrirkomulag og geymsluaðferð hliðstæð þeirri, ér við notum, mun naumast þekkt nokkurs staðar nú, af þeirri ástæðu einni, að það er alltof frumstætt og alltof dýrt. Fyrir löngu hefur það flutn- ingafyrirkomulag verið upp tekið við kornvöru að dæla henni i skip úr kornhlöðunum, sigla með hana ósekkjaða milli landa og milli hafna, og dæla henni aftur upp úr skipunum i kornhlöðurnar, þar sem varan skal notuð. En ekki nóg með það. Til skamms tíma var það reglan að dreifa þurfti kraft- fóðrinu sekkjuðu út um sveitir, en nú er einnig verið að hverfa fré því fyrir komulagi og nota í staðinn sérstaka bíla, sem vörunni er dælt í á birgðastöð og úr þeim aftur við kraftfóð- urgeymslur bænda. Með þessu móti er þá búið að taka tæknina og vélrænar starfsaðferðir í þjónustu þess- ara hlutverka, r'étt eins og þeg- dæmi. Með myndum af erlend- um kornhlöðum, og með ný- tízku fyrirkomulagi við flutn- inga á lausri kornvöru og kraft fóðri til bænda, hefur FREYR túlkað þau viðhorf, sem eðli- legt virðist og sjálfsagt, að hér komi til framkvæmda á þessu sviði, því að vinningur við það fyrirkomulag mundi eflaust svipaður hjá okkur og öðrum, en hann felst í mun lægri flutn ingskostnaði milli landa og miklu minni rýrnun vörunnar þegar fóðrið er varðveitt laust í kornhlöðunum. Og svo er vinna við útskipun og afskip- un miklu ódýrari en þegar allt er flutt í sekkjum. Um þetta mundu menn segja, snertir flutninga milli landa og milli landshluta, og á síðustu árum hafa kornhlöður risið úti um sveitir en þær taka við korni bændanna til þurrkunar og til geymslu, og svo þeirri vöru af sama tagi, sem flutt er inn frá öðrum löndum og öðr- um heimshlutum. Og einmitt þessa mánuði og komandi mán- uði er verið að kerfa flutninga- skilyrðin og flutningatækin, og svo geymsluskilyrðin hjá bænd unum sjálfum, í sveitunum, svo að hin fullkomnasta tækni verði hagnýtt á þessu sviði eins og í öðrum athöfnum, er bú- skap varða. Það má með réttu segja, að enn þá séum við svo litlir karl- ar i notkun kraftfóðurs, að full komin tækni sé hæpnari hér en annars staðar, en við erum KRAFTFÖÐRIÐ ar benzín og olíur eru fluttar milli heimsálfa, milli landa og um héruð út til notenda. Engum mundi detta í hug að hverfa frá þessu fyrirkomu- lagi við flutninga og dreifingu nefndra brennsluefna, svo miklu er það hagkvæmara og ódýrara en þegar allt var flutt og geymt í tunnum. En enn þá er öll kornvara flutt til landsins í sekkjum og þannig er hún öll varðveitt enn og flutt áleiðis til notendanna, og enn virðist engin hreyfing í þá átt að breyta þessu fyrirkomu- lagi, nema hvað ritstjóri bún- aðarblaðsins FREYS hefur um undanfarin ár nokkrum sinnum ritað í nefnt málgagn um nauð- syn þess að breyta til á þessu sviði og fara að annarra for- að þá yrði sjálfsagt að byggja sérstakar hlöður, sem ekki yrðu notaðar til annars. Það er rétt, en kornhlöður rúma vöruna betur en pakkhúsin, sem sekkir eru geymdir í, og svo geymist auðvitað miklu betur í sívaln- ingum kornhlaðanna, þar sem vörunni er dælt milli hólfa við og við eins og við á, og þar sem hvorki mýs né rottur komast að til þess að eta og eyðileggja né væta af nokkru tagi veldur samruna né sveppagróðri, með tilheyrandi eyðileggingu, sem reiknast með í hinni miklu vörurýrnun, er alltaf verður þar sem geymt er í sekkjum. Meðal grannþjóða þkjíar er allt þetta nýtízku fyrirkomulag fyrir löngu kerfað að því er líka miklu færri, svo að ef við vinnum jafnmörg prócent í verðmætum og aðrir, þá er fyr irkomulagið jafnrétthátt hér og annars staðar og vinningur- inn á hvern aðila hinn sami. íslenzkir bændur eru um 6000 og þeir nota að meðaltali á fjórðu lest hver af þeirri vöru (kraftfóðri), sem í kornhlöðum mundi geymd og í fóðurvögn- um flutt, eða samtals um 20 þúsund lestir á ári. Þar við bætist svo kornvara til mann-. eldis, sem eðlilegt væri og sjálf sagt að flytja milli landa og varðveita hér á hliðstæðan hátt. Norskir bændur. sem kaupa kraftfóður, eru taldir nokkuð á þriðja hundrað þús- und og þeir nota um 900 þús- und tonn af kraftfóðri á ári, hver þeirra álíka og íslenzkur bóndi. Afstaða bænda í Noregi er víða áþekk og gerist hér á landi, með tilliti til hafnarskil- yrða, dreifbýlis í sveitum og aðstöðu til flutninga. Þeir eru bara -fleiri og þurfa meira. Á meðal frænda okkar þar í landi er þróunin nú ör á því sviði, er varðar geymslu og flutninga kraftfóðurs um sveitir, og standa samvinnufélögin þar í broddi fylkingar, en á vegum þeirra nam sala kraftfóðurs 1960 tæpum 60 % af saman- lagðri kraftfóðursölu í landinu og samvinnufélög seldu þá 83 % af þeim fóðurblöndum, sem notaðar voru. Viðhorf okkar í þessu máli hefur eiginlega ekkert verið til þessa og eina málgagnið og eina röddin, sem hingað til hef ur látið til sín heyra um þetta efni, er FREYR, svo sem áður er greint, en ritstjórinn mun hafa kynnt sér þessi efni sér- staklega meðal annarra þjóða, bæði fyrr' og síðar. Þegar kornræktun eykzt hér á landi, sem vonandi verður ört á komandi árum, kallar þörfin óneitanlega á kornhlöð- ur, sem rísa í nánd við akur- löndin og samtímis mundi þá viðelgandi að reisa birgðahlöð- ur yfir innflutta kornvöru á helztu hafnarstöðum landsins, þar sem sílóskip eða önnur kornflutningaskip geta lagzt að og dælt vörunni upp. Hér getur ekkert efamál ver- ið á ferð, það er aðeins fram- kvæmdaatriði sem á veltur hve nær hafizt verður handa í þess- um efnum. Notkun kraftfóðurs er nauðsyn í allri búfjárrækt, ef fullnægja skal kröfum tím- ans um eftirtekju, og hún fer vaxandi um komandi ár. Þess vegna er framtak á þessum vettvangi höfuðnauðsyn hið fyrsta. — i. Rödd úr A-Skaftafe!lssýs"u í dag var jarðsettur við Bjarnar neskirkju Þórhallur Daníelsson fyiTum kaupmaður á Höfn, Horna firði. Með Þórhalli er einn af fremstu héraðsihöfðingjum Austur-Skaftfell inga genginn til grafar, glæsi- menni mikið, og drengur góður. Margir Skaftfellingar hafa staðið yfir moldum hans, en ótaldir eru hugir þeirra, sem numið hafa stað ar við gröfina, og mænt til hinna jarðnesku leifa, -em lagðar voru í skaut móður jarðar. Ef Þórhallur hefði mátt mæla á þeirri stund, þá flýgur mér í hug að hann hefð: sagt: Hér er gott að hvíla. Af hverju haldið þið les- endur góðir að hann hefði sagt það? Hann hefði gert það af því að honum fansst Skaftafellssýsla vera sér allt. Þar átti hann sitt glæsilega ævi- starf, þar voru beztu vinirnir hans, þar var hann virtur og metinn, þar var hugur hans, bæði til byggðar- innar og fólksins, feftir að hann fór þaðan. Það var allt gott í Skaftafellssýslu í hans augum. — Fólkið var gott, moldin var þar frjó, og úmhverfið var indælt. — Ekki fyrir löngu sagði hann við málsmetandi Skaftfelling: Ég er búinn að farc um allt landið, eg það finn ég, að hvergi er andrúms loftið eins heilnæmt eins og í Skaftafellssýslu. Af þessu og fleiru var gott að hvíla í skaftfellskri mold að leiðar lokum. Og Skaftfellingar telja það heiður héraðsins að ljá slíkum manni legstað. Margt af Skaftfell ingum man Þórhall, þó við sem elzt erum, munum hann bezt. Mér fannst þegar ég var ungur, að sá sem einu sinni sæi Þórhall gæti ekki gleymt honum. Framkoma hans öll var svo sérstæð og glæsi- leg, að.hún gat ekki gleymzt, hvort sem maður sá hann á eigin fótum eða sitjandi á fáki. Kaupmenn voru upp og ofan séðir á okkar landr. Með Þórhalli held ég að hafi skapazt nýr hugs- unarháttur til þeirra í þessu hér- aði. Manndómur hans og dreng- lund gerði það að verkum að það leit á hann sem einn af oss. Hann var viðskiptamönnum sínum, og þá einkum þeim, sem minnf máttar voru efnalega, innan handar að komast yfir erfiðleika viðskipt- anna. í því sambandi ætla ég að segja eftirfarandi, þótt lítið sé: Faðir minn var lengst af efna- lítill, einn af þeim mörgu, sem barðist í bökkum með sín viðskipti, með stökum spamaði, en hann var skilamaður. og vildi aldrei svíkja gefið loforð. Nú bar það til á mín- um uppvaxtarárum, að hann heyj- aði eitt sinn betur en vanalega. Um haustið fór ég að tala um það við föður minn að hart væri að þurfa að láta ungkindurnar í kaup staðinn. Ég er búinn að lofa þeím, sagði faðir minn. En gætirðu ekki talað um það við kaupmanninn að hann umlíði þig eitt ár um þá skuld, sem myndaðist fyrir það, að þú héldir þrettán kindum eftir af þeim sem þú varst búinn að lofa. Þess kem ég mér ómögulega til, svaraði faðir minn. Má ég þá ekki tala við kaupmanninn? sagði ég. Faðir minn horfði undrandi á mig: Þú að tala við kaupmann- inn. Ertu genginn af göflunum drengur. Og ekki alveg, hélt ég. Þú ræður þá, hvað þú gerir. Ekki löngu seinna bar fundum okkar Þórhalls saman. Líklega hef ur honum ekki fundizt þessi dreng snáði mikill fyrir mann að sjá, sem bað hann um samtal. En hvað um það, teningunum varð að kasta. Ég bar upp erindið við Þórhall. Ég sá enginn svipbrigði á honum, | en hann sagði: Hvað ætlar faðir þinn að halda mörgum kindum eftir, með þessu? Þrettán var mitt svar, sex ær veturgamlar og sjö gimbrar. En hvernig fer þá með skuldina. Hún verður vonandi greidd á næsta ári, sagði ég. Ég fer í vegavinnu, eða þá eitthvað ! í kaupavinnu. Með kaupinu mínu verður skuldin greidd. Faðir þinn má halda kindunum eftir, var svar Þórhalls. Ég tók feiminn í hönd hans og þakkaði málalokm Mörg ár liðu. Ég var staddur í Höfn, var að fara á búnaðarnám- skeið, sem Búnaðarsamband Aust- urlands ætlaði að haldá í samkomu húsi Nesjahrepps við Laxá. Veður var votsamt, og vegir blautir. Þá ! voru bílar ekki komnir til sögu. Eg var í hálfgerðum vandræðum að komast frá Höfn af umræddum I stað. Þá er það af tilviljun, að ég | mæti Þórhalli á götu. Ertu hér i verzlunarerindum? spurði hann. Eg sagði sem var, en bætti við: Ég er í hálfgerðum vandræðum að komast héðan. Auðvitað get ég gengið, en ég er með konuna mína með mér, og það er erfiðara fyrir hana að ganga af því veðrið er ekki gott. Ég flyt ykkur inneftir, sagi Þór hallur, án allra bollalegginga. Mér er alveg nóg að þú gætir lánað konunni hest, varð mér að orði. Heldurðu að ég láni henni hest, en láti þig ganga, og Þórhallur hló um leið og hann sagði þetta. Hann leiddi út þrjá hesta, lét le.ggja á þá reiðfæri. en lét okk- ur hjónin hafa hlífðarföt. Þá lét hann mann fylgja okkur til að sækja hestana.. Um borgun var ekki að ræða. Ef ég hefði verið sérstakur vinur Þórhalls. þá gat þetta heitið vinargreiði frá hans hendi. En ég var einn af þeim mörgu sem kom á Höfn og fór þaðan aftur án þess að hafa neitt sérstakt saman við Þórhall að sælda fremur en allur fjöldinn í Skaftafellssýslu. Síðar gat ég end urgoldið Þórhalli þennan greiða, þegar hann vantaði hest á mínum slóðum. Þetta tvennt, sem ég hef nú sagt í sambandi við Þórhall Daníelsson, er örlítið brot af öllu því er segja mætti um vinsamleg samskipti i lians við Skaftfellinga. Nú grúfir skammdegi yfir láði : og legi, það minnir á líf sem búið er að lifa við sól 'og yl, en á eftir ! að kvikna á ný. Með þá hugsun í huga hverfa Skaftfellingar frá gröfinni hans Þórhalls Daníelsson ar, það er bjart yfir minningun- um, sem þeir rifja þá upp um leið og þeir kveðja hinn látna vin síð- ustu kveðjunni. 9.12 1961. Aldraður Skaftfellingur. Leikrlt nær Afrit af glötuðu leikriti eftir j spænska leikritaskáldið Calderon , fannst nýlega i höll nokkurri . skammt frá Prag. Þar hafði það . legið gleymt og rykfallið síðan að | dóttir sendiherra Austurríkis á Spáni hafði það heim með sér fyr !. ir tæpum þrjú hundruð árum. Leikritið fjallar um dýrlinginn Francis Borgia, sem var varakon- ungur Katalóníu í stjórnartið Karls V. — Calderon skrifaði leik r afldir ritið í tilefni hátíðahaldanna, sem fram fóru, er Francis Borgia var tekinn í helgra manna tölu árið 1671. Sendiherradóttirin unni mjög leiklist og lét gera sér af- skrift af leikritinu. er hún fór heim til ættlands síns. Fræðimenn hafa vitað af þessu leikriti vegna þess, að það er nefnt í skrá, sem Calderon gerði sjálfur yfir 110 ritverk ^ín og (Framhald a 11 siðui 6 T í M I N N. föstudaainn 29. desemher 1961.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.