Tíminn - 29.12.1961, Síða 7
Jóhannes Sigfinnsson, Grímsstöðum
' • m "v jlmí
skrifa
r um
I dagblaðinu Tíminn 298.
tbl. 23. nóvember sl. er forsíðu
grein sem ber yfirskriftina
„Mývatai að hverfa?“
í grein þessari er því haldið
fram að Mývatn grynnki um
rúma tvo metra á öld. Rökin
fyrir þessu eru þau, að árið
1750 hafi vatnið mæjzt dýpst
níu metrar. Árið 1880 mældi
Þorvaldur Thoroddsen það 6.5
metra, og fyrir fáum árum
mældi Sigurjón Rist mest dýpi
í því 4.5 metra. Eftir þeim mæl
ingum er því svo slegið föstu
að það grynnki um rúma tvo
metra á öld.
Það er ástæða til að athuga
þessi rök nokkuð. Mér er ekki
kunnugt um, hver mælinguna
gerði 1750, og ekki heldur hvar
hún var gerð, en þess má geta
að til eru í Mývatni uppsprettu
stampar, sumir nokkuð djúpir.
Einn slíkur stampur var í vatn
inu, nokkuð austsuðaustur frá
Grímsstöðum. Hann var hring-
myndaður, 12 til 13 metrar í
þvermál. Vatusdýpið á börm-
um hans var um 65 sentimetr-
ar. Frá börmunum voru nær
því lóðréttir leirveggir niður
á slétta hellu, sem myndaði
botninn. Hellan var sprungin
og upp um sprunguna buJlaði
svo mikið vatn, að hreyfing
sást á yfirborði vatnsins. Upp-
streymi vatnsins kom í veg
fyrir að Jeir bærist niður í
stampinn og fyllti hann. Eg
mældi vatnsdýpið niður á hell
una og reyndist það tæpir 10
metrar. Árið 1915 gerði ofsa-
rok af suðri, sem stóð meira
en sólarhring. Vatnið varð svo
gruggugt, að þar sem það gekk
á land, varð eftir leirskán. í
þessu veðri fyllti stampinn svo
af leir að síðan er sléttur botn
þar sem hann áður var. Vera
má að dýptarmælingin 1750
hafi verið gerð í einhverjum
Séð yfir hluta af norðurflóa Mývatns, þar sem Slútnes er á miðrí mynd, en Belgjarfjall að baki. Þessi
flói er svo grunnur víðast hvar, að gróður nær upp úr að sumri.
slíkum pytti, sérstaklega ef
reynt hefur verið að finna
Grynnkun Mývatns
í Kálfastrandarvogum, sem ganga inn úr syðri flóanum — einhver
fegursta náttúrusmlð landsins.
mesta dýpi í Mývatni.. I vík
norðan við Kálfaströnd, sem
heitir Breiða, er pollur eða
dæld í botninum. Þar hefur,
svo lengi sem ég man, verið
talið mest dýpi í vatninu. Var
það talið yfir 3 faðmar. Þar
var mér sagt að Þorvaldur Thor
oddsen hafi mælt dýpi Mý-
vatns, og hygg ég að það sé
rétt. Sigurjón Rist mældi 4.5
metra við Langanes, um 5 kíló
metra frá þeim stað sem Þor-
valdur mældi. Þar kemur því
cnginn samanburður til greina.
Nú er hægt að gera sér ofur-
litla grein fyrir, hvað langan
tíma það tekur að hver metri
af þykkt botnleðjunnar sé að
myndast. Þvert yfir Mývatn
liggur allbreið kvísl af Þrengsla
borgahrauni. Breidd kvíslarinn
ar er frá Vogum, skammt suð-
ur fyrir Geiteyjarströnd, eða
nálægt 2Vi kílómetri. Hún ligg
ur þar til norðvesturs. Vitað
er, að þetta hraun er ofurlítið
yfir 2000 ára gamallt. Samt er
botnleðjan á því víðast aðeins
einn metri og allt upp í það
að vera tveir metrar. Við norð-
urbrún hraunsins er þykkt
botnleðjunnar 5 til 6 metrar,
en við suðurbrúnina allt upp
í 9 metrar. Það benda því lík-
ur til að þurft hafi að minnsta
kosti búsund ár til að mynda
einn metra af þykkt leðjunnar.
Þetta skýtur nokkuð skökku
við útreikninginn í áðurnefndri
grein.
í norðurenda Ytri-Flóa er
vatnið mjög grunnt, eða frá
50 sentimetrum upp í einn
metra Þegar ég var ungling-
ur, fyrir um það bil 50 árum,
fór ég nær því daglega á báti,
mikinn part af sumrinu, um
svæðið norðan við Slút.nes. Þar
var svo grunnt, að á alllöngum
kafla straukst botn bátsins,
sem var flatbotnaður prammi,
eftir botninum, svo að sjá
mátti slóð hans alllanga leið,
á loftbólum og gruggi, sem kom
upp í kjölfarinu. Fyrir nokkru
hækkaði yfirborð vatnsins um
10—12 sentimetra af völdum
mannvirkja í Laxárkvíslum.
Þessi hækkun nægði til að
nú fljóta bátarnir vel, þar sem
þeir áður drógust við botn.
(Vatnið hefur því svo litið
grynnkað á hálfri öld, að það
er tæplega merkjanlegt).
Ef áætlun fyrrnefndrar grein
ar hefði nálgazt það að vera
rétt, ætti núorðið að vera þarna
þurrt land. Þá hefði líka kísil-
verksmiðja með 10 þús. tonna
afköstum litlu bjargað. Mývatn
er að flatarmáli 38 ferkílómetr-
ar. Á einni öld hefðu því mynd
azt 78 milljónir rúmmetra af
leðju eða 780.000 rúmmetrar
á ári. Það sjá allir að ekki þarf
78 rúmmetra af leir til að
vinna úr eit.t tonn af kísDgúr.
svo að vatnið mundi fljótlega
hverfa. þótt verksmiðja kæmi
til, ef þessar áætlanir um hina
miklu aukningu botnleðjunnar
væru réttar.
Áætlanir greinarinnar eru
svo mikil fjarstæða fyrir sjón-
um kunnugra manna. að ekki
er hægt að þegja við slíku.
Grímsstöðum við Mývatn
11 des. 1961,
Jóhannes Sigfinnsson.
Hver er aðbúnaður
íslenzks iðnaðar?
Víða er um það rætt og ritað,
að auka þurfi framleiðslu þjóðar-
innar og efla iðnað hennar.
Oft virðist sem þar sé af hálfu
valdamanna látið sitja við orðin
tóm.
Því verður ekki neitað að mikl-
ar framfarir hafa orðið á undan-
förnum árum. Framleiðsla aðal-
atvinnuveganna hefur aukizt að
miklum mun, án þess að fólki
hafi fjölgað að ráði sem að þeim
vinna. En hvert á þá að beina
þeirri aukningu vinnuafls, sem hér
hlýtur að skapast við hina öru |
fjölgun íbúa? Hún hlýtur að verða
að beinast að miklu leyti til iðn-
aðarins hjá okkur eins og öðrum
menningarþjóðum. Þar , má engin
stöðnun verða á, ef ekki á að koma
til atvinnuleysis. Hvernig er þá
bijið að þeim iðnaði, sem fyrir er
i landinu?
Þeim málum er ég ekki mikið
kunnugur, en langar að segja frá
símtali, sem ég átti í dag við einn
af forráðamönnum iðnfyrirtækis í
Hafnarfirði. Þetta er verksmiðja,
sem framleiðir svonefnda steinull
til einangrunar í húsum. Það mun
álit flestra byggingaverkfræðinga,
að þetta sé hagnýtasta einangrun
in, sem hér er völ á, þar sem
henni verður við komið. Eins og
til dæmis undir járnþök ofan á
efstu steinplötu í húsi.
Einangrun þessi er framleidd
úr íslenzkri bergtegund. en orkan,
sem til þess þarf, er rafmagn.
Með öðrum orðum:
íslenzkt vinnuafl getur framleitt
þetta úr grjóti og rennandi vatni.
Eg spurði þennan mann eftir
einangrun, sem nota skyldi ofan
i á efstu plötu í fjölbýlishúsi. Hann
sagði mér að allur forði væri *upp
j seldur hjá verksmlðjunni og hún
| yrði ekki starfrækt í vetur.
Nú. hvers vegna? Vantar vinnu
j kraft? Nei, þeir urðu að segja
upp öllum mannskapnum í haust.
Hvort þá vanti grjót í Hafnarfirði
| þarf tæplega að spyrja. En þeir
| fá ekki rafmagn til iðnaðarins eft-
| ir að vetur skellur á.
(Framhald á li. síðu)
Fertugur LíbanonsmaSur, Ed-
mond Khayat kom fyrir skömmu
til Kaupmannahafnar á heim-
relsu sinnl. Hann ferðast milli
borga og bæja, fer í lestum, en
þegar til borganna kemur, geng-
ur hann um götur með 80 punda
þungan kross á herðum. Á hann
eru letruð friðarkjörorð, svo og
á spjald er hann ber á hlið. Ed-
mond Khayat boðar frlð og
bræðralag milll manna án tillits
til litar eða trúar. Á krossinum
er orðið „mannúð" ritað bæði á
arabísku og ensku. Á spjaldi
hans standa m. a. þessi orð: Eftir
2000 ár þjáist mannkynið enn af
stríði og kúgun. Það ber enn
kross sinn. Hvenær kemur frið-
urinn — hvenær? Khayat stillti
krossi sínum og spjaldi upp við
dyr danska rikisþingsins. Skyldi
hann koma til íslands á reisu
sinnl?
TÍMINN, föstudaginn 29. desember 1961.
7