Tíminn - 29.12.1961, Page 12

Tíminn - 29.12.1961, Page 12
sem tekur lúxusbílum fram Dráttarvél að til hefur mishraði vélarsnún ings stjórnað hraða dráttarvél- arinnar. En í þessari dráttarvél er heldur enginn gírkassi, held ur er hún knúin vökvadrifi. Og vökvadrifið gerir allt, stillir hraðann, stöðvar vélina, og hreyfir hana fram eða aftur. — Ökumaðurinn þarf því ekki annað en hugsa um völinn, sem stýrir vökvadrifinu, og svo nátt úrlega stýrishjólið. Vélarhúsið á dráttarvélinni er mjög hall- fleytt, og gefur ökumanni bet*<i útsýni en áíur hefur verið. Samkvæmt reynslu þeirri, sem fengin er af dráttarvélinni þykir sýnt, að gastúrbínan hafi marga kosti sem aflgjafi. Frá henni stáfar engum titringi, hún þarfnast lítils smurnings, þar sem núningurinn lendir á örfáum flötum, ’hún getur geng ið fyrir nálega hvaða eldsneyti sem er í fljótandi formi, og við (Framhald á 11 síðu International Harvester í Bandaríkjunum hafa gert drátt arvélina, sem sýnd er á mynd- inni hér að ofan, og' kalla hana tilraunadráttarvél. Hún er all verulega frábnigðin öðrum dráttarvélum, því hún er knú- in gastúrbínu í stað strokka- vélar eins og fyrri dráttarvél- ar voru knúnar. Gastúrbínan, sem þeir nota, er 45 kg. á þyngd og hefur 80 ha. orku, en 40 ha. strokka vél, sem áður var notuð í svipaða tilraunadráttarvél, vóg 225 kg. Gastúrbínan er loftkæld, örugg í gang þótt kalt sé, og snýst alltaf á jöfnum hraða. Hún sog ar loft inn að framan, blandar því saman við eldsneytið í eld- holinu og þar kveikir neisti í því. Aflið frá sprengingunni kastar túrbínuhjólinu í hring á iöfnum hraða. Margur kynni að líta jafna hraðann illu auga, þar sem hing Föstudagur 29. desember 1961 327. tbl. 45. árg. Þið brúkið munn og kaupið ekki neitt Staldrað við hjá Benjamín — 100 nýjar, ólesnar bækur sem komu út núna fyrir jólin, seljast með gríðarmiklum af- slætti vegna þrengsla í búð- inni. Þannig hljóðaði auglýsing frá fornbókaverzlun Kr. Kristjánsson- ar í gær. Við gengurn á fund bóksalans, Benjamín Benjamíns Sigvaldasonar, fræði- manns, til að líta á bækurnar og spjalla við hann. Það var ös í búð inni. Prófessor Jóhannes Hannes- son var að kveðja bóksalann; inn- heimtumaður með tösku í leðuról hangandi um öxl að heilsa hon- um. Hann spurði um Árbók Þing- eyinga. Strákar grömsuðu í bók- um og spurðu um verðið. Benja- mín gaf þeim lítinn gaum. — Hvernig gengur? sögðum við. — Nú, jæja, sagði Benjamín. — Þú varst að auglýsa nýju | bækurnar. — Já, ég kaupi alltaf slatta af nýjum bókum fyrir jól, og sat eft ir með helminginn af þeim í þetta sinn. í fyrra átti ég um fimmtán bækur eftir milli jóla og nýárs og keypti þá jafnmikið. — Þú borgar út í hönd? — Eg geri það. — Og færð þetta með afslætti? — Vitanlega, vitanlega. — Hvað gefur þú mikinn af- slátt? — Eg má ekki segja það. Það er i svo misjafnt. — Hvað kostar Hús málarans? spyr strákur og tekur bókina úr staflanum. — Ætlarðu að kaupa hana? seg i ir Benjamín. — Hvað koslar hún? — Þú átt bara að spyrja, ef þú ætlar að kaupa, segir Benjamín þá. Annars varðar þig ekkert um það. — Við spyrjum og þú átt að segja okkur verðið. i — Eg vil ekki hafa stráka í búð- j i inni, segir Benjamin nú og byrstir 1 sig. — Fariði út! j Strákarnir halda áfiam að j gramsa og tæta bækurnar. — Hvað kostar .... — Út með ykkur! Þið brúkið munn og kaupið ekki neitt! Benjamin iyftir hendinni og j hvissar á strákana eins og bóndi, : sem er að stugga fé úr túninu hjá 1 sér. Strákarnir skella hurðinni og kasta snjó í gluggann. Benjamín læsir. — Maður verður að hafa frið. — Þú hefur stóran lager. — Maður guðs, ég kem því ekki; fyrir. Hér eru tíu kassar fullir (Framhaid á 11 síðu) , Krakkarnir stigu heldur betur danssporin í Klúbbnum í gær. Þar var mikill fjöldi mættur af hinu kátasta smáfólki, og þeir dansar voru fáir, sem það reyndi ekki að dansa áður en lauk. Þetta fallega par á myndinni er að dansa rúmbu, eða svo sýnist manni. Hún virtist vera vinsæl. Það voru Framsóknarfélögin í Reykjavík sem efndu til þessa ágæta jólafagnaðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.