Tíminn - 05.01.1962, Qupperneq 3
RRUSTURA
GOTUM ORAN
NTB—Oran, 4. janúar. 138 e3a 127
Enn var blóðugur dagur í
Alsír. í dag var háð raunveru-
Félaginu um
Faxa slitið
leg orrusta á götum Oran milli
fransks herliðs og serkneskra
uppreisnarmanna. Níu manns
féllu og 28 særðust.
Háguníktur óeirðanna varð, er
uppreisnanmenn réðust með vél-
byssuskothríð á kaffihús í borg-
inni. Franskir hermenn komu á
vettvang á brynvörðum bíl og varð
af snörp orrusta.
Nýir varö-
stjórar
Tveir nýir varðstjórar hafa ver
ið skipaðir hjá rannsóknarlögregl
unni, þeir Kristmundur Sigurðs-
son og Jón Halldórsson. Krist-
anundur hefur starfað í umferðar
deild rannsóknarlögreglunnar um
árabil og er.nú varðstjóri þar. —
Jón Halldórsson hefur einnig starf
að í rannsóknarlögreglunni í mörg
ár. S.l. vor var Njörður Snsehólm
rannsóknarlögreglumaður skipað-
ur varðstjóri. — Ólafur Guðmunds
son lögregluþjónn mun taka við
varðstjórastöðu í slysarannsóknar
deild götulögreglunnar.
Vertíðin nyrðra
(Framhald aí 1. síðu).
Blaðið hafði tal af fréttaritur-
um sínum á þessum stöðum í gær:
Ólafsfjarðarbátar róa að líkindum
allir 'heima í vetur. Þar eru fjórir
stórir þilfarsbátar, tveir 154 lesta,
einn 100 lesta og einn 70—80 1.
Auk þess sex smærri þilfarsbátar
10—30 lesta og 10—15 trillur. —
Þetta er í fyrsta sinn að allir
Ólafsfjarðarbátar eru gerðir út að
heiman. í fyrra voru þrír Ólafs-
fjarðarbátar á Suðurlandsvertíð;
tveir þeirra voru þó heima nokk-
urn hluta vertíðarinnar.
Guðbjörg frá Ólafsfirði fór -í
fyrsta róðurinn á miðvikudaginn
og kom að í gær með 6 lestir.
Þrír smærri þilfarsbátar fengu 2
og hálfa til 5 lestir hver.
Tveir stórir bátar, um 50 og 60
lesta, verða gerðir út frá Dalvík
í vetur og þrír til fjórir 6—11
lesta bátar. í fyrravetur var einn
stór bátur heima á Dalvík, þó
ekki allan veturinn. Tveir Dalvík
urbáta verða gerðir út frá Kefla-
vík. Þeir eru lagðir af stað suður.
Þrír fóru í róður í fyrradag og
komu í gær með tæpar 5 lestir,
og hálfa aðra til 2 lestir. Háseta-
'hlutir á tveimur Dalvíkurbátum
komust upp í 18—20 þúsund á
tveim mánuðum fyrir jól.
Níu þilfarsbátar verða gerðir
út á Húsavík í vetur, en í fyrra
fimm. Þrír af þessum níu voru
keyptir til Húsavíkur í fyrra, einn
55 lesta bátur og hinir 14 og 25
lestir. Auk þess verða gerðar út
nokkrar trillur. Þír Húsavíkur-
bátar eru komnir til Sandgerðis.
Verið er að smíða nýjan bát í
Noregi fyrir eigendur Helga Fló-
ventssonar, sem sökk s.l. sumar.
Báturinn er væntanlegur í febrú-
arlok og verður gerður út sunn-
anlands. Húsavíkurbátar hafa feng
ið prýðisafla í vetur.
Frakkar segja, að 38 menn hafi
fallið í óeirðunum í gær, en upp
reisnarmenn segja, að 127 Serkir
hafi verið drepnir í Alsír þann
daginn, auk þess sem mörg hundr
uð hafi særzt.
Óeirðimar hófust í morgun þeg
ar við sólarupprás. Evrópumenn
Lítil von í
bráð í Laos
NTB—Vientiane og Geneve, 3.
janúar.
Fresta varð Laos-fundinum, sem
thalda átti í Geneve í dag, vegna
þess að prinsarnir í Laos hafa
hvorki komizt að samkomulagi um
stjórnarmyndun né sendinefnd til
Geneve. Lítil von virðist á sam-
komulagi prinsanna í bráð. Sou-
vanna Phouma, foringi hlutlausra,
sagði í dag, að samsteypustjórn-
armöguleikar hafi ekki einu sinni
verið ræddir, þegar prinsarnir
þrír hittust fyrir jólin.
Kvartmilljón
á varðbergi
NTB-Djakarta, 4. janúar —
Fjórðungur milljónar indónes-
ískra hermanna er á varðbergi í
austurhluta Indónesíu með inn-
siglaðar fyrirskipanir um innrás
í Papúa, nýlendu Hollendinga á
vesturhluta Nýju-Guineu, að því
er Djakartaútvarpið sagði í dag.
NTB—Elisabethville, 4. jan.
Nákvæmlega helmingur þing-
manna var mættur, þegar Kat-
angaþing kom í dag saman í
annað sinn á árinu, og var
þingið því starfshæft. Ttjombe
Katangaforseti hélt fyrstur
tölu og sagði, að Katanga yrði
að vera innlimað í Kongó, en
yrði jafnframt að fá að halda
talsverðri sjálfstjórn.
Þrjátíu og fimm þingmenn af
sjötíu voru mættir, þegar fundur
var settur. Fyrsta málið á dagskrá
var Kitona-samningur þeirra
Tsjombe og Adoula, forsætisráð-
herra Kongólýðveldisins. Tsjombe
tók þegar orðið og skýrði frá af-
stöðu stjórnarinnar í málinu. Eft-
ir ræðu sína yfirgaf hann þing-
húsið ásamt erlendum ræðismönn
um og blaðamönnum, því að þing
ið mun ræða málið fyrir luktum
dyrum.
fóru um bæinn í bifreiðum og
skutu á alla Serki, sem sáust á
götunum. Síðar kom til átaka með
al ungra Evrópumanna og Serkja.
Síðdegis urðu enn óeirðir, og varð
lögreglan að beita táragasi til að
dreifa mannfjölda.
Taugastyrkur
Upplýsingamálaráðherra alsírsku
útlagastjórnarinnar, Muhamed
Yazid, sagði í dag, að yfirvöldin
í Alsír létu hermdarverkin gegn
Serkjum sér í léttu rúmi liggja.
Það væri aðeins taugastyrkur
Serkja, sem kæmi í veg fyrir stór
felldar hefndaraðgerðir þeirra.
Miklir farjbega-
flutningar
ísafirði, 4. janúar —
í gær kom Viscountvél Flugfé-
lagsfns tvisvar til ísafjarðar og
flutti 70 faiþega til Reykjavíkur,
flest skólafólk og gesti, sem höfðu
dvalizt hér um hátíðarnar. Þetta
eru mestu farþegaflutningar héð-
an í vetur og raunar einhverjir
þeir mestu sem hér hafa farið
fram. Fátt vertíðarfólk fer héðan
í vetur. G.S.
Hóta að hefja
tilraunir á ný
NTB-New York, 4. janúar —
Savétríkin hótuðu í dag að
hefja kjamorkuvopnatilraunir, ef
Vesturveldin hætti ekki sínum til
raunuim. Zorin, aðalfulltrúi Sovét-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, afhenti afvopnunarnefndinni
yfinlýsingu þar að lútandi.
Tveir gallar
Tsjombe sagði, að það væri eink
um tvennt í Kitona-samningnum,
sem hann gæti ekki fellt sig við.
Annað væri, að stjómarskrá mið
stjórnarinnar skyldi einnig gilda
fyrir héruðin, en hitt væri, að
Sameinuðu þjóðimar skyldu mega
rázkast að vild í Katanga.
Tsjombe sagð'ist láta þingmönn
um eftir að á'kveða, hve langt Kat
anga eigi að ganga á móts við
miðstjómina í Leopoldville.
Bræður Kongómanna
Hann kvað miðstjórnina marg
oft hafa brotið stjórnarskrána.
Katanga mundi ekki virða hana
á meðan miðstjórnin og SÞ gerðu
það ekki. Samt yrðu Katangabúar
að muna, að Kongómenn væru
bræður þeirra og markmið beggja
væri að vinna að sameinaðri og
vel stæðri Afríku.
Eftir ræðu Tsjombes hóf þingið
að ræða Kitona-samninginn fyrir
lukturn dyrum.
(Framhald aí 1. síðu).
en næg ástæða til þess að leyna
ekki borgarana lengur hinu raun
verulega ástandi þessa máls. Og
þar sem hann hefði undanfarin
ár oft rætt um þetta mál í bæjar-
stjórn og borið fram fyrirspurnir
og tillögur, hefði hann aflað sér
þeirra gagna, sem unnt væri, um
það á borgarskrifstofunum og
teldi rétt að skýra frá þeirri at-
hugun.
Það er upphaf málsins, að
haustið 1948 var samkvæmt sam-
þykkt meirihluta bæjarstjórnar
ákveðið að stofna Faxaverksmiðj-
una og reka í sameignarfélagi við
Kveldúlf. Stofnkostnaður var áætl
aður 10—12 millj. kr. en hann
varð 28 millj. kr. En verksmiðjan
tók aldrei til starfa, og 1951 taldi
ég þessum málum svo komið,
sagði Þórður, að ástæða væri til
að bera frarn fyrirspurn um kostn
að og rekstur. Svör drógust en
komu þó loks. í nóv. 1952 hafði
ekkert skipazt í þessu máli og
þótti þá enn ástæða til að grennsl
ast um þetta með fyrirspurn. Svör
fengust löngu síðar með eftirgangs
munum.
Tillögur um slit
og rannsókn
í apríl 1953 kvaðst Þórður hafa
bent á það í bæjarstjórn, að skuld-
ir Faxa væru orðnar um 30 millj.
kr. og bærinn ábyrgur fyrir þeim
öllum, ef gjaldþol færi fram, en
henni var vísað til stjórnar Faxa,
og heyrðist ekki meira um hana.
Þórður kvaðst aftur hafa borið
fram svipaða tiUögu 1954, en hún
fór sömu leið. Fulltrúar sósíalista
sátu hjá og þögðu um þetta mál
allt, eins og þeir hafa jafnan gert.
Á árinu 1955 voru uppi einhverj
ar vangaveltur um að breyta
verksmiðjunni í hraðfrystihús eða
kornmyllu, en reyndist ófært, og
verksmiðjan þar með endanlega
dæmd ónýt til allra hagkvæmra
nota. v
Árið 1957 var málið orðið svo
Ijóst, að Þórður lagði til í bæjar-
stjórn, að bærinn gerði þegar ráð-
stafanir til að slíta sameignarfé-
laginu og firra sig þar með frek-
ari fjártöpum og áhættu. Tillagan
var svæfð, og einnig önnur tillaga
sama efnis 1958.
Auðséð var þá, að borgarstjóri
ætlaði að daufheyrast við öllum
varnaðarorðum og fljóta sofandi
enn lengra út í faroðið. Hefur
málið síðan lítt verið rætt í bæj-
arstjóm.
Bréf borgarstjóra
Við athugun á gögnum þessa
máls nú, kvaðst Þórður hin veg-
ar hafa séð, að fyrir skömmu
hefði borgarstjóri loks tekið að
sýna lit á því, að stíga þetta óhjá-
kvæmilega skref um slit félagsins,
og hefði hann skrifað stjórn Faxa-
verksmiðjunnar bréf þess efnis og
beðið hana að gera ráðstafanir til
slita, þar sem nauðsyn krefðist
þess. Einnig hefði hann skrifað
fjármálaráðherra og seðlabankan-
um og mælzt til samninga um
skuldir Faxa og í þriðja lagi hefðu
virðingar- og matsmenn verið sett-
ir til að meta vélar og aðrar eign-
ir Faxa.
Á bréfum þessum stæði, að þau
hefðu verið lögð fram og sam-
þykkt í bæjarráði tiltekinn dag,
en þegar litið væri í fundargerðir
bæjarráðs þessa daga, fyndis’t
engin bókun um þetta. Kvaðst
Þórður vilja spyrja, hverju það
sætti, eða hvort það hefði þann
sið að bóka ekki samþykktir um
slík stórmál.
Þá gat Þórður þess, að endur-
skoðendur bæjarins hefðu að
beiðni borgarstjóra gert athugun
á fjárlhag Faxa og skilaði um það
skýrslu, sem ýmislegt atihyglisvert
kæmi fram i. Kæmi t.d. fram, að
engar afskriftir hefðu farið fram,
skuldir væru alls um 35 milljónir
króna, þar af 9 milljónir hjá
Landsbankanuim. Svo kynlega bæri
og við, að Kveldúlfur væri meðal
erlendra lánardrottna Faxa, sem
skuldaði honum rúml. 24 þúsund
dollara, hvernig sem það yrði
skýrt. Þá hefði Kveidúlfur ekki
greitt viðhald og vexti að sínum
hluta og bærinn orðið að greiða
allháa fjárhæð fyrir hann. Bað
Þórður borgarstjóra að gefa
nokkru nánari upplýsingar um
þetta. mál.
Borgarstjóri hafði fá svör á
reiðum höndum, játaði, að bók-
un hefði ekki átt sér stað í bæj-
arráði en hafði engar frambæri-
legar afsakanir. Kvaðst hann
mundu sjá um, að málið yrði lagt
fyrir bæjarstjórn, áður en því
yrði ráðið til lykta, og bráðlega
væri að vænta tillagna stjórnar
Faxa um félagsslitin.
Þórður Björnsson tók til máls
og kvaðst vilja víta það, að slík-
ur háttur væri á hafður, að stór-
mál væru rædd og afgreidd í bæj
arráði, án þess að um það sæist
stafur í fundargerð og spurði enn,
hvernig á þessu stæði. Til Iítiis
væri að gera fundargerðir og
leggja fyrir bæjarstjórn, ef und-
an yrði skotið stærstu málunum.
En eftir allt það, sem ég er
búinn að flytja um þetta mál hér
í bæjarstjórn, sagði Þórður, hlýt
ég að fagna því, að borgarstjóri
hefur ioks hleypt í sig kjarki tii
að binda endi á þetta mál. En
jafnframt væri mönnum hollt að
hugieiða, hvort ekki hefði verið
rétt að fara að ráðum sínum fyrr.
Öllum tillögum var vísað frá, ár
eftir ár og engu sinnt. Eg vænti
þess, að meirihlutinn geti nokk-
uð af þessu Iært og að hann
skilji, að tiilögur mínar og gagn
rýni um ýmis mál bæjarrekstrar
ins hafa ekki ætíð verið ástæðu-
Iaus.
Aftur af-
vopnunar-
viðræður
NTB—NEW YORK, 4. jan. _
Bandaríkin og Sovétríkin hafa
komið sér saman um, að af-
vopnunarviðræður hefjist aftur
í Geneve 14. marz næstkom-
andi. Sovétríkin slitu viðræðun
um í júní 1960 og hafa þær
legið niðri síðan. — 18 ríki’
munu taka þátt í viðræðunum.
Náðst hefur samkomulag um,
hvaða lönd það verða. í fyrri
afvopnunarráðstefnunni tóku
þátt 10 ríki, fimm vestræn og
fimm austræn.
Tsjombe hógvær
á Katangaþingi
T í M IN N, föstudagurinn 5. janúar 1963.
3